Morgunblaðið - 01.12.1981, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981
Báturinn, sem Natalie Wood var í, dreginn í land á eynni Santa ('atalina.
„Féll eða stökk
fyrir borð“
— segir lögreglan um lát leikkonunnar Natalie Wood
Santa ( aialina-eyium, Kalifttrníu, 30. nóv. Al*.
LÍK leikkonunnar Natalie Wood
fannst í sjónum rétt undan strönd
St. ('atalina-eyja sl. sunnudag og
var banameinid drukknun að sögn
lögreglumanna. Natalie Wood var
mjög mikilhæf leikkona og hafði
oft verið tilnefnd til Óskarsverð-
launa fyrir leik sinn í ýmsum
myndum. Hún var 43 ára að aldri
og gift leikaranum Robert Wagn-
er.
Að sögn lögreglunnar hvarf
frú Wood frá borði snekkjunnar,
sem þau hjónin höfðu til um-
ráða, skömmu fyrir miðnætti að-
faranótt sunnudagsins og mun
hún hafa farið ein á litlum
gúmmíbáti með utanborðsmótor.
Þegar hún var ekki komin aftur
eftir tíu til fimmtán mínútur tók
Wagner, maður hennar, annan
bát og svipaðist um eftir henni
og þegar það bar ekki árangur
lét hann lögregluna vita. Lík
hennar fannst svo í sjónum um
morguninn skammt frá gúmmí-
bátnum.
Natalie Wood var alklædd
þegar hún fannst og hafa lög-
reglumenn látið hafa það eftir
sér, að hún hafi annaðhvort fall-
ið eða stokkið fyrir borð. Maður
hennar sagði í yfirheyrslum hjá
lögreglunni, að hún hefði ekki
verið vel synd og stangast þau
ummæli á við yfirlýsingu blaða-
fulltrúa hennar, sem sagði, að
hún hefði verið mjög góður
sundmaður.
Natalie Wood fæddist 20. júlí
1938 og hét réttu nafni Natasha
Gurdin. Foreldrar hennar voru
af rússneskum og frönskum ætt-
um og voru farin að fara með
hana í bíó áður en hún var farin
að ganga. Þegar hún var aðeins
fjögurra ára fluttust foreldrar
hennar til Santa Rosa og þar
kom leikstjórinn Irving Pichel
auga á hana þegar hann vann að
töku myndarinnar „Happy
Land“. Hann varð svo hrifinn af
litlu stúlkunni, að hann fékk for-
eldra hennar til að leyfa henni
að koma fram í myndinni „To-
morrow is Forever" þar sem hún
lék dóttur þeirra Claudette Col-
bert og Orson Welles. Þá var
nafni hennar einnig breytt.
„Frammistaða hennar var
með ólíkindum," sagði Orson
Welles mörgum árum síðar.
„Hún var fæddur leikari."
Natalie Wood vann það sér til
frægðar, sem fáum hefur tekist,
að vera ekki bara barnastjarna
heldur einnig mikilhæfur og
dáður leikari allt sitt líf. Hún
virtist eiga einstaklega auðvelt
með leik og ekki vera haldin
þeim taugaveiklunarkennda
ákafa, sem einkennir marga þá,
sem berjast á toppnum. Hún var
heldur ekkert hrædd við að
leggja leikinn á hilluna um
tveggja eða þriggja ára skeið,
sem hún gerði oftar en einu sinni
þegar aðstæður hennar og fjöl-
skyldunnar kröfðust þess, og lét
þá engin gylliboð um glæsileg
hlutverk hafa áhrif á sig.
Natalie Wood var oft tilnefnd
til Óskarsverðlauna, sem féllu
henni þó aldrei í skaut, en hvað
kunnust er hún líklega fyrir leik
sinn í „West Side Story".
Ástir þeirra Natalie Wood og
eftirlifandi manns hennar, Ro-
berts Wagners, voru mikið
fréttaefni á sínum tíma og þóttu
um margt forvitnilegri en mörg
ástarævintýrin á hvíta tjaldinu.
Þau gengu í hjónaband árið 1956
en slitu samvistum 1965. Natalie
giftist þá enska kvikmynda-
framleiðandanum Richard Greg-
son og átti með honum eina dótt-
ur, Natasha, og Wagner kvænt-
ist dansmeynni Marian Marshall
og átti með henni dótturina
Katharine. Þessi hjónabönd
þeirra stóðu stutt og árið 1972
komu þau svo öllum á óvart með
að ganga í það heilaga i annað
sinn. Þau eiga eina dóttur sam-
an.
„Starfið hefur verið óaðskilj-
anlegur hluti af lífi mínu alla tíð
en það, sem hefur fært mér
mestu hamingjuna, eru börnin
mín og fjölskylda," sagði Natalie
Wood í viðtali fyrr á þessu ári.
Natalie Wood hefur víða verið
minnst með söknuði og er mikill
harmur kveðinn að starfsbræðr-
um hennar í Hollywood, sem á
skömmum tíma hafa mátt sjá á
bak tveimur kollegum sínum auk
Natalie, þeim Jack Albertson og
William Holden. Holden fannst
fyrir nokkru látinn í íbúð sinni
og er talið að hann hafi legið þar
andvana í þrjá sólarhringa. Svo
virðist sem hann hafi fallið
drukkinn á náttborðshorn með
þeim afleiðingum, að honum
blæddi út.
