Morgunblaðið - 01.12.1981, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981
Loftin blá
Litla góða Lilli
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Jóhannos R. Snorrason: Skrifað í
skýin. 266 bls. Alm. bókafélagið.
Keykjavík, 1981.
Jóhannes R. Snorrason lifði sín
fyrstu bernskuár á Flateyri
vestra, fluttist þaðan norður til
Akureyrar þar sem hann átti síð-
an heima þar til hann hvarf til
flugnáms í Kanada, en þar lauk
hann atvinnuflugmannsprófi vor-
ið 1942 hjá kanadísku flugmála-
stjórninni. Bók þessi nær til árs-
loka 1946 þegar Jóhannes hafði
starfað sem flugstjóri hjá Flugfé-
lagi Islands í þrjú ár. Arin, sem á
eftir koma, segir höfundur í eftir-
mála, verða »að bíða um stund«.
Jóhannes tekur fram í formálan-
um að bókin sé »ekki hugsuð sem
heimildarrit að sögu Flugfélags
Islands.« Það er hógværlega mælt
því vissulega varð Jóhannes einn
af brautryðjendum flugsins á Is-
landi og þar með hlýtur nafn hans
á ýmsan hátt að verða tengt upp-
hafsárum Flugfélagsins.
Hitt er að vísu rétt að þetta er
engin almenn flugsaga heldur
persónuleg sjálfsævisaga. Höf-
undur byrjar t.d. að segja allýtar-
lega frá bernskubrekum sínum
vestra. Hvorki þykir mér sá hlut-
inn merkilegur né skemmtilegur.
Flest börn fremja hitt og annað af
ævintýraþrá og óvitaskap sem
fullorðnum mislíkar. Að rifja slíkt
upp þegar bernskan er horfin í
bláma fjarlægðar kann að vera
skemmtun fyrir mann sjálfan en
nauðaiítil skemmtun fyrir aðra.
Nema því aðeins að okkur fýsi að
stúdera hvers konar manngerðir
það voru sem í fyrstunni gerðust
flugmenn á íslandi en það er auð-
vitað annar handleggur. Jóhannes
var mjög ungur þegar hann sá
flugvél í fyrsta sinni. Og sam-
kvæmt sögu sinni heillaðist hann
strax af fluginu. A Akureyri tók
hann að iðka svifflug af ærnum
áhuga. Einnig fékk hann sér mót-
orhjól og lætur nærri að hann hafi
— einnig á því — farið eins konar
flugferðir! Samborgurunum þótti
hann nokkuð glannafenginn. Eitt
sinn brotlenti hann svifflugu í
Kirkjugarðinum á Akureyri og
var þá verið að taka gröf þar
skammt frá. »Til hræðslu fann ég
ekki, til þess var enginn tími,«
segir Jóhannes, »en svo heyrði ég
eins og í fjarska að talað var um
blóð og sjúkrahús, og þá loks varð
ég hræddur.* Og ekki alllöngu síð-
ar heyrði Jóhannes — þegar hann
lá hálfrotaður á götunni eftir mót-
orhjólsflugferð »að einhver var að
tala um blóð og spítala.«
Ekki fer á milii mála að höfund-
ur hefur snemma verið sólginn í
hraða. Og uppátæki hans voru
mörg þess eðlis að ýmsir hlutu að
kenna við glannaskap. En hvort
sem nú uppákomur Jóhannesar
voru glannaskapur eða ekki er svo
mikið víst að forsjónin hlífði hon-
um við stórmeiðslum. Væri honum
hálfvegis þröngvað inn á spítala
var hann fljótur að koma sér það-
an út. Það hefur verið hreyfing á
þessum unglingi, vægast sagt, allt
sem fór hratt heillaði hann,
kyrrstöðu hefur hann hreint ekki
unað.
, A æskuárum Jóhannesar var
flugnám geysidýrt (eins og það er
vafalaust enn). Sagan af því
hvernig hann fór að fjármagna
nám sitt er að mörgu leyti athygl-
isverð. Kristján Kristjánsson bíla-
kóngur kom þar verulega við sögu.
En fyrirtæki Kristjáns, sem oftast
var skammstafað BSA, gegndi á
æskuárum Jóhannesar sams kon-
ar hlutverki fyrir innanlands-
samgöngur og Flugleiðir gegna nú.
