Morgunblaðið - 01.12.1981, Síða 30
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981
Aron Guðbrandsson
forstjóri - Minning
Fæddur 24. september 1905
Dáinn 21. nóvember 1981
Aðfaranótt iaugardagsins 21.
nóvember sl. lést í Landspítalan-
um Aron Guðbrandsson, forstjóri
Kauphallarinnar, eftir stutta en
erfiða legu. Við læknisrannsókn í
ágústmánuði kom í ljós að hann
var með alvarlegan blóðsjúkdóm
sem, þrátt fyrir aðgerðir okkar
færustu lækna, varð honum að
aldurtila.
Guðmundur Aron Guðbrands-
son, eins og hann hét fullu nafni,
fæddist á Eyrarbakka 24. sept-
ember árið 1905. Var hann þvi
rúmlega 76 ára gamali er hann
lést. Hann var sonur hjónanna
Guðlaugar Aronsdóttur og Guð-
brands Guðbrandssonar, verka-
manns. Guðlaug var talin gáfuð
kona og skapmikil, en ekki allra.
Líktist Aron móður sinni.
A þeim árum, er Aron var að
alast upp á Eyrarbakka, var þar
mikið um að vera. Bændur á Suð-
urlandi komu þangað vor og haust
með afurðir sínar og keyptu sínar
nauðsynjar. Þá var þar og mikil
útgerð, á þess tíma mælikvarða.
Höfðu Aron og jafnaldrar hans
því nokkuð fjölbreytt atvinnulíf
fyrir augum á sínum uppvaxtarár-
um.
Aroni þótti mjög vænt um
æskustöðvar sínar og æskufélaga.
Eins minntist hann alltaf dvalar
sinnar á sumrum að Hrafnkels-
stöðum í Hrunamannahreppi með
mikilli ánægju. Þótti honum þar
vera fyrirmynd sveitalífs.
Eins og títt var um verkafólk í
sjávarþorpum fyrst á þessari öld
voru foreldrar Arons fátæk. Kom
sér því vel þegar börnin gátu farið
að hjálpa til. Snemma bar á spar-
semi og ráðdeildarsemi hjá Aroni,
einkenni sem hann bar alla sína
æfi. M.a. var til þess tekið á Bakk-
anum þegar hann, þá aðeins
fimmtán ára, keypti kú til heimil-
isins, því í þá daga voru þeir færri
verkamennirnir, sem gátu lagt í
slíka fjárfestingu.
Ekki stóð hugur Arons til sjó-
mennsku né búskapar. Því flutti
hann átján ára gamall til Reykja-
víkur og hóf nám í rakaraiðn hjá
Eyjólfi rakarameistara Jóhanns-
syni í Bankastræti 12. Vel líkaði
Aroni vistin hjá Eyjólfi og að
námi loknu vann hann áfram hjá
honum. Hann varð fyrir því óláni
að veikjast af berklum og fór til
Ðanmerkur á heilsuhæli. Þar
dvaldist hann í rúm tvö ár,
1931-1933.
Þessi Danmerkurdvöl olli
straumhvörfum í lífi Arons, því
þar kynntist hann hámenntuðum
manni, sem fræddi hann um fjár-
mál og viðskipti. Það varð til þess
að hann varði mestum hluta þess-
arar dvalar til lestrar fræðibóka,
aðallega hagfræði.
Ari eftir heimkomu sína frá
Danmörku, en þar hafði hann náð
allgóðri heilsu, keypti hann hlut í
ársgömlu fyrirtæki, Kauphöllinni,
fyrstu verðbréfaversiun landsins.
I nær tuttugu ár rak hann það
fyrirtæki í félagi við Stefán
Bjarnason, Jónssonar frá Galta-
felli, eða þar til Stefán lést. 1.
janúar 1953 varð Aron einkaeig-
andi þess og rak til dauðadags.
I ársbyrjun 1960 varð Aron einn
af aðaieigendum og stjórnarfor-
maður í Hótel Borg hf. Var hann
það alla tíð síðan.
