Morgunblaðið - 01.12.1981, Page 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981
Manchester Utd. 'heídur efsta sætinu
eftir góðan sigur gegn Brighton
- Liverpool fékk óvæntan skell á heimavelli
- hallar enn undan fæti hjá Sunderland
Manchester Utd. sigraði
Krighton örugglega í 1.
deild ensku deildarkeppn-
innar í knattspyrnu á laug-
ardag og heldur því foryst-
unni í deildinni. Sú forysta
er þó afar naum, aðeins
þrjú stig, auk þess sem Un-
ited hefur leikið 2 leikjum
fleira heldur en skæðustu
keppinautarnir. Brighton
mætti til leiks á Old Traf-
ford með aðeins 2 töp úr 15
leikjum, en liðið átti aldrei
möguleika gegn United,
sem náði sér á strik á ný
eftir ósigurinn gegn Tott-
enham í umferðinni á und-
an. Gary Birtles er óstöðv-
andi um þessar myndir,
hann skoraði glæsilegt
mark fyrir United á 36.
mínútu og Frank Stapleton
bætti öðru við með lagleg-
um skalla á 66. mínútu.
Besti maður vallarins þótti
vera Graham Mosely,
markvörður Brighton, sem
varði hvað eftir annað
snilldarlega. En lítum á úr-
slit leikja áður en lengra er
haldið:
Arsenal — Everlon 1—0
Aslon Villa — N. Eorest 3—I
(’oventry — Middleshrough I—I
Ipswieh — Manch. (’ity 2—0
Leeds — West llam 3—3
Liverpool — Southampton 0—I
Manch. lltd. — Brighton 2—0
Notts County — Tottenham 2—2
Sunderland — WBA 1—2
Wolverhampton — Stoke 2—0
1. DEILD
ManchPNter lUd. 17 9 5 3 26:12 32
Ipswirh 15 9 2 4 27:19 29
Todcnham 15 9 1 5 25:17 28
Soulhamplon 16 8 3 5 29:23 27
Swansea 15 8 3 4 25:22 27
W«rt llam 15 6 8 1 32:20 26
Nottinf'ham For. 16 7 5 4 21:20 26
Arsenal 15 7 3 5 13:11 24
Manchesler ('íly 15 6 4 5 20:17 22
Liverp<H>l 15 5 6 4 21:16 21
Brighton 16 4 9 3 20:17 21
Stoke 17 6 2 9 22:26 20
Aston Villa 15 4 7 4 21:18 19
(’oventry 16 5 4 7 24:24 19
Kverton 16 5 4 7 19:22 19
Wolverhampton 15 5 4 7 11:20 19
Wesl Brorawich 16 4 6 6 18:19 1«
Notts (’ounty 16 4 5 7 23:29 17
Leeds 16 4 4 8 16:31 16
Birmingham 14 3 6 5 21:21 15
Midrflesbrough 17 2 6 9 15:28 12
Sunderland 17 2 5 10 12:29 11
2. DEILD
Luton
Watford
(lueeiw Parh
Oldham
Sheffield Wed.
Barnskv
Blarkhurn
Oteltiea
l^eire.Hter
Newrastle
( rystal Paiare
Norwirh
ShrewMbury
ílerby
( amhridge
( harlton
(’ardiff
Kotherham
Orient
(trímMhy
Wrexham
Bolton
17 13 1
Ifi 10 2
17 9 3
17
h a
9 3
8 3
7 4
7 4
a 5
7 2
7 0
6 3
6 3
3 39:17 40
4 25:17 32
5 26:16 30
3 25:16 30
ð 21:20 30
6 28:20 27
6 19:17 25
6 23:25 25
5 23:18 23
8 23:19 23
7 14:12 23
8 21:27 23
7 17:22 22
7 23:29 22
10 23:26 21
8 25:29 21
8 21:28 21
8 24:25 18
9 12:19 18
6 16:24 17
10 17:24 15
12 12:27 13
• Þessi glæsilega mynd er frá viðureign West Ham og Everton fyrr í vetur. Hörkuskalli Alvin Martins er á leið
í netið. Liðum þiessum gekk ekkert sérstaklega vel um helgina, Everton tapaði fyrir Arsenal og hefur hallað
mikið undan fæti hjá Liverpool-liðinu fræga síðustu vikurnar. West Ham krækti þó í stig.
