Morgunblaðið - 07.11.1981, Síða 45

Morgunblaðið - 07.11.1981, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Orð í tíma töluð Kristinn Magnússon skrifar: „Erindi Arndísar Björnsdótt- ur, sem hún flutti í útvarps- þættinum „Um daginn og veg- inn“ hinn 2. þ.m., var með því allra besta og fróðlegasta, sem ég hef iengi heyrt undir þeim dagskrárlið. Þar var talað tæpi- tungulaust um ýmsar mein- semdir sem blómgast hafa í þjóðfélagi okkar undanfarið og stefna okkur upp á flæðisker skatta og hafta. Þar sér ekki fyrir endann á. Nokkrir kommakarlar ráða ferðinni og halda áfram að blekkja lág- launaþræla, sem í sinni barna- trú gerðu sér vonir um betri af- komu og minni þrælkun til að ná endum saman, ef þessir blekkingameistarar fengju að ráða. Ég ætla ekki að tína til allt það sem fram kom í erindi Arndísar, en þar voru orð í tíma töluð, sem vert væri að hver íhugaði með sjálfum sér og í samræðum við náungann. Hafi hún verðskuldaða þökk fyrir. Og ég skora á útvarpsmenn að sjá til þess að erindið verði endurflutt, því að það á ekki síður tilkall til þess en önnur erindi sem flutt hafa verið í þessum þáttum og síðan endur- flutt síðar. Ég vona að Velvakandi sjái sér fært að koma þessari ósk minni á framfæri við þá út- varpsmenn. Þeir mega vissulega vel við una, það er ekki svo ýkjaoft, sem þeim er hælt fyrir eftirtektarverða dagskrárliði. Sé þetta erfiðleikum bundið, t.d. vegna fjárveltis stofnunarinnar eða ókyrrðar kommakarla, þá Arndís Björnsdóttir mætti svo sem bjarga þessu við með því að birta erindið á prenti — þökk sé því frelsi sem við þó enn njótum." Iðnaðarrokk: Er þetta færibandið - ein breiðskífa á ári? Ilerra Klinkur skrifar: „Kæri Ub 40. I bréfi þínu, fimmtudaginn 20. okt., gerir þú veröldinni ljóst hvað orðið iðnaðarrokkari þýðir. Bubbi syngur ekki inn á plötur til þess að meika peninga. En til hVers þá? Jú, til að fullnægja listþörfinni o.s.frv. (segir þú). Hvar væri Bubbi nú ef hann hefði ekki slegið í gegn? Ef- laust á eyrinni eða einhverjum tog- ara (sem hann var víst áður). En um leið og Bubbi kallinn hefur fundið peningalyktina hefur hann séð að þessi bransi væri betri en ist veita af, þegar við hér fáum ekki einu sinni símatæki. Það er mjög áríðandi fyrir mig vegna at- vinnu minnar að láta vekja mig, en nú sé ég ekki annað en að ég verði að sofa úti í bæ, þar sem ég get fengið aðgang að síma. En ég er að velta því fyrir mér, hvort þetta ríkisfyrirtæki, Póstur og sími, sem hefur einokun á allri símaþjónustu, muni ekki vera skaðabótaskylt í þessu tilviki. Held ad þeir séu að spila med fólk Anna Einarsdóttir, Kiðafelli, Kjós, hringdi, og hafði eftirfar- andi að segja: — Ég er svo undr- andi á útvarpsdagskránni í gærkvöldi (fimmtudagskvöld), að ég á vart nógu sterk orð til að lýsa því: Fyrst þetta leikrit, hundleiðinleg þvæla, eintómar nauðganir, bölv og ragn; síðan þessi makalausi þáttur „Án ábyrgðar". Best er að hafa sem fæst orð um hann. Maður sest niður á fimmtudagskvöldi og ætl- ar að njóta þess að fá leiklist og Iétt hjal inn í stofu til sín, og þá kemur þessi hremming. Ég held að þeir séu að spila með fólk, svei mér þá. verkamannavinna alla ævi. í bréfi þínu talar þú um færiband iðnað- arrokkara sem minnir mig á Bubba/ Utangarðsmannafæri- bandið fræga. ísbjarnarblús/ Rækjureggae/ Geislavirkir/ 45 rpm/ Plágan — allt þetta á rúmu ári. Þetta er það sem ég o.fl. köllum færiband — (að ekki sé talað um síðustu Utangarðsmannaplötuna og Dirty Dan Project, sem hvort tveggja kom út fyrir skömmu). Ég held að öllum þeim sem fylgdust með íslensku tónlistarlífi væri kunnugt um að Steinar hf. er fyrir- tæki sem grípur gæsina meðan hún er volg og gefur ekkert út án þess að vera öruggt um sölumöguleika viðkomandi skífu. Enda ætti öllum að vera ljóst að um leið og fréttist um aðskilnað Utangarðsmanna var nokkrum óútgefnum upptökum + „Greatest Hits“ lögum þrykkt á plast í einum grænum og gefið út. Ef Ub 40 