Morgunblaðið - 14.11.1981, Page 38

Morgunblaðið - 14.11.1981, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1981 Elísabet Hjaltadóttir Bolungarvík - Minning Fædd 11. apríl 1900. I)áin 5. nóvember 1981. Amma mín, Elísabet Hjalta- dóttir, lést aðfaranótt 5. nóvember síðastliðinn á átttugasta og öðru aldursári sínu, eftir langa sjúk- dómslegu og stöðuga afturför síð- ustu árin. Allir vissu að hverju stefndi, aðeins var spurning um tíma. Meðal ættingja og vina ríkir söknuður en minningin um góða konu og mikinn kvenskörung lifir. Amma var fædd í Bolungarvík 11. apríl árið 1900. Hún var því af þeirri kynslóð Islendinga, sem lif- að hefur mesta breytinga- og framfaratímabil í sögu lands okkar. Amma ólst upp á fátæku heimili eins og tíðast var um fólk á hennar reki i litlu sjávarplássi á þessum árum. Síðar varð það hennar hlutskipti að verða bú- stýra í Einarshúsi, þar sem var eitthvert stærsta og erilsamasta heimili á Vestfjörðum. Þess má geta að í heila þrjá áratugi voru fastir heimilismenn á milli 15 og 20 talsins. Að sögn manna sem gerst þekkja fórst ömmu hús- stjórnin einkar vel úr hendi. I há- vegum hafði hún reglusemi, hreinlæti og stundvísi. A þeim árum sem ég fer fyrst að muna eftir ömmu var hún komin á sjötugs aldur. Heimilisfólki hafði fækkað í Einarshúsi er hér var komið sögu eða niður í það sem talið yrði með stærri fjölskyldum í dag. En Einarshús var áfram fullt af lífi. Það gegndi áfram mikil- vægu hlutverki í samskiptum stórrar fjölskyldu. Dóttir og tengdadætur komu þar gjarna við í innkaupaferðum sínum, með barnahóp í eftirdragi. Margir aðr- ir rákust þar inn í kaffisopa, auk þess sem allt starfsfólk verslunar og skrifstofu kom tvisvar á dag í kaffi til ömmu um margra ára skeið. Við barnabörnin áttum ekki síð- ur en margir aðrir, gott athvarf í Einarshúsi og fjölmenntum oft þar. Af okkur barnabörnunum sem bjuggum í Bolungarvík voru sautján fædd á sjötta áratugnum. Þá komu Halldóra og Hjalti, börn ömmu og afa, og Halldóra Pálína, fósturdóttir þeirra, iðulega í heim- sókn að sumrinu með sínar fjöl- skyldur og dvöldu þá oftast í Ein- arshúsi. Húsið var stórt, auk þess sem stór og skemmtilegur trjá- garður var að húsabaki. Þá var fjaran aðeins nokkrum metrum neðan við húsið. Einarshús var því tilvalinn vettvangur fyrir leiki barna. og unglinga. Umburðar- lyndi ömmu var einstakt, þegar kannski 10—20 börn ólmuðust í flestum herbergjum hússins. Hún hafði skilning á leikþörf okkar og samgladdist okkur innilega. Að sjálfsögðu setti hún sínar reglur. Okkur skildist það fljótt að þeim reglum urðum við að hlýða, því amma var skaprik kona og föst fyrir. Ég átti þess kost mörgum sinn- um að búa hjá Elísabetu ömmu og Einari afa, þegar foreldrar mínir skruppu burt úr bænum. Ég kynntist því vel af eigin raun þeirri reglusemi og stundvísi sem alltaf ríkti á heimili þeirra. Þrátt fyrir mikið annríki hvarflaði t.d. aldrei að afa að koma of seint í matinn. Enda var matur í seinasta lagi borinn fram kl. tíu mínútur yfir tólf í hádeginu og kl. sjö að kvöldinu. Ekki mínútu síðar. Þá sendi amma mig oftlega það snemma í skólann, að ég var mættur heilli kennslustund of snemma. Amma og afi héldu þeim skemmtilega sið lengi frameftir aldri að fara í göngutúr á hverju kvöldi, hvernig sem viðraði. Þess- um göngutúr slepptu þau ekki einu sinni á aðfangadag jóla, því þá litu þau inn á