Morgunblaðið - 03.12.1981, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981
Myndlistin
nú á dögum
Bókmenntír
Erlendur Jónsson
fSLENSK LIST
Sextán íslenskir myndlisUrmenn.
175 bls. Bókaútgáran Hildur. Rvík
1981.
Þetta er glæsileg bók og vönduð
— þættir um sextán myndlistar-
menn, skráðir af rithöfundum og
öðrum sem dómbærir eiga að telj-
ast og bærir að gera efninu skil í
rituðu máli.
Fyrst er þáttur eftir Jóhann
Hjálmarsson um Alfreð Flóka. Jó-
hann lýsir list Flóka, bæði því sem
við blasir á fleti ýmissa mynda
hans, en skyggnir einnig þann
hugmyndafræðilega bakgrunn
sem að baki þeim leynist. »Flóki
hefur orðið fyrir margvíslegum
áhrifum eins og allir listamenn,*
segir Jóhann. Þau áhrif eru rakin
hér býsna nákvæmlega. Alfreð
Flóki er t.d. bókamaður, mikið
lesin i ýmsum erlendum bók-
menntum og hefur sótt margan
innblástur í bækur. Alfreð Flóki
er einn fárra núlifandi myndlist-
armanna sem setja svip á um-
hverfið með persónu sinni. I fyrst-
unni var myndlist hans eins og dá-
lítið utan við það sem viðurkennt
mat náði til, síðan hefur Alfreð
Flóki orðið meira og meira í takt
við tímann — tíminn hefur komið
til hans! »List Flóka dregur dám
af evrópskri hefð: symbólisma
fyrri alda, súrrealisma ... Margt í
myndum Flóka er sprottið úr und-
irvitundinni, myndirnar eru
hugljómanir og vekja frekar grun
en þær miðli vissu. Fegurð þeirra
getur verið óhugnanleg, eins kon-
ar ný fegurð, endurmat,« segir Jó-
hann Hjálmarsson.
Þá ritar Jóhann um Einar G.
Baldvinsson. Einar telst nú orðið
til eldri kynslóðar íslenskra
myndlistarmanna, kominn á sjö-
tugsaldur. Ef til vill má skoða það
svo að list hans sé andstæða við
Alfreð Flóka. »Skýringin á því,«
segir Jóhann Hjálmarsson, »að
hann skuli ekki vera þekktari mál-
ari en raun ber vitni er m.a. sú að
hann hefur sjaldan sýnt verk sín
opinberlega. Gerist það að Einar
haldi sýningu ber lítið á því.« Von-
andi verður þessi þáttur til að
vekja verðskuldaða athygli á Ein-
ari og list hans.
Ásgerður Búadóttir færði út
landmörk íslenskrar myndlistar
með listvefnaði sínum. Guðbjörg
Kristjánsdóttir ritar hér um hana.
Til vefnaðar hafa íslendingar
þekkt jafnlengi og þeir hafa byggt
iandið en litið á hann sem heimil-
isiðnað fremur en list. Guðbjörg
segir ekki ofmælt að Ásgerður
hafi »skipað sér í raðir fremstu
vefara á Norðurlöndum. Það
sanna betur en nokkuð annað þeir
frábæru dómar sem hún hefur
jafnan hlotið fyrir verk sín og eins
hitt að hún var ráðin til að vinna
listaverk í aðalstöðvar menning-
armálanefndar Norðurlandaráðs í
Kaupamannahöfn.«
Næst er þáttur af Leifi Breið-
fjörð, höfundur Aðalsteinn Ing-
ólfsson. Bandamaður Ijóssins kallar
Aðalsteinn þátt sinn. Leifur er
nokkuð sér á blaði því hann hefur
lagt stund á glermyndagerð. Segir
Aðalsteinn það vera »mörgum
hulin ráðgáta hvernig Leifur
Breiðfjörð glermyndasmiður hef-
ur farið að því að halda sér sí-
ferskum og frjóum í list sinni, í
landi sem á sér nær enga hefð í
glermyndagerð og enga gler-
myndasmiði, — nema hann sjálf-
an.« Aðalsteinn fer síðan ofan í
faglegu hliðina á list Leifs og er
þátturinn býsna fróðlegur í þeim
skilningi.
Annan þátt ritar Aðalsteinn
Jóhann Hjálmarsson
Ingólfsson — um Gunnar Örn.
