Morgunblaðið - 14.11.1981, Side 28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1981
28
Boðar fjárlagafrumvarp ríkis-
stjórnarinnar algjöra upp-
gjöf — eða efnahagsbyltingu?
eftir Lárus
Jónsson, alþm.
í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar
innar, þjóóhagsáætlun, fjárfestingar
og lánsfjáráætlun fyrir árið 1982,
sem liggja fyrir Alþingi er engin til-
raun gerð til þess ad meta hver lík-
leg framvinda verólags verður á því
ári sem þessar áætlanir eiga að
gilda, þ.e.a.s. á næsta ári. ]>etta er
auðvitað andstætt grundvallarhug-
myndum um áætlunargerð af þessu
tagi. Svo alger virðist uppgjóf ríkis-
stjórnarinnar í þessu efni að í athug-
asemdum við fjárlagafrumvarpið
segir: „Reiknitala fjárlagafrum-
varpsins varðandi hugsanlega hækk-
un verðlags og launa er miðuð við
33% milli áranna 1981 og ’82.“ Á
þessa túlkun lagði fjármálaráðherra
Kagnar Arnalds sérstaka áherzlu við
1. umræðu um frumvarpið á Alþingi
í síðustu viku.
I>au tíðindi gerðust við umræð-
una, að Tómas Árnason viðskipta-
ráðherra, fullyrti þveröfugt við fjár
málaráðherra að í þessari tölu fælist
markmið ríkisstjórnarinnar. Hann
sagði: „Ríkisstjórnin leggur höfuð-
áherzlu á að þrýsta verðbólgunni
niður og ná hlutfallslega svipuðum
árangri og í ár.“ Hann miklaðist yfir
„árangrinum” sem ríkisstjórnin
hefði náð á yfirstandandi ári og
augljóst er að hann taldi að 33%
verðlagshækkun milli áranna 1981
og '82, enga „hugsanlega" reikni-
tölu, heldur þvert á móti stefnumark
ríkisstjórnarinnar.
Trúarhiti Tómasar
Árnasonar
Tómas Árnason þurfti engar
áþreifingar til að trúa eins og
nafni hans forðum. Hann talaði af
miklum trúarhita um að telja
þyrfti niður verðbólguna á næsta
ári þar á meðal verðbætur á laun
og þá næðist þetta markmið. Nú
eru kjarasamningar framundan.
Forráðamenn launþega hafa lagt
„Sú skrýtna staða er
því komin upp að for
ystulið Alþýðubanda-
lagsins í launþegastétt,
ASÍ, BSRB og sjó-
manna þarf að sætta sig
við að biðja Svavar
Gestsson og félaga um
að uppfylla sömu kaup-
máttarkröfur og Geir
Hallgrímsson átti að
gera á árinu 1978.“
þunga áherzlu á aukningu kaup-
máttar þannig að gildi sólstöðu-
samninganna 1977 náist. Jafnvel
Guðmundur J. Guðmundsson sem
krafðist þess af ríkisstjórn Geirs
Hallgrímssonar 1978, telur að í
stöðunni sé ekki rétt að vera með
meiri kröfur eftir þriggja ára
stjórnartíð Alþýðubandalagsins,
en að kaupmáttur sólstöðusamn-
inganna náist í gildi. Hvað þýðir
þessi „hófsama" krafa? Hún þýðir
allt frá 9 til 20% kauphækkun
þegar í stað, að sögn forystu-
manna launþega sjálfra. Ákvörð-
un fiskverðs um áramót bíður úr-
lausnar, og ráðstafanir þarf til að
rekstrargrundvöllur útflutnings-
atvinnuveganna sé tryggður eftir
þær ákvarðanir. Það hlýtur því að
vera sérstök himinljómandi
bjartsýni hjá Tómasi Árnasyni að
verðlag muni ekki hækka nema um
25% frá byrjun næsta árs til enda og
að framfærsluvísitala hækki ekki
meira en 5 til 7% á komandi ári á
þriggja mánaða fresti, eins og
markmið hans um 33% verðhækkun
milli áranna 1981 og ’82 þýðir í raun,
þegar þannig er ástatt í þjóðar-
búskapnum eins og raun ber vitni,
nema á döfinni sé gerbreytt stefna
i efnahagsmálum — ný efna-
hagsbylting sem leiftursóknar-
menn gætu verið stoltir af! Ef vél-
rænn vítahringur verðlags, fisk-
verðs, landbúnaðarafurða og
launa gildir óbreyttur, þ.e.a.s.
