Morgunblaðið - 03.12.1981, Side 26

Morgunblaðið - 03.12.1981, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981 Birgir ísl. Gunnarsson: 53,5 millj. þarf til að gera Rauða- vatnssvæðið byggingarhæft Á borgar.stjórnarfundi sem haldinn var fyrir skömmu var ákveðid ad hefja undirbúning að deiliskipulagi á svæð- inu norðan Kauðavatns. Talsverðar umræður urðu um mál þetta og verða þær lauslega raktar hér. llndirbúningur Rauðavatns- .skipulagsins lélegur Fyrstur tók til máls Birgir ísl. Gunnarsson (S). Hann sagði að mik- iil ágreiningur hefði verið um þetta mál þegar tekin hefði verið ákvörðun um skipulag austursvæða. Sjálf- stæðisflokkurinn hefði verið því andvígur að byggja á Rauðavatns- svæðinu og hefðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bent á að það væri verra svæði en landið við Graf- arvog, sem búið hefði verið að skipu- leggja í tíð meirihluta Sjálfstæðis- flokksins. >á benti Birgir á að undir- búningur vegna skipulags Rauða- vatnssvæðisins hefði verið lélegur. Þá væri -það óraunhæft að telja að byggðin í borginni þróaðist svo hægt að einungis 500 lóðum þyrfti að út- hluta á ári. Þá sagði Birgir að Rauðavatnssvæðið gerði varla meira en að uppfylla þau loforð fyrir lóðum sem gefin hefðu verið. Samtals væru á svæðinu um 1130 lóðir og búið væri að lofa stórum hluta þeirra. Þá sagði Birgir að það lægi fyrir hvað kosta myndi að gera svæðið byggingarhæft. 22,9 milljónir króna (2,29 milljarðar gkr.) myndi kosta að gera holræsi fyrir svæðið og kostn- aður við að halda Rauðavatni hreinu — annað væri óverjandi — myndi nema um 13,7 milljónum króna (1,37 milljarðar gkr.). Kostnaður við að koma hverfi þessu í samband myndi nema 53,5 milljónum króna á verð- lagi ársins 1982. Sagði Birgir að með þessu væri verið að binda borgar- sjóði hrikalega fjárhagsbagga og væri þetta fé langstærstur hluti þess fjár sem varið hefði verið til gatna- og holræsaframkvæmda á árinu 1981. Þetta væri hrikaleg staðreynd Sjöfn Gudrún og kvaðst Birgir ekki trúa því að borgarstjórn ætlaði að gera þetta. Þá benti hann á að aðalskipulag austursvæða hefði enn ekki hlotið staðfestingu og því væri það áhættu- samt að ausa fé í Rauðavatnsskipu- lagið. Þá lagði Birgir fram svohljóðandi tillögu frá borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins: „Borgarstjórn er ljóst, að við nán- ari útfærslu og vinnu við aðalskipu- lag á Austursvæðum kemur í ljós, að Rauðavatnssvæðið er mun óhent- ugra sem byggingarsvæði en land- svæðið norðan Grafarvogar eins og sjálfstæðismenn héldu fram við af- greiðslu skipulagsins. Má benda á, að lögn aðalholræsis til svæðisins auk nauðsynlegra aðgehða til að halda Rauðavatni hreinu munu ekki kosta minna en 54 milljónir króna, miðað við spá um meðalvísitölu byggingarkostnaðar 1982. Til sam- anburðar má geta þess, að allar fjár- veitingar til gatna- og holræsagerð- ar á sama verðlagi námu 81 millj. kr. 1981. Þá má og benda á, að aðal- skipulag Austursvæða er ekki stað- fest. Þá hafa spár um íbúðarbygg- ingar, sem voru ein forsenda aðal- skipulagsins, verulega raskast, þannig að byggja verður hraðar en þar var áætlað. Með hliðsjón- af ofansögðu sam- þykkir borgarstjórn að hverfa frá hugmyndum um að næsta bygg- ingarsvæði eftir Artúnsholt og Selás verði norðan Rauðavatns, enda er það með öllu óraunhæft miðað við aðstæður. Borgarstjórn samþykkir jafnframt að undirbúningi verði beint að svæðinu norðan Grafarvog- ar. Margir fundir með Keldnamönnum Næstur talaði Sigurjón Pétursson (Abl.). Hann sagði það sýnt að Sjálfstæðisflokkurinn féllist' ekki á þá ákvörðun sem tekin hefði verið. Þá benti Sigurjón