Hann telst til yngri kynslóðar ís-
lenskra myndlistarmanna, hálf-
fertugur. »Þegar Gunnar örn hóf
sjálfsnám sitt í myndlist, fyrir
fimmtán árum eða svo,« segir Að-
alsteinn, »var hann ekki í neinum
vafa um að hann ætlaði að verða
málari og hann ætlaði að mála
fólk.« Aðalsteinn getur þess einnig
að Gunnar Örn hafi strax byrjað
að vinna sig í álit hjá gagnrýnend-
um. Þættinum fylgja andlits-
myndir eftir listamanninn sem
renna stoðum undir þá fullyrðing.
Þorsteinn frá Hamri er hér höf-
undur þriggja þátta. Fyrst ritar
hann um Magnús Tómasson, sem
er lítið eitt eldri en Gunnar Örn.
Magnús er hress og ómyrkur í
máli, telur listamenn njóta hér lít-
ils stuðnings, þeir sem freistist til
að kalla sig atvinnumenn séu í
rauninni hobbymenn og verði að
hafa ofan af fyrir sér með annarri
atvinnu. »Aftur á móti virðast
þeir, sem hvað gæði og hæfileika
snertir ættu að kallast tóm-
stundamálarar í siökum gæða-
flokki, hafa góða afkomumögu-
leika sem myndlistarmenn.*
Þá ritar Þorsteinn um Hring Jó-
hannesson. Hringur fetar að því
leyti í spor gömlu málaranna, að
hann hefur áunnið sér almennar
vinsældir með list sinni. Þorsteinn
lýsir þróuninni í list Hrings sem
Þorsteinn frá Hamri
»hefur ekki gerzt í stökkum, held-
ur verið jöfn og sígandi«. Segir
Þorsteinn að hann hafi nálgast »æ
meir umhverfið með ummerkjum
mannsins í natúralískum raunsæ-
isverkum*.
Þriðji þáttur Þorsteins er af
Þorbjörgu Höskuldsdóttur. Hún
hefur meðal annars unnið við
leikhús og segir að sú vinna sé
»taugastrekkjandi, krefst mikils,
en gefur líka mikið um leið«.
Þorbjörg lýsir því vel hversu
nauðsynlegt það er listamanni að
geta unnið óskiptur að list sinni
án þess að tími hans sé tættur í
sundur.
Matthías Johannessen ritar
þátt af Braga Ásgeirssyni og nefn-
ir hann Fjaran og ég urðum vinir.
»Bragi er einn fjölhæfasti mynd-
listarmaður sinnar kynslóðar á Is-
landi,« segir Matthías, »og hafa
verk hans tekið miklum stakka-
skiptum frá því hann hélt fyrstu
einkasýningu sína í Listamanna-
skálanum gamla við Kirkjustræti
vorið 1955.« Þátturinn sjálfur er
ekki langur en á eftir honum fer
»Bréf til Braga«, ljóðabréf sem
Matthías sendir listamanninum
með þessu fororði: »Smásjá hug-
ans — ferðalag frá einni hugmynd
til annarrar.«
Bera Nordal skrifar um Jóhann-
es Jóhannesson. »Jóhannes er sí-
breytilegur, en samt traustur mál-
ari,« segir Bera. Einnig minnir
hún á að strax og Jóhannes kom
heim frá námi 1946 hafi hann
gengið í flokk þeirra sem vildu
fara nýjar leiðir i myndlist og hafi
hann og samherjar hans átt tor-
sótta leið fyrir höndum að afla
abstrakt listinni viðurkenningar.
Ekki er það djúpt í árinni tekið.
En ætli árin, sem í hönd fóru, hafi
ekki verið eitthvert litríkasta
skeiðið í íslenskri myndlist, svo í
raunverulegum sem í afstæðum
skilningi — þrátt fyrir erfiðleik-
ana.
Þá er komið að Einari Hákon-
arsyni en um hann ritar Sigurður
A. Magnússon. »Kornungur að ár-
um varð Einar Hákonarson tíma-
mótamaður í íslenskri myndlist,«
segir Sigurður. Hann telur það
vera eitt megineinkenni Einars
hve hreint hann gangi til verks,
»hve heill og fumlaus hann er í því
sem hann skapar«.
Um Baltasar er þáttur skrifaður
af Árna Bergmann. Þar er heil-
mikið um pólitík en því miður fátt
um hina ágætu list Baltasars sem
í minni megi festast.
