Morgunblaðið - 14.11.1981, Síða 2

Morgunblaðið - 14.11.1981, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1981 Færeyska lands- stjórnin andvíg ferjusamstarfi Hafskip og Eimskip undirrita leigusamn- ing á pólsku skipi í næstu viku Ydrlöglreglu- og aðstoöaryfirlögregluþjónar á fundinum, sem haldinn var í Borgartúni 6, ásamt Hjalta /óphóníassyni, sitjandi lengst til hægri. Mynd Mbl. Kristján. Yfirlögregluþjónar funda Yfirlögregluþjónar og adstoóar yrtrlögregluþjónar hafa tvo síðustu daga verið á fundi til að bera sam- an bækur sínar. Það er dómsmála- ráðuneytið sem gengst fyrir fund- inum og hafa ýmis mál borið á góma, svo sem stjórnunarstörf, ávana- og fíkniefnamál, verndun brotavettvangs, fjarskiptamál og umferðarmál. Þá var á fundinum fjallað um væntanlegar breytingar á reglu- gerð Lögregluskólans auk fleiri mála. Fundurinn hófst á fimmtudagsmorgun með ávarpi Friðjóns Þórðarsonar, dóms- málaráðherra. Þetta er í þriðja sinn, að dómsmálaráðuneytið kallar yfir- lögregluþjóna og aðstoðaryfir- lögregluþjóna til fundar. Fyrsti fundurinn var haldinn árið 1976, sá næsti 1979 og hinn þriðji er nú á döfinni. „Menn hafa verið að bera saman bækur sínar, samræma hlutina og auka upp- lýsingastreymi og eru þessir fundir ákaflega gagnlegir," sagði Hjalti Zóphóníasson, deildar- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, í samtali við Mbl. Atvinnugreinunum haldið gang- andi með stórfelldri skuldasöfnun „40. Fiskiþing gagnrýnir harðlega þau starfsskilyrði, sem fyrirtæki í sjávarútvegi búa við. Þrátt fyrir góð aflabrögð og tiltölulega hagstæð kjör á erlendum mörkuðum fyrir flestar fiskafurðir á undanfornum árum, er um slíkan taprekstur að ræða að stöðvun blasir við hjá fjölda aðila.“ Þetta getur að sjá í samþykkt Fiskiþings { gær, er fjallað var um lánamál og afkomu sjávarútvegsins. í samþykkt Fiskiþings segir, að atvinnugreinum sé haldið gang- andi með stórfelldri skuldasöfnun og tilheyrandi aukinni vaxtabyrði, - segir í ályktun Fiskiþings og síðan er bætt við, að auk lag- færinga í gengisskráningu, sem jafnan hafi verið of litlar og komið of seint, hafði aðgerðir stjórn- valda verið ófullnægjandi. Skammtímalausnir, sem m.a. hafi falist í óréttmætum millifærslum milli einstakra rekstursgreina og tæmingu á illa stöddum varasjóð- um sjávarútvegsins. „40. Fiskiþing telur vaxta- og fjármagnskostnað fyrirtækja vera óhóflega háan, sem kemur m.a. fram í óeðlilegri fjársöfnun bankakerfisins. Því mótmælir þingið þeim áróðri, sem uppi er hafður um að sjávarútvegurinn njóti betri lánskjara og annarra fríðinda en aðrir atvinnuvegir landsmanna." Þá gerir Fiskiþing þá kröfu til stjórnvalda, að nú þegar verði rof- inn sá hringur vísitölu- og verð- bótakerfa, sem ásamt óeðlilegri l»órshöfn, 13. nóvember, frá frétUritara Morg- unhladsins, Jogvan Arge. MEIRIHLUTl færeysku lands- stjornarínnar er á móti því, að Fær eyingar leggi fram 50% hlutafjár í samvinnu við Hafskip og Eimskip um rekstur farþega- og bflaferju. Fulltrúar íslenzku fyrirtækj- anna áttu í dag og í gær fundi með landsstjórn Færeyja og var rætt um áætlanir íslenzku fyrirtækj- anna við r»kstur pólsku ferjunnar Rogalin. íslendingarnir segja, að fundurinn hafi verið jákvæður og þeir vænti svars frá landsstjórn- inni eftir nokkra daga. Ætlunin er að hefja rekstur skipsins næsta sumar og að leigusamningurinn verði undirritaður í næstu viku. Verði svar Færeyinga ekki já- kvætt verður ferjan eigi að síður ieigð og rekin á leiðum á N-Atl- antshafi, en þá væntanlega með öðrum aðilum en færeysku lands- stjórninni. . I máli Islendinganna kom fram, að þeir eru tilbúnir að hafa heim- ili og varnarþing fyrirtækisins í Færeyjum og að þeir þenslu bæði í opinberu stjórnkerfi og víðar viðheldur þeirri óðaverð- bólgu, sem geysað hefur á íslandi árum saman. Raunverulegri lækk- un verðbólgunnar fylgi síðan lækkun vaxta — og fjármagns- kostnaðar til samræmis við það sem gerist í helstu samkeppnis- löndum okkar. Þá er þess krafist að horfið verði alfarið frá þeirri núll-stefnu, sem fylgt hefur verið og fyrirtækjum í sjávarútvegi tryggður sá rekstrargrundvöllur sem þarf til öflugrar starfsemi og uppbyggingar. buðu Færeyingum aðild að fyrir- tækinu með 50% hlutafjár. Mál þetta hefur valdið deilum í Fær- eyjum og var síðdegis í dag rætt á