Morgunblaðið - 03.12.1981, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981
19
Meiwtamálaráðuneytið um áfangaskólareglurnar:
Breytingar litlar sé lit-
ið til einstakra skóla
VEGNA framkominna athugascmda
og vegna umræðna í fjölmiðlum um
„almennar reglur um starfshætti í
áfangaskóla," sem staðfestar voru af
Menntamálaráðuneytinu 10. júlí sl.
sendi ráðuneytið frá sér greinagerð
þar sem segir m.a.
„Að undanförnu hefur verið um
það rætt að samræma ýmsa þætti í
Gísli Ólafsson
Snæbjörn Ásgeirsson
Fulltrúaráð á Seltjarnarnesi:
Gísli Ólafsson, endur-
kjörinn formaður
Snæbjörn Ásgeirsson hættir í borgarstjórn eftir 20 ára starf
AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs sjálf
stæðisfélaganna á Seltjarnarnesi var
haldinn í Félagsheimilinu laugar
daginn 28. nóvember sl. Magnús Er
lendsson var kosinn fundarstjóri en
Magnús Valdimarsson fundarritari.
Gísli Ólafsson formaður Full-
trúaráðsins flutti skýrslu stjórnar
og kom m.a. fram í henni, að fé-
lagsmönnum Sjálfstæðisfélag-
anna hefur fjölgað og eru þeir nú
alls 399.
Gísli Ólafsson var endurkjörinn
formaður, en aðrir í stjórn voru
kjörnir Helga Einarsdóttir og
Kristinn Björnsson. Auk þeirra
eru formenn sjálfstæðisfélaganna
sjálfkjörnir í stjórn, Skúli Júlíus-
son, Sjálfstæðisfélagi Seltirninga
og Jónas Friðgeirsson FUS Baldri.
Magnús Valdimarsson gaf ekki
kost á sér til endurkjörs og var
honum þakkað fyrir mikil og góð
störf. 1 varastjórn voru kjörin
Ásgeir S. Ásgeirsson, Áslaug
Harðardóttir og Lúðvík Lúðvíks-
son.
í kjördæmisráð voru kjörin
Guðmar Magnússon, Kristín Frið-
bjarnardóttir, Kristinn Björnsson
og Kristinn P. Michelsen og til
vara Helga Einarsdóttir, Guð-
mundur Hjaltason, Halldór Elí-
asson og Jónatan Guðjónsson.
Formaður fulltrúaráðsins er
sjálfkjörinn í kjördæmisráð.
Á fundinum var samþykkt, að
opið prófkjör skuli fara fram um
val frambjóðenda á lista flokksins
við næstu bæjarstjórnarkosn-
ingar, og samþykkt reglugerð um
framkvæmd prófkjörsins. Sam-
kvæmt reglugerðinni var kosin
þriggja manna kjörnefnd, en
nefndina skipa Gísli Ólafsson,
Helga Einarsdóttir og Snæbjörn
Ásgeirsson.
Á fundinum tilkynnti Snæbjörn
Ásgeirsson, að hann muni ekki
gefa kost á sér til bæjarstjórnar á
næsta vori og þakkaði hann ágætt
samstarf við bæjarfulltrúa flokks-
ins og fulltrúaráð. Snæbirni voru
þökkuð mikil og góð störf í
hreppsnefnd og bæjarstjórn um
tuttugu ára skeið.
Undir dagskrárliðnum „önnur
mál“ voru rædd ýmis bæjarmál og
um kosningabaráttuna, sem fram-
undan væri. Til máls tóku Guðmar
Magnússon, Hörður Felixson,
Magnús Erlendsson, Einar Sverr-
isson, Sigurgeir Sigurðsson,
Magnús Valdimarsson, Snæbjörn
Ásgeirsson, Guðmundur Hjalta-
son, Kristín Friðbjarnardóttir,
Jón Helgason og Gísli Ólafsson.
starfi skóla sem starfa eftir áfanga-
kerfi. Þessir skólar hafa þróast
nokkuð hver með sínum hætti og
hefur þetta leitt til þess að veru-
legur mismunur hefur komið fram
milli skólanna í ýmsum fram-
kvæmdaatriðum og hefur þetta
ósamræmi ekki síst bitnað á nem-
endum. Af þáttum sem hér um ræð-
ir má í fyrsta lagi nefna einkunna-
gjöf, reglur um flutning nemenda
milli skola, reglur um skólasókn o.fl.