Að námi loknu gerðist Jóhannes
atvinnuflugmaður og tók að flytja
norður og suður þá sem áður
höfðu ferðast með rútunni. Engum
blöðum er um að fletta að flugið
hefur þá verið bæði erfitt og
áhættusamt, enda varð það fyrir
stórum áföllum. »Dali og fjalla-
skörð urðu flugmenn að gjör-
þekkja, áður en vogandi var að
stinga flugvélum þar niður í
slæmu skyggni, ef snúa þyrfti
frá.« Telst það nú allt til liðinnar
tíðar sem betur fer.
En hver er svo maðurinn á bak
við þessa persónulegu flugsögu?
Um það er allt vandara að dæma.
Þó Jóhannes segi stundum greini-
lega frá ýmsu sem fyrir hann hef-
ur borið er hann í raun og veru
dulur höfundur. Enginn veit hvað
innst í sefa býr — Jóhannes temur
sér hálfkæring og gamansemi og
spaugar heilmikið með sjálfan sig,
en allt er það einhvern veginn yf-
irborðskennt og þess eðlis að les-
andinn þekkir þennan mann —
Jóhannes Snorrason
þegar bókinni er lokað og lestur-
inn á enda — ósköp lítið. Jóhannes
talar til lesandans eins og maður
talar gjarnan í stórum hóp, segir
ekkert nema það sem allir mega
vita, hleypir lesandanum aldrei
mjög nærri sér. Stundum skrifar
hann dálítið upphafinn stíl, t.d.:
»Það var sannarlega hamingju-
samur hópur ungmenna, sem gekk
til hvílu þetta bjarta vorkvöld,
með brennandi þrá i brjósti til
þess að mega aftur fljúga eins og
fuglinn frjáls.« Athugasemdir af
þessu tagi eru svo almenns eðlis
að þær geta næstum átt við hvaða
ungmenni sem er, hvar sem er og
hvenær sem er — með þeim fyrir-
vara að hin »brennandi þrá« getur
auðvitað beinst að fleira en flugi.
Svo mjög sem höfundurinn er
kenndur við hraða finnst mér saga
hans fullhæg og langdregin. Einn-
ig þykja mér lýsingar Jóhannesar
á samferðamönnum sínum á lífs-
leiðinni helst til einhæfar
(lofsamlegar mestan part) sem ég
útskýri svo að hinn forðum áræðni
unglingur sé nú orðinn næsta orð-
var maður.
Merkilegust er þessi bók vegna
þess stórmerkilega efnis sem höf-
undur hefur ráð á að miðla. Með
dálítilli alhæfingu má lesa út úr
henni hvernig flugáhugi vaknaði
með Islendingum. Fyrstu ár ís-
lensks flugs kostuðu ekki aðeins
mikið fé heldur líka miklar fórnir
og þar af leiðandi — ærinn kjark.
Og það held ég að fari ekki á milli
mála að Jóhannes Snorrason sé
kjarkmikill maður, þótt hann
raunar hæli sér ekki af því — enda
þarflaust.
Erlendur Jónsson
Bókmenntlr
Jóhanna Kristjónsdóttir
Lilli Falmer: Minningar.
Vilborg ísleifsdóttirBickel þýddi.
Útg. Iðunn 1981.
Einkennilegt hve það virðist
fram eftir árum hafa háð mörgum
konum, að þurfa að vera góðu og
sætu stúlkurnar sem engan vilja
styggja og brjóta sig jafnvel í
mola til að þóknast öllum svo að
þær öðlist hylli og vinsældir. Ég
man eftir að þetta skipti miklu í
bók Liv Ullman „Breytingin" og
það er ekki fyrr en hún er orðin
fræg að hún hefur nægilega sjálfs-
trú til að „vera hún sjálf". Sama
máli gegnir með Lilli Palmer, höf-
und Minninga, sem hér verður vik-
ið að. Hún segir: „Þessi árátta að
vilja alltaf vera góða barnið hefur
verið mér til trafala alla mína ævi
og reyrt mig í þrönga spenni-
treyju. Það leið á löngu áðnr en
mér varð ljóst að þetta var slæm-
ur ávani. Þegar ég hafði öðlast
skilning á þessari áráttu minni óx
þörf mín á að losa mig við þetta
„góða barn“.