vill tala um færiband í sambandi við Rollers þá er mér al- veg sama, en fyrst ætti hann að bera eftirfarandi saman við Utangarðsmenn/ Bubba. Bay City Rollers/It’s a Game (maí 77), BCR/ Strangers in the Wind (ágúst 78), The Rollers/ Elevator (sept. 79), The Rollers/ Voxx (ágúst 80), The Rollers/ Ric- ochet (júní 81). Er þetta iðnaðar- rokkarafæribandið sem þú talar um — ein lp-plata á ári? Ég held þú ættir fyrst að líta þér nær áður en þú ferð að tala um pottþétta sölutónlist af færiböndum. Að lokum ætla ég að benda Ub 40 á að hlusta örlítið betur á „Rico- chet“, sérstaklega 3 síðustu lögin á hlið B: „That’s Where the Boys Are“, (ég vona að þú sért ágætis enskumaður, því það fer ekkert á milli mála), „Set the Fashion" og „This Is Your Life“, því þá hlýturðu að fatta það að „Ricochet" er víst þrælgóð plata. Og eitt enn Ub 40: Pældu soldið betur í hlutunum áð- ur en þú stingur niður penna næst.“ Atviimurekend- um verði gert skylt að auglýsa undir nafni Sár borgari skrifar: „Velvakandi góður. I dálkum þínum hafa öðru hvoru birst réttlátar og tíma- bærar kvartanir um þann dóna- skap atvinnurekenda að svara ekki skriflegum umsóknum um störf sem fólk leggur inn á af- greiðslu dagblaðanna. Ég hef í alllangan tíma leitað fyrir mér um starf, farið eftir auglýsing- um og sent inn ótal umsóknir, þar sem svari er jafnvel lofað. Því miður hef ég þurft að bíða árangurslaust ásamt fjölda annarra sem um störfin sækja. Verður ekki annað sagt en hér sé um fádæma ósvífni atvinnu- rekenda að ræða, en mjög hæp- ið er að þeir geti krafist per- sónulegra upplýsinga um um- sækjendur atvinnu á þennan hátt, sem þeir svo geta flaggað með eins og þeim sýnist. Framkoma sem þessi þekkist hvergi erlendis, en þar telja at- vinnurekendur það sjálfsagða skyldu ad svara og þakka fyrir innsenda umsókn. Það er sem sagt talin sjálfsögð kurteisi og tillitssemi við áhugasama um- sækjendur að láta heyra frá sér. Þessa tillitssemi þekkja íslenzk- ir atvinnurekendur ekki, enda vita þeir margir hverjir ekki hve erfitt er fyrir fólk að bíða í óvissu eftir svari sem aldrei kemur. Því verður að gera þá kröfu að atvinnurekendum verði af löggjafans hálfu, gert skylt að auglýsa undir nafni, í stað þess að hunza og lítilsvirða kurteislega skrifaðar umsóknir fólks um auglýst störf. Tel ég víst að hér mæli ég fyrir hönd allra þeirra mprgu sem at- vinnurekendur hafa sært með þögn sinni. Væri fróðlegt að heyra álit fólks á þessu leiðinda máli. Með þökk fyrir birtinguna.” Enn um geirstýft l'rammar áfrarn þra'lalid þyrnum .stráda vcginn. Áform lifsins undir kvid, audnan snýr þ<*im baki við. (■crist flcst mcð gcirstýft báðum mcgin. (G. Halld. — Húsavík). Frá Geðdeild Borgarspítalans Arnarholti Á morgun, sunnudag 8. nóv. frá kl. 10—18, verður haldin sölusýning á handavinnu vistmanna Arnarholts. Sýningin verð- ur á Hallveigarstööum. Margt fallegra og góöra muna, t.d. gólfteppi, mál- verk, útsaumur, leikföng og margt fleira. Borgarspítalinn. Basar Basar Blindrafélagsins er í dag aö Hamrahlíð 17 kl. 2. Vöruúrval aö vanda svo sem: Prjónles, jólavörur, fatnaöur, kökur og blóm. Okkar vinsæla skyndihappdrætti. Styrktarfélagar. LÚÐRASVEITIN SVANUR Unglingadeildin er tekin til starfa og býöur alla unglinga velkomna sem starfaö hafa í skólalúðrasveitum og/eöa hafa fengiö undir- stööutilsögn í hljóöfæraleik og nótnalestri. Þroskandi tómstundastarf. Skemmtilegt hópstarf. Veriö meö frá byrjun. Lúörasveitin Svanur getur jafnframt bætt viö sig áhugasömum og vönum hljóöfæraleik- urum. Nánari upplýsingar gefa Sæbjörn Jónsson, sími 72228, Valur Páll Þórðarson, sími 74790 eöa á æfingatímum í Vonarstræti 1, mánu- daga og miðvikudaga frá kl. 20.30, unglinga- deildin þriöjudaga og föstudaga frá kl. 20.00. LÚÐRASVEITIN SVANUR r DTS afgreiðslutölvur og birgðaskráningarkerfi SKRIFSTOFUTÆKNI HF ARMULÁ 38.105 REYKJAVIK. SlMI 85455. PO. BOX 272.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.