Morgunblaðið - 14.11.1981, Síða 1

Morgunblaðið - 14.11.1981, Síða 1
96 SÍÐUR 257. tbl. 68. árg. Tillögur Samstöðu „ótrúlegar“ Varsjá, 13. nóvember. AP. FULLTRÚI pólsku stjórnarinn- ar sagði í dag að tillögur sem Sam- staða ætlar að leggja fram í form- legum viðræðum við stjórnvöld á þriðjudag væru „ótrúlegar". Hann sagði að samvinna við Samstöðu um lausn efnahagsvanda landsins „myndi jafnast á við að leiða borg- arastyrjöld eða eitthvað álíka al- varlegt yfir landið". Yfirmaður pólska útvarpsins og sjónvarpsins sagði að aukinn aðgangur Sam- stöðu að fjölmiðlunum kæmi ekki til greina. Tillögur Samstöðu snú- ast aðallega um samstarf samtak- anna og stjórnvalda í efnahags- málum og aukinn aðgang samtak- anna að fjölmiðlum. Verkamenn í héraðinu Zielona Gora og kolanámubænum Sosno- viec mættu aftur til starfa í dag eftir tvö lengstu verkföllin í Pól- landi. Námuverkamenn í Sosno- viec enduðu 18 daga verkfallsað- gerðir eftir að þeir fengu að skýra frá vandamálum sínum í 75 mín- útna langri sjónvarpsútsendingu. Yfir 2500 verkamenn lögðu niður störf í Sosnoviec eftir að 60 manns slösuðust þegar efna- blöndu var kastað að verkamönn- um skammt frá kolanámu. Reikn- að er með að framleiðslutapið af völdum verkfallsins sé um 17.000 tonn. Sovéska dagblaðið Pravda sagði í dag að pólitískt starf kaþólikka og múhameðstrúar- manna gæti stofnað sósíalisman- um í hættu og gaf í skyn að erfið- leikar stjórnvalda í Póllandi stöf- uðu af því að ekki var spornað gegn „trúarlegu ofstæki" í land- inu í tæka tíð. Vextir lækka, dollar lækkar New York, 12. nóvember. AP. HELZTU bankar í New York og Chic- ago hafa lækkad vexti á lánum til viðskiptavina um í 16,5% og hankavextir hafa ekki verið eins lágir í tæpt ár. Hagfræðingar hafa spáð því að bankavextir muni lækka, þar sem yfirstandandi samdráttur dregur úr eftirspurn eftir lánum. Því hefur verið spáð að vextirnir lækki niður fyrir 16% fyrir árslok og jafnvel meir. Bankavextir voru 20,5% í septem- ber. Þeir hafa lækkað um 2% á ein- um mánuði og hafa ekki verið eins lágir og nú síðan þeir voru 16,25% seint í nóvember 1980. Dollarinn lækkaði gagnvart helztu gjaldmiðlum eftir vaxtalækk- unina. Jafntefli í Meranó Merano, 13. nóvember. AP. FIMMTÁNDU skákinni í heims- meistaraeinvíginu í skák lyktaði með jafntefli i dag. Áskorandinn Viktor Korchnoi lagði til að sæst yrði á jafntefli tveimur tímum áð- ur en skákin átti að hefjast. Ana- toly Karpov hefur unnið fimm skákir en Korchnoi tvær. LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Geimferjan lendir í eftir 54 tíma Kanaveralhöfda, 13. nóv. AP. NASA, bandaríska geimvísindastofnunin, sagði í dag að geimferjan Col- umbia hefði náð fram mikilvægustu markmiðum sínum og mundi snúa aftur til jarðar á morgun, laugardag, eftir 54 tíma í geimnum. Á sama tíma og þetta var til- kynnt gerðu geimfararnir í Col- umbia, Joe Engle og Richard Truly, fyrstu tilraun sína með svokallaðan geimarm, fimmtán metra vélkrana sem verður notað- ur til að koma fyrir gervihnöttum í geimnum og sækja gervihnetti sem þarfnast viðgerða. Þessi til- raun, sem hefur mikla þýðingu fyrir geimferjuferðir framtíðar- innar og árangur þessarar ferðar, tókst vel í alla staði. Truly til- kynnti að kraninn hefði verið mjög auðveldur í meðförum. „Geimferjan lendir í Edwards- flugstöðinni í Kaliforníu eftir tveggja daga, sex tíma og 12 mín- útna ferð,“ sagði John McLeaish, talsmaður stjórnstöðvarinnar. Upphaflega átti ferðin að vara í 124 tíma og ferjan átti að fara 83 hringi um jörðu, en ferðin var stytt vegna bilunar