heimili allra barna sinna sem búsett eru í Bol- ungarvík. Við barnabörnin biðum komu þeirra ávallt með mikilli eftirvæntingu. Auk þess sem amma tók virkan þátt í félagsstarfsemi í Bolungar- vik, voru þau afi einkar dugleg að sækja samkomur sem haldnar voru í bænum. Hvort sem það voru leikrit, tónleikar, þorrablót, kaffi- samsæti eða skólaskemmtun, svo eitthvað sé nefnt, voru þau mætt. Þá hafði amma alla tíð gaman af að hafa margt fólk í kringum sig heima hjá sér. Þetta breyttist ekki þótt aldurinn færðist yfir og sjúk- leiki sækti á hana. Til marks um það var það einlægt siður þeirra ömmu og afa að bjóða fjölskyld- unni allri, þ.e. börnum, tengda- börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum þegar þau komu til sögunnar, heim til sín á gaml- árskvöld. Þessi siður var ekki síst í þágu okkar barnabarnanna. Honum var haldið allt til áramót- anna 1978—1979, en þá voru að ég hygg um 50 manns úr fjölskyld- unni samankomnir á Holtastígn- um. Afi og amma voru einkar sam- heldin hjón. Og síðustu árin þegar amma var orðin sjúklingur, naut hún mikillar umhyggju og ein- stakrar tryggðar afa. Hann byrj- aði ávallt daginn á því að hringja niður á sjúkraskýli og spyrja um iíðan hennar. Auk þess leið aldrei sá dagur að hann heimsækti hana ekki. Það gekk fyrir öllu öðru. Amma og afi höfðu verið gift í tæp 62 ár þegar amma lést. I lífi þeirra skiptust að sjálfsögðu á skin og skúrir. 1 stórbrotnum at- vinnurekstri afa var amma honum mikill styrkur, ekki síst á erfið- leikatímum og sorgarstundum. Þau í sameiningu hafa borið gæfu til að skila miklu lífsstarfi í þágu heimabyggðar sinnr. Nú þegar amma er öll, veit ég að hvert og eitt okkar barnabarna hennar minnumst hennar með hlýhug og söknuði. Einar Jónatansson Vetur er genginn í garð. Skammdegið, tími myrkurs og langra nótta fara í hönd. Hrímguð jörð minnir á dauð- ann, og það var einmitt á svartri, hljóðri nóttu á öndverðum degi hins 5. nóvember, að tengdamóðir mín, Elísabet Hjaltadóttir lauk jarðvist sinni. Hún hlaut hægt andlát í Sjúkraskýli Bolungarvíkur, hjúkr- unarheimili, sem m.a. er athvarf ellihrumra og sjúkra, og er Bolvík- ingum til sóma, bæði er varðar að- búnað og aðhlynningu. Elísabet var heilsuhraust fram yfir miðjan aldur og sjaldan mis- dægurt. Mörg hin síðari ár reynd- ust henni hinsvegar þung í skauti. Langvarandi heilsuleysi hefur hrjáð hana, eftir að hafa gengið undir margar erfiðar skurðað- gerðir, og höfðu afleiðingar þeirra sett mark sitt á hana. Má segja, að líf hennar hafi nú síðasta árið blakt á skari, þar til lífsljósið slokknaði nú að fullu. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast hennar. Annað væri lítil ræktarsemi frá minni hendi. Fyrst skulu þá bornar fram heilar þakkir fyrir það, hversu vel hún og Einar, maður hennar, tóku mér frá því fyrsta, er ég tengdist fjölskyldunni, og hversu annt þau létu sér alla tíð um okkur Hildi og börnin okkar. Öll sú mikla rækt- arsemi verður aldrei fullþökkuð. Veit ég með vissu, að þannig var því og varið með tengdabörnin þeirra öll og fjölskyldur þeirra. Ung þótti Elísabet tápmikil, lagleg og glæsileg stúlka. Hún var í eðli sínu lífsglöð og naut þess að blanda geði við fólk, og eignast þannig hlutdeild í lífi þess. Gaman hafði hún að gleðjast með glöðum. Mikið yndi hafði hún af því að dansa, og hrókur alls fagnaðar var hún. Það var því engin