Morgunblaðið - 07.11.1981, Síða 48
-----------------------------------
Síminná QQHQQ
afgreiðslunni er OOUOO
Sími á ritstjórn H H i fifl
og skrifstofu: ■ U IUU
|TlorxjxmliTní>tt>
4
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981
Bankaráð og bankastjórn Seðlabanka íslands:
Ekki efnahagslegar
forsendur til að veikja
gjaldeyrisstöðuna
KNDl RMATSREIKNINGUR vegna gengisbreytinga er til kominn vegna
hækkana á bókfærðu verði gjaldeyrisforóa Seðlabankans, sem orðið hafa
vegna gengislækkunar krónunnar á undanförnum árum. I»að fé, sem á móti
endurmatsreikningi stendur, er bundið í gjaldeyrisforða bankans og er ekki
til ráðstöfunar, nema gengið verði á gjaldeyriseignina.
l*etta segir m.a. í ályktun, sem
var-samþykkt á fundi bankaráðs
og bankastjórnar Seðlabanka ís-
lands 29. október sl., með vísun til
hugmynda, sem fram hafa komið
um það að verja hluta af endur-
matsreikningi Seðlabankans
vegna gengisbreytinga til uppbóta
á frarnleiðslu tiltekinna atvinnu-
vega.
Þá segir ennfremur í samþykkt-
inni: - Hvort leysa skuli tiltekinn
efnahagsvanda með greiðslum úr
Seðlabanka verður umfram allt að
skoða frá því sjónarmiði, hvaða
áhrif það hefur á efnahagslegt
jafnvægi. Aðstæður í efnahags-
málum eru nú þær hér á landi, að
nauðsynlegt er að beita fyllsta að-
haldi í peningamálum, jafnframt
því sem gjaldeyrisstaða þjóðar-
búsins er sízt betri en þörf er á til
efnahagslegs öryggis, sérstaklega
ef litið er til hinna miklu erlendu
skulda þjóðarbúsins. Með tilliti til
þessa eru nú ekki aðstæður til að
auka á þenslu eða veikja gjaldeyr-
isstöðu með ráðstöfun sjóða Seðla-
bankans.
Loks skal vakin athygli á því, að
Seðlabankinn hefur engar lagaleg-
ar heimildir til að verja eigin-
fjársjóðum utan rekstrar og al-
mennra viðskipta í þágu tiltek-
inna aðila í þjóðfélaginu. Til slíkr-
ar ráðstöfunar hlýtur að þurfa að
koma til skýlaus heimild Alþingis
í formi lagasetningar.
Stofnlínuskatturinn:
Allt að 20% hækk-
un raforkuverðs
- segir Adalsteinn Gudjónsen rafmagnsveitustjóri
„ÞAÐ er mjög óljóst enn, hve mikil
hækkun mun verða á raforkuverði
þegar hið nýja stofnlínugjald eða
kostnaður vegna línanna verður inn-
heimtur. Við höfum engar upplýs-
ingar enn fengið um það hvernig
hann verður lagður á, en mér reikn-
ast til, að komi hann allur á heild-
söluvcrð raforku, gæti það þýtt um
10 til 20% hækkun,“ sagði Aðal-
steinn Guðjohnsen, rafmagnsstjóri
Reykjavfkur í samtali við Morgun-
blaðið.
„Þetta fer eftir því hvort kostn-
aðurinn kemur alfarið inní verðið,
eða hvort samið verður á einhvern
hátt við Landsvirkjun, um að að-
eins hluti kostnaðarins fari inn í
verðið. Það er einnig spurning um
það hvort þetta verður beinn
skattur eða hvort fyrirtækið, sem
tckur við línunum á að fá hækkað
verð út á það að standa undir
kostnaðinum. Við höfum haft lít-
inn aðgang að upplýsingum um
þetta mál, svo það er nánast ekk-
ert frekar, sem ég get sagt um
það,“ sagði Aðalsteinn.
