Morgunblaðið - 14.11.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.11.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1981 5 Nú flýgur Samvinnuferöir-Landsýn i beinu leiguflugi án þreytandi millilendinga i skíöaparadís Austurrísku alpanna, - og opnar um leiö nýja og stórkostlega möguleika á hóp- afslætti, barnaafslætti, greiösluskilmálum, verðtilboðum og fyrirgreiðslu sem illmöguleg er í áætlunarflugi. íslenskir fararstjórar eru öllum hópum innan handar frá upphafi til loka feröarinnar Við látum vfirhlaðna ferðamannastaði með allri sinni örtröð liggja milli hluta og ökum beintfrá Munchen til þriggja vina- legra og ósvikinna Austurrískra skiðabæja. Þar fara saman einstaklega fjölbreyttir skíðamöguleikar, fullkomin hvíldar- aðstaða, notaleg gistiheimili og síðast en ekki síst góðir veitinga- og skemmtistaðir með hinni annáluðu Tíróla- og fjallastemmning allsráðandi. Adeins það allra besta! Við lögðum okkur sérstaklega fram við val á skiðasvæð- unum í Austurríki „Aðeins það allra besta" þótti nógu gott og við vónum að farþegarnir verði sammála þeim skiðasér- fræðingum okkar sem að lokum völdu Sölden, Zillertal og Niederau vegna fullkominnar skíðaaðstöðu fyrir börn og fullorðna, byrjendursem „fullfæra". Þarfinna sérallir brekkur við hæfi, skíðalyftur skipta mörgum tugum og fjöl- margirskíðakennarareruávalltreiðubúnirtilaðstoðarþeim sem vilja auka við þekkinguna og fikra sig um leið hærra upp ífjöllin. Og fyrir náttúrunnendur eru skíðalöndin einstök í sinni röð. Annáluð fegurð Alpafjallanna, veðurblíða og friðsæld - allt gleður þetta augað og fullkomnar velliðan fjallalífsins. Spennandi „frístundir” Þegar skíðabrekkunum sleppir er alls staðar nóg við að vera í „frístundunum". Þú ferð t.d. á gönguskíði og nýtur sam- vista við náttúruna á tugkílómetra löngum göngubrautum heimamanna, skellir þér í æsispennandi bobsleðaferðir, leikur þér á skautasvellunum eða bregður þér í hestasleða- ferð um nágrennið. Að því loknu ertilvalið að láta þreytuna liða úr í sundlaugum og saunaböðum og hvernig væri síðan að lita inn á Tírólakvöld eða sérstakar kvöldvökur sem haldnar verða með íslensku farþegunum? Kallaðu í kunningjana Um leið og við vekjum athygli á hagstæðu verði bendum við sérstaklega á verulegan afslátt sem veittur er hópum, 10 manns eða fleirum. Nú er þvi tilvalið að hóa saman vinum og kunningjum og láta drauminn um skíðalönd Alpa- fjallanna rætast í góðra vina hópi. Brottfarardagar Desember: 19. (jólaferð, heimkoma 2. jan.) Januar: 16,30. Febrúar: 13,27. (heimkoma 13. mars). Verd frá kr. 5.880 Innifalið: Flug til og frá Munchen, flutningurtil og frá áfangastað, gisting með hálfu fæði i tvær vikur og íslensk fararstjórn. Hópafsláttur: kr. 500 Barnaafsláttur: kr. 1.000 Sölden Stærsta skíðasvæði Austurrikis er Oetzdalurinn, en einmitt i honum kúrir bærinn Sölden Þarerskiðað í 1.377 - 3.050 m hæð og auðvelt er að bruna niður brekkumar yfir i önnur nálæg skíðasvæði. Gisting: Gasthof Der Grauer Bár Zillertal Eitt allra skemmtilegasta skiðasvæði Austurrikis, - „líflegasti dalur veraldar" segja heimamenn reyndar. Cist er í bænum Aschau og einkum skíðað í 1.600 - 2.300 m hæð. Gisting: Aschauer Hof. Niederau Bærinn Niederau liggur i hinum óviðjafnanlega fagra Wildschönaudal, þar sem er eitt snjóöruggasta svæði Kitzbúhel-alpanna, frábærskíðaaðstaða og einstakt bæjarlíf. Skíðað er i 828 -1.900 m hæð. Gisting: Gasthaus Sonne (jólaferð: V.I.P. Club Hotel). Bæklingur á skrífstofunni í Reykjavík og hjá umboðsmönnum víöa um land Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.