Morgunblaðið - 14.11.1981, Side 17

Morgunblaðið - 14.11.1981, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1981 17 sérstaklega hugstæð málefni aldr- aðra og málefni áfengissjúklinga, en mörgum málaflokkum má bæta við. Á þessu ári höldum við ár fatlaðra. En þrátt fyrir allt það, sem gert hefur verið, er margt ógert enn. Hér er því miður ekki neinn kostur vegna plássleysis að gera grein fyrir því. Athyglisvert er það, að frumkvæði í þessum málum hefur fyrst og fremst kom- ið frá áhugasömum einstaklingum og samtökum þeirra, sem síðan hefur tekist að vekja og síðan hvetja hið opinbera til að sinna betur skyldum sínum við þetta fólk. En það má líka snúa taflinu við. Er ekki hugsanlegt, að ýmis félög áhugamanna taki að sér að nokkru eða öllu leyti verkefni, sem borgin hefur sinnt a.m.k. um nokkurt skeið. Eg nefni aðeins æskulýðs- starfsemina, vinnuskóla fyrir börn, unglingavinnu og sumar- námskeið og annað slíkt. Þarf það að vera útilokað, að t.d. heima- vinnandi húsmæður tækju að sér heimilishjálp i sínu hverfi, eftir því sem aðstæður leyfðu, umönn- un barna, sjúklinga og aldraðra og önnur slík störf meira en nú er. Gæti það ekki verið skemmtileg nýbreytni — það mætti kannski kalla það samkeppni — að félög eins og Skógræktarfélagið og Garðyrkjufélagið tækju að sér skipulagningu og hirðingu tiltek- inna svæða í borginni. Margt af slíku mætti vinna á vegum eða í samvinnu við hverfa- samtökin, sem ég hef áður nefnt. Eg er sannfærður um, að margt af þessu gæti orðið til að bæta og fegra mannlífið, auka fjölbreytni þess og eyða lífsleiðanum, sem þjáir svo marga. Aukum fjölbreytni mannlífsins Aftan við þetta langar mig að hnýta að einni hugmynd, þótt annars eðlis sé að vissu leyti. Fátt er nauðsynlegra fyrir viðgang miðbæjarins gamla en þar verði komið upp bílgeymsluhúsi. Á borgin endilega að reisa slíkt hús? Gæti það ekki orðið a.m.k. í sam- vinnu við einstaklinga eða félög, bæði hvað snertir byggingu og rekstur? Og það þarf víðar að auka fjöl- breytni mannlífsins en í miðbæn- um gamla. Við eigum mikil úti- vistarsvæði, en þar vantar á, að boðið sé upp á nægilega fjöl- breytni. Það þarf að skipuleggja betur útivistarsvæðin í Nauthóls- vík/Öskjuhlíð, Laugardal, Elliða- árdal, þannig að ekki verði svo til eingöngu um að ræða gönguleiðir, heldur verði sköpuð þarna fjöl- breytt aðstaða, þannig að fjöl- skyldur geti dvalist þar daglangt eða a.m.k. hluta úr degi án tillits til þess hvernig viðrar. I þessu efni held ég, að Laugardalurinn bjóði ef til vill upp á mesta möguleika, t.d. væri hægt að reisa þar margs- konar gróðurhús og jafnvei hafa þar smádýragarð. Áuk þess vil ég minna á gamla hugmynd mína um það, að eitthvað verði aðhafst til að lagfæra Rauðhólana gömlu. Þar þarf að gera ráðstafanir til að sporna við hættu, sem þar er, en jafnframt mætti vafalaust með góðu hugviti gera þar sérkenni- legan útivistarstað. Ég hef áður vikið að því, að æskilegt væri að geta gert þeim málum, sem hér hefur verið minnst á, miklu betri skil. Ég vil aðeins bæta einu við: Það virðist alveg sjálfsagður hlutur, að íbúar Reykjavíkur fái reglulega upplýsingar um það, hve mikill er raunkostnaður niður- greiddrar þjónustu. Það er bæði upplýsingar- og uppeldisatriði, að menn geri sér ljóst, hve mikið lagt er fram við þá þjónustu, sem greidd er niður. Sjálfstæðismenn! Það er ekki víst, að við sigrum, þótt við stöndum sam an, en það er öruggt að við töpum, ef okkur tekst ekki að vinna saman undirhyggjulaust við undirbúning og framkvæmd þeirra kosninga, sem fram undan eru. Kf ekki tekst nú að slíðra sverðin, er líklegast, að fram undan sé enn einn ósigurinn og ekki sá minnsti. Slíkt má ekki henda. 