Hjá iðnaðarráðuneytinu fengust
þær upplýsingar, að enn væri
óráðið með tilhögun skattsins og
því alveg óvíst hvort og hvernig
hann kæmi fram í hækkuðu raf-
orkuverði.
MIKIÐ HEFUR orðið vart við tófur og minka á þessu ári hér í Austur
Skaftafellssýslu, og hefur J>eim fjölgað ískyggilega í sýslunni. Til marks um
það má nefna að Tryggvi Arnason, sveitarstjóri Nesjahrepps, hefur nú þegar
tekið á móti um 30 minkum, sem veiðimenn hafa komið með til hans, og
taldi hann að mun fleiri minkar hefðu verið unnir, þó ekki hafi þeir borist til
hans.
Tófan virðist nú orðin ískyggilega nærgöngul og til marks um það má
nefna að síðstliðinn miðvikudag er Jón Óskarsson frá Höfn var að fara til
rjúpna í Laxárdal í Nesjum, Hornafirði, þá gekk hann fram á mjög illa
útleikið lamb fremst í dalnum. Virtist sem tófan eða tófurnar, því eftir
slóðum að dæma telja menn að um fullorðið dýr og annað yngra sé að ræða,
hafi verið nýbúnar að yfirgefa lambið þegar Jón gekk fram á það. Lambið
var með lífsmarki er að var komið og hafði Jón snör handtök við að lina
þjáningar þess og aflífa það.
Strax daginn eftir var farið í leiðangur um Laxárdalinn en ekki urðu menn
varir við tófuna, en mikið var um tófuslóðir fremst í dalnum. Að sögn
Tryggva Árnasonar, sveitarstjóra í Nesjum, er sveitarstjórnin nú að vinna að
víðtækri áætlun um skipulagða grenjaleit á næsta ári, en að sjálfsögðu
myndi nú þegar reynt að fá menn til að vinna á vágesti þessum sem nú hefur
minnt illþyrmilega á sig. — Einar
FIP:
Verkbann
samþykkt
VERKBANN á bókagerðarmenn og
blaðamcnn var samþykkt í atkvæða-
greiðslu Félags íslenzka prentiðnað-
arins í gærkvöldi með 166 atkvæð-
um gegn 22, og 21 atkvæðaseðill
var auður. Verkbannið kemur til
framkvæmda á miðnætti aðfaranæt-
ur hins 17. þessa mánaðar, sam-
þykki meirihluti framkvæmdastjórn-
ar VSÍ verkbannsboðunina.
Verkbannið tekur ekki til allra
félaga í Félagi bókagerðarmanna
og Blaðamannafélagi Islands, því
dagblöðin Þjóðviljinn, Tíminn og
Alþýðublaðið eru ekki aðilar að
Félagi íslenzka prentiðnaðarins.
Hins vegar hefur verið boðað
verkfall hjá þeim bókagerðar-
mönnum, sem vinna við öll dag-
blöðin og þá einnig blöð í Blaða-
prenti. Verkbannið verður því að-
eins á blaðamenn og bókagerðar-
menn á Morgunblaðinu, Dagblað-
inu og Vísi, en útgáfufélag Vísis,
Reykjaprent, er aðili að Félagi ís-
lenzka prentiðnaðarins. Þá er Rík-
isprentsmiðjan Gutenberg ekki
aðili að þessum samtökum, en sér-
stakir samningar voru gerðir við
það fyrirtæki.
Fyrr á þessu ári gengu útgáfu-
félög Þjóðviljans, Alþýðublaðsins
og Tímans úr Félagi íslenzka
prentiðnaðarins. Gagnkvæmur
réttur er í samningum FÍP og Fé-
lags bókagerðarmanna, þannig að
fyrirtæki innan FÍP mega ekki
ráða aðra í störf bókagerðar-
manna en félagsmenn þess félags,
en aftur á móti mega bókagerð-
armenn ekki vinna hjá öðrum
fyrirtækjum, en þeim sem eru inn-
an Félags íslenzka prentiðnaðar-
ins. Samkvæmt þessu ákvæði
mega félagar í FBM ekki vinna í
Blaðaprenti. Félag bókagerðar-
manna hefur farið fram á viðræð-
ur við stjórn Blaðaprents, en af
þeim hefur ekki orðið. Grétar
Nikulásson hjá FÍP sagði að ef
þessi gagnkvæmnisréttur væri
ekki virtur, hefði það áhrif á
samningsgerð.