tilviljun, að henni voru falin margvísleg trún- aðarstörf á vettvangi félagsmála, en um áratugi lagði hún mikið að mörkum til framdráttar menning- ar- og mannúðarmálum í heima- byggðinni. Hún vann dyggilega að málefn- um kvenna. Sat í stjórn og var um áraraðir formaður í kvenfélaginu Brautin, sjálfstæðiskvennafélag- inu Þuríður sundafyllir, og heið; ursfélagi í báðum þeim félögum. I stjórn Sambands vestfirzkra kvenna var hún um árabil. Hún starfaði um langt skeið mikið og vel í góðtemplarastúkunni Harpa nr. 59. I skólanefnd vann hún af mikilli atorku allt til sjötugs aldurs eða í 20 ár og í skólabyggingarnefnd um langt skeið. Hún og maður hennar sýndu skólanum og störfum þar jafnan mikinn og einlægan áhuga. Það var ekki einungis í orði heldur og á borði. Við hátíðleg tímamót í ævi þeirra og störfum afhentu þau stórhöfðinglegar gjafir til skóla- byggingar og búnaðar skólans, og sýndu þannig í verki hug sinn og skilning á þeim þýðingarmiklu ábyrgðarstörfum, sem þar eru unnin. Sama hug báru þau og til kirkju sinnar, sem við ýmis þáttaskil naut ríkulegrar rausnar þeirra. Þegar þau hjón áttu gullbrúð- kaup hinn 21. nóvember 1969, stofnuðu þau kirkjubyggingarsjóð með rausnarlegu framlagi. Hlutverk þess sjóðs er að vinna að því að ný kirkja rísi í kaup- staðnum. Á 50 ára hjúskaparafmælinu af- hentu þau og myndarlegar pen- ingaupphæðir til allra menningar- og mannúðarfélaga á staðnum. Slíkar gerðir undirstrika djúp- stæðan skilning þeirra hjóna á þýðingarmiklu hlutverki viðkom- andi stofnana og félaga. Mikil umsvif einkenndu heimili þeirra Elísabetar og Einars. Einar einn stórbrotnasti athafnamaður þessa lands. Barnahópurinn stór, auk vina og venzlafólks, er athvarf áttu hjá þeim, að ógleymdum öll- um þeim fjölmörgu gestum, er bar þar jafnan að garði. Hildur, móðir Elísabetar, mæt kona og greind, og vangefin dóttir hennar, dvöldust lengstum í skjóli þeirra hjóna, en þær unnu heimil- inu af mikilli trúmennsku. Svo var einnig um fleiri. Kristján E. Kristjánsson, sem alla tíð hefur verið tryggur og trúr vinur fjöl- skyldunnar. Þá naut og móðir Ein- ars, Halldóra, stórbrotin merkis- kona, skjóls þeirra hjóna og að- hlynningar, en hún bjó í næsta nágrenni. Það var því hlutskipti Elísabet- ar að stjórna stóru heimili. Hún var líka aðsópsmikil húsfreyja, sköruleg og stjórnsöm, viljasterk og ósérhlífin, gestrisin og hjálp- söm. Hún gerði miklar kröfur til sjálfs sín og ætlaðist til þess sama af börnum sínum og öðrum, sem með henni störfuðu. Langtímum saman voru um 20 manns í heimili, og Elísabet lagði áherzlu á, að allt væri í röð og reglu, myndarlegt og snyrtilegt. Hún vandi því börnin sín snemma á að hjálpa til, og af skiljanlegum ástæðum varð hún að leita eftir aðstoðarfólki utan heimilisins. Voru að venju tvær vinnukonur hjá henni, og þá ungar stúlkur, sem varð þeim góður skóli og mörgum ungum manninum varð á að iíta hýru auga til. En það sem einkenndi öðru fremur heimilið var barnahópur- inn fríði, mannvænlegur, sam- stilltur og glaðvær. Börnin höfðu flest góða söng- rödd, eins og faðir þeirra, og móð- irin hafði mikið yndi af söng. Það var líka oft glatt á hjalla í Ein- arshúsi og mikið sungiö, — meira að segja tekið lagið stundum í há- deginu. Ýmisskonar leikir voru iðkaðir, tekið í spil o.fl. o.fl. Það var einmitt þessi glaðværð og mikla samheldni fjölskyldunnar, sem setti öðru fremur