Morgunblaðið - 03.12.1981, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR’3 ' DESEMBER 1981
Minning:
Theodór Lilliendahl
fv. skrifstofustjóri
Fæddur 27. febrúar 1901
Dáinn 25. nóvember 1981
I dag er kvaddur hinstu kveðju
vinur minn Theodór Lilliendahl
fv. skrifstofustjóri. Hann andaðist
á sjúkraheimilinu í Hafnarbúðum
25. nóvember sl., rösklega áttræð-
ur að aldri.
Theodór var fæddur á Vopna-
firði 27. febrúar 1901. Foreldrar
hans voru Carl Lilliendahl bókari
hjá Örum og Wulff, og Ágústa
Jónasdóttir frá Kjarna í Eyjafirði.
Þeim hjónum varð 4 barna auð-
ið: Dóttirin Laufey giftist Einari
Pálssyni, fv. bankastjóra Lands-
bankans á Selfossi. Jónas fulltrúi
bæjarsímstjóra, hann var kvænt-
ur Margréti Jónsdóttur frá Akur-
eyri. Jónas andaðist 1975. Alfreð
símritari á Siglufirði var kvæntur
Ingunni Steingrímsdóttur frá Isa-
firði. Alfreð andaðist 1969.
Carli J. Lilliendahl kynntist ég
er ég starfaði sem símritari á
Siglufirði 1939. Hann dvaldi þá
hjá syni sínum Alfreð. Carl var
sannkallaður heiðursmaður, fág-
aður í allri framkomu og sérstakt
snyrtimenni í klæðaburði. Hann
var málamaður ágætur, og var oft
leitað til hans á Vopnafirði og síð-
ar á Akureyri, ef túlka þurfti er-
lent mál og þá einkum frönsku.
Rithönd hafði hann fagra svo að
orð fór af. Synirnir þrír, sem allir
störfuðu við símritun, tóku að
erfðum góða rithönd föðurins. Var
til þess tekið hve leiknir þeir voru
á skrift „morse-lykilsins", sem og
pennans.
Theodór fluttist barn að aldri
með fjölskyldunni til Akureyrar
er faðir hans Carl tók við bókara-
starfi hjá verslun Ottós Thuliníus-
ar. Ungur að árum hóf Theodór
sendilsstarf við símstöðina á Ak-
ureyri. Þar nam hann jafnframt
símritun. Theodór var settur sím-
ritari á Siglufirði vorið 1917. í
september sama ár var hann skip-
aður símritari á Akureyri, aðeins
16 ára að aldri. Það sýnir hve mik-
ið traust yfirboðarar Theodórs
báru til hans.
Theodór hafði mikið yndi af
hljómlist. Á yngri árum lék hann í
hljómsveit á Akureyri, sem vinur
Fæddur 14. desember 1923
Dáinn 25. nóvember 1981
Miðvikudaginn 25. nóvember
lést góður vinur, Hahs Víum
Vilhjálmsson, eftir langvarandi
veikindi.
Fyrir tæpum 8 árum var ég svo
lánsöm að kynnast Hansa, eins og
hann var ávallt kallaður, og konu
hans Eygló þegar þau hjónin tóku
dóttur mína í daggæslu.
Hansi var einstakur maður,
alltaf hress og kátur og gerði lítið
úr veikindum sínum, sem þó voru
veruleg og höfðu staðið lengi.
Öll börn hændust að Hansa,
hann var handlaginn, allt lék í
höndunum á honum, alltaf var
hann að dytta að heimili sínu,
enda var sérstaklega hlýlegt og
notalegt að koma á heimili þeirra
hjóna. Þar voru allir velkomnir og
tóku þau öllum opnum örmum.
Hugsunin um aðra ávallt í fyrir-
rúmi.
Hansi átti mjög góða konu sem
stóð við hliðina á honum í einu og
öllu, ríkti ávallt samstaða og ein-
hugur á milli þeirra hjóna öðrum
til eftirbreytni.