Hér að framan hafa verið rakin
helstu atriðin í lífshlaupi Arons.
Þó er eftir að telja það, sem hann
taldi vera sitt mesta gæfuspor á
lífsleiðinni, en það var þegar
hann, 24. september 1943, eignað-
ist fyrir eiginkonu Ásrúnu Ein-
arsdóttur, stórkaupmanns Guð-
mundssonar. Aldrei gat Aron full-
þakkað forsjóninni fyrir að færa
sér slíka konu. Lét hann vini sína
heyra það við hvert tækifæri, þótt
það væri í sjálfu sér óþarfi, því við
urðum vel vör við þá hamingju, er
þau Ásrún og Aron færðu hvort
öðru.
Mér er það ljóst, að þessi orð,
sem ég rita til minningar um Aron
Guðbrandsson, ná ekki að lýsa
þeim stórbrotna persónuleika,
sem hann var og sem var ógleym-
anlegur öllum, sem kynntust hon-
um. Áhugamál hans voru ekki að-
eins á fjármálasviðinu, heldur
hafði hann einnig áhuga á fjöl-
mörgum öðrum málum, eins og að
nokkru hefur komið fram á opin-
berum vettvangi. Skoðanir sínar
setti Aron fram hreint og beint og
umbúðalaust. Hann kom ávallt til
dyranna eins og hann var klædd-
ur, og hafði sínar eigin fastmót-
uðu skoðanir á hlutunum.
Segja má, að í sambandi við
rekstur Kauphallarinnar í nær 50
ár hafi Aron verið fjárhaldsmaður
ótal fjölskyldna. Hafði á hendi
vörslu eigna þeirra og ráðlagði í
fjármálum. Sumum þótti stundum
nóg um forvitni hans og afskipta-
semi, en sáu síðan að upplýsingar
þær, sem hann sóttist eftir, voru
honum nauðsynlegar til að geta
ráðið heilt.
Aroni fannst mikið til um það
traust, sem fólk sýndi honum, með
því að afhenda honum eigur sínar
til varðveislu. Því trausti brást
hann aldrei. Enda var það fyrsta
heilræðið, sem hann gaf ungum
mönnum, að bregðast aldrei
trausti annarra, því ef það væri
gert, lokuðust ótrúlega margar
dyr, sem annars stæðu opnar. Eft-
ir þessu heilræði lifði hann sjálf-
ur, því orð hans stóðu eins og staf-
ur á bók.
Ein mesta ánægja Arons í
viðskiptum sínum var að standa
við bakið á ungum, efnilegum
mönnum, sem voru að byrja með
atvinnurekstur, þ.e.a.s. þegar hon-
um leist á manninn og fyrirtækið.
Það voru ótrúlega margir menn,
sem nutu aðstoðar hans og ráð-
legginga.
Viðskiptavinir Arons voru úr
öllum stéttum, úr öllum flokkum,
ungir og gamlir. Flestir urðu
nokkurskonar heimilisvinir, sem
hann deildi með gleði og sorg. Og
ófáir eru þeir, sem Aron hjálpaði
með ráðum og dáð án þess að
nokkur annar fengi um það að
vita, hvað þá að önnur greiðsla en
þakklæti kæmi fyrir. Það er því
skarð fyrir skildi, þegar ekki er
lengur hægt til hans að leita.
Þegar nú er komið að kveðju-
stund eru mörg fleiri atriði, sem
vert væri að minnast á, t.d.
skáldskap hans, sem hann flíkaði
ekki. Þá var frásagnargáfa hans
alveg sérstæð. Hann gat haldið
ungum sem gömlum hugföngnum
með frásögnum sínum. Kom þar
og til frábært minni.
Ég vil að lokum þakka Aroni af
heilum hug alla hans miklu vin-
áttu og tryggð sem hann sýndi
mér og minni fjölskyldu. Vottum
við Ásrúnu dýpstu samúð. Undan-
farnir þrír mánuðir hafa verið
henni mjög erfiðir, en þá var hún
hjá manni sínum öllum stundum
og tók þátt í hjúkrun hans. Aron
vissi hvað hann sagði, er hann orti
þessa vísu til hennar:
Korsjónin i fjörur mínar
fordum M ndi.þi^.
