Morgunblaðið - 03.12.1981, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, PÍMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981
31
Harðger og lipur
TOYOTA DYNA
VÖRUBIFREIÐ
Diesel 1 ,Vi — 3,1/2 tonna
Verö frá kl. 150.000,—
m TOYOTA
Traust og haröger
vörubifreiö meö lágan
rekstrarkostnaö.
Lipur í akstri og létt íviöhaldi.
Allur frágangur í sérflokki
1 UMBOÐIÐ
k NÝBÝLAVEGI 8
m KÓPAVOGI SÍMI 44144
UMBOÐIÐ Á AKUREVRI: BLÁFELL S/F ÓSEYRI 5A — SÍMI 96-21090
„Krummi
á skíðum“
KOMIN er út hjá Iðunni ný bók í
flokknum um Krumma, „Krummi á
skíðum", cftir Thöger Birkeland.
Áður hafa komið út Krummi, Vesl-
ings Krummi og Knimmi og stúlk-
urnar. Teikningar eru eftir Kirsten
iloffmann, Hanne Fisker þýddi á ís-
lenzku.
A kápu segir, að móðir Krumma
sé svo kraftmikil, að hún fái alla
fjölskylduna tit að „trimma“, en
þegar ráðist er á hana að kvöldi
til, leggjast hlaupin niður. I stað
þess byrjar fjölskyldan að þjálfa
sig í skíðaleikfimi fyrir væntan-
lega skólaferð til Noregs. Þau upp-
lifa spennandi skíðaferðalag og
mörg skemmtileg atvik gerast, en
jafnframt er stundum alvara á
ferð.
Bókin er 155 bls. Steinholt hf.
annaðist setningu og prentun.
Krummi á skíðum er gefin út
með styrk frá Norræna þýð-
ingarsjóðnum.
Á röngu sviði
VEGNA fréttar í Morgunblaðinu
um uppsagnir blaðamanna á Vísi
og Dagblaðinu teljum við undirrit-
aðir rétt að það komi fram, að við
önnuðumst í sameiningu afmark-
aðan þátt í Vísi í hlutastarfi. Upp-
sagnir hvað okkur varðar voru því
fullkomnlega eðlilegar við hinar
nýju aðstæður, enda erum við báð-
ir önnum kafnir við störf annars
staðar. Athugasemd þessi óskast
birt'til að fyrirbyggja hugsanleg-
an misskilning.
Árni Sigfússon, Sveinn Guðjónsson.
Ólafur Jóhannesson
Höfundur: Evgení Schwarz.
Þýðandi: Stefán Baldursson.
Leikstjórn: Þórir Steingrímsson.
Leikmynd: Hallmundur Kristmundss.
Leikfélag Keflavíkur.
Utgáfu Leikfélags Keflavíkur á
Rauðhettu og úlfinum er ekki
þessi gamla góða samin beint upp
úr ævintýrinu. Hér er um að ræða
útgáfu Evení Schwars sem er
nokkuð frjálsleg og er fléttað inní
söngvum. Vafalaust eiga þau
verka Schwarz sem byggja á göml-
um ævintýrum rétt á sér, sérstak-
lega útgáfur byggðar á H.C. And-
ersen. En það er vandaverk að
koma til skila ævintýrablæ þess-
ara verka og rómantískri hugsun.
Því miður verð ég að játa að sýn-
ing Leikfélags Keflavíkur á
Rauðhettu Schwars í Alþýðuleik-
húsinu síðastliðinn laugardag
snart mig ekki á nokkurn hátt.
Nema ef vera skildi fyrst eftir hlé
þegar úlfurinn át Rauðhettu og
ömmu hennar. Dálítið spennandi
atriði. En annars fór leikritið að
mestu framhjá mér líkt og
skuggamyndasýning úr sólar-
landaferð. Þetta gerðist þrátt
fyrir að ég reyndi eftir bestu getu
að lifa mig inní það sem fram fór
á sviðinu.
Samt sé ég ekki eftir að hafa
eytt tíma mínum í að horfa á
þessa sýningu. Mér varð nefnilega
ljóst eftir sýninguna hvílíkur reg-
in misskilningur er hjá áhugahóp-
um utan Reykjavíkur að storma
þangað með hvaðeina sem sett er
á svið heima í héraði. Staðreyndin
er nefnilega sú að flestar leiksýn-
ingar slíkra áhugamannahópa
eiga fyrst og fremst erindi heima í
héraði. Þar þekkja allir leikarana
og geta því skemmt sér hið besta,
þótt tæknin þeirra sé ef til vill
ekki í besta lagi. Hér á Reykjavík-
Athugasemd vegna
uppsagnar blaðamanna
ursvæðinu hafa menn stöðugt
fyrir augunum þjálfaða atvinnu-
menn og geta ómögulega skemmt
sér yfir óförum ókunnugs viðvan-
ings. Slíkt er hins vegar hægt að
gera ef maður þekkir leikarann.
