Morgunblaðið - 07.11.1981, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 07.11.1981, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981 47 r málnírtg, málning J m málninm málning málning, 'tnálningt' / nrtálning Evrópukeppninni KFUM Osló mætir úrvalsliöi: Uppistaðan úr ÍS íslandsmei.starar hróttar í blaki leika í dag gegn norsku meisturun- um KFUM Osló í Kvrópukcppni meistaralida. Er þetta í fvrsla skiptið sem íslenskl lið tekur þátt í Evrópu- keppni í þessari íþróttagrein. Leikur- inn fer fram í íþróttahúsi Ilaga- skólans og hefst hann klukkan 14.00. Norska liðið hlýtur að vera sig- urstranglegri aðilinn í þessari við- ureign, en aldrei er að vita nema Þróttarar standi í þeim, sérstak- lega hér á heimaslóðum. Útileik- urinn verður líklega mun erfiðari. Það sem kannski er markverðast við þetta norska lið, er að fyrirlið- inn er Islendingur í húð og hár, meira að segja ein styrkasta stoð íslenska landsliðsins síðustu árin. Er það Tómas Jónsson sem leikið hefur 20 landsleiki fyrir Island. Hann er ekki eini maður liðsins með reynslu sem landsliðsmaður, því fjórir af lykilmönnum KFUM eru fastir menn í norska landslið- inu og hafa fjölda leikja að baki. Einn leikmanna Þróttar hefur leikið í Evrópukeppni. Er það Leifur Harðarson, sem dvaldi um tíma í Noregi og lék þá með KFIJM Volde. Tómas Jónsson var þá einnig leikmaður með Volde, en liðið komst í 2. umferð Evrópu- keppni bikarhafa með íslend- inganna í broddi fylkingar. NORSKA blakliðið KFUM Osló mætir úrvalsliði úr íslenskum blak- liðum að Þrótti undanskildum í sýn- ingarleik á sunnudaginn, leikurinn fer fram í Hagaskólanum og hefst klukkan 14.00. Þrótturum var falið að velja umrætt úrvalslið og er það þannig skipað: Friðbert Traustason, Indriði Arnórsson, Friðjón Bjarnason, Haukur Valtýsson og Sigurður Þráinsson, allir ÍS, Sigurður Guð- mundsson, Jóhann Sigurjónsson og Páll Ólafsson úr Víkingi, Aðal- steinn Bernharðsson og Stefán Magnússon frá UMSE og loks Haraldur G. Hlöðversson frá ÍBV. Svo sem sjá má, er uppistaðan frá ÍS. ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik fékk stóran skell gegn Ungverjum í gærkvöldi. Liðið tapaði með 25 mörkum gegn 35. Tíu marka tap. Staðan í hálfleik var 12—9 fyrir Ungverja. Hilmar Bjömsson, landsliðsþjálfari, sagði eftir leikinn að þetta hefði verið dæmigerður fjórði leikur íslensks liðs í keppni erlendis. Stórt tap. „Ef ég hefði svar við því hvað gerðist þá hefðum við unnið leik- inn,“ sagði Hilmar. Gangur leiksins var sá að ung- verska liðið tók strax forystuna í leiknum og á 15. minutu var stað- an 8—6 fyrir Ungverja. Þegar 23 mínútur voru liðnar af hálfleikn- um var staðan 13—8 og í hálfleik var staðan 19—12. Sami kraftur var í leik Ung- verja í síðari hálfleik og íslenska liðið réði ekki neitt við neitt. Þeg- ar 40 mínútur voru liðnar af leikn- um var staðan 26—15. Varnarleik- ur íslenska liðsins var mjög slak- ur, að sögn Hilmars. Sóknarnýting íslenska liðsins var 45%. íslenska liðið skoraði 25 mörk í 55 upp- hlaupum sem liðið átti. FIMLEIKAFÉLAGIÐ Gerpla í Kópavogi er 10 ára á þessu ári og í tilefni afmælisins efnir félagið til kynningar á starfsemi sinni á laug- ardaginn. Kynningin verður að sjálfsögðu í salarkynnum félagsins að Skemmuvegi í Kópavogi og allar dcildir munu koma þar fram með sýnishorn af starfsemi sinni. Alls starfa 5 deildir innan Gerplu, fim- leikadeild, hadmintondeild, borð- tennisdcild, júdódeild og karate- deild. ÍR SIGRAÐI KR í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöldi með 73 stigum gegn 68. í hálfleik var staðan 36—29 fyrir ÍR. Þó leikurinn hafi ekki verið neitt sérstakt augnayndi, þá verður að segjast eins og er, að hann var æsispennandi og lengst af sáralítill munur á liðunum. Næstum allan síðari hálfleikinn skiptust liðin til dæmis á um 1—2 stiga forystu. Undir lokin náði ÍR góðum spretti sem greint verður frá síðar, en sá sprettur tryggði bæði stigin, sem voru liðinu afar kærkomin og festa lið ÍS enn frekar við botn deildar innar. Góður varnarleikur samfara frekar slakri hittni hélt skorinu niðri í þessum leik, sérstaklega hittu KR-ingar illa ef Ágúst Lín- dal, eða „Gús“ , eins og Kanarnir • íslandsmeistarar Þróttar 