óbreytt stjórnarstefna ríkir í meg-
indráttum hljóta jafnvel sanntrú-
aðir menn eins og Tómas Árnason
að efast um að það göfuga mark-
mið sé raunhæft að ná verðbólgu
niður í 25% á næsta ári við ríkj-
andi aðstæður.
Uppgjöf Ragnars og
Alþýðu bandalagsins
Samtök vinstri sósíalista og
kommúnista — Alþýðubandalagið
á við óþægilegar innantökur að
stríða um þessar mundir. Þar
troða menn marvaðann í ólgusjó
fyrri gífuryrða forystumanna
Lárus Jónsson
launþega í flokknum og fagurgala
hinnar nýju stéttar gáfumanna
sem hefur tögl og hagldir í forystu
flokksins. Þeir hafa sum sé ekkert
legið á þeirri skoðun sinni að
stefna Alþýðubandalagsins í efna-
hagsmálum hafi orðið ofan á í nú-
verandi ríkistjórn. Samt hefur
kaupmáttur „sigið" á valdatíma
þeirra, að sögn Guðmundar J.
Guðmundssonar og þjóðarfram-
leiðsla staðnað þrátt fyrir tugþús-
unda tonna aflaaukningu af þorski
á ári og ytra góðæri, a.m.k. í ár. Sú
skrýtna staða er því komin upp að
forystulið Alþýðubandalagsins í
launþegastétt, ASÍ, BSRB og sjó-
manna þarf að sætta sig við að
biðja Svavar Gestsson og félaga
um að uppfylla sömu kaupmátt-
arkröfur og Geir Hallgrímsson
átti að gera á árinu 1978.
Fjármálaráðherra virðist hafa
nokkurn skilning á því að jafnvel
þetta hlutskipti sé erfitt fyrir for-
ystumenn vinstri sósíalista að
leika miðað við fyrri afstöðu og
hann hefur því vaðið fyrir neðan
sig. í stað markmiðs um hjöðnun
verðbólgu á næsta ári setur hann
„hugsanlega reiknitölu" verð-
hækkana í fjárlagafrumvarp sitt.
í þessu felst uppgjöf hans fyrir
hönd Alþýðubandalagsins í að spá
í spil framþróunar efnahagsmála
næstu mánuði, einkanlega hvað
muni gerast í kaupgjaldsmálum.
Hvort verður ofan á?
Boðar fjárlagafrumvarp ríkis-
stjórnarinnar algjöra uppgjöf eða
nýja byltingu í stjórn efnahags-
mála? Hvort sjónarmiðið verður
ofan á? Alkunna er að innan
Framsóknarflokksins ríkir megn
óánægja með ástand atvinnumála.
Þegar gengisfellingin um 6,5% var
ákveðin fyrir nokkrum dögum var
hart deilt á ráðherra flokksins
fyrir andvaraleysi í því að leysa
sárasta vandann. Engar sögur
fara þó af því hvort framsóknar-
menn hafi gert sér grein fyrir að
viðskiptaráðherra Tómas Árnason
hefur í sinni hendi þá þætti efna-
hagsmálanna sem erfiðastir hafa
orðið atvinnuvegunum, þ.e.a.s.