Hansi og Eygló reyndust mér og
minni fjölskyldu einstaklega vel
og voru börnum mínum sem for-
eldrar.
hans, Karl Ó. Runólfsson tónskáld
stjórnaði. Þá lék Theodór á klarin-
ett. Seinna hneigðist hugur hans
að cellóhljóðfærinu og naut hann
þess í tómstundum að leika fagra
tónlist og gleðja samferðamenn
sína með cellóleik.
Þegar talsamband frá íslandi
við útlönd á stuttbylgju var tekið í
notkun 1935, hafði verið reist
sendistöð á Vatnsenda og mót-
tökustöð í Gufunesi. Theodóri var
falið að gegna stöðvarstjórastarf-
inu í Gufunesi. Fluttist hann því
frá Akureyri og tók til starfa í
Gufunesi í nóv. 1934. Því starfi
gegndi hann til 1940. Þá var
stuttbylgjusambandinu við um-
heiminn lokað vegna styrjaldar-
innar. Theodór tók þá við starfi
varðstjóra á ritsímasambandi við
Ameríku. Árið 1965 var Theodór
skipaður skrifstofustjóri á skrif-
stofu ritsímastjóra. Því embætti
gegndi hann þar til hann lét af
störfum vegna aldurs.
Theodór var eftirsóttur starfs-
maður, leikinn símritari, sem naut
trausts yfirmanna og samstarfs-
manna sinna. Hann vann mikið að
félagsmálum símamanna, var
formaður Félags ísl. símamanna
1939—40. Hann var einn af stofn-
endum Byggingarsamvinnufélags
símamanna 1946. Kosinn í stjórn
1950 og ritari félagsins í 20 ár.
Theodór var ósérhlífinn og fús að
leggja á sig mikla vinnu til að
stuðla að framgangi hagsmuna-
mála símamanna. Samstarfsmenn
Theodórs á ritsímanum svo og
aðrir símamenn, sem unnu með
honum á löngum og farsælum
starfsferli, færa honum þakkir
fyrir góða samvinnu og trausta
vináttu.
Árið 1932, þann 18. júní, kvænt-
ist Theodór Huldu Káradóttur frá
Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi.
Theodór taldi það sitt mesta gæfu-
spor, er hann steig á lífsleiðinni.
Hulda er mikilhæf kona, sem
Theodór mat mikils og virti. Var
einkar kært með þeim hjónum.
Hulda stóð trú og traust við hlið
manns síns í blíðu og stríðu til
hinstu stundar. Þeim hjónum varð
þriggja barna auðið, þau eru: Karl
Ég vil þakka Hansa fyrir allt
sem hann hefur gert fyrir mig og
mína, það verður aldrei fullþakk-
að.
Sú góða minning sem við eigum
um hann mun alltaf lifa í brjóst-
um okkar. Ég veit að Guð varð-
veitir hann um alla eilífð.
Elsku Eygló mín, Villi, Davíð og
Jóhanna, ykkur vottum við okkar
dýpstu samúð. Guð veri með ykkur
og styrki.
E.Ó.
Fósturmóðir mín, Rebekka
Ingvarsdóttir, Merkurgötu 7,
Hafnarfirði, er látin.
Hún er komin á leiðarenda og
hefur nú fengið svar við lífsgát-
unni miklu. Leiðin um veginn er
misjafnlega löng, sumum reynist
hún grýtt en öðrum greiðfær. Ein-
staka eru rétt lagðir af stað þegar
kallið kemur, en aðrir eru á göng-
unni frá sólarupprás til sólarlags.
Svo var um mömmu, hennar
ganga stóð í 80 ár.
Hún og fóstri minn, Jón Andr-
ésson, sem látinn er fyrir 7 árum,
áttu samleið í rúma hálfa öld, og
eignuðust þau þrjú börn, Ingu
Halldóru, Vilhjálm og Andrés. Þá
var kreppan mikla óg erfiðleikarn-
ir blöstu hvarvetna við svo óþarft
reyndist að búa þá til.