Iljartad bædi og hendur þínar
huf(sa best um mig.
Halldór V. Sigurðsson
Aron og kauphöllin voru svo
samofin að aldrei var nafn annars
nefnt án hins.
Tvítugur að aldri með nýstofnað
fyrirtæki átti ég mín fyrstu við-
skipti við Aron. Þar var gengið
hreint til verks, eins og ávallt er
Aron átti í hlut. Þeir voru ófáir
sem Aron veitti ráð og fyrirgreiða
við upphaf ferils athafna og við-
skipta í þessu landi.
Aron var skáld peninganna.
Kauphöllin var hans líf og starf.
Kauphöllin var staður mann-
legra samskipta þar sem hjartað
sló í takt við þá starfsemi er þar
fór fram. Aron var trúnaðar- og
fjárhaldsmaður ótalins fjölda
fólks, er lagði aleigu sína í hendur
hans en því trausti brást hann
aldrei.
Hann gat endalaust brýnt fyrir
fólki gagnsemi þess að peningun-
um væri vel varið. Umgengni hans
við peninga var eins og sáðmanns-
ins sem fer varfærnum höndum
um hið smæsta líf, er síðan verður
stofn er gefur af sér ávöxt um
ókomna tíð.
Ótaldir eru þeir er nutu hjálp-
semi hans við að eignast þak yfir
höfuð sér. Fróðleikur hans um
menn og málefni var einstakur
enda var hann eftirsóttur fyrirles-
ari. Málfar og framsögn einstak-
lega skemmtilegt. Áron var
íhaldsmaður í merkingunni að
vilja viðhalda góðum dyggðum og
siðum. Hann var sjálfmenntaður
fésýslumaður, töluglöggur, með
ómældan vilja, sívakandi yfir vel-
ferð viðskiptamanna sinna.
Eyrarbakki millistriðsáranna
var sá tími, er mótaði skaphöfn
Arons.
Sjávarþorp við hafnlausa strönd
þar sem skipskaðar voru tíðari en
annars staðar. Þar óx list og
menning sem hver Evrópuborg
gat verið stolt af. Verzlun og
viðskipti voru mikil. í miðri hring-
iðu þessara viðskipta kynntist Ar-
on mörgu fólki er hafði varanleg
áhrif á feril hans. Dugnaður þessa
fólks við að skapa sér framtíð var
takmarkalaus.
Þess má geta að þegar togaraút-
gerð stóð hér með sem mestum
blóma, var helmingur skipstjór-
anna ættaður frá Eyrarbakka eða
úr Árnessýslu.
„Orð skulu standa," segir í
ágætri bók. Ef hægt er að heim-
færa siík orð yfir á ævistarf ein-
hvers manns, þá tel ég Aron þar
fremstan. Allt hans líf var mótað
þeirri vissu að við orð skyldi stað-
ið.
Eftirlifandi eiginkonu, Ásrúnu
Einarsdóttur, votta ég innilegustu
samúð.
Þórir Jónsson
+ Eiginmaöur minn, ALFREÐ CLAUSEN, lést aö heimili sínu 26. nóvember. Hulda Stefánsdóttir Clausen. + Systir okkar, ÞÓRUNN SIGURGEIRSDÓTTIR, kaupkona, Austurbrún 2, er lá,in Katrín B. Sigurgeirsdóttir, Þórarinn Sigurgeirsson, Ingibjörg Sigurgeirsdóttir, Kristján Sigurgeirsson.
t Eiginmaður minn, EINAR ÁSMUNDSSON, forstjóri, Háuhlíö 20, andaöist aöfaranótt laugardagsins 28. nóvember. Jakobína H. Þórðardóttir.
+ Maöurinn minn og faöir, ÍSLEIFUR VIGFÚSSON, Grettisgötu 56b, lést í Borgarspítalanum 29. nóvember. Fyrir hönd vandamanna, Sigriöur Siguröardóttir, Siguröur A. isleifsson.
