Morgunblaðið - 14.11.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.11.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1981 „Sölugallery" Þá hefur Knútur Bruun gert Listmunahúsið að því er hann sjálfur kallar almennt- „sölu- gallery" og skil ég þetta sem svo að nú eigi að reka staðinn eins og gert er erlendis með slíkar stofn- anir. Það er að segja: Fólk getur fengið keyptar myndir á staðnum, en fyllt verður jafnóðum í skarðið, þannig að um hreyfanlegar sýn- ingar er að ræða. Og er þá ætíð til taks viss fjöldi mynda, sem á boðstólum er. Þannig er það er- lendis, að slík gallery haft oft á Bruni B.B. með tónleika ÞRIÐJUDAG, 17. nóv., kl. 21.00 heldur listamannahópurinn Bruni BB tónleika í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b (bak við Alþýðu- bankann við Laugaveg). Bruni BB •var stofnaður síðastliðið vor. Stuttu seinna komu þeir fram á Hótel Borg og nokkrum öðrum stöðum, m.a. Hafnarbíói. Innan tíðar er væntanleg snælda frá Bruna BB. Myndlist Valtýr Pétursson tíðum einkarétt á sölu listaverka eftir vissan hóp listamanna. Ekki veit ég hvort þannig er um hnút- ana búið há Listmunahúsinu, en slíkra tilrauna hefur lítið orðið vart hér á landi, enn sem komið er. Þarna í hinum ágætu húsakynn- um Listmunahússins hefur nú verið opnuð mjög svo aðlaðandi kaffistofa, og þannig er hægt að sameina það að fá sér sopa og kynnast við góða málaralist. Það eru verk eftir Jón Engilberts þarna á veggjum, og síðan kemur skemmtilegur hópur listafólks, sem lagt hefur staðnum til fram- leiðslu sína. Þarna er vefnaður eftir Óskar Magnússon og konu hans, Blómeyju Stefánsdóttur, sem bæði eru eftirtektarverð hvort á sínu sviði. Sviði, sem af- markast fyrst og fremst af lita- meðferð og efnisvali. Alfreð Flóki er þarna með teikningar, sem sverja sig í föðurætt. Þorbjörg Höskuldsdóttir sýnir nokkrar vatnslitamyndir, sem eru dæmi- gerðar ' fyrir þessa ágætu lista- .konu. Þorbjörg virðist vinna á við hverja sýningu er hún tekur þátt í, og er það sannarlega gleðiefni. Gunnar Örn á þungamiðjuna í þessu samansafni og er stórtækur. Tvær stórar myndir eru á enda- vegg, og finnst mér þær merki- legustu verk er ég hef séð frá hans hendi um langan tíma. Hann virð- ist blómstra þessa dagana, ef svo mætti segja. Það er ekki erfitt að átta sig á þessari sýningu og samsetningu hennar. Þetta eru ólíkir lista- menn, en samt verður heildin ágæt og skemmtileg, ekki hvað minnst fyrir það hve ólíkir höf- undar eru. Það eru um fjörutíu verk á þessari sýningu, og nú er spennandi að vita, hvort „sölugall- ery“ getur gengið fjárhagslega eða ekki hér í borg. Ef þessi tilraun gefur góða raun, verður það til miklla bóta fyrir listamenn hér á landi, sem annars þurfa að gera verkin, koma þeim á framfæri, selja þau og jafnvel koma þeim heim til kaupenda. Að vísu eru iistamenn okkar lausir við lista- verkakaupmenn og milliliðinn, fyrir bragðið, en sumum þætti notalegt að þurfa aðeins að skapa myndir sínar, enda ærin vinna. Sjáum hvernig gengur. FATNAÐUR GJAFAVÖRUR EFNI — VEGGFÓÐUR Allt vörur frá LAURA ASHLEY Nú veljum við saman efni, veggfóður, teppi og smá- hluti, höfum allt í stíl. Allt eru þetta vörur frá LAIJRA ASHLEY. Erum einnig með fatnað t.d. blússur, pils, náttkjóla o.fl. Komið og skoðið nýjar vörur frá hinu heimsþekkta LAURA ASHLEY-fyrirtæki. Nkólavörðustíg 4. Ními 16646. Sameining flokksins verður aldrei eins manns verk Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins hefur vakið mikla athygli og umtal, eins og vænta mátti, þar sem lengi hafði verið beðið eftir þess- um fundi og niðurstöðum hans. Eitt af því, sem athygli manna beindist að var kjör varaformanns Sjálfstæðis- flokksins. Varaformaður var kjörinn yngsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Friðrik Sophusson, og hefur Morg- unblaðið átt við hann viðtal það sem hér fer á eftir um stöðu mála í Sjálfstæðis- flokknum að landsfundinum loknum og landsmálin al- mennt. — Mitt mat er það, að á fundin- um hafi komið fram greinilegur vilji til þess að sameina flokkinn, segir Friðrik Sophusson. Mér