11. nóvember, Landsflmdur — próíkjör eftir Ragnhildi Helgadóttur Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins, sem haldinn var í októberlok, sannaði enn á ný styrk flokksins. Samt hefur flokkurinn aldrei í rúmlega hálfrar aldar sögu sinni starfað við erfiðari aðstæður en undanfarin tvö ár. Þær hugsjónir, sem halda Sjálfstæðisflokknum saman, hafa enn á ný sannað gildi sitt og sameinað allan flokkinn. Formaður hlaut glæsilegt endur- kjör, og nýr varaformaður var kosinn. Það er ósk okkar allra sjálfstæðismanna, að þeim báðum farnist vel í hinum vandasömu störfum, er þeirra bíða, og njóti til þeirra góðs stuðnings. Helmingur þjóðarinnar I þessú greinarkorni mun ég gera að umtalsefni afmarkað at- riði, sem ég tel, að Sjálfstæðis- flokkurinn verði að taka til sér- stakrar athugunar — einmitt nú. Þetta atriði er staða kvenna í flokknum. Hún er nú, á árinu 1981, lakari en hún hefur verið oft áður. Sérstaklega á þetta við í höf- uðborginni. Þar er nú engin kona úr Sjálfstæðisflokknum í aðalsæti í borgarstjórn. Um tíma voru þó fleiri konur en ein í aðalsætum í borgarstjórn, kjörnar af lista Sjálfstæðisflokksins, og Auður Auðuns í forystu. Nú er engin kona á þingi kjörin í fast sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík, en voru tvær um skeið. Miðstjórn Á landsfundinum í síðasta mán- uði var hlutur kvenna í miðstjórn- arkjöri minni en efni stóðu til. Hinar dugmiklu og þekktu for- ystukonur, Björg Einarsdóttir og Sigurlaug Bjarnadóttir, hlutu ein- ar kosningu, en voru lægstar að atkvæðamagni þeirra, sem kjörn- ar voru. Þingflokkur sjálfstæð- ismanna sýndi skilning á að bæta þurfti úr og kaus einróma hinn ágæta þingmann úr Reykjanes- kjördæmi, Salóme Þorkelsdóttur, í miðstjórn sem einn fimm fulltrúa þingflokksins. Standa konur saman? Stundum er sagt, að konur standi ekki saman. Onnur var mín reynsla, einmitt nú á landsfundin- um. í hópi þeirra kvenna, sem hann sóttu, var víðtæk samstaða, ekki síst vegna þess, að þeim var ljóst, að hlutur þeirra var minni en vera átti og vera þurfti. En það eru ekki aðeins konur, sem þurfa að standa saman. Konur og karlar í Sjálfstæðisflokknum þurfa að sameinast um að bæta hlut kvenna í flokknum. Leysum málið á flokks- grundvelli en ekki með kvennaframboði Nú ræða vinstrikonur sérstakan framboðslista kvenna, m.a. með þeim rökum, að hlutur kvenna í Sjálfstæðisflokknum sé lakari en vera ætti. í þessu felst hætta, sem sjálfstæðismenn ættu ekki að van- meta. I Sjálfstæðisflokknum er fjöldi dugandi kvenna, sem sannarlega er trúandi fyrir meðferð og stjórn opinberra mála. I slíkum flokki er afar einhæft að bjóða kjósendum hvað eftir annað upp á framboðs- lista, þar sem aðalsætin eru ein- göngu skipuð körlum, þótt góðir séu. Það er ekki vansalaust frá lýðræðislegu sjónarmiði á árinu 1981. Við Islendingar getum því mið- ur ekki verið stoltir af fram- kvæmd jafnréttismála að þessu leyti. ísland er nú í öftustu röð Evrópulanda að því er varðar hlutfall kvenna meðal kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum og á löggjafarþingum. Nágrannalöndin standa okkur langtum framar að þessu leyti, ekki síst hægri flokk- arnir þar. Hægri flokkar hafa að undanförnu sótt fram hröðum skrefum, aukið þátttöku kvenna í starfi innan flokkanna og á vegum flokkanna og jafnframt aukið fylgi sitt jafnt og þétt. Prófkjörið vegna borgarstjórnar Á næstunni ákveða sjálfstæð- ismenn í Reykjavík með prófkjöri, hverjir skipa framboðslistann í borgarstjórnarkosningunum næsta vor. Menn öðlast rétt til þátttöku í prófkjörinu með því að skrá sig í eitthvert sjálfstæðisfé- laganna í borginni. Þá gefst tæki- færi til að rétta hlut kvenna. Á prófkjörslistanum eru margar konur sem reynslu hafa og dug, bæði úr hópi ungra sjálfstæð- ismanna og eldri, allt mjög fram- bærilegir fulltrúar. Þegar það er haft í huga, sem rakið hefur verið um hlut kvenna í Sjálfstæðisflokknum nú, vonast ég til, að prófkjörið leiði til þess, að hlutur kvenna eflist og verði sá, sem eðlilegt er í flokki einstakl- inga og allra stétta. Sjálfstæðis- flokknum er það pólitísk nauðsyn. Með réttum viðbrögðum í prófkjörinu geta sjálfstæðismenn aukið líkur á endurheimt meiri- hluta flokks okkar í borgarstjórn Reykjavíkur. Um miðjan nóvember 1981 Reykjavík er láglaunasvæði eftir Jónu Gróu Siguróardóttur Það er dapurleg