+ Móöir okkar, fósturmóöir, tengdamóöir og amma, JOHANNA LOVÍSA JÓNSDÓTTIR, Sólvallagötu 36, lést i Landakotsspítala 30. nóvember. Kolbrún Guömundsdóttir, Viggó M. Sigurösson, Auöur Guömundsdóttir, Þuríöur Guðmundsdóttír, Henning Jensen, Guðmundur Björnsson, Ósk Hilmarsdóttir og barnabörn.
+ Faöir minn, tengdafaöir okkar, afi og langafi, INGI HALLDORSSON, bakarameistari, lést á sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 28. nóvember. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Anna Ingadóttir, Ólafur Sverrisson, Gunnmar Nielsen, barnabörn og barnabarnabörn.
+ Minningarathöfn um eiginkonu mína og móöur okkar, SIGURJÓNUÓLAFSDÓTTUR frá Göróum í Vestmannaeyjum, er lézt aöfaranótt þriðjudagsins 24. nóvember sl. fer fram í Foss- vogskirkju þriöjudaginn 1. desember og hefst kl. 15. Jarösett verður frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 5. desember kl. 14.00. Björn Guömundsson, Kristin Björnsdóttir, Aslaug Björnsdóttir, Guömundur Björnsson. + Konan min, móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐFINNA GÍSLADOTTIR, andaöist 30 nóvember Guömundur Jakobsson, Arnar Guómundsson, Sólveig Kristjánsdóttir, Valgerður Bára Guömundsdóttir, Jón Oddsson, Theódór Guómundsson, Halldóra Guðmundsdóttir, Soffia Guömundsdóttir, Ásgeir Eliasson, Gíslína Guörnundsdóttir, og barnabörn.
Aron Guðbrandsson forstjóri
lézt í Reykjavík, laugardaginn 21.
nóvember. Aron var kominn á efri
ár, þegar hann féll frá. Hann varð
76 ára gamall.
Aron var fyrir löngu orðinn
þjóðkunnur fyrir margvísleg störf.
Hann var kenndur við fyrirtæki
sitt og oftast kallaður Aron í
Kauphöllinni.
Ég kynntist Aroni fyrir tveimur
áratugum, en hafði áður heyrt
hans getið sem duglegs kaupsýslu-
manns, sem þekktur var fyrir
rekstur á fyrirtæki sínu. Sérstak-
lega var reglusemi hans við brugð-
ið.
Aron hafði margar hliðar og
honum var margt til lista lagt.
Þetta kom vel fram, þegar Aron
átti frístundir og gladdist með
vinum sínum. Þá var Aron hrókur
alls fagnaðar. Hann sagði frá
mönnum og málefnum, svo að un-
un var á að hlýða. Hann var fróð-
ur um liðna tíð. Alla frásögn sína
klæddi hann skáldlegum búningi
og varð hún með þessum hætti
sem lifandi af vörum hans.
Það hljómar undarlega í margra
eyrum, sem þekktu fyrst og fremst
kaupsýslumanninn Aron Guð-
brandsson, þegar fullyrt er, að Ar-
on hafi verið þó nokkurt skáld.
Kvæði ort af Aroni eru vel fram-
bærileg og betri en margt sem birt
er í þeim efnum.
Það var einmitt þessi skáldgáfa
og sanna frásagnarlist, sem gerði
Aron svo einstakan. Hann sagði
viðskiptavinum Kauphallarinnar
oft stuttar sögur. Hann mætti á
fundum félaga eða á samkomum
þeirra og hélt snjallar ræður. Þá
náði Aron svo athygli manna, að
heyra mátti saumnál detta.
Var þetta maðurinn sem kom til
Reykjavíkur og lærði iðn sem rak-
ari? Var þetta sami maðurinn sem
missti heilsuna og hélt til Dan-
merkur sér til lækninga? Þessari
spurningu verður að svara neit-
andi. Þetta var annar og nýr mað-