Morgunblaðið - 14.11.1981, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1981
Velferðarríki
á villigötum
Vænlegasta ráðið til að auðvelda skynsamlega nýtingu fiskimiðanna er líklcga að
breyta hefðbundnum nýtingarrétti útgerðarmanna í fullkominn eignarrétt, svo að
þeir beri fulla ábyrgð á henni. En margt fleira verður að gera til að efla atvinnu-
ÍiTið, auk samkeppni, örva hagvöxt og draga úr ríkisafskiptum.
Jónas' H. Haralz lýsir vanda
„velferðar“-ríkisins í bók sinni, en
fer fremur almennum orðum um
lausn hans. Hann segir í inngangi:
Sé haldið áfram, lætur sá
grunnur undan, sem velferðin
hvílir á. A hinn bóginn er hvorki
æskilegt né framkvæmanlegt að
snúa aftur til fyrri samfélags-
1 hátta. Það er því um að gera að
leita nýrra leiða, sem annars
vegar stuðla að eflingu atvinnu-
lífs og áframhaldandi hagvexti,
hins vegar að betri nýtingu þess
fjár, sem til velferðar er ætlað.
Hverjar eru þessar leiðir? Jónas
svarar því lauslega í kafla um
ádeilu Vilmundar Gylfasonar á
stefnumörkum Sjálfstæðisflokks-
ins 1979:
Þær leiðir fela það í sér, að fjár-
hagsleg ábyrgð fylgi fram-
kvæmdum og rekstri, að þjón-
ustan sé falin þeim aðilum, sem
næst standa þeim, sem hennar
eiga að njóta, að tillit sé tekið til
kostnaðar og nytja í velferðar-
málum á hliðstæðan hátt og í
öðrum greinum, eftir því sem
við verður komið.
Eg játa, að ég sakna ekki síður
raunhæfra breytingatillagna í bók
Jónasar en í bók Ólafs Björnsson-
ar, Frjálshyggju og alræðishyggju.
Þeir ræða í rauninni fremur um
markmið en leiðir. En það kann að
vera verkefni okkar fremur en
þeirra að gera þetta, og í þessari
síðustu grein langar mig til að
nefna nokkrar hugmyndir, sem
Jónas ber að sjálfsögðu enga
ábyrgð á, þótt þær hafi ekki síst
orðið til í framhaldi af bók hans.
Spurningarnar, sem við hljótum
að reyna að svara, eru tvær: Hvert
eigum við að fara? Hvernig eigum
við að fara þangað?
Hvert eigum vid að fara?
I. Verðlagning almannaþjónustu.
Á undanförnum áratugum hefur
heilbrigðis- og skólakerfið þanist
út. Þetta hefur ekki falið í sér, að
þjónusta þessara stofnana hafi
batnað mjög, heilsugæslan og
skólunin. Astæðan til útþenslunn-
ar hefur verið sú, að ekkert kostn-
aðaraðhald hefur verið að þessu
kerfi. Litlar sem engar upplýs-
ingar eru tiltækar um kostnaðinn.
Kerfið er í rauninni stjórnlaust.
Fjár til þessa kerfið hefur verið
aflað með skattlagningu. Ég hef
sannfærst um það, að eina ráðið
til að stöðva þessa útþenslu er að
afla fjár til þjónustunnar með
eðlilegri verðiagningu hennar,
m.ö.o. að þeir, sem njóta þessarar
þjónustu, greiði fyrir hana. Undan
þessari óþægilegu staðreynd
reyna allir stjórnmálamenn að
víkja sér með tali um „sparnað",
enda er auðveldara að senda hin-
um nafnlausa hópi skattgreiðenda
reikninginn en þeim öflugu þrýsti-
hópum, sem þannig fá „ókeypis"
þjónustu eða þægileg störf.
Sjúkrahús og skóla verður að reka
eins skynsamlega og einkafyrir-
tæki, en það gerist ekki fyrr en
þessar stofnanir fá að verðleggja
þjónustu sína eðlilega og keppa
hverjar við aðra. Engin tormerki
eru heldur á því, hygg ég, að þær
séu einkafyrirtæki, ef það er gert.
Vanda sjúklinga má leysa með
fuilkomnum sjúkratryggingum, í
rauninni tapa engir á þessari
breytingu nema nokkrir skriffinn-
ar. Og þetta er réttlætismál.