Myndhöggvarar eru hér í minni-
hluta en sem betur fer ekki útilok-
aðir því sérstæður og skemmtileg-
ui* þáttur er hér um Jón Gunnar
Árnason eftir Guðberg Bergsson.
Omurinn, ofsinn og mildin kallar
Guðbergur þáttinn sem endar á
þessum spaklegu orðum:
»Einhver ríkasti þáttur í eðli
listamanns er það, að hann sættir
sig hvorki við lífið né viðurkennir
það sem óbrotna náttúru. Af þeim
sökum reynir hann sífellt að
breyta því, búta það niður og færa
það í ný form: búning listaverka.*
Lífrænar víddir kallar Baldur
Óskarsson þátt sem hann ritar um
Vilhjálm Bergsson. Þar er vel lýst
þróuninni í list Vilhjálms sem
Baldur kveður hafa átt sín blóma-
og hnignunarskeið. Einnig má
segja að úttekt sé hér gerð á nú-
tímalistinni, tækni þeirri sem hún
hefur yfir að ráða og eins hinu
hvernig nútímalistamanninum
gengur að nýta sér þá tækni.
Á mörkum Ijóns og krabba nefn-
ist þáttur Thors Vilhjálmssonar
um Ragnheiði Jónsdóttur. Ragn-
heiður er ekki aðeins ágæt lista-
kona. Hún á sér einnig myndræn-
ar endurminningar. Hún minnist
t.d. afa síns sem »var með
ógnarstórt nef vegna tóbakseitr-
Raunsæ saga
Bókmenntir
Jenna Jensdóttir
Andrés Indriðason:
Polli er ekkert blávatn
Mál og menning —
Reykjavík — 1981
Er Andrés Indriðason fór að
birta leikrit sín og sögur var ekki
um að villast að þar fór maður
sem næmur er á samtíð sína og þá
hættu sem uppvaxandi kynslóð
stafar af losaralegum þjóðfélags-
háttum samfara lífsþæginda-
græðgi.
1979 kom út bókin Lyklabarn
sem verðlaunasaga Máls og menn-
ingar í tilefni af barnaári.
Polli er ekkert blávatn fjallar
um drenginn Pál, sem er 10 ára, og
fjölskyldu hans. Margir aðrir
koma þar við sögu. Faðir Polla,
Einar, sem er leigubílstjóri, drýgir
tekjur sínar með smygli og er
óreglusamur.
Móðirin, Þorbjörg, er hár-
greiðslukona, sem veit hvað hún
vill og er ekki við eina fjölina
felld. Svo er litla Systa, 5 ára.
Sagan hefst á því að Polli er
farinn að heiman og ætlar aldrei
að koma aftur. Það hefur orðið ein
rifrildishrynan enn milli foreldra
hans út af Geira Pé., sem er á sinn
átt bölvaldur fjölskyldunnar.
Geiri Pé. er óreglusamur skip-
stjóri sem siglir milli landa. Hann
er vinur föðurins, tengsl þeirra er
næstum órjúfanleg og heimilis-
friðurinn fer eftir því.
Bls. 24: „Góði besti, segirðu, hélt
pabbi hans áfram. Af hverju held-
urðu að við séum á grænni grein?
Jú. Af því að Geiri hefur fært
okkur björg í bú. Það er hann sem
hefur hjálpað okkur til að eignast
það sem við eigum, hvort sem þér
líkar það betur eða verr. Þetta er
allt honum að þakka. íbúðin og
allt. Heldurðu að maður hefði get-
að keypt þessar fínu stereógræjur
með jafntónara, dolby og fjórum
hátölurum af stærstu gerð ef mað-
ur hefði ekki haft auka klink milli
handanna? Ég er hræddur um
ekki.“
Seinna á sömu bls.: - „Mér er
sama hvað þú segir, sagði mamma
hans loks. Ég er búin að hugsa
mikið um þetta. Nú er þessu lokið.
Ég vil ekki að þá komir nálægt
þessum manni. Ég vil það ekki. Éf
hann kemur hingað inn fyrir dyr,
þá kalla ég á lögregluna."
Tíu ára drengurinn Polli á ekk-
ert athvarf annað en heimilið sitt.
Og áður en síðasti strætisvagn fer
úr miðborginni í Háaleitisbraut-
ina hefur Polli gert sér það ljóst
að hann þráir ekkert heitar en
komast heim til sín aftur.
