Morgunblaðið - 03.12.1981, Síða 30

Morgunblaðið - 03.12.1981, Síða 30
30 '-.lAmm.,-------- MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981 Demantshringar — Draumaskart Kjartan Ásmundsson, gullsmíðav. Aðalstræti 8. Ny sending —' Dönsk og ítölsk herraföt. Stakir jakkar og buxur í miklu úrvali. Hagstætt verö. Gunnlaugur Claessen læknir - Aldarminning Gunnlaugur Claessen fæddist á Sauðárkróki 3. des. 1881. Foreldr- ar hans voru Kristín Eggertsdótt- ir Briem og Jean Valgard van Deurs Claessen kaupmaður og síð- ar landsféhirðir. Var hann 4. barn þeirra hjóna en hin voru Eggert fæddur 16. 8. 1877, Ingibjörg f. 13. 12. 1878 og María f. 25. 4. 1880. Móðir Gunnlaugs dó viku eftir að hann fæddist. Gunnlaugur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík vor- ið 1901. Hann lauk læknisprófi frá Hafnarháskóla í janúar 1910. Hann vann á ýmsum sjúkrahúsum erlendis að námi loknu og sér- hæfði sig í röntgenlækningum. Varði hann doktorsritgerð um það efni í Stokkhólmi 13. okt. 1928. Gunnlaugur varð yfirlæknir röntgendeildar Landspítalans 13. jan. 1931 og gengdi því starfi til dauðadags. Jafnframt starfi sínu kenndi Gunnlaugur við lækna- deild Háskóla Islands og var prófdómari við þá stofnun. Gunn- laugur lét félagsmál mikið til sín taka. Hann sat í bæjarstjórn Reykjavikur 1920—1926, hann átti sæti í stjórnum ýmissa félaga svo sem Læknafélags Islands, Rauða kross Islands en formaður þess fé- lags var hann 1926—1929 og 1934—1938, Norræna félagsins og Báifarafélagsins, en formaður þess var hann frá stofnun til ævi- loka. Fyrir störf sín hlaut hann stórriddarakross fálkaorðunnar en hann hafnaði honum. Gunnlaugur ritaði fjölda greina um læknisfræðileg efni og hélt er- indi í útvarp um heilbrigðismál og hliðstæð málefni. Gunnlaugur kvæntist 16. okt. 1914 Þórdísi Björnsdóttur adjunkts Jenssonar. Eignuðust þau tvær dætur; Önnu, sem gift er Peder la Cour bankafulltrúa og Þórdísi gifta Folmer Hofdahl verkfræðingi. í minningargrein um Gunnlaug ritar Björn Ólafsson m.a. um sam- starf þeirra í bæjarstjórn: „Hann var þá þroskaður maður á besta skeiði og átti mörg áhuga- mál. Gengu þau flest í þá átt að gera líf borgaranna bjartara og heilsusamlegra. Þá beaindist at- hygli mín fyrst að þeim sjaldgæfu mannkostum, sem hann hafði til að bera. Hann var manna hæglát- astur en hélt fast á sínu máli þeg- ar þess þurfti með og flutti það með skörungsskap og rökvísi. Málfiutningur hans var jafnan hófsamur og mótaður af þeirri háttprýði sem einkenndi hann í öllu dagfari svo að af bar. Þegar ég lít yfir þann aldar- fjórðung, sem ég hefi haft kynni af Gunnlaugi Claessen, stendur mér skýrast fyrir sjónum það sem ég tel að hafi prýtt hann mest. En það var hin óvenjulega fágaða og drengilega framkoma hans við hvern sem í hlut átti og hvernig NÝLEGA var haldið þing Al- þjóðabréfskáksambandsins (ICCF) í London. Af íslands hálfu sátu þingið Jón Pálsson og Þór- hallur B. Ólafsson. Á þinginu var Jón Pálsson útnefndur alþjóðlegur meistari í bréfskák, og er hann sem á stóð. Hann var hreinskilinn án þess að skapa andúð og hann gat lofað menn án þess að smjaðra. Eg hefi fáa þekkt sem honum voru líkir." Gunnlaugur Claessen var ógleymanlegur öllum þeim sem honum kynntust og hann hafði meiri áhrif á heilbrigðismál þjóð- arinnar en flestir aðrir á þeim tíma sem starfskraftar hans ent- ust. Blessuð veri minning hans. Valgarð Briem fyrsti íslendingurinn, sem hlýtur þá nafnbót. Islenzkir bréfskák- menn hafa mjög látið að sér kveða undanfarið, og eru margar viður- eignir á næstu grösum, m.a. lands- keppni við Dani á 25 borðum, og hefst sú keppni 1. jan nk. Jón Pálsson alþjóð- legur bréfskákmeistari Sneisafull verzlun af vönduöum fallegum og ódýrum húsgögnum HÚSGÖGN Tókum heim í gær sænsk albólstruð rúm og hollensk eikarrúm. Margar gerðir mnm BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK BÖLLIN SÍMAR: 91-81199 -81410

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.