Hvaða réttlæti er það, að hafnar-
verkamaður sé skattlagður til þess
að greiða fyrir framhaldsskóla-
göngu læknissonarins, svo að
hann geti að námi loknu krafist
miklu hærra kaups en hafnar-
verkamaðurinn hefur? Er ekki
eðlilegt, að menn greiði fyrir
skólagöngu sína sjálfir? (Þeir
greiða að vísu fyrir hana síðar
með sköttu, en miklu hærra verð
en þeir þyrftu að gera.) Vanda
efnalítilla námsmanna má leysa
með fullHp/nnum lánum, á eðli-
Bókmenntir
Hannes H. Gissurarson
3. grein
legum vöxtum (ekki styrkjum),
enda er nám hagkvæmasta fjár-
festing, sem menn eiga kost á.
Milton Friedman hefur einnig
komið orðum að snjallri hugmynd
um það, hvernig samhæfa megi
einkarekstur skóla, valfrelsi nem-
enda og tryggingu skólagöngunn-
ar, hver sem hagur nemenda sé.
Hún er, að nemendur fái í upphafi
framhaldsskólagöngu sinnar ávís-
un frá ríkinu, sem þeir eigi síðan
að nota til að greiða fyrir gjöld í
þeim skóla, sem þeir velja. (Þetta
hefur verið nefnt ,,voucher“-kerfi.)
2. Tekjutrygging. Leysa á vanda
lítilmagnans með tekjutryggingu
(sem stundum hefur verið nefnd
„neikvæður tekjuskattur"), þannig
að hann fái greitt frá ríkinu upp í
þær tekjur, sem taldar eru mann-
sæmandi, en hætt sé að greiða all-
ar aðrar bætur og að greiða niður
vörur til tiltekinna hópa. Að
sjálfsögðu verðum við að hjálpa
lítilmagnanum, þeim, sem ekki
getur séð um sig sjálfur af óvið-
ráðanlegum ástæðum. En það fel-
ur ekki í sér, að við eigum að nota
almannafé til að hjálpa öðrum,
sem betur eru staddir eða að út-
vega hundruðum skriffinna þægi-
leg störf. Þetta er líka rétt-
lætismál. Á að skattleggja al-
menning til að greiða öldruðu
efnafólki ellilífeyri? Á að skatt-
leggja almenning til að greiða
niður vörur til efnafólks? Enginn
efast um, að þessar „velferðar"-
aðgerðir hafa verið skipulagðar af
góðum hug. En þær koma ekki all-
ar á réttan stað niður. Þeim á að
greiða, sem þurfa, en öðrum ekki,
og hætta á að sóa fé í bákn, sem
gerir ekki annað en færa fé úr
hægri vasanum í hinn vinstri.
3. Saia ríkisfyrirtækja. Það er út í
bláinn, að ríkið reki atvinnufyrir-
tæki. Það hefur engin skilyrði til
að gera það skynsamlega, þegar til
lengdar lætur, þótt einstakir
dugnaðarmenn í áþyrgðarstörfum
í ríkisfyrirtækjum geti margt gert
vel. Ríkið á að selja öll fyrirtæki
sín og hluti í fyrirtækjum. Ég
held, að ástæða sé til að skipta
þessum fyrirtækjum í tvennt: Þau,
sem selja á starfsmönnum (eða
gefa þeim, ef henta þykir), t.d.
Landssmiðjuna, Sementsverk-
smiðjuna, Áburðarverksmiðjuna
og fleiri fyrirtæki, og hin, sem
selja á á hlutabréfamarkaði, t.d.
ríkisbankana, sem breyta .á í
almenningshlutafélög. (Það er
furðulegt, ef samhyggjumenn eru
á móti þessu. Eru þeir ekki þeirrar
skoðunar að almenningur eigi að
eiga atvinnufyrirtækin?) Bæjar-
útgerðirnar eru sennilega í fyrri
flokknum.
4. Útboð ahnannaþjónustu. Nefna
má tvö ríkisfyrirtæki, sem ástæða
er til að breyta, eftir því sem kost-
ur er á, í eftirlits- og umsjónarfyr-
irtæki: Vegagerð ríkisins og Póst-
ur og sími. Þessi fyrirtæki eiga að
bjóða út verkefni, en sinna þeim
ekki sjálf, nema nauðsynlegt sé.
Mér sýnist, að Póstur og sími sé
orðin of stór eining, til að koma
megi við í henni sparnaði og að-
haldi, og þjónustan er ekki góð,
eins og allir vita. Hvers vegna er
stofnuninni ekki skipt og einka-
fyrirtækjum (t.d. fyritækjum, sem
starfsmennirnir stofna og reka)
falin ýmis verkefni, t.d. verslun
með símtæki, lagnir og viðgerðir,
jafnvel útburð pósts? Er það ekki
öllum í hag, bæði neytendum og
starfsmönnum fyrirtækisins?
Mér kemur í hug annað dæmi,
ekki óskylt þessum tveimur.
