Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981 41 De Niro leikur Tito + Bandaríski leikarinn Robert De Niro mun fara með hlutverk Josip Broz Titos Júgóslavíuforseta í kvik- mynd sem á að gera um forsetann látna, að því er fregnir herma i Belgrad. Segir að Bandaríkjamaður- inn Brad Dexter, sem er af júgóslavneskum ættum, muni framleiða myndina, sem verði mestan part byggð á bók um Tito sem Fitzroy nokkur McLean skrifaði um manninn. McLean þessi var persónulegur vinur Titos, og var fyrir hersveit Breta, sem barðist með skæruliðum Titos í seinni heimsstyrjöldinni. McLean sagði í samtali við júgóslavneskt tímarit, að myndin byrjaði í bænum Kumrovec, þar sem Tito fæddist og endaði í kringum 1960. Og það er semsé Robert De Niro, Óskarsverðlaunahafi, sem mun fara með hlutverk Titos — en í júgóslavneskri kvikmynd um Tito í seinna stríði var það Richard Burton sem lék Júgóslavíuforseta ... Tito í stríðinu — þeir sem sáu De Niro í verðlaunamynd- inni The Deer Hunter minnast hans í svipuðum bún- ingi... Kekkonen í faðmi fjölskyldunnar. Kekkonen stjórnaði aftöku „rauðliða“ + llhro Kekkonen, Finnlandsforseti í mörg ár, sem nú hefur sagt af sér embætti sökum heilsubrests, sendi nýverið frá sér fyrsta bindi endurminninga sinna. l>ar er meðal annars minnst á aftöku rauðliða sem Kekkon- en „stjórnaði“ vorið 1918 í bænum Hamina. Kekkonen var í hersveit sem var skipað að hand- taka 10 menn í bænum Hamina og reka þá skammt út fyrir bæinn, þar sem átti að aflífa þá. Kekkonen skildist þá, að þessir menn væru teknir af lífi ein- ungis vegna þess, að þeir studdu þá „rauðu“. Foringi hersveitarinnar skipaði hinum 17 ára Kekkonen að stjórna aftökunni. „Miðið ... skjótið,“ eru orðin sem Kekkonen minnir hann hafi notað. „Ég var svo taugaóstyrkur," segir hann, „að ég vissi varla hvort ég hélt á riffli eða ekki.“ Þessi minning hefur lifað með honum æ siðan, og segir svo í endurminningun- um: „Þessi dagur í Hamina er undirrót ýmissa stað- hæfinga sem ég seinna gaf og voru sumar hverjar býsna vinstrisinnaðar í augum fólks." Barry Manilow hefur selt 40 millj. plötur + Barry Manilow, popp- söngvari, hefur ekki hlotið náð fyrir augum gagnrýn- enda, en hann hefur nú samt selt 40 milljónir ein- taka af hljómplötum sínum síðustu tíu árin, og kveðst vera hjartans sama, hvað gagnrýnendur segja. „Þessir gagnrýnendur fullyrða að ég sé gersam- lega hæfileikalaus og líkja tónlist minni við hamborg- ara! A einkunnaskala fæ ég einkunnina 0. Þetta allt saman hefur verið hálf- leiðinlegt fyrir mig, en nú orðið stendur mér sem sagt hjartanlega á sama. Fólkið kaupir verk mín og það er mér meira en nóg. En fyrst almenningur kann að meta það sem ég er að gera, segja gagnrýn- endur, að fólkið hafi slæm- an smekk. Það er gáfulegt eða hitt þó heldur, segir Barry Manilow. Hann er nú orðinn 35 ára gamall og býr í Los Angeles með vinkonu sinni, Lindu. Hann vill dvelja sem mest á heimili sínu og segir að vinkonan Linda standi fyrir „öryggi, raunveru- leikann og heimili" ... fclk í fréttum Mitterand heilsutæpur? + Mitterand, Frakklandsforseti, er hálfsjö- tugur orðinn og þegar menn komast á þann aldur fer ýmislegt að bila í skrokknum. Með- an á prentaraverkfallinu hér á íslandi stóð fór Mitterand í mikla rannsókn á Val De Grace herspítalanum í París. Tvö blöð stjórn- arandstöðunnar í Frakklandi birtu þá fréttir um slæma heilsu forsetans og bættu við, að það væri alls ekki ætlunin að nota „ósannan orðróm til að koma höggi á forsetann“, en engu að síður væri það „skylda þeirra að grein frá þessum orðrómi sem gengi nú manna á milli í Frakklandi“. Segja blöðin að Mitterand hafi síðustu sjö árin verið í með- ferð hjá þekktum krabbameinslækni og með- al annars legið á viðurkenndasta krabba- meinsspítala Frakka, og að eftir að Mitter- and hafi verið kjörinn forseti hafi öll skjöl varðandi heilsu hans verið fjarlægð úr því sjúkrahúsi. Mitterand hefur sjálfur ítrekað neitað því, að eiga við alvarlega sjúkdóma að stríða, en fréttaskýrendur segja það háttu Frakka að þegja um heilsufar forseta sinna og benda á Pompidou. Hann lést í embætti sínu árið 1974 eftir langt stríð við alvarlegan sjúkdóm, en öllum sögnum um sjúkleika hans var ævinlega vísað á bug, þar til daginn sem hann lést. Frönsku blöðin tvö sögðu að leyni- leg koma Mitterands á Val De Grace spítal- ann í nóvember, hafi ekki verið regluleg skoð- un og vitnuðu í ótilgreinda sjónarvotta sem sögðu að litaraft forsetans hafi verið „sítr- ónu gult“ og hann hafi átt erfitt með gang. Þá skýra blöðin frá því, að starfsfólki sjúkra- hússins hafi verið skipað að „gleyma öllu sem hafði skeð“ varðandi þessa komu forsetans. Frönsk stjórnvöld segja ekkert hæft í þessu og að skýrsla un; heilsufar forsetans verði birt opinberlega einhvern tímann í desem- bermánuði ... & MORALITY by Orchestral Manœuvres InTheDark ^KARNABÆR laugavegi 66 — Giæsib* — Auslurstrsli ?? Sim. Ira skipt.boröi 85055 sfcdAorhf Hljómsveit OMD er þekktust hér á landi fyrir lagiö Enola Day sem út kom í fyrra og hafa þeir sent frá sér þriðju plötu sína, „Architecture and Morality" og hefur þessi plata aö geyma lögin Souvenir og Joan of Arc. Vinsældir þessara laga og viröing sú sem OMD nýtur um allan heim ætti aö vera þeim nægileg hvatning til aö tryggja sér eintak.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.