staðreynd að Reykjavík er láglaunasvæði. Með- allaun borgarbúa eru undir lands- meðaltali. Dæmin hér að neðan eru fengin frá Þjóðhagsstofnun og sýna hlut hvers kjördæmis fyrir sig, talin upp eftir meðaltalstekju- röð: Fyrir tekjuárið 1980 1. Vestfirðir 2. Reykjanes 3. Suðurland 4. Austurland 5. Vesturland 6. Reykjavík 7. Norðurland eystra 8. Norðurland vestra kr. 52.780,00 kr. 51.940,00 kr. 47.080,00 kr. 47.060,00 kr. 46.960,00 kr. 45.800,00 kr. 45.460,00 kr. 41.150,00 Eins og sjá má er Reykjavík nr. 6 í röðinni af 8 kjördæmum, með kr. 45.800,00 í meðaltekjur á mann á meðan landsmeðaltal er kr. 47.430,00. Margir Reykvíkingar hafa flust úr borginni Margir Reykvíkingar hafa flust úr borginni til annarra staða, til þess að fá meiri og betur launaða atvinnu. Lífskjörin í borginni eru almennt lakari en annars staðar, en við svo búið má ekki lengur standa. Höfuðborgarbúar geta ekki lengur sætt sig við það mis- rétti sem viðgengst í lánapólitík- inni, viðvíkjandi veitingu úr fjár- festingarlánasjóðum landsmanna. Þar hafa atvinnufyrirtækin í Reykjavík setið við skarðan hlut, og afleiðingin blasir við. Eflum atvinnutækifærin og bætum lífskjörin í borginni Þessu verður að snúa við. Eitt mikilvægasta verkefni næstu borgarstjórnar i Reykjavík hlýtur að verða að efla atvinnulífið í borginni og búa svo í haginn að lífskjör fólksins geti batnað. Fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæri þurfa að skapast, til að tryggja að ungt fólk sem kemur út á vinnu- markaðinn fái atvinnu við sitt hæfi. Til þess að af því geti orðið, verður að ráðast gegn þeirri stöðnun sem verið hefur í þróun atvinnumála höfuðborgarinnar. Reykjavík þarf að skapa þá að- stöðu sem til þarf, svo atvinnufyr- irtæki geti dafnað eðlilega. Þau þurfa t.d. lóðir til að byggja á, svo og aðra nauðsynlega fyrirgreiðslu. Þetta hefur skort á og m.a. leitt til þess að þau atvinnufyrirtæki sem hafa verið í vexti hafa mörg hver orðið að flýja borgina gegn vilja sínum, til nágrannabyggðanna. Þar hafa þau getað fengið lóðir til að byggja á undir starfsemi sína. Á þennan hátt hefur bygginga- iðnaðurinn flust meira en æskilegt er frá borginni, og hún misst af atvinnunni og sköttunum í sam- bandi við þessar framkvæmdir. I samvinnu við þingmenn Reykjavíkur á borgarstjórn að stuðla að því að hlutur Reykjavík- ur verði efldur í fjárfestingar- sjóðalánakerfinu, svo atvinnuupp- bygging í höfuðborginni geti haf- ist með sanngjörnum hætti, en það er forsenda bættra lífskjara. Ríkisvaldið getur hins vegar ekki leyst nema hluta vandans. Borgarstjórn verður að takast á við hann, og hvetja til meiri upp- byggingar atvinnufyrirtækja. Það er hægt með ýmsu móti. Fyrirtæki verða að fá lóðir til uppbyggingar, fyrirgreiðslu frá borginni, og skilning á því að gróskumikið at- vinnulíf getur eitt lyft Reykjavík upp úr lægðinni. Stórkostlegir tónleikar Dorriet Kavanna og Kristján Jóhannsson sungu fyrir fullu húsi í Háskólabíói við feikna hrifningu. Dorriet Kavanna hef- ur mjög sérkennilega rödd, eink- um á lágsviðinu, en á efra svið- inu er röddin björt upp á efstu tóna tónsviðsins, bæði í sterkri og veikri tónmyndun, sem er blátt áfram stórkostlegt á að hlýða. Kristján Jóhannsson var ekki alls kostar í jafnvægi fyrri hluta tónleikanna, en söng glæsilega vel seinni hlutann, einkum í Recondita armonia, úr Tosca, og má segja að Kristján hafi blátt áfram slegiö i gegn með því lagi. Það er athyglisvert að efnisskráin er sérlega erfið og er merki um kappsemi söngvar- anna, sem standa hátt. Óhætt er að fullyrða að allir sem unna Dorriet Kristján Kavanna Jóhannsson söng óska þeim góðs gengis. Páll P. Pálsson stýrði hljómsveitinni Tónlist Jón Ásgeirsson en hljómsveitin lék þrjá forleiki, stundum nokkuð jafnvægislaust, en á köflum vel. Einar Jóhann- esson og Jón Sigurbjörnsson áttu vel fluttar línur í ballett- tónlist eftir Verdi. Semsagt miklir stemmningstónleikar, stórkostlegur söngur og mikil fagnaðarlæti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.