Þess má að lokum geta, að
Robert Wagner, eiginmaður
Natalie, fer með aðalhlutverkið í
sjónvarpsmyndaflokknum „Hart
á móti hörðu", sem að undan-
förnu hafa verið sýndir í ís-
lenska sjónvarpinu.
Nalalie Wood og eiginmaður hennar, kvikmyndaleikarinn Robert Wagn-
er, við afhendingu Osears-verðlaunanna í Los Angeles 1979.
Allen lætur
af embætti
— meðan rannsókn fer fram á máli hans
Washington, 30. nóvember. AP.
RK'HARI) V. Allen, ráðgjafi Reagans Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismál-
um, skýrði frá því í gær, sunnudag, að hann hefði beðið forsetann um „leyfi
frá störfum" þar til dómsmálaráðuneytið hefði lokið rannsókn sinni á gjöf-
um eða meintu mútufé, sem Allen þáði frá japönskum fréttamönnum.
„Það er kominn tími til að þetta
mál verði rannsakað á óhlutlægan
hátt og með því bundinn endi á
gróusögurnar," sagði Allen í við-
tali við NBC-sjónvarpsstöðina og
bætti því við, að hann væri þess
fullviss, að hann tæki aftur við
starfi sínu.
Allen er sakaður um að hafa
þegið 1000 dollara frá tveimur
japönskum fréttamönnum, sem
höfðu viðtal við forsetafrúna,
Nancy Reagan, 21. janúar sl., deg-
inum eftir að maður hennar tók
við embætti. Allen segist hafa ætl-
að að afhenda peningana embætt-
ismönnum stjórnarinnar og sett
þá til bráðabirgða í peningaskáp í
skrifstofu sinni. Síðan hafi hann
einfaldlega gleymt þeim. Allen
hefur einnig Viðurkennt að hafa
þegið að gjöf tvö armbandsúr, sem
metin eru á um 1300 kr. ísl. hvort,
en segir, að það hafi verið áður en
hann tók við embætti.
Richard V. Allen
800 fyrir rétt
í Tyrklandi
Krzerum, Tyrklandi, 30. nóvember. Al*.
RÉTTARHÖLD hófust í dag yfir
átta hundruð mönnum, sem aliir eru
sakaðir um að vera vinstrisinnaðir.
Margir þeirra eru sakaðir um
hryðjuverk, en aðrir um samsæri
Karpov fagnað
í Sovét
Moskvu, 30. nóvember. Al*.
KLYFJAÐUR rauðum og bleikum
rósum birtist heimsmeistarinn í
skák, Anatólí Karpov, í sovéska
sjónvarpinu á sunnudagskvöld, en
við heimkomuna var honum fagnað
sem þjóðhetju.
„Mest var gleðin þann daginn í
Merano sem okkur barst skeytið
frá Leoníd Illyich Brésneff, og við
erum þakklátir honum fyrir hve
annt hann lætur sér um okkur
skákmenn. Það er mikil ánægja að
koma aftur heim með heimsmeist-
aratitilinn. Það kostaði okkur
mikla vinnu og var ekki einfalt
mál,“ sagði Karpov í viðtali við
fréttamenn við heimkomuna.
Framámenn í skák og fjöldi að-
dáenda biðu Karpovs á flugvellin-
um. Sovézkir fjölmiðlar létu sér
títt um heimsmeistarann við
heimkomuna en minntust ekki
orði á áskorandann, Victor
Korchnoi.
Gekk af brúði
sinni dauðri
Tel Aviv, 30. nóvember. Al*.
SEXTUGUR brúðgumi barði
71 árs tilvonandi brúði sína til
bana og kveikti því næst í pen-
ingaseðlunum sem deilt var
um. Forsagan var sú að brúð-
guminn hafði sent brúðinni
peninga að andvirði 12 þús. ísl.
krónur og skyldi þeim varið til
innkaupa fyrir brúðkaupsveizl-
una. Þar kom að, að hann iðr-
aðist þess að hafa látið féð af
hendi rakna og krafðist þess að
fá það aftur. Þegar brúðurin
féllst ekki á það var málið út-
kljáð með fyrrgreindum hætti.
gegn stjórnvöldum landsins. Flestir
sakborninga eru sagðir meðlimir í
hinum ólöglegu samtökum Dev-Yol
og segir saksóknari herdómstólsins
þar sem málin eru til umfjöllunar að
allt að 150 þeirra eigi yfir höfði sér
dauðarefsingu.
Þetta eru mestu fjöldaréttarhöld
scm fram hafa farið í Tyrklandi síð-
an í ágúst í fyrra, en þá voru 830
manns ákærðir fyrir að hafa komið
illu af stað í suðausturhluta lands-
ins. Á síðustu tveimur árum hefur
saksóknari krafizt dauðadóms yfir
rúmlega 1200 manns í Tyrklandi, en
einungis tíu hafa verið teknir af lífi á
þessum tíma.
Faithful
dæmd í sekt
Söngkonan Marianne Faithful og
eiginmaður hennar voru í dag dæmd
í 175 sterlingspunda sekt fyrir að
hafa hass í fórum sínum, auk þess
sem þeim var gert að greiða máls-
kostnað. Hjónin voru handtekin í
október í fyrra eftir að lögregiumað-
ur, sem gægzt hafði á glugga á húsi
þeirra, taldi sig hafa séð þau vera að
vefja hassvindlinga. Lögreglumaður-
inn varð sér úti um handtökuheimild
og var síðan gerð aðför að hjónun-
um. Þau neituðu að Ijúka upp fyrir
vörðum laganna, sem á endanum
komust inn í húsið með því að beita
kúbeini.