ÍHfksc?'
Rán á Anfield
Leikmenn Liverpool geta að-
eins sjálfum sér um kennt
hvernig leikar fóru á laugardag-
inn. Heimaliðið sótti látlaust í
leiknum og fjöldi góðra færa leit
dagsins ljós. Þeim var hins vegar
öllum sóað bæði fyrir klaufaskap
framherja Liverpool, heppni
þeirra Southampton-manna, svo
og stórgóða markvörslu South-
ampton-markvarðarins. Á síð-
ustu mínútu ieiksins gerðist það
síðan, að Steve Moran geystist
með knöttinn inn fyrir vörn Liv-
erpool og á meðan varnarmenn
liðsins boruðu í nefin og biðu eft-
ir rangstöðuflautunni, lék Moran
á Bruce Grobbelaar og skoraði
örugglega. En dómarinn hafði
ekkert við mark Morans að at-
huga og leikmenn Liverpool sátu
eftir með sárt ennið. Liverpool
má heldur betur muna sinn fífil
fegri, en eftir 15 leiki situr liðið
niðri í miðri deild og virðist ekki
líklegt til stórræðanna, að
minnsta kosti ekki eins og málin
ganga þessa dagana.
• Cirel Regis skoraði sigurmark WBA gegn Sunderland.
Topplið sigruðu
Bæði Swansea og Ipswich
unnu leiki sína á laugardaginn
og fylgja Manchester Utd. því
eins og skuggar. Ipswich lagði
Man. City örugglega að velli í
annars slökum leik og daufum.
Ipswich lék án Franz Thijssen,
sem á nú við þrálát meiðsli að
stríða. Varamaður hans, Suður
Afríkumaðurinn Mick D’Avery
gerði sér hins vegar lítið fyrir og
skoraði mjög glæsilegt mark,
síðara mark Ipswich, eftir að
John Wark hafði náð forystunni
fyrir Ipswich úr vítaspyrnu
nokkrum mínútum áður.
Swansea fékk Birmingham í
heimsókn og sigraði með eina
marki leiksins. Markið var fal-
legt, hörkuskalli Robbie James
eftir hornspyrnu Leighton Jam-
es (Robbie James aldeiiis ekki
fótbrotinn eins og kom fram í
síðdegisblaði í síðustu viku).
Þessi ósigur setti Birmingham í
fallsæti í fyrsta skiptið á þessu
keppnistímabili. Meiðsl lykil-
manna haf sett óvenjulega
slæmt strik í reikninginn hjá
Birmingham og slíkt kann auð-
vitað ekki góðri lukku að stýra.
Tottenham — klaufar
Tottenham náði tvívegis for-
ystunni gegn Notts County og
lék talsvert betur. En það dugði
ekki til, tvö gullin augnablik hjá
leikmönnum County færðu lið-
inu annað stigið. Garth Crookes
skoraði bæði mörk Tottenham, á
7. og 58. mínútu. Ray O’Brien,
írski landsliðsbakvörðurinn,
skoraði glæsilega beint úr auka-
spyrnu á 26. mínútu og jafnaði
þá fyrra mark Crookes. Og það
var svo á síðustu mínútu leiks-
ins, að Brian Kilcline, hinn há-
vaxni miðvörður County, hljóp
fram í sóknina og skallaði knött-
inn í netið.
