Morgunblaðið - 01.12.1981, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981
35
„Menn og minningar“
Ný bók eftir Gylfa Gröndal
SETBERG hefur sent frá bókina
„Menn og minningar“ eftir Gylfa
Gröndal. I fréttatilkynningu frá út-
gefanda segir m.a.: „f bókinni lítur
blaðamaður um öxl og bregður upp
myndum af ógleymanlegum mönn
um, sem hann hefur rætt við. Sagt er
með aðstoð Árna Óla frá landfógeta-
húsinu gamla, þar sem veitingahúsið
Torfan er núna; það er sagan af
vinnukonunni sem varð landfógeta-
frú í fínasta húsi bæjarins, en var að
lokum borin út úr því með valdi.“
Björn Stefánsson segir á
skemmtilegan hátt frá ferðinni
sem aldrei var farin, og birtir bréf
frá Jónasi á Hriflu, en hann kem-
ur reyndar víða við í þessari bók.
Ragnar Pétursson rifjar upp
minningar sínar að austan og seg-
ir frá því hvernig þremenningarn-
ir svokölluðu, Lúðvík Jósefsson,
Bjarni Þórðarson og Jóhannes
Stefánsson, fóru að því að ná öll-
um völdum í Neskaupstað. Þá er
ítarlegur þáttur um Magnús
Magnússon, ritstjóra Storms, þar
sem hann bregður upp heillandi
svipmynd af Ólafi Thors — hinum
hjartahlýja höfðingja.
Kunnir listamenn koma fram,
svo sem Ólafur Jóhann Sigurðs-
son, Jökull Jakobsson, Helgi Sæ-
mundsson og Jón Helgason, rit-
stjóri, sem rekur all ítarlega ævi
sína og störf, og mun það vera
eina viðtalið sem til er við hann.
Margir fleiri merkismenn segja
frá, en bókinni lýkur á afar
óvenjulegri frásögn Jóns Ólafs-
sonar, hæstaréttarlögmanns um
ótrúlegt skákævintýri Björns
Kalmans — snillingsins, sem ekki
gat gleymt skákum sínum.
Bókin „Menn og minningar" er
tæpar 200 blaðsíður og kostar 266
krónur. Prentberg hf. prentaði, en
bókbandsvinnu annaðist Bókfell
hf.
Bridge
Arnór Ragnarsson
Bridgefélag
Reykjavíkur
Tíu umferðum er lokið í aðal-
sveitakeppni BR en alls verða
spilaðar 15 umferðir. Spilaðir
eru tveir 16 spila leikir á kvöldi.
Staðan:
Sævar Þorbjörnsson 139
Jakob R. Möller 138
Egill Guðjohnsen 131
Sigurður B. Þorsteinsson 126
Aðalsteinn Jörgensen 117
Örn Arnþórsson 116
Karl Sigurhjartarson 115
Þórarinn Sigþórsson 108
Næst verður spilað á miðviku-
daginn í Domus Medica og í fyrri
umferðinni eigast við tvær efstu
sveitirnar.
Hjónaklúbburinn
í Rvík
Nýhafin er hraðsveitakeppni
hjá klúbbnum með þátttöku 17
sveita og er staðan eftir fyrstu
umferð þessi:
Dóra Friðleifsdóttir 654
Svava Ásgeirsdóttir 647
Erla Sigurjónsdóttir 647
Dröfn Guðmundsdóttir 627
Jónína Halldórsdóttir 615
Kristín Þórðardóttir 605
Meðalskor 576.
Tafl- og bridge-
klúbburinn
Fimmtudaginn 26. nóv. lauk
Hraðsveitakeppni hjá félaginu.
Sveit Páls Valdimarssonar sigr-
aði að þessu sinni. Sveitina
skipa:
Páll Valdimarsson, Guðmundur
P. Arnarson, Jón Baldursson, Óli
M. Guðmundsson, Valur Sig-
urðsson og Þórarinn Sigþórsson.
Sveitir Páls og Gests höfðu
nokkra yfirburði í keppninni.