vaxta- gengis- og verðlagsmál. Á
hinn bóginn hæla alþýðubanda-
lagsmenn sér fyrir að ráða stefn-
unni á þessum sviðum. Vart er við
öðru að búast en að hvorki Tómas
né Steingrímur Hermannsson hafi
vilja eða þrek til þess að hrinda
þessari stefnu. Allt bendir því til
að framsóknarráðherrarnir muni í
reynd troða marvaðann og láta
skeika að sköpuðu eins og ráðherr-
ar Alþýðubandalagsins hafa lýst
yfir með fjárlagafrumvarpinu að
þeir hugsi sér að gera. Þá er hætt
við að reiknitölur verði fallvaltar
og ýmsar áætlanir fari úr böndum
sem nú eru á prjónunum fyrir árið
1982. Það sýna m.a. fullyrðingar
ráðherra fyrir nokkrum vikum um
að gengisfelling væri ekki á
dagskrá vegna ákvörðunar fisk-
verðs í október sl., en sú gengis-
felling ein veldur a.m.k. 3—4%
verðlagshækkun á næsta ári.
HEIMSMEiSTARAKEPPNM
I KNAnSPYRNU A SMM1982
OG SUMARFRIÁ SIRÖND
ESPANA’82
Heimsmeistarkeppnin í knattspyrnu á Spáni —
13. júní — ll.júlí 1982.
Leikid verður í 14 borgum í hinum sex riðlum
forkeppninnar á Spáni. Argentínumenn leika sinn
fyrsta leik í Barcelona en síðan verða leikir liðsins
í Alicante. Argentínumenn óskuðu eftir því að fá
að leika þar og FIFA varð við ósk þeirra. Spán-
verjar leika sína leiki í forkeppninni í Valencia.
Riðlaskipanin í borgunum er þannig:
1. riðill leikinn í Vogo og La Coruna.
2. riðill leikinn í Gijon og Ovidio.
3. riðill leikinn í Alicante og Elche.
4. riðill leikinn í Bilbao Valladolid.
5. riðill leikinn í Valencia og Zaragoza.
6. riðill leikinn í Sevilla og Malaga.
Nú gefst knattspyrnuunnendum tækifæri á að
fylgjast með mesta íþróttaviðburði ársins 1982,
jafnframt því að njóta sumarleyfisins á einum veð-
ursælasta stað Spánar BENIDORM.
Ferðamiðstöðin býður upp á tvær þriggja vikna
ferðir til Benidorm sem henta þeim er sameina
vilja þetta tvennt þ. e. njóta sólar og sumars yfir
daginn og sækja fótboltavellina á kvöldin eða sitja
makindalega í góðra vina hópi fyrir framan sjón-
varpið og horfa á leikina í beinni útsendingu.
— Brottfarir 1. júní og 22. júní —
Þið sem veljið ykkur ferðina 1. júní eigið kost á að
sjá eftirfarandi leiki:
Þriðjud. 15. júní kl. 21 ELCHE Liðnr. 11 og 12
Miðvikud. ló.júníkl. 21 VALENCIA Lið nr. 17ogl8
Föstud. 18. júní kl. 21 ALICANTE Lið nr. 9ogll
Laugard 19. júní kl. 21 ELCHE Liðnr. 10ogl2
Sunnd. 20. júní kl. 21 VALENCIA Liðnr. 17ogl9
Þið sem veljið ferðina 22. júní eigið kost á að sjá:
Þriðjud. 22. júní kl. 211 ELCHE Lið nr. 10 og 11
Miðvikud. 23. júní kl. 21 ALICANTE Lið nr. 9ogl2
Föstud. 25. júní kl. 21 VALENCIA Lið nr. 17 og 20
laugard. 10. júlí kl. 20 ALICANTE
Úrslitaleikur um 3.-4. sætið
muriDiE^PAnA '82
Auk ferðanna til Benidorm mun Ferðamiðstöðin
efna til sérstakrar ferðar fyrir knattspyrnuunn-
endur er vilja sjá alla leikina í 2. umferð og und-
anúrslitin í Barcelona, keppnina í Alicante um 3.
og 4. sætið og úrslitaleikinn í Madrid samtals 9
leiki.
Áætluð brottför 26. júní til 12. júlí ’82,
Heimsmeistaramir ARGENTÍNA keppa í Ali-
cante og SPÁNVERJAR keppa í Valencia.
FERÐAMIDSTÖDIIM
AÐALSTRÆTI9
SÍM128133 11255