á, að þó búið væri að lofa lóðum á svæðinu, þá yrðu þær líka byggðar. Þá kvaðst Sigur- jón ekki myndu leggja dóm á þann kostnaðarþátt sem skapaðist af því að halda Rauðavatni hreinu. Varð- andi landið við Grafarvog sagði Sig- urjón að margir fundir hefðu verið haldnir með Keldnamönnum um hugsanleg kaup borgarinnar á því landi, en enginn árangur hefði orðið af þeim viðræðum. Rakti Sigurjón gang viðræðnanna. Að lokum sagðist Sigurjón hvorki telja efni né ástæð- ur til þess að endurtaka þær umræð- ur um Austursvæði sem verið hefðu í borgarstjórn á sínum tíma. Léttúð Sigurjóns stór kostlega ámælisverð Þá kom í ræðustól Davíð Oddsson (S). Hann sagði að Sigurjón tæki æði létt á þessu máli. Sagði Davíð tölur þær, sem Birgir nefndi, snúast um það hver kostnaður borgarinnar af því að gera svæðið byggingarhæft væri. Þá rifjaði Davíð upp málflutning taismanna vinstri meirihlutans þeg- ar aðalskipulagið var samþykkt á sínum tima, en þá hefðu þeir haldið því fram að ekki þyrfti að byggja á svæðinu fyrr en árið 1985. Kvað Davíð sjálfstæðismenn hafa haldið því fram að fyrr þyrfti að hefja byggingarframkvæmdir og nú væri það komið á daginn. Þetta væri mjög alvarlegt mál og borgarsjóður myndi tæpast rísa undir þessum mikla kostnaði. Þá benti Davíð á að kostn- aður við byrjunarframkvæmdir á svæðunum við Grafarvog væri miklu minni en kostnaðurinn við Rauða- vatnssvæðið og því væri sú léttúð Sigurjóns Péturssonar — að hafa ekkert gert til þess að reyna að ná svæðinu við Keldur — stórkostlega ámælisverð. Davíð sagði að það hefði verið Ijóst frá upphafi að borgin þyrfti að fara strax í það verkefni, en því hefði vitandi vits verið frest- að, og til þess eins að etja mönnum út í þetta skipulag. Davíð benti ennfremur á að í Rauðavatnsskipulaginu væru margir óvissuþættir. Davíð sagði að ef full- yrðingar Sigurjóns Péturssonar á sínum tíma um þetta mál hefðu staðist, þá hefði ekki þurft að ráðast í byggingar á svæðinu fyrr en árið 1985. Enginn fundur í 7 mánuði Þá kom Birgir ísl. Gunnarsson í pontu og óskaði hann eftir því að eftirfarandi yrði bókað: „Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins víta, að ennþá hafi engin gangskör verið að því gerð að ná samningum við ríkið um Keldna- land. Borgarstjórn hefur fyrir rúm- um 7 mánuðum gefið skýlaus fyrir- mæli um að slíkra samninga verði leitað, en nú er upplýst að enginn fundur hafi verið haldinn um það mál við fulltrúa ríkisins síðan borgin skipaði sérstaka samninganefnd. Grafarvogssvæðið ákjósan- legasta byggingarsvæðið Þá talaði Kristján Benediktsson (F). Sagði hann viðræður um land Keldna hefðu staðið á annan áratug, en árangur af þeim hefði enginn orð- ið. Það land lægi því ekki á lausu, en hins vegar væri Grafarvogssvæðið ákjósanlegasta byggingarsvæðið í nágrenninu. Hins vegar hefði borgin ekki ráðstöfunarrétt á því landi. Sagði Kristján að það væri óþægi- legra að fara langt frá borginni og jafnframt varpaði hann fram þeirri spurningu hvað kosta myndi að byggja á Úlfarsfells- eða Korpúlfs- staðasvæðum. Spurninguna sagði Kristján þá, í hvaða röð byggt væri, og sagði hann að Ártúnsholt og Sel- ássvæðin væru númer 1 og 2. Þá sagði Kristján að þeir, sem berðust gegn Rauðavatnssvæðinu, vildu að ekkert yrði byggt á árunum 1983-’85. Merkileg játning Kristjáns Þá talaði Ólafur B. Thors (S). Hann sagði að það hefði verið merki- legt að heyra játningu Kristjáns Benediktssonar, að fýsilegasti bygg- ingarkosturinn væri norðan Grafar- vogs. Hefði Kristján mátt sjá þetta fyrr. Ólafur sagði að þetta kjörtíma- bil yrði Reykvíkingum mjög dýrt og nú væri málum þannig háttað að vinstri