svip á þetta myndarheimili. Barnalán þeirra hjóna hefur veitt þeim ómælanlega gleði, og börnin hafa verið foreldrum sin- um stoð og stytta með svo marg- víslegum hætti og ræktarleg í bezta máta. Þau hafa líka sett svip sinn mjög víða á umhverfi sitt og sam- tíð. Heimilið naut vinsælda og virðingar allra, er því kynntust. Margir hafa notið þar hjálpar og velvildar, og góðgerðir hafa þar jafnan verið fram bornar af mik- illi rausn. Stórar ættir standa að þeim hjóiium báðum, en frændfólk Elísabetar er sumpart búsett hér við Djúp, sumpart syðra og víðar um land. Stór frændgarður henn- ar er og búsettur í Kanada. Allt þetta fólk er ég þekki til, er mesta myndar- og mannkostafólk. Þess skal hér aðeins getið, að móð- urafi Elísabetar, Elías Eldjárns- son, sem búsettur var að Sútara- búðum í Grunnavík smíðaði og gerði við mörg skip hér víðsvegar við Djúp á sinni tíð. Talið er, að hann hafi smíðað 130 skip. Hjúskapur þeirra Elísabetar og Einars hefur staðið í nærfellt 62 ár. Þau voru gefin saman í hjóna- band 21. nóvember 1919 í Tjald- tanga við Hestfjörð í Súðavíkur- hreppi af séra Sigurði Stefánss- yni, alþingismanni í Vigur. Hafði Einar komið við í Vigur á leið í land úr sjóferð, til að ná í prestinn til hjónavígslunnar, en Einar var formaður á bátnum. Þau voru allslaus af veraldar- gæðum, en heilsuhraust og rík af bjartsýni og áræði. Samhuga og samheldin hafa þau verið. Mér eru í barnsminni vana- bundnar kvöldgöngur þeirra, sem þau hjónin stunduðu sér til hress- ingar og heilsubótar, en jafnframt til að fá fréttir af aflabrögðum. Slíkur var áhuginn fyrir gangi mála. Lífsbaráttan hefur oft verið hörð, og sorgin knúð dyra, en með atorku sinni og athöfnum hafa þau lagt grundvöll að stórstígum efnalegum framförum, sem þau og samferðarfólkið hafa orðið aðnjót- andi í ríkum mæli. Þau hafa vissulega verið í far- arbroddi um hálfrar aldar skeið, og lagt krafta sína fram heila og óskerta til farsældar bolvískum hagsmunum. Þess er líka minnzt með inni- legri þökk, nú þegar lífsbók Elísa- betar er lokað. En þrátt fyrir allar framfarirn- ar er eins og Bolungarvík verði rislægri, þegar rótgrónir sam- ferðamenn hverfa sjónum okkar eftir langa og góða samfylgd. Elísabet stóð djúpum rótum í Boivískum jarðvegi. Fædd hér hinn 11. apríl árið 1900, og lífssaga hennar er svo til öll skráð hér. í dag, laugardaginn 14. nóvember, verður hún borin til moldar frá Hólskirkju. Bolvíkingar kveðja nú einn sinn traustasta og mætasta borgara, sem um langan aldur hefur svo mjög sett svip sinn á þetta litla samfélag okkar. Nú við vistaskiptin fylgja henni einlægar bænir okkar með heilli þökk fyrir allt það, sem með henni gafst. Benedikt Bjarnason. í dag er til moldar borin Elísa- bet Hjaltadóttir húsfreyja í „Ein- arshúsi" í Bolungarvík, eiginkona Einars Guðfinnssonar, hins mikla athafnamanns, sem löngu er Iandskunnur fyrir framtak og dugnað. Ég ætla ekki að rekja æfiferil þessarar látnu vinkonu minnar, vil aðeins rifja upp í huga mér elskuleg kynni við hana og fjöl- skyldu hennar í áratugi. Vináttu þeirra við foreldra mína meðan þau lifðu og margar góðar stundir á heimili þeirra í glaðværum hópi. Það ríkti sérstakur andi í „Ein- arshúsi". Um leið og komið var inn úr dyrunum, fann maður hve hús- ið var fullt af lífi, og andi góðvild- ar og glaðværðar lagði á móti manni. Þau voru líka óvenju sam- hent, hjónin