Páll Andreasson, framkvæmdastjóri Meitilsins:
Fiskiþing:
Tillögur um
togarakvóta
MORGUNBLAÐINU er kunnugt
um að allmargir fulltrúar Fiski-
félagsdeilda muni leggja fram til-
lögur á Fiskiþingi, sem hefst á
mánudag, um að aflakvótar verði
settir á togarana.
Það munu einkum vera full-
trúar Austfjarða, Suður- og
Vesturlands, sem leggja
áherzlu á þetta mál, en hins
vegar er talið að fulltrúar Vest-
fjarða og Norðurlands hafi
ekki eins mikinn áhuga á
kvótakerfinu.
Frystihúsin þurfa
20% gengisfellingu
- Meitillinn þarf 10 milljónir. Greiðsluerfiðleikar hjá BÚR
„SÚ UPPHÆÐ sem við þurfum, er ekki langt frá tíu milljónum króna.
Við höfum sótt um fyrirgreiðslu hjá byggðasjóði og víðar, en engin svör
fengið,“ sagði Páll Andreasson, framkvæmdastjóri Meitilsins í Þor
lákshöfn, í samtali við Mbl. í gær.
„Það sem þarf að gera til þess
að koma einhverjum rekstrar-
grundvelli undir frystihúsin er
20% gengisfelling. Það er
dæmalaust af stjórnvöldum
hvernig þau eru að fara með
þennan atvinnuveg. Það er allt-
af verið að reyna að binda sig
við eitthvert verðbólgustig, en
verðbólgan er 60%, annað er
blekking. Fjármagnskostnaður
frystihúsanna er orðinn gífur-
legur, enda er vaxtastefnan úr
algjörum tengslum við atvinnu-
lífið. Það er svo komið að þessi
fyrirtæki borga aðeins lán og
vexti og ekkert er eftir til að
byggja þau upp,“ sagði Páll.
„Við áttum í verulegum erfið-
leikum með að greiða okkar
fólki kaupið í dag, en hjá Meitl-
inum vinna um 250 manns,"
sagði Páll ennfremur. „Það er
nokkurn veginn ljóst að næst-
komandi föstdag getum við ekki
greitt fólkinu kaup og förum við
því að segja því upp.“
Björgvin Guðmundsson, for-
maður Útgerðarráðs Bæjarút-
gerðar, Reykjavíkur sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær, að
rekstrarstaða BÚR væri mjög
erfið um þessar mundir. „Það
hafa orðið algjör umskipti til
hins verra í vinnslunni síðustu
vikurnar, og gagnstætt því sem
áður var, er frystihúsið rekið
með tapi, og er því bæði tap á
rekstri togaranna og frysting-
unni.“
Björgvin sagði að allir togarar
útgerðarinnar væru nú reknir
með tapi, þeir væru með tvö ný
skip, greiðslur af Jóni Bald-
vinssyni myndu íþyngja fyrir-
tækinu fljótlega, og Ottó N.
Þorláksson yrði örugglega þung-
ur á fóðrum næsta ár, þrátt
fyrir að skipinu hefði gengið af-
burðavel á veiðum.
Einar Sveinsson,
framkvæmdastjóri Bæjarút-
gerðarinnar, sagði þegar rætt
var við hann, að ef hægt væri að
tala um viðunandi afkomu ein-
hverrar vinnslugreinar, þá væri
það vinnsla ferskra karfaflaka,
sem hefðu verið flutt flugleiðis
til Bandaríkjanna að undan-
förnu.