Lilli Palmer hefur fengizt við
kvikmyndaleik bæði í Þýzkalandi,
Englandi og Bandaríkjunum í ára-
tugi. Hún er þýzkættuð, falleg og
mér hefur alltaf fundizt hún góð
leikkona og fyrir nokkrum árum
uppgötvaði ég að hún væri býsna
góður rithöfundur, þegar ég rakst
á siðustu bók hennar „A Time to
Embrace" og las síðan einnig „The
Red River", hvorutveggja ljóm-
andi frambærilegar skáldsögur.
Minningar hennar valda heldur
engum vonbrigðum. Henni er létt
um að skrifa, á auðvelt með að tjá
sig á viðfelldinn máta og lífshlaup
hennar er allrar athygli vert, frá
því hún er fátækt gyðingabarn í
Þýzkalandi Hitlers og er orðin dáð
stjarna í Hollywood. Hún segir
hispurslaust frá hjónabandi sínu
með leikaranum Rex Harrison, og
alvariegu máli sem kom upp í
hjónabandi þeirra, þegar ungt
leikstirni, Carole Landis, svipti sig
lifi að því er virtist af ást til Rex
Harrison. Þá er gaman að lesa um
kynni hennar af ýmsu frægu glys-
fólki og lýsing hennar á hertoga-
hjónunum af Windsor verður þó
einna dægilegust. Einhverju sinni
höfðu þau Harrison boðið hertoga-
hjónunum heim: „En hvernig á ða
hafa ofan af fyrir hertoga? Það
var þrautin þyngri. Nú átti hann
það til að vera furðulega opinskár.
„Vitið þér,“ sagði hann eitt sinn
brosandi við mig, „greindarvísi-
Lilli Palmer
tala mín er mjög lág.“ Ég maldaði
í móinn. „En sir, munið þér eftir
bók yðar „A King’s Story". Hún er
áhugaverð og greindarlega skrif-
uð.“ „Ég skrifaði hana ekki sjálf-
ur,“ sagði hann. „Auk þess er
þetta það eina sem ég veit.““
Hún segir einnig frá kynnum
sínum af Gretu Garbo og eru þær
frásagnir stundum nokkuð grát-
broslegar, þótt mér finnist Garbo
vera eftir sú hin sama gáta og
fyrr.
Síðustu árin hefur Lilli Palmer
lítið leikið, hún hefur fengizt við
að mála við allgóðan orðstír og
skrifað nokkrar bækur eins og að
framan hefur komið. Og hún gæti
sannarlega gert margt vitlausara
en það.
Ég fékk ekki betur séð en þýðing
Vilborgar Isleifsdóttur væri iétt
og lipur og á ágætu máli.
Á vori byrjar nýtt líf
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Einar Kárason:
ÞETTA ERU ASNAR GUÐJÓN
Skáldsaga.
Mál og menning 1981.
Eftir lestur skáldsögu Einars
Kárasonar „Þetta eru asnar Guð-
jón“ er maður þeirrar skoðunar að
hér sé vel af stað farið, sagan sé
hressilega skrifuð og ágæt æfing
fyrir ungan rithöfund sem ætlar
sér nokkurn hlut.
Einar Kárason hefur áður sent
frá sér Ijóðabók. Því ber ekki að
neita að „Þetta eru asnar Guðjón"
er dálítið sundurlaus saga á köfl-
um, en endar ná saman að lokum.
Lesandinn hefur fengið heillega
mynd af söguhetjunni og ýmsum
persónum tengdum henni. Sumar
eru jxi veigalitlar, einkum kven-
fólkið.
Annar kafli hefst á orðunum
„Nýtt líf. Á vori byrjar nýtt líf.“
Nýstúdentar, þeirra á meðal Guð-
jón, fagna áfanga með tilheyrandi
partíum. Brennivínið flýtur. En
því miður tekur gleðin enda. Al-
vara ber að dyrum ungra manna
og kvenna. Hvað á að taka til
bragðs? Á að halda áfram að læra
eða fara að vinna? Slíkum spurn-
ingum leitast sagan við að svara,
sýna lesandanum hvað samfélagið
býður ungum þegnum uppá.