Aðrir leikir
Nokkrir leikir voru fjörugir,
til dæmis viðureign Leeds og
West Ham. Leeds leiddi um tíma
3—1, en leikmenn West Ham
gáfu sig ekki. Trevor Brooking
þótti leika snilldarlega að þessu
sinni og hann setti punktinn yfir
i-ið með því að skora tvívegis,
þ.á m. jöfnunarmark West Ham
undir lok leiksins. Þriðja mark
WH var sjálfsmark Pauls Hart,
en þeir Arthur Graham, Kevin
Hird og Trevor Cherry skoruðu
mörk Leeds. Staðan í hálfleik
var 1—0 fyrir Leeds.
Aston Villa sýndi nokkra
neista sem gerðu liðið að meist-
ara á síðasta keppnistímabili, er
Enska
* 6?/ knatt-
spyrnan
liðið fékk Nottingham Forest í
heimsókn og gersigraði gestina.
Des Bremner, sem að öllu jöfnu
skorar ekki nema einu sinni til
tvisvar á ári, gerði sér dagamun
að þessu sinni og skoraði tvíveg-
is, á 6. og 38. mínútu leiksins.
Colin Walsh minnkaði muninn
með góðu marki á 51. mínútu, en
iokaorðið átti Peter Withe, er
hann skoraði þriðja mark Villa á
76. mínútu. Peter Shilton sýndi
hvað eftir annað snilldartakta í
marki Forest og hann bjargaði
liði sinu frá enn háðulegra tapi.
Arsenal vann sinn sjötta leik í
röð og að þessu sinni var það
Everton sem varð fyrir barðinu
á liðinu. Varamaðurinn Brian
McDermott skoraði sigurmark
Arsenal með skalla á 55. mínútu.
McDermott kom inn á fyrir John
Devine, sem slasaðist.
Ekkert gengur Sunderland í
haginn og á laugardaginn mátti
liðið þola enn einn ósigurinn.
Leikurinn byrjaði þó gæfulega
fyrir botnliðið, því Rob Hind-
march náði forystunni fyrir
Sunderland á 22. mínútu leiks-
ins. Ally Brown jafnaði á 55.
mínútu og tuttugu mínútum síð-
ar skoraði Cirel Regis eftir slæm
mistök í vörn heimaliðsins.
Úlfarnir skríða hægt og bít-
andi af mesta hættusvæðinu og
liðið vann góðan sigur gegn
Stoke á laugardaginn. Eric
McManus lék sinn fyrsta leik
fyrir Stoke og teikurinn var hon-
um ekki til sannrar gleði, því
hann átti sinn þátt í báðum
mörkum Úlfanna. Hann felldi
John Richards innan vftateigs á
22. mínútu og Geoff Palmer
skoraði úr vítinu. Mike Matt-
hews bætti síðara markinu við í
síðari hálfleik.
Coventry lék vel framan af
gegn Boro og Mark Hately skor-
aði gott mark á 9. mínútu. En
svo fór kæruleysis að gæta hjá
leikmönnum og Bill Woof náði
að jafna á 67. mínútu, á nánast
sama augnablikinu og þjálfarinn
var að kalla til hans að það ætti
að skipta honum út af.
2. deild:
Blackburn 3 (Garner 2, Millar)
— Norwich 0.
Charlton 2 (Smith, Madden) —
Barnsley 1 (Áylott).
Cr. Palace 1 (Jones sj.m.) —
Bolton 0.
Derby 1 (Osgood) — Chelsea 1
(Walker)
Grimsby 1 (Mitchell) — New-
castle 1 (Wharton).
Iæicester 4 (Lynes, Hebberd,
Peake, Lineker) — Cambridge 1
(Christie).
Luton 3 (White, Donaghy, Stein)
— Rotherham 1 (Forrest).
Orient 2 (Godfrey 2) — Shrews-
bury 0.
QPR 2 (Stainrod 2) — Cardiff 0.
Sheffield Wed. 3 (Pearson,
Bannister, Taylor) — Watford 1
(Armstrong).
Wrexham 0 — Oldham 3 (Wylde
3).