meirihlutinn segði: Það verð- ur að eyða þessum peningum, annars verður ekkert byggt. Ólafur sagði að það hefði aldrei verið staðið að viðræðunum við Keldnamenn með það að markmiði að tryggja árangur og benti hann á að eignarnámsheimildir væru fyrir hendi. Kvað hann meðferð þess máls eina sorgarsögu frá upphafi til enda, og ættu Reykvíkingar eftir að fá reikninginn vegna þessa. Ólafur sagði að því væri haldið fram að Reykvíkingum væri hætt að fjölga og það væri erfitt fyrir meirihlutann að viðurkenna stefnubreytingu. Sagði hann að meirihlutinn þyrfti að gera það upp við sig hvort byggja ætti á landsvæði sem ekki væri besti kosturinn, það væri skylda hans. Lóðir til braskara Þá talaði Sigurður Tómasson (Abl.). Hann sagði að Sjálfstæðis- flokkurinn ætti að líta í eigin barm, sagði hann að ef meirihlutinn hefði ekki farið út í þéttingu byggðar þá hefði lítið verið byggt á þessu kjör- tímabili. Þá sagði hann að sjálfstæð- ismenn vildu úthluta lóðum til braskara en ekki til fólksins sjálfs. Þá sagði Sigurður að svæðið við Keldur væri ekki í eigu Reykjavík- urborgar og þá spurði hann, hvernig á því stæði að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki farið í eignarnám á þvi landi. Sigurður kvað fyrirsjáanlegt að ef byggt yrði á svæðinu við Graf- arvog, þá yrði uppbygging þjónustu á svæðinu mjög dýr. Skipulagsmálin í öngþveiti Þá talaði Páll Gíslason (S). Sagði hann að skipulagsmálin í borginni væru í öngþveiti. Rauðavatnssvæðið væri lítt eða órannsakað og væri það látið duga. Þá hefðu engin svör kom- ið frá nefnd vísindamanna varðandi vatnsvernd. Þá sagði Páll að meiri- hlutinn hefði setið á framkvæmd að- alskipulagsins frá 1977, en væru menn nú að sjá afleiðingarnar af því, nema hvað öngþveitið ætlaöi að Markús Örn Albert Páll Egill Skúli Ólafur B. Álfheiður Sigurður E. Birgir ísl. S _ Qlafur Thors í umræðum um leyfísveitingu til Video-son: Ekki okkar hlutverk að kanna hvort um lögbrot er að ræða Á borgarstjórnarfundi sem haldinn var fyrir nokkru var tekin sú ákvörð- un, að heimila myndbandafyrirtækinu Video-son hf., að leggja jarðstrengi um land borgarinnar. Nokkrar umræður urðu um málið. Fyrst talaði Sjöfn Sigurbjörns- dóttir (Afl.). Sagði hún í ræðu sinni, að hún og Sigurður E. Guðmunds- son fulltrúar Alþýðuflokksins myndu sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu Björgvins Guðmundsson- ar vegna þessa máls. Kvaðst hún styðja þá tillögu að vísa máli þessu til umsagnar samgönguráðuneytis- ins. Þá sagðist hún styðja tillögu Markúsar Arnar Antonssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um frjálsan útvarpsrekstur. Sitjum hjá Að máli Sjafnar loknu talaði Guð- rún Helgadóttir (Abl.). Hóf hún mál sitt á því að lesa tillögur Alþýðu- bandalagsins vegna þessa máls. Þá sagði Guðrún að með starfsemi Vid- eo-son hefðu ýmis lög verið brotin og lagði hún áherslu á að það ætti við um útvarpslög, barnaverndar- lög, söluskattslög og höfundarrétt- arlög. Sagði hún að íslendingar hefðu vanist því að farið væri eftir lögum á meðan þau væru í gilcfi. Ságði Guðrún að ef borgarstjórn myndi samþykkja leyfi til Video- son, þá væru það gróf embættisaf- glöp. Sagði hún að menn ættu að fara eftir landslögum. Tæknilegt mál gagnvart borginni Þá kom í ræðustól Markús Örn Antonsson (S). Sagðist hann líta á þetta mál sem tæknilegt mál gagn- vart borgaryfirvöldum, hvort Reykjavíkurborg gæti fyrir sitt leyti heimilað að umræddar lagnir verði settar í jörðu. Síðan væri það ann- arra aðila að sækja varðandi laga- lega stöðu málsins. Kvaðst Markús telja að það væri hlutverk Ríkisút- varpsins, væri réttur þess