Morgunblaðið - 14.11.1981, Síða 43

Morgunblaðið - 14.11.1981, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1981 43 Eftir Grétar Haraldsson, Mióey: Mynd frá löngu liðnum dögum kemur oft í huga mér. Það er einn hinna kyrru síðsumardaga, veðrið svo blítt að öllum segir hugur um að breyting sé í aðsigi, enda kepp- ast allir við til að ljúka heyskap. Þó fékk ég að fara með á engjarn- ar smár og einskis nýtur. A meðan fullorðna fólkið var í heyvinnunni fór ég að skoða ál úr Markarfljóti en hann rann rétt hjá, ég skreið í háu grasinu út á bakkann og horfði ofan í vatnið, fljótið veltist fram mórautt og vatnsmikið. Eg undi mér góða stund við að horfa á þennan kraftmikla flaum og skynjaði óljóst það mikla afl sem í honum bjó, en gerði mér alls ekki grein fyrir hvað átti eftir að verða um þennan gróður sem ég gat hæg- lega falið mig í. Hef víst talið allt jafn sjálfsagt þarna, lautina, þar sem hverfisteinninn stóð, lækinn þar sem vatnið var tekið á hverfi- steininn og gróðurinn. Um kvöldið er ég kom heim og sagði móður minni frá atburðum dagsins, lagði hún mikla áherslu á þær hættur sem stöfuðu af fljót- inu, hættu litlum dreng sem gerð- ist nærgöngull, og hættur sem jörðinni okkar stafaði af auknum ágangi þess, því um þessar mundir var lítill tími liðinn síðan rennsli var heft í farveg Þverár, en aukið í farveg Markarfljóts. Ótti móður minnar vegna ágangs fljótsins var ekki ástæðu- laus, það fór að brjóta niður jörð- ina okkar. Hægt og hægt malaði Markarfljót undir sig grasigróna bakkana, farvegurinn smábreikk- aði, eyðileggingin var mismikil, en stöðug. Stundum munaði lítið um hvern daginn, en oft var það í ham, og þá sást hvernig bakkarnir moluðust niður, það komu stórar skvettur þegar jarðvegurinn féll í fljótið, á eyrunum út í fljótinu mátti sjá heilar torfur sem einu sinni tilheyrðu grónu landi. Til þess að forða öðrum jörðum frá ágangi fljótsins voru byggðir varnargarðar. Þessa garða má sjá þegar farið er um þjóðveginn austan Markarfljóts, þeir eru á hægri hönd þegar ekið er suður með Eyjafjöllum frá Litlu-Dimon að Seljalandsmúla. Þeir stefna all- ir til suðurs og suðvesturs. Ef þú vegfarandi stansar við syðsta garðinn hjá Seljalands- múla, og lætur augu þín fylgja honum til suðurs, munt þú í fjarska ef til vill í fá ár enn sjá tættur af gömlum bæjum. Þetta voru Tjarnir í Vesiur-Eyjafjalla- hreppi. Þar var einu sinni tvíbýli, góðar beitarjarðir. Til eru gömul munnmæli á þá leið, að héstur væri eins fær á vordögum útigeng- inn úr Tjarnarnesi og töðualinn á Seljalandi. Önnur munnmæli segja, að eitt sinn hafi bóndinn á Tjörnum látið í meisana handa fénu sinu áður en hann fór í verið, er hann kom heim aftur hafði ekki verið gefið úr meisunum, og allt komist vel af. Þessar sagnir sanna að þarna voru jarðir sem fólkið lifði af, engu síður en annars stað- ar. Þar hafði engan skurð þurft að grafa, samt mátti gera þetta land að einu samfelldu túni, og þar ilm- aði taðan öðruvísi og meira en annarsstaðar. Nú eru liðnir áratugir síðan seinustu ábúendur flúðu frá Tjörnum, þar var ekki hægt að vera eftir að vatninu var veitt þangað. Evðileggingin á Tjarnar- landi er nú orðin alveg óskapleg. Fljótið hefur flæmst um og gert að eyðisandi mörg hundruð hekt- ara af úrvalsgraslendi niðri í byggð á sama tíma og kostað er miklu fé til að reyna að græða upp öræfi landsins. Hér verður að spyrna við fótum, ört minnkar það sem eftir er af Tjarnarlandi, því Markarfljót heldur stöðugt áfram að eyði- leggja. Nú þegar er það byrjað á Land- eyjum. Hluti af jörðinni Bakka í Austur-Landeyjum er komin í fljótið. Þar sem það fellur í sjó virðist landinu halla til vesturs, enda hefur útfall Markarfljóts færst til vesturs svo skiptir hundruðum metra á liðnum árum. Hafa ráðamenn í Vestmannaeyj- um athugað þetta? Þeir byggðu sér hús á sandi, þar á ég við dælu- stöðina fyrir neysluvatn þeirra eyjaskeggja. Þegar þetta hús var byggt furðaði marga sem til þekktu, hvar það var staðsett. Dælustöðin er nú í stórhættu, það