Morgunblaðið - 01.12.1981, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 01.12.1981, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981 3 1 Þórarinn Helgason rafverktaki Minning Fæddur 18. desember 1929. Dáinn 9. nóvember 1981. „Eitt sinn skal hver deyja." Það er staðreynd sem ekki verður um- flúin hvort sem okkur líkar betur eða verr, eða erum tilbúin að taka á móti dauðanum eða ekki, og þannig var mér innanbrjósts er mér barst andlátsfregn bróður míns, Þórarins Helgasonar, að morgni 9. nóvember sl., en degin- um áður hafði hann verið að koma úr ferðalagi frá æskustöðvum sín- um, ísafirði, og virtist hress og kátur. Doddi frændi dáinn, sagði yngri sonur minn, og þar með besti frændinn, og það var orð að sönnu. Þórarinn Helgason fæddist á ísafirði 18. desember 1929, eitt af sjö börnum foreldra okkar, Sigríð- ar Jónasdóttur og Helga Þor- bergssonar. Við systkinin ólumst upp í ást- ríki foreldra okkar og umhyggju, Póst- og símamála- stofnun gefur út: 2 jólamerki og merki í til- efni kristni- boðsársins POST- og símamálastofnunin gaf út ný frímerki hinn 24. nóvember sl. Eru það annars vegar tvö jóla- merki og hins vegar merki í tilefni þess að í ár hefur verið minnst þús- und ára kristniboðs á íslandi. Jólamerkin eru tvö og kosta'5" og 2,50 krónur og bera þau mynd af laufabrauði, sem Þröstur Magnússon teiknaði. Laufa- brauðsgerð hefur verið mjög út- breidd á Norður- og Norðaustur- landi, en hefur nú borist víða um land. Á síðari tímum hefur laufa- brauðsgerð einkum miðast við jólin, en fyrr á tímum var iðulega skorið laufabrauð við aðrar stórhátíðir ársins og brúðkaup, segir m.a. í samantekt Pósts og síma um útgáfuna. Merkið um kristniboðsárið er að verðgildi 2 krónur og hefur Þröstur Magnússon einnig teikn- að það. Er á því mynd af róðu- krossi frá kirkjunni að Álftamýri við Arnarfjörð. Er hann nú í Þjóðminjasafninu og er talinn frá miðöldum. þrátt fyrir að oft þyrfti í þá daga að leggja dag við nótt til að afla heimili með stóran barnahóp tekna, fundum við aldrei fyrir öðru en þvi góða og það sat í fyrir- rúmi og fyrir það ber að þakka. Gestkvæmt var með afbrigðum á þessu stóra heimili og er mér óhætt að segja, að þar hafi for- eldrar okkar verið samrýndir í að veita af rausn háum sem lágum. Það þarf því engan að undra þótt Doddi, eins og við kölluðum hann, hafi hlotið ýmsa góða kosti í vöggugjöf. Mér er sérlega ljúft að minnast hans sem lítils snáða, trítlandi við hlið stóru systur er við vorum að sækja mjólk á morgnana niður á kúabúið, en í fleiri sumur dvöldum við í sumarhúsi er foreldrar okkar áttu á Dagverðardal og þar held ég að móðir okkar hafi átt sínar betri stundir með börnum sínum í kyrrð og ró sveitalífsins heldur en á mölinni á ísafirði eins og það var í þá daga. Snemma gerðist Doddi skáti eins og títt er með drengi, og fór hann í mörg ferðalög og Jamb- oreemót bæði utanlands sem inn- an, og alltaf hafa þessir skáta- strákar og vinir frá þessum árum haldið sérlega vel hópinn þótt leið- ir hafi skilið. Eftir nám í gagnfræðaskólanum fór hann í rafvirkjanám á ísafirði og einnig fór hann til Ameríku til frekari menntunar í þeirri grein. 