Morgunblaðið - 03.12.1981, Page 18

Morgunblaðið - 03.12.1981, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESBMBER 1981—— HNNSKIR KULDAJAKKAR Þykk vatt-einangrun úr holofile efni. Ytrabyrði-olíuborin bómull. Getum vio feng- ið gufuna, takk? Eftir Hjördísi Þorsteinsdóttur „Bati og betri lídan eins manns í einn dag er stórt spor í rétta átt“ Heitur saltur sjór við Svarts- engi á Reykjanesi hefur allt í einu orðið til þess að ekki færri en sjö hæstvirtir alþingismenn hafa hlaupið til og flutt tillögu til þingsályktunar um það að fram fari rannsóknir á lækningamætti þess vatns eða sjávar, sem úr iðr- um jarðar rennur við Svartsengi á Reykjanesi. Komið hefur fram, að a.m.k. einn maður hefur fengið bata á mjög hvimleiðum sjúkdómi, psori- asis, við að baða sig við frumstæð- ar aðstæður við Svartsengi á Reykjanesi. Bati og betri líðan eins manns í einn dag er stórt spor í rétta átt. Það vita þeir sem daglega árum saman þurfa að bera hvimleiða og erfiða sjúkdóma. Og nú skal stuðla að rannsóknum, vísindamenn og læknar verða að fá styrk frá rík- inu til rannsókna. Ut verður gerð- ur flokkur fríður og þúsundir króna munu velta. En það er að sjálfsögðu allt óvíst um framhald- ið. Vonandi verður árangurinn jákvæður. En kannski verður bara veittur styrkur og svo gleymast niðurstöðurnar í skúffum kóng- anna. Og á meðan munu sjúklingarnir sennilegast halda áfram að af- klæðast úti á berangri og baða sig eins og við Læragjá í Skerjafirði. Hins vegar virðist hafa farið framhjá þessum annars ágætu til- lögumönnum frétt sem birtist í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum. Sú frétt var þess efnis að annar maður með þennan sama hvim- leiða sjúkdóm hafi líka fengið nokkurn bata, en á annan hátt, með gamalli austurlenskri lækn- ingaaðferð, þ.e. nálastungum. Ekki var a.m.k. að þessu sinni lögð fram tillaga um rannsóknir á gildi svoleiðis lækningaaðferða hér á landi. Enda sennilega lítill eða enginn áhugi fyrir þess hátt- ar. En það kemur í ljós. Senn er komið að lokum þessa árs, 1981, sem Sameinuðu þjóðirn- ar hafa nefnt alþjóðaár fatlaðra. Árangur af starfi hinna fjöl- mörgu, sem við ýmiss konar krankleika eiga að stríða og að- standenda þeirra, mun örugglega skila sér þótt síðar verði. Þeim, sem síðastir eru í röðinni af krónískum, ólæknandi sjúkling- um, asmasjúklingum, hefur lítið sem ekkert verið sinnt nú fremur en fyrr hvað varðar þjónustu og ýmis félagsleg réttindi. Við höfum helst úr lestinni á þessu ári fatlaðra. Móð og másandi horfum við í humátt á eftir hinum reykjandi alkóhólistum, hjólastólafólki og öllum hinum sem við jafnréttið búa. Við bítum á jaxlinn eins og und- anfarin ár, þreyjum þorrann og góuna, en kannski getum við feng- ið gufuna, TAKK ... Skrifað á Vífilsstöðum 27/9 1981. Fleygir þú peningum daglega óaf vitandi ? = HÉÐINN S DANFOSS ráögjafaþjónusta Seljavegi 2, sími 24260 Nýr Danfoss meö minnispunkti Enn er fjöldi fólks hér á landi sem gerir sér ekki grein fyrir hve mikil hitaorka fer til spillis í húsnæði þess, sem kostar þaö ómæld pen- ingaútlát. Verkefni Danfoss ofnhitastillanna er einmitt að nýta hitaorkuna og auka þægindin til hins ýtrasta í hverju herbergi. Dragðu það ekki að kynna þér kosti nýju Danfoss ofnhitastillanna, þaö kostar ekkert. En þú getur sparað þér fúlguna sem þú fleygir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.