og í öðru lagi samræmingu náms og
námsáfanga svo og réttindi nem-
enda af einstökum námsbrautum,
en þau hafa í mörgum tilvikum ver-
ið óljós.“
í greinargerðinni segir einnig að
óskir um samræmingu hafi komið
úr öllum áttum og ekki síst úr skól-
unum sjálfum. Segir að á fyrri hluta
árs 1980 hafi ráðuneytið skipað að
ósk áfangaskóla, starfshóp til þess
að gera tillögur um flest þau atriði
sem áðurnefndar reglur taka til. Sá
starfshópur skilaði tillögum sínum í
júní 1980 en fljótlega kom í ljós að
stjórnendur a.m.k. sumra þeirra
skóla sem hlut áttu að máli voru
ekki samþykkir niðurstöðunum.
Þá var skipaður samstarfshópur
til að vinna það verkefni að stefna a
útgáfu sameininlegs námsvísis fyrir
skólana sem starfa eftir áfangakerfi
og samræma það með þá þætti í
starfi skólanna sem samstaðan yrði
um að samræma. Starfshópinn skip-
uðu: Guðmundur Sveinsson, skóla-
meistari Fjölbrautaskólans í
Breiðholti, Gunnar Rafn Sigur-
björnsson, skólastjóri á Siglufirði,
Hörður Lárusson, deildarstjóri í
menntamálaráðuneytinu sem er
formaður starfshópsins, Ólafur
Ásgeirsson, skólameistari Fjöl-
brautaskólans á Akranesi og Örn-
ólfur Thorlacíus rektor Mennta-
skólans v/Hamrahlíð.
Segir í greinargerðinni frá
Menntamálaráðuneytinu að í hóp-
num hafi verið algjör samstaða um
reglurnar að undanskildum ákvæð-
um um einkunnastiga og var það
mat þeirra sem í starfshópnum sitja
að breytingar væru tiltölulega litlar
þegar litið væri til einstakra skóla.
Að því er varðar ákvæði um ein-
kunnastiga þá varð ekki samstaða í
starfshópnum. Meirihlutinn vildi að
notaðar yrðu heilar tölur frá einum
upp í tíu en minni hlutinn vildi nota
bókstafi. Ráðuneytið úrskurðaði því
um. það atriði og ákvað að nota það
fyrrnefnda.
Segir í lok greinargerðarinnar að
ráðuneytið muni taka til vandlegrar
athugunar allar rökstuddar ábend-
ingar og athugasemdir sem kunna
að berast og í ljósi þeirra athuga um
breytingar.
80 þúsund tonnum af loðnu
landað á Eskifirði á árinu
Kskifirdi, 1. desember.
MIKLU hefur verið landað af loðnu
hér á Eskifirði í haust og frá 17.
ágúst til dagsins í dag er búið að
landa 44.785 tonnum í verksmiðju
Hraðfrystihúss Eskifjarðar. í gær
voru fjögur skip að landa og voru
þau með 3.500 tonn. Alls munu vera
komin á land hér á árinu 80.366
tonn og þar fyrir utan 9.311 tonn af
kolmunna. Jón Kjartansson hefur
lokið við kolmunnakvóta sinn og er
hættur veiðum.
Enn eru síldarbátarnir að veið-
um hér og köstuðu þeir hér innan
við Mjóeyrina í gærkvöldi. Und-
anfarið hefur síld hvorki verið
fryst né söltuð hér á Eskifirði.
Þrír bátar eru á veiðum fyrir
erlendan markað, Votabergið,
sem seldi erlendis í gær, Vöttur
ogSæljón. - Ævar.
mazDa umboðið a íslandi: bIlaborg hf
Smiöshöföa 23, sími 812 99
ÓTRÚLEGT!
Framdrífínn
MAZDA 323 Saloon
árgerð 1982 á kr. 98.700
Gengisskráning 17/11 ’81.
MAZDA
323 Saloon
Aðeins örfáum bílum, sem til eru I land-
inu eróráðstafaö.
Tryggið ykkur því bll strax.
Já það er ótrúlegt, en fyrir kr. 98.700 getur þú
keypt nýjan MAZDA 323 SALOON 4 dyra I
deluxe útgáfu með margvlslegum aukabún-
aði, svo sem: Plussáklæði á sætum, niður-
fellanlegu 60/40 aftursæti, klukku, halogen-
Ijósum, 3 hraða rúðuþurrkum og mörgu
fleiru.
MAZDA 323 er óvenju rúmgóður fjölskyldu-
bíll með nægu rými fyrir fjölskylduna og far-
angurinn.
Þetta eru ein beztu bilakaupin í dag !