Morgunblaðið - 03.12.1981, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 19gl 15
Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður Úí:
Óumflýjanlegt að loka
nokkrum saumastofum
Á SÍÐASTLIÐNUM árum hefur orðið gífurleg fjölgun
saumastofa á landinu, þannig að á árunum 1979 og 1980
fjölgaði þeim um a.m.k. 20. Á sama tíma hafa margar sauma-
stofur stóraukið afköst sín með sérstökum framleiðniaukandi
aðgerðum og aukið afköst sín með auknum vélakosti og
stærra húsnæði. Við þetta allt hafa afköst greinarinnar meira
en tvöfaldast á rúmlega einu ári.
Þessar upplýsingar komu fram í
ræðu Víglundar Þorsteinssonar,
stjórnarformanns Útflutnings-
miðstöðvar iðnaðarins, á Haust-
fundi ullariðnaðarins, sem hald-
inn var fyrir skömmu. — Það er
alveg ljóst að ekki verða til næg
verkefni á næstu árum handa öll-
um þeim nýju saumastofum, sem
settar hafa verið á laggirnar á síð-
ustu misserum, sumar hverjar af
ótrúlegu fyrirhyggjuleysi. I dag
eru á milli 10—15 saumastofur
verkefnalitlar eða verkefnalausar,
og hafa sumar þessara sauma-
stofa þegar hætt rekstri.
Það er óumflýjanlegt fyrir enn
fleiri að fylgja fordæmi þeirra
sem þegar hafa hætt rekstri og
loka þegar í stað.
Það er engin lausn i þessu sam-
bandi að grípa til þess ráðs að
beita fyrir sig þingmönnum og
öðrum áhrifamönnum, til að reyna
að fá verkefni úr höndum útflutn-
ingsfyrirtækjanna. Slíkt leiðir að-
eins til þess, að allt of margar
saumastofur verða starfræktar
með ófullnægjandi afköstum og
fleiri en ella fara á hausinn að
lokum, sagði Víglundur Þorsteins-
son, stjórnarformaður Útflutn-
ingsmiðstöðvar iðnaðarins enn-
fremur.
Beint símasam-
band við Trinidad
og fleiri lönd
PÓSTUR & sími benda símnot-
endum á með fréttatilkynningu að
framvegis geti þeir sjálfir valið
númer í Guyana (592), Trini-
dad/Tobago (809), Uruguay (598),
Burnei (673), Jórdaníu (962), Quat-
ar (974), Singapore (65), Suður-
Kóreu (82), Botswana (267), Eþí-
ópíu (251), Sierre Leone (232),
Nauru (674) og Papúa Nýja-
Guinea (675). Númerin í sviga aft-
an við landanöfnin eru landsnúm-
er viðkomandi lands. Gjald fyrir
hverja talaða mínútu er 38 krónur
til allra landanna, nema til
tveggja hinna síðastnefndu, þar er
verðið 44 krónur fyrir hverja mín-
útu.
Frá afhendingu gjafarinnar til Styrktarfélagsins, talið f.v.: Óttar Kjartansson formaður, Ingibjörg Bjarnadóttir,
Þórdís Ásgeirsdóttir, Ásthildur Magnúsdóttir, Þorgerður Gísladóttir, Jónína Guðmundsdóttir, forstöðukona Endur
hæfingastöðvarinnar að Háaleitisbraut 13, og Sigurður Magnússon, framkvæmdastjóri Styrktarfélagsins.
Hringurinn í Hafnarfirði gaf Styrktar-
félagi lamaðra og fatlaðra peningagjöf
NÝLEGA komu konur í stjórn Kven-
félagsins Hringurinn í Hafnarfirði á
fund forráðamanna Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra og færðu félag-
inu að gjöf 10.000 krónur.
í fréttatilkynningu, sem Mbl.
hefur borizt, segir, að Ásthildur
Magnúsdóttir, formaður Hrings-
ins, hafi m.a. sagt eftirfarandi um
starf félagsins:
„Hringurinn í Hafnarfirði var
stofnaður 1912 og var tilgangur
félagsins að koma fátækum börn-
um til sumardvalar í sveit. Á þeim
tíma hefði atvinna verið stopul og
þetta því þótt mikill stuðningur.
Síðar hefði félagið snúið sér að því
að styrkja ýmiskonar velferðar-
mál og rétta þeim hjálparhönd,
sem í nauðum voru staddir. Marg-
ir hefðu lagt „Hringnum" liðsinni
og m.a. hefði félagið verið arfleitt
að dánarbúi. Hún sagði starfsemi
félagsins binda félagskonur
traustum böndum og veitti ekki af
því á tímum hraða og upplausn-
ar.“
Meðal verkefna kvennanna í
„Hringnum“ í Hafnarfirði til fjár-
öflunar, er árleg merkjasala síð-
asta vetrardag svo og jólabasar,
þar sem m.a. er selt laufabrauð er
þær baka sjálfar.
GUÐRÚN Á.SÍMONAR ÞURÍÐUR PÁLSDÓTTIR
ENDURMINNINGAR
ÚR ÓPERUM
ENDURMINNINGAR
GUÐRÚN Á. SÍMONAR ÞURÍÐUR PÁUSDÓTTIR
Flytjendur Guðrún Á. Símonar og Þuríður
Pálsdóttir, meðsöngvarar: Guðmundur
Guðjónsson, Guðmundur Jónsson, Magnús
Jónsson og Kristinn Hallsson. Atriði úr m.a:
La Bohéme, Carmen, Aida og Töfraflautunni.
Það má heita mikið lán, að varðveist hafa þessi sýnishom af ópem-
söng á íslandi frá þeim tíma, sem óperan var að stíga sín fyrstu skref
hérlendis.
Flestar upptökumar vom gerðar á sviði eða í hljómleikasal meðan
á opinbemm flutningi stóð, en fmmupptökumar hafa flestar glat-
ast. Stór hluti þess, sem varðveitt er á þessum plötum, er að þakka
áhugamönnum, sem hljóðritað hafa útvarpssendingar við misjöfn
skilyrði.
FÁLKINN