fundi landsstjórnarinnar. Áreið- anlegar upplýsingar herma, að meirihlutinn sé andvígur því að færeysk stjórnvöld sem slík gangi til þessa samstarfs með þeim skilmálum, sem settir voru af hálfu íslendinga. Rætt hefur verið um hvort einkafyrirtæki gætu tekið þátt í þessu samstarfi, en þau munu varla hafa bolmagn til þess. Hausthappdrætti Sjálfstædisflokksins Dregið eftir viku Hausthappdrætti Sjálfstæðis- flokksins er nú í fullum gangi, enda verður dregið eftir adeins 7 daga. Þeir, sem enn eiga ógerð skil á heimsendum miðum eru hvattir til að gera það hið fyrsta. Skrifstofa Happdrættisins er í Valhöll, Háaleitisbraut 1, og verður hún opin í dag og á morg- un kl. 13—18 og síðan alla næstu viku kl. 9—22. Skrifstofan sér um að senda miða og sækja greiðslur, ef óskað er — og sím- inn er 82900. Fullveldisfagnað- ur 4. des. Fl ILLV ELDISFAGN AÐUR Stúd- entafélags Reykjavíkur verður að Hótel Sögu, Átthagasal, laugardag- inn 4. desember. Ræðu kvöldsins flytur Agnar Kl. Jónsson, en siðamaður verður Árni Björnsson, þjóðháttafræð- ingur. Framleiðniaukning í iðnaði 7% á tímabilinu 1977—1980 Kaupmáttur kauptaxta hækkaði um 5,5% á sama tíma f fréttatíðindum Vinnuveitendasam- bands segir, að á tímabilinu 1977—1980 hafi framleiðni í iðnaði, þar með talið Oskiðnaði aukist um ríf- lega 7%. Á sama tíma hafi kaupmáttur kauptaxta í iðnaði hækkað um 5,5% og því hafi raunverulegur launakostnaður á framleidda einingu, einungis lækkað um 1,5%. Þá segir, að af þessu sjáist, að framleiðsluaukningin hafi að lang- stærstum hluta komið starfsfólki iðnaðarins til góða. Verulegur þátt- ur í aukinni framleiðni sé að sjálf- sögðu aukin tæknivæðing, sem fyrirtækin hafi þurft að leggja fé í. Vegna þessa hafi um 18% meira fjármagn verið bundið að baki hverrar framleiddrar einingar á ár- inu 1980, en árið 1977. Ljóst sé því, að afköst hafi einungs skilað sér að litlum hluta til fyrirtækjanna, en launafólk fyrst og fremst notið góðs af. Ennfremur segir í fréttatíðindum VSÍ, að frá 1977 hafi laun hækkað um nálega 250%, en raunverulegar lífskjarabætur séu á sama tíma um 10%. I.jósm. Kmilía Bj. Björnsd. KRAKKARNIR á Skóladagheimilinu í Heiðargerði halda hlutaveltu og baz- ar í dag, að Heiðargerði 38, þar sem ýmislegt góðra muna verður selt í fjáröflunarskyni fyrir heimilið. Hér eru krakkarnir að undirbúa hlutaveltuna í gær, en hún hefst klukkan 14 í dag, laugardag. Rekstri Smyrils stafar ekki hætta af fslenzku farþegaskipi - segir Jónas Hallgrímsson bæjarstjóri á Seyðisfirði 3,6% hækkun á láns- kjaravísitölunni SEÐLABANKINN hefur reikn- að út lánskjaravísitölu fyrir desembermánuð 1981 og er hún 292. Er það 3,6% hækkun frá fyrra mánuði er hún var 282. Á tólf mánaða tímabili verður hækkunin 52% sé reiknað með sama verðbólguhraða. Leiðrétting í TILKYNNINGU í Mbl. í gær um andlát Lárusar F. Björnssonar, fyrrverandi kaupmanns féll út að eiginkona hins látna auglýsti andlát- ið. Rétt yfirskrift er: „Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, afi og langafi." Mbl. biðst velvirðingar á þessum mistökum. ÞAÐ er ekki nema gott eitt um það að segja ef menn telja að það sé rekstrargrundvöllur fyrir fleira en eitt farþegaskip í förum milli íslands og Evrópu, sagði Jónas Hallgríms- son bæjarstjóri á Seyðisfirði er Mbl. innti hann eftir hvernig honum litist á þá hugmynd að Eimskip og Haf- skip hæfu rekstur farþegaskips. Eg hef ekki kynnt mér þetta mál neitt sérstaklega og veit eig- inlega ekkert um það. Áætlun Smyrils verður óbreytt næsta sumar að því er ég veit bezt — hann gat ekki annað þessu í sumar og væri þess vegna hægt að hafa stærra skip í förum. Þó alvara verði gerð úr hug- myndinni með þetta íslenzka far- þegaskip held ég að það breyti litlu fyrir okkur hér á Seyðisfirði. íslendingar hafa alltaf verið í miklum minnihluta meðal farþega Smyrils — alltaf innanvið 20 pró- sent. Það verður áreiðanlega hægt að reka Smyril áfram þó veruleg fækkun verði á íslenzkum farþeg- um. Mér skilst líka að þetta ís- lenzka farþegaskip eigi að vera lúxusskip. Þeir íslendingar sem farið hafa með Smyrli hafa mest verið námsfólk og fólk sem farið hefur út á eigin bíl. Ég hef því ekki trú á að íslenzka farþegaskip- ið komi til með að keppa verulega við Smyril um farþega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.