Þá fyrirgefur maður honum og
ætlast reyndar ekki til neins sér-
staks.
Ég held að leikhópar úti á landi
ættu að hugsa sig vel um áður en
þeir leggja land undir fót hingað
suður með sýningar. Ef þeir eru
með frumsamin íslensk verk ættu
þeir hiklaust að koma. Ef ef þeir
eru í vafa hvort sýningin eigi er-
indi utan héraðs, er betra heima
setið.
Ferðalög hingað, oft um langan
veg með viðamikil leiktjöld, sýna
sannan áhuga og innilega löngun
til að skemmta öðrum. Þetta frá-
bæra dugnaðarfólk sem heldur
uppi leikfélögunum úti á landi á
sannarlega ekki skilið að verða
fyrir álíka vonbrigðum og þeir
Keflvíkingar urðu fyrir síðasta
laugardag í Hafnarbíói þar sem
aðeins fyrstu bekkirnir voru setn-
ir. Munum að listin blómstrar að-
eins í réttu umhverfi.
Nú en ég vil ekki skilja við þá
Keflvíkinga án þess að minnast á
frammistöðu Árna Ólafssonar í
hlutverki Refsins. Þar fer leikara-
Leiklist
m
E3
©
Kauðhetta og úlfurinn
efni. Árni sýndist mér óskólaður
en í honum býr neistinn og það er
mikilvægast að slík glóð sé ekki
slökkt. Þess vegna meðal annars
er leikstarfsemin úti á landi ekki
bara nauðs.vn, hún er lífsnauðsyn.
Því manneskjurnar lifa ekki á
brauði einu saman. Ætti fjárveit-
ingavaldið að gera sér ljósa grein
fyrir þessari staðreynd. Við meg-
um ekki líta á landsbyggðina sem
nytsama framleiðslueiningu. Slíkt
sæmir ekki vitibornu fólki.
Nefndarformenn á Alþingi:
Fimm fastanefndir í Sameinuðu þingi
í Sameinudu þingi starfa 5 fasta-
nefndir. Þar af eru sýnu veiga-
mestar utanríkismálanefnd og
fjárveitinganefnd. Geir Hall-
grímsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, er formaður utanríkis-
málanefndar, Benedikt Gröndal,
fyrv. formaður Alþýðuflokksins,
varaformaður og Jóhann Ein-
varðsson (F) ritari. Geir Gunnars-
son (Abl) er formaður fjárveitinga-
nefndar, Þórarinn Sigurjónsson
(F) varaformaður og Eggert Hauk-
dal (S) skrifari.
Eggert Haukdal (S) er for-
maður atvinnumálanefndar, Jó-
hanna Sigurðardóttir (A) for-
maður allsherjarnefndar og
Ólafur Jóhannesson (F) formað-
ur kjörbréfanefndar Sameinaðs
þings.
I þingdeildum starfa 9 fasta-
nefndir. Halldór Ásgrímsson (F)
er formaður fjárhags- og við-
skiptanefndar í neðri deild en
Ólafur Ragnar Grímsson (Abl) í
efri. Stefán Valgeirsson (F) er
formaður samgöngunefndar í
neðri deild, Eiður Guðnason (A)
í efri. Stefán Valgeirsson (F) er
formaður landbúnaðarnefndar í
efri deild en Egill Jónsson (S) í
efri. Garðar Sigurðsson (Abl) er
formaður sjávarútvegsnefndar í
neðri deild en Stefán Guð-
mundsson (F) í efri. Skúli Alex-
andersson (Abl) er formaður
iðnaðarnefndar í neðri deild en
Davíð Aðalsteinsson (F) í efri.
Alexander Stefánsson (F) er
formaður félagsmálanefndar í
neðri deild en Þorvaldur Garðar
Kristjánsson (S) í efri. Guðrún
Helgadóttir (Abl) er formaður
heilbrigðis- og trygginganefndar
í neðri deild en Davíð Aðal-
steinsson (F) í efri. Ingólfur
Guðnason (F) er formaður
menntamálanefndar í neðri
deild en Ólafur Ragnar Gríms-
son (Abl) í efri. Ólafur Þ. Þórð-
arson (F) er formaður allsherj-
arnefndar í neðri deild en Eiður
Guðnason (A) í efri.
Allár þingnefndir hafa fasta
fundardaga, einn til tvo í viku,
og er fundartíminn yfirleitt fyrir
hádegi, en fastafundir þingsins
eftir hádegi. Fjárveitinganefnd
heldur fund hvern virkan dag
milli kl. 9 — 11 árdegis og oft
einnig frá kl. 5 — 7 síðdegis.