Aðkoman heima er ekki glæsi-
leg. Loks hefur móðirin gert al-
vöru úr því sem hún var búin að
heita svo oft, að Polli var hættur
að trúa henni. Hún er farin að
heiman með Systu til móður si-
nnar.
Faðirinn er heima og leggur
kapal.
Bls. 36: „Þá erum við víst orðnir
einir, Polli minn, sagði hann al-
varlegur í bragði.
Polla brá. Hann fann að hann
varð allt í einu heitur í andlitinu.
Hann fann hvernig hjartað tók
kipp og fór að slá örar.“
Nú hefst þrautaganga lítils
drengs. Hann kemur til ömmu
sinnar þar sem þær mæðgur
dvelja. Þar hittir hann Dúddu
frænku, sem er ógift og á ekki
börn. Hún hefur frá mörgu að
segja.
Polli dvelur áfram heima með
föður sínum, þar sem Geiri Pé.
gengur um að vild og raskar
stundum svefnfriði annarra íbúa
hússins.
Fyrir Polla er ástandið óbæri-
legt.
Bls. 46: „Polli minn, við skulum
ekki vera að tala um þetta. Geiri
er fínn náungi hvað sem mamma
þín segir.
- Mér finnst hann leiðinlegur.
Hann er alltaf fullur."
Seinna á sömu bls. og bls. 47:
- Ég á von á að hann komi með
vídeó handa okkur.
- Vídeó?
- Já. Myndsegulbandstæki.
Hann fær þetta fyrir slikk úti og
getur laumað því í land framhjá
tollurunum. Hann sagði að ég
væri búinn að selja svo mikið fyrir
sig að ég ætti þetta meira en skil-
ið. Ég mætti líta á þetta sem
nokkurs konar viðurkenningu
fyrir vel unnin störf. Skilurðu
hvað ég meina?
- Já.
- Segðu svo að það sé ekki gott
að þekkja svona menn.“
Faðir Polla og Geiri Pé. eru
hrokafullir oflátungar í tali, en
dæmigerðar mannleysur í háttum
Andrés Indriðason
sínum. Báðum verður þeim hált á
líferni sínu áður en sögunni lýkur.
Það er mikið áfall fyrir Polla
þegar móðir hans og Systa litla
fara til Spánar. En þar höfðu þau
öll þrjú dvalið um tíma áður en
móðir hans fór að heiman. Polli
kemst óvænt að því að móðir hans
á vin á Spáni.
Þau eru ólík bréfin sem móðir
og sonur skrifa hvort öðru. Stutt-
ort bréf og kort til hans fjalla um
hversu vel hún skemmtir sér.
Bréfin hans eru löng og hlý. Hann
reynir að bera föður sínum vel
söguna. í báðum bréfum sínum
segir hann: „Viltu skrifa pabba
líka.“
Nokkrir kaflar í sögunni fjalla
um skólaveru Polla, kennara hans
og skólasystkini. Einnig hér tekst
höfundi vel. Hann er raunsær og
lýsir atburðum og samskiptum
innan skólans trúverðuglega.
Að mínum dómi er sterkasti
þráður sögunnar sá, að höfundur
reynir hvergi að gera þennan ein-
mana dreng að hetju sem ræður
fram úr vandamálum. Þvert á
móti. Hann er að vísu duglegur en
oft ráðþrota og hrekst með örlög-
um sínum.
Að vísu eru hugsanir og stund-
um tal Polla þroskaðra en aldur
hans ræður við.
Að mínu viti notar höfundur
þessa aðferð til að forðast þær
freistingar sem sækja fast á höf-
unda er þeir fjalla um viðkvæm
vandamál — að koma sér sjálfum
að í prédikunum.
Höfundur notar þá leið, að láta
Polla tala og hugsa fullorðinslega,
og þrátt fyrir það þykir mér þessi
aðferð fremur styrkja söguna en
veikja.
Málfar föðurins og Geira Pé. er
aumt og stundum svo að það fer í
taugarnar á lesanda.
En líka það er sótt í veruleika
samtímans og kannski ekki
ástæða til að amast við af þeim
sökum.
Sagan er fjörlega skrifuð og
hvergi ráðist að neinum með for-
dómum. Hún er sögð blátt áfram.
Og öll vitum við að svona er til í
mörgum tilfellum, og getur verið
úr hvaða stétt þjóðfélagsins sem
er.
Skemmtileg er kápumyndin eft-
ir Pétur Halldórsson. Frágangur
bókarinnar er góður.