sjá allir sem fara þarna um með opin bæði augu, að Markarfljót er á leiðinni að þessari lífæð Vest- mannaeyinga. Nú er Landsfundur sjálfstæð- ismanna nýafstaðinn og sýnist mönnum sitthvað um úrslit hans og endi mála. Ég kom suður daginn fyrir formannskjör og hélt beint í Sig- tún, þar sem fundur stóð þá yfir. Ekki hafði ég dvalið lengi í húsinu þegar mér varð ljós sú mikla valdabarátta og þau ólýðræðislegu vinnubrögð sem áttu sér stað þarna. Menn lásu margþvælda stefnuskrá flokksins upp í há- talarakerfi hússins, og þegar einn þreyttist tók annar við. En við borðin sátu landsfundarfulltrúar og létu havaðann skýla sér í at- kvæðaveiðum og hrossakaupum flokksmálanna. Það sem sagt var í fjölmiðlum af fundinum um að þar hefði ríkt eining og bræðralag er ekki sann- leikur. Geirsklíkan svokallaða, valdasjúkir, fégráðugir eigin- hagsmunamenn, vildu þarna öllu ráða, meðal annars í því að spyrja hvað menn hygðust kjósa og vör- uðu menn við ef rangt væri að far- ið að þeirra dómi. Ég dvaldi þarna í þrjá klukku- tíma og varð leiðari og reiðari með hverri stundinni sem leið, yfir því hvernig hægt er að fótum troða hugsjónir, málefni og menn. Aður en ég yfirgaf staðinn reyndi ég að ná sambandi við al- En hvað er til ráða hugsar sjálfsagt þú, sem lest þessa sund- urlausu þanka. Markarfljót var fyrir mörgum árum hamið niður að brú, löngu áður en þær stór- virku vinnuvélar, sem nú þekkjast, komu til sögunnar. Þegar ný brú verður byggð, en það hlýtur að verða á næstu árum, mun hún sjálfsagt standa sunnar en gamla brúin. Þá verður að hafa hemil á fliótinu að því brúarstæði, en við það styttist leiðin, sem það rennur sjálfrátt til sjávar. Mörg ár eru síðan ég fyrst heyrði kunnuga menn halda því fram, að með því einu móti væri hægt að hemja fljótið þar niður frá, að því væri gerður einn beinn farvegur sem það kæmist ekki úr. Hann mætti ekki vera breiðari en það að sá framburður sem það ber með sér, færi alla leið til sjávar. Ég tel mjög aðkallandi að sem bráðast verði ráðist til atlögu við þennan ógnarskaðvald sem fljótið er. Ég skora á þingmenn Suður- landskjördæmis að kynna sér þetta mál, kynna sér feril Mark- arfljóts síðan hlaðið var fyrir Þverá, kynna sér hver eyðilegging orðin er og getur orðið, ef ekkert verður að gert. Markarfljót verður að hemja innan varnargarða til sjávar, ann- ars er hætta á áframhaldandi landbroti og jafnvel stórfelldu tjóni á mannvirkjum. þingismann okkar sjálfstæð- ismanna á Austurlandi Sverri Hermannsson. Þá sat hann á sér fundi í húsinu með einhverjum há- körlum ræðandi mál, sem hinn ai- menni fundarmaður hefur ekki haft með að gera. (Lýðræðisleg vinnubrögð það.) Og atkvæðið að austan fékk það til baka að hann mætti ekki vera að svona nokkru núna. Spari hann sér sporin bless- aður til mín næst á atkvæðaveið- um þegar hann vill komast áfram í sinni hagsmunapólitík. Að lokum vil ég segja þetta. Ég óska Geir Hallgrímssyni til ham- ingju með sigurinn, hann var vel að honum kominn, en ég vona að hann beri gæfu til að hrista af sér þá menn, sem í daglegu tali nefn- ist Geirsklíkan, því sá hópur á sök á, hvernig málum er komið í flokknum og slíkir menn sundra en sameina ekki. Þeir eru vinir meðan átök standa yfir og þeir telja sér hag í. En líta ekki við mönnum þess á milli. Þeir studdu þig Geir Hallgrímsson eingöngu vegna þess að þeir töldu valdatafli sínu hætta búin eins og stendur. En hræddur er ég um að yrðir þú að þeirra dómi ónothæft afl, þá myndu þeir láta þig löng og leið. Góðar stundir. Hugvekja eftir Úlfar Sigurðsson, Eskifirði Den Kongelige Fbrcelainsfabrik Jóhannes Norðffjörð Hverfisgötu 49, sími 13313 Borö fyrir skermtölvur Borö fyrir tölvuvinnu Vinna viö skermtölvur og innsláttarborö krefst sérstakrar vinnuaöstööu. Komiö í húsgagnadeild okkar, Hallarmúla 2, og skoöiö B8 tölvuboröin. SYSTEM [SKRIFSJOFUHÚSGO^^ Hallarmula 2 - Simi 83211 EF ÞAÐER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUtíLYSINGA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.