3. nóvember 1956 giftist Doddi eftirlifandi konu sinni, Þóru Rannveigu Sigurðardóttur, hinni mestu indælisstúlku, og í tilefni 25 ára hjúskaparafmælis voru þau fyrir skömmu komin heim frá London þar sem þau dvöldu um tíma, bæði voru hress og glöð eftir ferðalagið og engan grunaði að sláttumaður væri á ferð. Sönn vinátta hefur ávallt ríkt á milli heimila okkar, allt frá sumr- inu 1956 er bróðir minn kom í fyrsta sinn með unnustu sína í heimsókn til Akureyrar til að kynna hana fyrir fjölskyldunni. Síðan höfum við farið mörgum sinnum saman í sumarleyfi utan- lands sem innan, og aldrei borið skugga á. Síðasta ferð þeirra hjóna til Ak- ureyrar var á hvítasunnu sl. vor er Doddi var svaramaður Páls sonar míns við giftingu þeirra Önnu Margrétar og hans, og það þótti okkur afar vænt um. Börn þeirra hjóna eru þrjú, mestu efnisbörn. Sigrún, elst, starfar sem kennari, Sigurður, við nám í Tækniskóla íslands, og Helga Sigríður, sem er yngst, er við nám í Verslunarskólanum, og ekki má gleyma Óla, tengdasynin- um, og litla barnabarninu, henni Eddu. Ég veit að það er mikill söknuð- ur á heimilinu að missa svo snögg- lega góðan eiginmann og föður, og ég og mín fjölskylda biðjum þeim blessunar í þeirra þungu sorg og með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka bróður mínum allt það sem hann var mér og mínum börn- um, sérstaklega eftir fráfall Kristjáns, og veit ég að hann mun fá góða heimkomu, svo góður drengur sem hann var. Þegar þetta er ritað er óljóst hvort Jónas bróðir okkar sem er búsettur í Ameríku mun verða viðstaddur útförina, en hann var hér sl. vor fyrir réttum 7 mánuðum vegna fráfalls móður okkar. Far þú í friði fridur guús þij; biessi hafdu þökk fyrir allt og allt. Ása Helgadóttir P0LAR0ID 1000 SUPERCOLOR Verð frá kr. 494 með filmu. Ein mest selda myndavél í heimi Með öðrum myndavélum tekur þú bara og tekur, en með POLAROID færðu myndirnar á augabragði! POLAROID er ekki aöeins hrókur alls fagnaöar, því POLAROID býöur einnig mikiö úrval fullkominna myndavela sem einfalda verkefnin í atvinnulífinu. POLAROID filmur og vélar færöu í flest- um Ijósmyndavöruverslunum og mörgum öörum verslunum um land allt. Einkaumboö fyrir POLAROID: LJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 REYKJAVÍK SÍMI85811 Fríða Á. Sigurðardóttir: SÓLIN OG SKUGGINN SKUGGSJÁ Fyrsta bók Fríðu, smásagnasafniö „Þetta er ekkert alvarlegt“, sem út kom í fyrra, vakti almenna athygli og umtal bókamanna. Sólin og skugginn er fyrsta skáldsaga hennar og munu bókamenn ekki síöur fagna útgáfu hennar. Sagan er þrungin áhrifamagni, snertir og eggj- ar og er rituö á óvenju fögru og auöugu máli. Þetta er saga um frelsi og helsi mannsins, lífsástina og dauöann, saga af fólki, grímum þess, brynjum og vopn- um, — hún er saga mín og þin. Sólin og skugginn er bókmenntavióburóur. BÓKABÚD OUVERS STEINS SE JökullJakobsson: SKILABOÐ TIL SÖNDRU SklLABOP TIL SÖNDRU s* SKUGGSJÁ Jökull Jakobsson haföi gengió frá hand- riti þessarar bókar aóeins fáum mánuö- um fyrir lát sitt. Sagan speglar alla beztu eiginleika hans sem rithöfundar, frásögnin er lipur og lifandi, stór- skemmtileg og bráófyndin, en undir nióri skynjar lesandinn alvöru lífsins, vandamál samtímans. Meinfyndnari og háðskari bók er ekki á bókamarkaói i ár. Aðdáendur Jökuls Jakobssonar eru svo sannarlega ekki sviknir af þessari síöustu bók hans. Hún leiftrar af frásagnargleói og fjöri. BÓKABÚD OUVERS STEINS SE

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.