1981. Þær brcytingar hal'a orðið helstar síðan, að Valdimar Jónasson, sem er krjúpandi lengst til ha'gri, er nú þjálfari liðsins. Þá hafa 4 nýir leikmenn ba'st í hópinn. Frumraun Þróttar í Lið ÍR: Kristinn Jörundsson 5 Jón Jörundsson 6 Benedikt Ingþórsson 7 Hjörtur Oddsson 7 Ragnar Torfason 5 Óskar Baldursson 4 Lið KR: Jón Sigurðsson 6 Ágúst Líndal 8 Kristján Rafnsson 4 Garðar Jóhannsson 5 Bjarni Jóhannesson 4 Geir Þorsteinsson 4 Birgir Mikaelsson 4 Páll Kolbeinsson 4 Gerpla 10 ára Mörk íslenska liðsins skoruðu þessir: Sigurður Sveinsson 9, Sig- urður Gunnarsson 4, Kristján Arason 4, Ólafur Jónsson 4, Alfreð Gíslason 2, Steindór Gunnarsson 1, Þorgils Ottar 1. — ÞR. Sigurður Sveinsson skoraði 9 mörk á móti Ungverjum. krækti í dýrmæt stig kalla hann, er undanskilinn. Hann bar af í liði KR, en fékk menn ekki með sér. ÍR-ingarnir voru mun samhentari og baráttan í þeirra herbúðum var betri. Sem sagt, ÍR hafði frumkvæðið næstum allan fyrri hálfleikinn, utan einu sinni, er KR komst einu stigi yfir þegar tæpar þrjár mínútur voru til leikhlés. Þá stóð 29—28, en ÍR- ingar skoruðu síðustu 8 stigin. KR skoraði tíu fyrstu stigin í síðari hálfleik, en ÍR jafnaði fljótlega og hófst þá hinn mesti barningur sem stóð allt fram á síðustu mínútuna. En þá skoruðu þeir Jón Jörundsson og Bob Stan- ley hvor sína körfuna af mikilu harðfylgi og fengu vítaköst að auki sem einnig rötuðu ofan í net- ið. Breytti ÍR þarna stöðunni úr 65—66 i 71—66 og tíminn var of naumur fyrir KR. Fögnuðu ÍR- ingar gífurlega í leikslok, enda styrktist staða liðsins í botnbar- áttunni geysilega mikið. Bob Stanley var góður njá IR, bæði í sókn og vörn, en einnig komust hinir bráðefnilegu Hjört- ur Oddsson og Benedikt Ingþórs- Kani til ÍV 2. DEILDARLIÐ ÍV í körfuknattleik hefur ráðið sér Bandaríkjamann til þess að annast þjálfun liðsins, jafn- framt því sem hann mun leika með liðinu í vetur. Pilturinn heitir Phil Howard, er hann 21 árs og hvítur á hörund. Iloward hefur þjálfað og leikið í Svíþjóð að undanförnu, en er væntanlegur hingað til lands í næstu viku. hkj. Sí 73-68 son mjög vel frá sínu. „Gömlu karlarnir" Kristinn og Jón, sem eru langelstir í kornungu liði ÍR, voru drjúgir, en Kristinn er ekki sami yfirburðamaðurinn og áður. Jón getur einnig leikið betur, en reynsla þeirra er hinum • yngri ómetanleg. Ágúst Líndal bar höfuð og herð- ar yfir félaga sína hjá KR, lék frábærlega. Jón var frekar daufur, að minnsta kosti miðað við það sem hann er vanur að sýna. Þá er ástæða til að geta þáttar John Hudsons. Hann var reyndar með 19 stig í leiknum, en tölvu hefði þurft til að halda skýrslu yfir skotafjölda hans. Var nýtingin hjá kappanum vægast sagt ömurleg, en aldrei hætti hann að skjóta. Stig ÍR: Bob Stanley 25, Hjörtur Oddsson 14, Benedikt Ingþórsson 11, Ragnar Torfason 8, Jón Jör- undsson 7, Kristinn Jörundsson 5 og Óskar Baldursson 1 stig. Stig KR: Ágúst Líndal 23, John Hudson 19, Jón Sigurðsson 11, Garðar Jóhannsson 8, Geir Þor- steinsson 4, Bjarni Jóhannesson 3 og Birgir Mikaelsson 2 stig. Leikinn dæmdu Gunnar Guð- mundsson og Rafn Benediktsson, stóðu þeir sig vel. Þess má einnig geta, að leikurinn í gærkvöldi hófst nokkurn veginn tímanlega og er hálf neyðarlegt að vera að hrósa mönnum fyrir það. En batn- andi mönnum er best að lifa segir máltækið. —gg Erlendur aftur í Fram ERLENDUR Ilavíðsson hefur ákveðið að segja skilið við hand- knattlcikslið KR, en hann hefur leikið með félaginu það sem af er þessu kcppnistímabili, lék áður með Fram. Erlcndur hefur lítið fengið að spreyta sig með meistaraflokksliðinu og er ekki ólíklegt að það sé ástæðan fyrir félagaskiptum hans nú. Erlendur hverfur aftur á forn- ar slóðir, eða til Fram, en leiðin sem hann velur er nokkuð sér- stæð. Hann ætlar nefnilega að tilkynna félagaskipti yfir í Þór frá Vestmannaeyjum fyrst, síð- an strax frá Þór og yfir í Fram. Þannig er nefnilega mál vexti, að ef hann hefði skipt úr KR beint yfir í Fram, hefði hann ekki tal- ist löglegur leikmaður hjá Fram fyrr en eftir 3 mánuði. En með því að skjóta Þór inn í dæmið, styttist biðtíminn í einn mánuð þótt ótrúlegt sé. Einkunnagjðfin Skellur á móti Ungverjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.