er ljóst, að landsfundurinn leysti ekki úr ágreiningsefnum, en skildi hins vegar dyrnar eftir opnar fyrir samkomulag. I öðru lagi voru allar ályktanir samþykktar með atkvæðum stjórnarsinna, nema stutt ályktun, sem fjallar um afstöðu flokksins til ríkisstjórnarinnar. Þessi af- greiðsla mála undirstrikar að ágreiningur í röðum sjálfstæð- -ismanna er ekki málefnalegur. I þriðja lagi er ástæða til að benda á, að á fundinum gáfu for- ystumenn úr röðum stjórnarsinna og stjórnarandstæðinga yfirlýs- ingar, sem verður að túlka þannig, að allir séu sammála um, að flokk- urinn eigi að ganga heill og óskipt- ur til sveitarstjórnarkosninga í vor. í fjórða lagi sýnir fundurinn vilja flokksmanna til að forystu- sveit flokksins endurnýist eðli- lega. Menn sætta sig ekki við að sú spenna, sem er á milli manna, úti- loki þessa endurnýjun. Fulltrúar gengu frá þessum landsfundi bjartsýnni en þeir komu til hans og í meiri baráttuhug. Landsfund- urinn hefur haft jákvæð áhrif fyrir flokkinn sem slíkan. Það hefur komið fram í mál- flutningi andstæðinga Sjálfstæð- isflokksins, að núverandi ríkis- stjórn var mynduð til að kljúfa stærsta og merkasta stjórnmála- afl þjóðarinnar. Þessi landsfundur er hnefahögg í andlit þessara niðurrifsafla í þjóðfélaginu. Þessu til staðfestingar má nefna ráðvillt skrif Þjóðviljans um fund- inn, sem var opinn fjölmiðlum í fyrsta sinn. Þar skynjuðu and- stæðingar Sjálfstæðisflokksins hversu gífurlegt afl býr í þessum flokki. — Fyrir landsfundinn lagðir þú áherslu á, að þú vildir vinna að sam- einingu og samkomulagi í Sjálfstæð- isflokknum. Hvernig hefur þú hugs- að þér að vinna að þeim markmiðum nú, þegar þú hefur verið kjörinn varaformaður Njálfstæðisflokksins? — Það fyrsta, sem þarf að gera er að nýta áhrif landsfundarins til - en leggist allir á eitt er það til- tölulega auðvelt Vidtal við Friðrik Sophusson, varafor- mann Sjálfstæðis- flokksins þess að halda áfram að losa um þá spennu sem persónulegur ágrein- ingur forystumanna hefur valdið á undanförnum árum. I annan stað held ég, að menn verði að átta sig á, að hægt er að sameina flokkinn og flokksmenn án þess að einstak- ir forystumenn sættist heilum sáttum. Þung orð hafa fallið á milli manna og þau verða ekki aft- ur tekin. Það sem skiptir höfuð- máli er, að fólkið í flokknum og forystusveitin skilji, að málstað- urinn er svo mikilvægur, að við megum ekki kljúfa okkur endan- lega upp í tvær stríðandi fylk- ingar. Eg tel að það þurfi að koma í veg fyrir að flokkurinn bjóði fram í tveimur fylkingum í sveitar- stjórna- og þingkosningum. For- ystumenn flokksins þurfa að halda áfram að tala saman og ræða hugsanlegar lausnir. Og það er ekki síður mikilvægt, að for- ystumenn einstakra félaga og hin- ir almennu sjálfstæðismenn láti meira til sín taka í þessum efnum. Við þurfum að venja okkur af þeim hugsunarhætti að draga fólk í dilka einstakra forystumanna og að menn geti ekki talað saman öðruvísi en í gegnum ímyndaða foringja. Þessa múra í kringum einstaka menn þarf að rífa niður. Og við þurfum að auka samstarf hinna almennu flokksmanna. Það er alveg ljóst, að sameining flokksins verður aldrei eins manns verk, en leggist allir á eitt er það tiltölulega auðvelt. Það gerist hins vegar ekki í einni svipan. — Að hvaða verkefnum hefur þú hugsað þér að vinna sérstaklega sem varaformaður auk þess að vinna að sameiningu Njálfstæðisflokksins? — Störf varaformannsins bein- ast fyrst og fremst inn á við, að félagsst.arfi flokksmanna og að því að styrkja innviðinn. Ég mun vinna með framkvæmdastjórum flokksins, framkvæmdastjórn, út- breiðslunefnd og fræðslunefnd og heimsækja og ræða við forystu- menn flokksins um allt land og vera þannig tengiliður á milli for- ystunnar og þeirra, sem veita flokksstarfinu forystu á hverjum stað. — Hvernig metur þú stöðu ríkis- stjórnarinnar um þessar mundir? — Hún átti mikinn hljómgrunn meðal almennings, þegar til henn- ar var stofnað. Hún hafði enn hljómgrunn eftir síðustu áramót, þegar hún eftir 11 mánaða um-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.