Einar og Elísabet. Utan húss og innan var jafnan um margt að hugsa. Hún Elísabet var ekki útivinnandi húsmóðir, eins og við erum svo margar nú, konurn- ar. En skyldi hún ekki hafa skilað þjóðfélaginu drjúgum skerfi, þar sem hún stóð af rausn og mynd- arskap fyrir sínu stóra heimili, með átta þróttmikil börn auk fóst- urdóttur. Hún byrjaði smátt eins og svo margir af hennar kynslóð gerðu, en hún stóð við hlið manns- ins síns í blíðu og stríðu og fyrir hagsýni og dugnað blessaðist þeirra búskapur. Þá voru ekki öll þessi þægindi sem nú eru til að létta heimilis- störfin. Heimilisfólkið hjálpaðist að við þau. Heimilin voru vinnu- staður allrar fjölskyldunnar og flestir hlutir voru unnir þar, utan- aðkomandi þjónusta var sáralítil. Það valt á miklu að húsmóðirin kynni til verka og sæi nauðsyn þess að kenna unga fólkinu að búa að sínu og bjarga sér sjálft. Þá voru góð heimili raunverulegir uppeldisstaðir, sem komu í stað margra þeirra skóla, sem nú hafa að miklu leyti tekið við uppeldis- hlutverkinu. Þau hjónin Elísabet og Einar áttu við mikið barnalán að búa. Öll þeirra börn eru dugandi at- gervisfólk, sem flest hafa sest að í heimabyggðinni og halda áfram því starfi, sem foreldrarnir hófu, að efla og styrkja atvinnulíf og menningu í Bolungarvík. Fyrir nokkrum árum var ég sem oftar, gestur á heimili þeirra hjón- anna. Þá var verið að halda upp á afmæli eldri dótturinnar, Hall- dóru vinkonu minnar. Svo að segja öll fjölskyldan var þar saman komin. Börn, tengdabörn og barnabörn. Það var myndarlegur og glaður hópur og góður að blanda við geði. Mér var hugsað til þess þá, hve gleðilegt það hlyti að vera fyrir þau gömlu hjónin að líta yfir hóp- inn sinn. Er það ekki í rauninni mesta hamingja hvers foreldris að sjá börnunum sínum vegna vel og horfa á þau byggja upp traust heimili, sem valda sínu uppeld- ishlutverki. I „Einarshúsi" var ekki bara verið að ala upp 9 börn. Þar var gestagangur meiri en algengt var. Margir þurftu að hitta húsbónd- ann og öllum var boðið inn og oft ekki mikiil fyrirvari hjá húsfreyju að framreiða veitingar. Mann- margt var þar oft í borðstofunni hjá Elísabetu og myndarlega á borð borið. Það var víðar en á heimilinu, þótt stórt væri, sem Elísabet lagði hönd á plóginn. Hún tók mikinn þátt í ýmsum félagsmálum, var t.d. í stjórn og formaður í kvenfé- laginu Brautinni og í sjálfstæð- iskv.félagi Bolungarvíkur „Þuríði Sundafylli". I stjórn Sambands Vestf. kvenna var hún í fjölda- mörg ár. I öllum þessum félögum var hún virkur starfsmaður, áhugasöm og ósérhlífin. Á hún miklar þakkir skildar fyrir þau störf. Það er óhætt að segja, að Elísa- bet og hennar jafnaldrar mundu tímana tvenna. Lífsbaráttan var hörð og krafðist mikils erfiðis og hagsýni, ef fólk átti að komast sómasamlega af. Þjóðfélagsleg að- stoð var hverfandi lítil. Það var annað hvort að duga eða drepast. Okkur, sem tókum við af þessari kynslóð er hollt að líta til baka og sjá hverju hún afkastaði. Við munum þá e.t.v. síður barma okkur yfir ástandinu í þjóðfélag- inu nú, en hafa í heiðri þá fyrir- mynd sem hún gaf okkur um elju- og nægjusemi og það að gera kröf- ur fyrst og fremst til sjálfs sín fremur en til annarra. Ég veit, að Elísabet hefur aldrei harmað það hlutskipti sitt að vera bundin innan veggja heimilisins við uppeldi og umönnun barna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.