Pabbi kunni tökin á vélinni, sem
knúði fleyið hans um soliinn sæ og
þangað var björgin sótt, þar réði
hann. Mamma breytti björginni í
fæði og skæði enda var heimilið
hennar vettvangur og þar réði hún
ríkjum. Hvort um sig þekkti og
virti hæfni hins. Hann var
hraustmenni, hún skörungur.
Mörgum smælingjanum hyglaði
hún á leið sinni um veginn, því
sumir troðast undir og aðrir drag-
ast aftur úr eins og gengur.
Kannski urðu matarbitarnir í
soltna maga ekki þyngstir á met-
unum en hitt fær hún sín laun
fyrir, hversu oft hún huggaði
hrellda sál og kveikti nýja von í
brjósti hinna smáu og vanmetnu
sem á vegi hennar urðu. Að geta
gefið frá sér gleði, birtu og von
hlýtur að komast næst hinu
æðsta. Enn aðra tók hún sér
hreinlega við hönd og studdi, hlúði
og verndaði þar til fleygir urðu. Er
sú sem þessar línur ritar ein
þeirra, og ég bið góðan Guð að
launa henni gæskuna. Eins var
með Halldór Guðmundsson, sem
nær allslaus varð á vegi þeirra
pabba og mömmu fyrir rúmum 50
árum. Þeir sem einhverntímann
hafa lesið Guðsorð þekkja söguna
um miskunnsama Samverjann og
svar Jesúm um hver er náungi
þinn.
En sjaldan held ég að góðverk
nokkurra manna hafi skilað sér
jafnríkulega. Þegar þau gerðust
göngumóð og sjúk, og niðurlæging
ellihrörnunar sótti að, var Halldór
þeim allt. Hann hugsaði um pabba
af þvílíkri snilld að ekki varð á
betra kosið og öll hjálp veitt þann-
ig að hvorki særðist viðkvæmt
stolt né stórbrotin sál. Og í bana-
legu mömmu, sem stóð í rúma 7
mánuði, stóðu hann og Inga Dóra
dóttir hennar í því nótt og dag,
hvern einasta sólarhring, allan
þann tíma að létta henni iífið og
hjúkra henni í stóru og smáu.
Megi góður Guð styrkja þau í
sorginni, launa þeim miskunnsem-
ina og láta breytni þeirra verða
öðrum til fyrirmyndar. Villa,
Andrés, eiginkonur þeirra og þá
ekki síður öll barna- og barna-
barnabörnin bið ég Guð að styrkja
og blessa.
hljóðfæraleikari, fæddur 16. júlí
1933, kvæntur Hermínu Jónsdótt-
ur, þau eiga 3 börn. Óskar var að-
albókari Sparisjóðs Reykjavíkur,
fæddur 1. júlí 1938. Óskar andað-
ist um aldur fram, 27. maí 1970.
Og Dagný Hulda, fædd 28. desem-
ber 1948. Dagný Hulda er gift
Erni Jóhannssyni fulltrúa hjá
Ríkisskattstjóra. Þau eiga 2 börn.
Theodór átti við veikindi að stríða
síðari árin, þó einkum sl. tvö ár, er
sjóndepra ágerðist mjög. Hulda
hjúkraði manni sínum og annaðist
hann heima af alúð og nærgætni,
þar til fyrir tveim mánuðum að
Theodór var fluttur á hjúkrunar-
heimilið í Hafnarbúðum. Þar and-
aðist hann 25. nóvember sl., rösk-
lega áttræður að aldri. Það hafði
Ég, eiginmaður minn og börnin
okkar óskum mömmu fararheilla
með ástarþökk fyrir allt og allt.
Hvíli hún í friði.
Sonja Sveinsdóttir
Mig langar í fáum orðum að
minnast ömmu minnar, Rebekku
Ingvarsdóttur, í þakklætis- og
kveðjuskyni.
Hún var fædd 2. júní 1901, yngst
þriggja barna hjónanna Halldóru
Þorgilsdóttur og Ingvars Guð-
mundssonar. Aðeins 1 árs gömul
missti hún móður sína og fór þá
fyrst til föðurforeldra sinna Ing-
unnar Magnúsdóttur og Guð-
mundar Eyjólfssonar að Hlíð í
Garðahverfi, en er Ingunn lést
skyndilega ári seinna fór amma
aftur til föður síns og móður-
ömmu, Rebekku Tómasdóttur.