í rafmagns- kerfi ferjunnar. Ferjan fer því ekki nema 36 hringferðir um jörðu — jafnmargar og farnar voru í jómfrúrferð geimferjunnar í apríl sl. Bandaríkjamenn hafa alls stað- ið fyrir 33 mönnuðum geimferðum og aðeins tvisvar sinnum áður hafa þeir þurft að stytta ferð eftir að hún hófst. Engle og Truly hafa verið önnum kafnir í dag við fjölmörg verkefni sín í geimferjunni, í 252 km fjarlægð frá jörðu, og hugsað um það eitt að ljúka þeim áður en ferðinni lýkur. Þar sem ferðin var stytt verða þeir að ljúka við sér- stök forgangsverkefni eins og gert var ráð fyrir í sérstakri áætlun, sem skyldi vinna eftir ef ferðin stæði í svokallaðan „lágmarks- tíma“ í stað „hámarkstíma" eins og nú hefur verið ákveðið. Engle var m.a. beðinn um það í dag að taka ljósmyndir af þrumu- veðri yfir Ástralíu. Þrátt fyrir bil- unina í rafmagnskerfinu töldu starfsmenn stjórnstöðvarinnar að ferðin gæti staðið í fimm daga eins og upphaflega var ráðgert, en að lokum var ákveðið að taka enga áhættu. Stockman hættir ekki \N ashint'ion, 13. nóvember. AP. DAVID Stockman, arkitekt niður skurðar-krossferðar Ronald Reag- ans, hefur boðizt til að segja af sér, þar sem hann sagði að svo gæti farið að efnahagsstefna Reagans bæri ekki árangur, en segir Reagan hafa beðið sig að halda áfram. Stockman kvaðst hafa gert Reagan og stefnu hans „mikið ógagn með dómgreindarleysi mínu og lausmælgi“. Hann ráðfærðist við Reagan í 45 mínútur vegna þess pólitíska uppnáms, sem þau ummæli hans vöktu að hann væri haldinn efasemdum um niður- skurð á fjárlögum og sköttum, og á fundinum bað Reagan hann að halda áfram störfum. Stockman fjárlagastjóri kvað Reagan sannfærðan um að efna- hagsstefnan mundi auka fram- leiðni og hefta verðbólgu og sagði að forsetinn hefði aldrei reynt að villa um fyrir þinginu, eða sagt nokkuð sem væri ekki satt. Hann kvaðst hafa farið rangt með þegar hann sagði fréttamanni að skattaniðurskurður Reagans væri „Trójuhestur", sem ætti að fela niðurskurð á hæstu sköttum. f loftbelg yfir Kyrrahafið San Krancisco, 13. nóvembcr. AP. BELGFARIÐ Double Eagle fimmti brotlenti með fjóra belgfara inn- anborðs tæpa þrjú hundruð kíló- metra norður af San Francisco eft- ir tíu þúsund kflómetra ferðalag yfir Kyrrahafið, en þetta er í fyrsta sinn að mannað belgfar flýgur yfir Kyrrahaf. Double Eagle kom inn yfir strönd Kaliforníu í rúmlega sex þúsund feta hæð um 160 kíló- metra norður af San Francisco, og var í ráði að halda ferðinni áfram til austurstrandar Banda- ríkjanna eða jafnvel til Evrópu, en illviðri og rifa á belgnum er helíum lak út um, neyddu belg- farana niður. Belgfararnir hófu ferðalag sitt fyrir fjórum sólarhringum í borginni Nagashima í Mið-Jap- an. Gekk ferðalagið áfallalaust ef undan er skilin ising á belgn- um síðasta spölinn, og gaslekinn. Fjórir belgfarar voru um borð í Double Eagle fimmta. Leiðang- ursstjóri var Ben Abruzzo, 51 árs, en með honum voru landar hans Larry Newman, 34 ára og Ron Clark, 41 árs, og Japaninn Rocky Acki, en hann fjármagn- aði ferðalagið, sem kostaði um 250 þúsund dollara. Hinir þrír fyrstu búa í Albuquerque en Ácki í Miami. Abruzzo og Newman eru þrautgóðir belgfarar, en við þriðja mann urðu þeir fyrstir til þess að fara í loftbelg yfir Atl- antshafið frá Bandaríkjunum til Evrópu. Belgfarið bar nafnið Double Eagle annar. Árið áður en þeir unnu það þrekvirki höfn- uðu Abruzzo og félagi hans Maxie Anderson í sjónum ut af ísafjarðardjúpi eftir misheppn- að Atlantshafsflug í belgfarinu Double Eagle.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.