Hverjar eru ástæðurnar til þess,
að ríkið rekur áfengis- og tóbaks-
verslun? Þær geta verið tvær: að
það verði að afla fjár með því og
það reyni að halda verðinu háu til
að draga úr neyslunni. Ég fæ ekki
betur séð en báðum þessum
markmiðum megi ná með því að
bjóða út rekstur útsölustaða henn-
ar hvers og eins og leggja einnig
sérstakan söluskatt á þessar vör-
ur. Og mig grunar, að reksturinn
yrði hagkvæmari með þeim hætti
en nú er og minni hætta á sóun
eða spillingu.
5. Skattfrelsi fyrirtækja. Besta
ráðið til að örva hagvöxt og auka
þannig atvinnutækifærin er að
létta öllum sérstökum sköttum af
fyrirtækjum. Menn hætta að vera
ragir að stofna ný fyrirtæki, göm-
ul geta bætt við sig verkefnum,
atvinnulífið blómgast, og allir
græða að lokum, ekki síst launþeg-
ar, þegar eftirspurn eftir vinnuafli
eykst. Óteljandi möguleikar eru til
á vettvangi þjónustufyrirtækja og
lítilla iðnaðarfyrirtækja. En þetta
er líka réttlætismál. Fyrirtæki
hafa ekki kosningarétt, og þess
vegna er alltaf kosið um auknar
álögur á þau, þau hafa skyldurnar,
en ekki réttindin. Hitt er annað
mál, að þeim ber að greiða fyrir þá
þjónustu, sem ríkið veitir þeim
(eða á að veita þeim), löggæslu,
vegalagningu o.fl. Má ekki gera að
að söiuskatti eða virðisauka-
skatti?
6. Séreign auðlinda. Á undan-
förnum árum hefur verið rætt um,
hvernig nýta eigi fiskimiðin, bestu
auðlind okkar Islendinga. Forðum
var aðgangurinn að þeim ótak-
markaður, auðlindin var „ókeypis"
eða „frjáls”. En allir eru sammála
um, að takamarka verði aðgang-
inn að miðunum, ella verði ofveiði
með hörmulegum afleiðingum.
Spurningin er: Hvernig á að
skammta aðganginn? Rætt hefur
verið um tvær lausnir: að stjórn-
málamenn skammti aðganginn og
að verðið skammti hann, þ.e. seld
verði veiðileyfi. Jónas nefnir
seinni iausnina í bók sinni. Fyrri
iausnin er óskynsamleg, því að
stjórnmálamenn skammta ekki
aðganginn eftir neinum eðlilegum
sjónarmiðum, heldur eftir at-
kvæðavon. Seinni lausnin er í því
betri en hin fyrri, að sennilega
yrði skömmtunin skynsamlegri,
þeir einir gætu keypt veiðileyfi,
sem rækju fyrirtæki sín vel. En
hún hefur tvo galla. Annar er, að
féð af sölu veiðileyfanna fer í rík-
issjóð og er að sjálfsögðu síðan
misnotað eins og allt almannafé.
Hinn er, að útgerðarmenn geta að
vonum ekki sætt sig við að verða
að kaupa það, sem þeir höfðu áður
ókeypis. Sala veiðileyfa er auðvit-
að ekkert annað en þjóðnýting
fiskimiðanna. Fyrri lausnin er í
anda miðstjórnar-samhyggju,
seinni lausnin í anda markaðs-
samhyggju: auðlindin er í sam-
eign, en markaðurinn skammtar
aðganginn að henni.
Til eru tvær aðrar fræðilegar
lausnir á þessum vanda, sem ég
hef komið auga á. Önnur er, að
verðið skammti að vísu aðganginn,
þ.e. seld séu veiðileyfi, en féð fari
ekki í ríkissjóð, heldur til borgar-
anna sem arðgreiðslur í almenn-
ingshlutafélagi, sem allir lands-
menn eigi saman. (Þetta er svipuð
tillaga og breski hagfræðingurinn
Samuel Brittan gerði um nýtingu
norðursjávarolíu Breta.) Þessa
lausn má kalla „alþýðu-frjáls-
hyggju" eða „Volkskapitalismus".
Hin lausnin er sú, og sú sem mér
sýnist vænleg til árangurs, er ein-
föld. Hún er að breyta hefðbundn-
um nýtingarrétti íslenskra útgerð-
armanna í fullkominn eignarrétt
og láta þá síðan um að bera
ábyrgð á nýtingunni. Þeir stofna
að sjálfsögðu veiðifélög (með sama
hætti og bændur, sem eiga saman
laxveiðiá) og setja sér fastar regl-
ur um nýtinguna. Þeim, sem reka
upp ramakvein, má benda á, að
ekki er verið að gefa útgerðar-
mönnum annað en það, sem þeir
hafa alltaf „átt“. (Þeir yrðu síðan
að kosta rannsóknastofnanir sjáv-
arútvegsins og Landhelgisgæsl-
una.) Þessa lausn má kalla „sér-
eignar-frjálshyggju".