svo óve- fengjanlegur eins og talsmenn þess í borgarstjórn vildu vera láta. Varðandi tillögu þá sem Markús lagði fram um frjálsan útvarps- rekstur, sagði hann að í tillögunni va-ri gert ráð fyrir því að einkaleyfi Ríkisútvarpsins til reksturs útvarps og sjónvarps væri afnumið, og skil- yrði sköpuð til reksturs útvarps- og sjónvarpsstöðva í umsjá og eigu ein- staklinga og félagasamtaka. Enginn kært lögbrot Þá kom í ræðustól Albert Guð- mundsson (S). Hann sagði að ísland væri ekki eina landið sem notaði myndbandatækni. Albert gat þess að nú hefði ráðherra sett nefnd á laggirnar, til að kanna hvort um lagabrot væri að ræða með starf- semi myndbandafyrirtækja og væri sú nefnd að störfum. Hins vegar kvað Albert það furðulegt að enginn skyldi hafa kært lögbrot vegna þess- arar starfsemi, hvorki stofnunin sem með einkarétt ætti að fara, né einstaklingar eða félagasamtök. Þá sagði Albert að tækifærin gæfust á ákveðnu augnabliki en ekki lengur og það hefðu forsvarsmenn Video- son skilið. Þeir hefðu verið á réttum stað á réttu augnabliki og haslað sér völl á þessu sviði. Varðandi tillögu Markúsar Arnar sagði Albert, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefði ályktað um þetta efni og teldi hann borgarstjórn í engum vanda með að skora á Alþingi að athafnafrelsi ungra manna fái notið sín. Albert lagði til að borgarstjórn sameinaðist um að skora á Alþingi að breyta útvarpslögunum. Alþýðubandalagið vlll hafa vit fyrir fólki Næstur talaði Páll Gíslason (S). Páll sagði að kapalsjónvarp væri ekki neitt nýtt fyrirbæri í heimin- um. Benti hann á að kapalsjónvarp væri komið-upp í heilum kauptúnum og byggðarlögum úti á landi. Það væri veikur hlekkur ef banna ætti slíka starfsemi í Reykjavík. Páll benti á, að þótt einhverjir alþingis- menn teldu að kapalsjónvarp væri brot á lögum, þá væri það ekki lögbrot fyrir það, það væri dómstóla að dæma um slíkt, ekki annarra. Páll kvað það veikt hjá Ríkisútvarp- inu, að hafa ekki þegar höfðað mál vegna þessa og nú væri kapalsjón- varp orðið það vinsælt, að menn treystu sér ekki til að vera á móti því. Páll sagði, að það væri alltaf það sama á bak við hjá Alþýðu- bandalaginu, — það ætti að hafa vit fyrir fólkinu. „Það á að mata fólkið og ákveða hvað það á að lesa núna, hvað það á að sjá,“ sagði Páll. Þá benti Páll Alþýðuflokknum á, að það væri ekki nóg að greiða atkvæði með frjálsu útvarpi, en greiða atkvæði gegn myndböndum í borgarstjórn. í slíku væri ekki samræmi. Skýrsla um starf- semi Video-son Næstur talaði borgarstjóri, Egill Skúli Ingibergsson. Sagði hann að í skýrslu, sem gerð hefði verið um starfsemi Video-son kæmi m.a. fram að fyrirtækið hefði grafið yfir Vesturhóla á tveimur stöðum og það hefði haft til þess leyfi. Þá hefði verið grafið yfir Arnarbakka og upp brekku ofan við götuna. í Breiðholti I hefði verið grafið í gegnum þrjá stíga, einn við Grýtubakka og tvo við Eyjabakka, jafnframt því að far- ið hefði verið í gegn um leikvöll sem liggur að stígunum. Kvað borgar- stjóri að þessar framkvæmdir hefðu farið fram á tímabilinu 8.—16. október. Borgarstjórn ekki dómsvald Þá kom í pontu Ólafur B. Thors (S). Hann sagði að þetta mál hefði valdið sér heilabrotum, vafist hefði fyrir sér hvort borgin væri að stuðla að lögbroti með því að veita umbeðið leyfi. Sagðist hann telja að af- greiðsla borgarinnar á erindinu fjallaði nánast um jarðrask í borg- inni sem fært yrði í samt lag. Borgin skæri ekki úr um það hvort jarð- raskið tengdist lögbroti. „Við hér í borgarstjórn Reykiavíkur erum ekki dómsvald," sagði Olafur. „Við erum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.