Fólkið sem Einar Kárason lýsir
er með fáeinum undantekningum
fulltrúar ráðleysisins. Það eru
ekki neinar lukkupamfílar sem
spranga á blöðum bókarinnar.
Vísastir eru þeir til að brjóta allar
brýr að baki sér og hafna í óvissu.
Svo er um þá Guðjón og Lúlla.
Varla er annað framundan hjá
þeim en Hraunið eftir að þeir hafa
stolið bát og strandað honum.
í Þetta eru asnar Guðjón er í
senn lýst akademískri tilveru inn-
an veggja háskólans (þröngra að
mati höfundar) og þátttöku í at-
vinnulífinu: saltfiskverkun, sjó-
mennsku. Einnig er brugðið upp
mynd af sambýli ungs fólks í sveit.
Allt er þetta fremur dapurlegt,
leiðinlegt er eiginlega rétta orðið.
Þótt sumir þessara ungu manna
hafi áhuga á að vinna, að minnsta
kosti um stundarsakir til að ná sér
í auðfenginn pening, njóta þeir sín
helst á fylliríi á Borginni. En þar
er heldur enginn friður fyrir
hyski. Fyrr en varir er gleðin orð-
in að átökum við ruddalega dyra-
verði.
Hér blasir semsagt firrtur
heimur við augum. En engan veg-
inn er sagan úr sambandi við dag-
lega lífið, þrátt fyrir ýktar myndir
og fjandsamlegar verkalýð, er höf-
undurinn fyrst og fremst að glíma
við raunveruleikann. Hann virðist
þekkja sögusvið sitt vel.
Frystihússvinnunni er lýst svo:
„Þú reyndir að kyngja leiðind-
unum við saltfiskstæðuna með því
að ímynda þér að núna hljóti þetta
að fara skánandi. Þrjár vikur ertu
búinn að halda þetta út — eru
ekki fyrstu þrjár vikurnar allt'af
erfiðastar? Það er bara grátlegt
að hafa lent í saltfiskinum, það
var örugglega leiðinlegasta álman
í öllu fiskiðjuverinu. Alltaf sömu
handtökin, utangarðs í heimi fólks
sem er búið að vinna þarna saman
í áratugi."
Á sjónum tekur ekki betra við:
„Það hefur tekið mig tíu ár að
drekka mig hingað niður, sagði
bátsmaðurinn. Þetta er göturæsi
þjóðfélagsins, vinur. Nýútskrifað-
HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi hef-
ur sent frá sér bókina „Leiftur frá
liðnum árum,“ sem Jón Kr. ísfeld
hefur safnað.
í frétt frá útgáfunni segir m.a.
að í bókinni sé safn sannra frá-
sagna af mannraunum, slysförum,
dulrænum atburðum og skyggnu
fólki. Einnig frásagnir úr hákarla-
legum og bjargsigi.
Séra Jón Kr. ísfeld hefur safnað
þessu efni á löngu árabili. Nöfn
eftirtalinna þátta gefa hugmynd
um efni bókarinnar: Örlagastund
á Eskifjarðarheiði, Páskabylurinn
1917, Manntjónið mikla í Arnar-
firði, Sagnir af Eyjólfi skyggna,
Haustnótt í kirkju, Stúlkan við
ána, Hákarlaveiðar, Ur verinu,
Fyrsta bjargferðin, Töfrasýnir
tveggja öldunga. Torráðin gáta frá
18. öld.
Sagnir frá fyrri tíma eru vin-
sælt lesefni íslendinga, en þær eru
einnig fjársjóðir, sem komandi
kynslóðir munu njóta og meta á
ir stúdentar eiga að sitja heima
hjá mömmu með blúndusmekk um
hálsinn og láta mata sig á volgum
hafragraut."
Jón Kr. ísfeld
ókomnum árum. Mikill fjöldi
góðra bóka um þessi efni kemur út
árlega. Leiftur frá liðnum árum er
verðug bók í þeim flokki.
Leiftur frá liðnum árum er 203
blaðsíður. Bókin er prentuð og
bundin í Prentverki Akraness hf.
Káputeikningu gerði Prisma,
Björn H. Jónsson.
Hörpuútgáfan á Akranesi:
„Leiftur frá liðnum árum“