Lokastaða er þessi:
Sveit Páls Valdimarssonar 1947
Sveit Gests Jónssonar 1922
Sveit Júlíusar Guðmundss. 1789
Sveit Hróðmars Sigurbjörnss. 1769
Sveit Auðuns Guðmundss. 1763
Sveit Sigurðar Steingrímss. 1761
Fimmtudaginn 3. des. hefst
þriggja kvölda Butler-tvímenn-
ingskeppni hjá TBK. Keppt verð-
ur um vegleg peningaverðlaun.
Þátttakendur tilkynni þátttöku
sína hjá Auðuni Guðmundssyni í
s. 19622 eða Sigfúsi Sigurhjart-
arsyni s. 44988, eigi síðar en
þriðjudaginn 1. des. Spilað er í
Domus Medica. Spilarar mætið
kl. 19.30 stundvíslega.
Ármann Kr. Einarsson
„Þorskastríð“ Ármanns
Kr. í danskri þýðingu
KOMIN er ú( á dönsku bók Ármanns
Kr. Einarssonar „Goggur vinur minn
— Saga úr þorskastríðinu" í þýðingu
Þorsteins Stefánssonar skálds. Bókin
heitir í dönsku útgáfunni „Torske-
krigen".
I bókinni eru allmargar ljós-
myndir úr þorskastríðinu 1976, sem
Landhelgisgæslan hefur lánað,
einnig kápumynd bókarinnar, sem
sýnir ásiglingu breskrar freigátu og
íslensks varðskips.
Á bókarkápu er getið meðal ann-
ars þeirrar sérstöku viðurkenn-
ingar, sem Ármann Kr. Einarsson
hefur hlotið fyrir barna- og ungl-
ingabækur sínar.
Það er bókaforlagið BHB’s Ice-
landic World Literature í Kaup-
mannahöfn, sem gefur „Torskekrig-
en“ út með styrk úr Norræna þýð-
ingarsjóðnum.
• 4 hjóla drif
• Fjórsídrif
• 4. syl. 86 ha.
• Hátt og lágt drif.
• 16“ felgur.
• Þriggja dyra.
• Lituð framrúða.
• Hituö afturrúöa.
• Hliöarlistar.
• Vindskeið.
Verö aöeins kr.
111.600
Bifreiðar & Landbúnaðarvéiar hi.
SaðnrianMiaiil M - Rrykjavík - Simi 38600
Ævar R. Kvaran: UNDUR ÓFRESKRA
3.
Síöan sögur hófust hafa lifaö frásagnir
um fólk, sem öðlaðist þekkingu án aö-
stoöar skynfæranna. Þessi óvenjulega
bók hefur að geyma fjölda sagna af
slíku fólki, dularfullar furöusögur, sem
allar eru hver annarri ótrúlegri, en einnig
allar vottfestar og sannar.
Enginn islendingur hefur kynnt sér
þessi mál jafn ítarlega og Ævar R. Kvar-
an. Þessar óvenjulegu sögur bera því
glöggt vitni hve víöa hann hefur leitað
fanga og hve þekking hans á þessum
málum er yfirgripsmikil.
SKUGGSJA BÓKABÚD OL/VERS STE/HS
SE
Ruth Montgomery: ÓVÆNTIR GESTIR
Á JÖRÐU
SKUGGSJÁ
Ruth Montgomery er vel kunn hér á
landi af fyrri bókum sínum: „Framsýni
og forspár“, „í leit aö sannleikanum“ og
„Lífiö eftir dauöann“. Þessi bók hennar
er óvenjulegust þeirra allra. Megin hluti
hennar fjallar um þaó, sem höfundur-
inn kýs aó kalla „skiptisálir“ og hlutverk
þeirra. Tugþúsundir skiptisálna eru
meöal okkar, háþróaóar verur, sem hafa
tileinkaö sér Ijósa vitund um tilgang lífs-
ins. Flestar þeirra starfa i kyrrþei mitt á
meðal okkar og leitast við aó hjálpa
okkur. Þetta fólk leitast vió aó þroska
með okkur lífsskoóun, sem stuðlar aó
kjarki og góðleika.
BÓKABÚD OL/VERS STEINS SE