Seinna kvæntist langafi Guðrúnu
Andrésdóttur og eignuðust þau 4
börn.
18. september 1920 giftist amma
afa mínum Jóni Andréssyni vél-
stjóra og bjuggutþau saman í 54
mikið reynt á krafta Huldu að
annast Theodór í veikindum hans,
einkum seinustu mánuðina, sem
hann var heima. Enda var hún
þrotin að kröftum og var lögð inn
á Landspítalann daginn eftir að
Theodór var fluttur á hjúkrunar-
heimilið. Þar liggur Hulda sjúk og
getur ekki fylgt ástríkum eigin-
manni til hinstu hvíldar. Ég óska
af einlægni að Hulda fái skjótan
bata og auðnist að njóta jólahátíð-
arinnar í faðmi barnanna og fjöl-
skyldna þeirra.
Ég sendi Huldu, börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Theodórs
Lilliendahl.
Hafsteinn Þorsteinsson
ár, eða þar til afi dó 3. nóvember
1974. Þau eignuðustu 3 börn, Ingu
Halldóru, Vilhjálm og Andrés. Þá
ólu þau upp fósturdóttur, Sonju
Sveinsdóttur. Einnig kom til
þeirra sem unglingur Halldór
Guðmundsson og hefur hann dval-
ið á heimilinu síðan og var hann
þeim sem besti sonur.
Mest allan sinn búskap bjuggu
afi og amma á Merkurgötu 7 í
Hafnarfirði og þar var ríki ömmu
í 60 ár, en afi var lengst af til sjós.
Nú er tómlegt á Merkurgötunni,
en ég heyri fyrir mér með hlátur-
inn og kátínuna sem þar ríkti svo
oft. Ég sé ömmu fyrir mér með
handavinnuna sína, en allt slíkt
lék í höndum hennar. Ég minnist
einnig ömmu í blómaræktinni, í
janúar með lítil fræ, sprota um
vorið og fallegan blómagarð um
sumarið, enda fékk hún oft verð-
laun og viðurkenningar fyrir garð
sinn.
Amma var glaðlynd kona og létt
í lund, en siðavönd og guðhrædd.
Hún lét óhrædd skoðanir sínar í
ljós og víst er, að maður vissi hvað
henni fannst um hlutina. Hún las
mikið sér til ánægju og fróðleiks
og var mikill fagurkeri.
Ekki get ég minnst ömmu án
þess að minnast þess fólks sem oft
kom til hennar og maður heyrði
spjalla um lífið og tilveruna. Þetta
fólk hafði ekki mikla menntun á
okkar mælikvarða og hafði ekki
gert víðreist um ævina, en það
gladdist yfir litlu og hver sá sem á
það hlýddi varð fróðari og forvitn-
ari en áður. Þetta fólk var eins og
tengiliður við liðinn tíma, flest er
það nú horfið af sjónarsviðinu. Og
nú er amma farin líka. Einhvern
veginn fannst mér að hún yrði
alltaf til staðar, jafnvel þegar hún
lá veik heima trúði ég ekki í eig-
ingirni minni að hún færi líka. Og
nú kveð ég ömmu með þakklæti og
söknuð í huga. Þakklæti fyrir
hvernig hún alla tíð reyndist mér
vel og syni mínum sem hún fóstr-
aði í 9 ár þótt hún væri komin á
áttræðisaldur. Söknuð eftir sam-
verustundunum, þar sem hlegið
var og skrafað, í gamni og alvöru,
eftir því sem tilefni gáfust. En
minningin um samverustundirnar
og ömmu munu lifa um ókomin ár.
Rebekka Árnadóttir
Afmælis- og
minningargreinar
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi
á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal
einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um
hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
Hans Víum Vilhjálms-
son — minning
Rebekka Ingvars-
dóttir - Minningarorð