7. Aukið valfrelsi neytenda.
Hætta verður rekstri þeirra ríkis-
fyrirtækja, sem torvelda valfrelsi
neytenda og eru óþörf. Nefna má
þrjú, Bifreiðaeftirlit ríkisins,
Grænmetisverslun ríkisins og síð-
ast, en ekki síst, Ríkisútvarpið.
Hvers vegna í ósköpunum á ríkið
að sjá um að útvarpa, ef einstakl-
ingarnir geta gert það betur?
Hvers vegna eiga neytendurnir
ekki að geta valið um útvarps-
stöðvar eins og um dagblöð?
(Þann vanda, að rásir eru af
skornum skammti, má leysa með
því að bjóða þær út, hann má
m.ö.o. leysa með sölu útvarpsleyfa,
enda er enginn hefðbundinn nýt-
ingarréttur til á rásunum — nema
starfsmanna ríkisútvarpsins, enda
má hugsa sér, að þeir fái greiðsl-
urnar fyrir rásirnar fyrstu árin
sem uppbætur fyrir að missa störf
sín.)
Hvernig íorum við þangad?
Margt fleira má nefna, þótt
sennilega finnist ýmsum nóg um.
Þetta eru hugmyndir fremur en
tillögur. Miklu máli skiptir, að
breytingarnar séu svo skynsam-
legar, að flestir hafi af þeim hag
og að engu sé fórnað af því öryggi,
sem menn njóta á okkar dögum.
Ég geri ráð fyrir, að Jónasi og
ýmsum öðrum ágætum frjáls-
hyggjumönnum finnist ég of rót-
tækur. Og það er rétt, að þessar
hugmyndir eru enn ekki allar
raunhæfar. En lífið breytist og
mennirnir með. Sá, sem er róttæk-
ur í dag, er íhaldssamur á morgun.
Það, sem er óraunhæft í dag, er
sjálfsagt á morgun. Hugmyndir
manna breytast, og það er verk-
efni okkar, sem reynum að breyta
umhverfi okkar, að reyna að
breyta hugmyndunum, því að þær
eru þær skorður, sem stjórnmál-
unum eru settar. Sá, sem ætlar að
sigra í stjórnmálabaráttunni,
verður að hafa áður sigrað í
hugmyndabaráttunni. (Þetta ættu
sjálfstæðismenn ekki síst að hafa
lært. Þeir hafa að vísu setið við
stýrið en ferðinni hefur verið heit-
ið til samhyggjuskipulagsins.)
Ég er alls ekki svartsýnn á
framtíðina. Jónas bendir á það í
bók sinni, að núverandi kreppa sé
að gera menntamennina að frjáls-
hyggjumönnum eins og heims-
kreppan á fjórða áratugnum hafi
gert þá að samhyggjumönnum.
Frjálshyggjumenn eru að sigra í
hugmyndabaráttunni á Islandi.
Mestu máli skiptir að halda henni
áfram af fullum þrótti. En fleira
má gera, svo að við komumst héð-
an og þangað — úr „velferðar"-
ríkinu í réttarríkið, lágmarksrík-
ið. Ég nefni þrennt: Við verðum að
skipuleggja þrýstihópa þeirra, sem
hafa hag af núverandi óskapnaði,
skriffinnum ríkisins, atvinnu-
stjórnmálamönnum og þeim, sem
eru verndaðir fyrir samkeppni.
Við verðum siðan að kaupa þá
þrýstihópa út af markaðnum, sem
njóta styrkja, en framleiða vörur
með allt of óhagkvæmum hætti.
Það er að sjálfsögðu réttlætismál,
að fólk sé ekki hrakið allt í einu úr
störfum sínum í einhver önnur. Og
ég er sannfærður um, að þetta er
hagkvæmara en miskunnarlaus
barátta við þessa þrýstihópa. Við
verðum líka að breyta stjórnar
skránni til þess að halda rikinu í
æskilegu lágmarki. Við verðum aö
takmarka fjárveitingarvald þings-
ins, gerræðisvald ríkisstjórna og
allt skömmtunarvald. Við eigum
að stefna að ríki, þar sem lögin
ráða, en ekki mennirnir, eins og
Immanúel Kant sagði. Við eigum í
fæstum orðum að stefna að mann-
úðlegum markaðsbúskap.
Bazar
íþróttafélags kvenna
veröur sunnudaginn 15. nóvember aö Hallveig-
arstöðum kl. 2.
Stjórnin