Morgunblaðið - 03.12.1981, Síða 33

Morgunblaðið - 03.12.1981, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981 33 Minning: Kristín J. Sölva- dóttir Minmngarorö Það var gaman að vera í hópi frumbyggja í Vogahverfi á fyrstu árum eftir síðari heimsstyrjöld. Vitanlega voru erfiðleikarnir margir, efni flestra ekki mikil, en viljinn, vinnusemin og bjartsýnin lyftu grettistökum. I fyrstu var fólkið fátt og fæstir þekktust áður. Það skipti ekki máli, menn heils- uðust eins og gamlir kunningjar, tóku hver annan tali hvort sem menn mættust á götutroðningum, við hálfbyggð hús eða í þröngum og ófullkomnum verslunum. Hvert húsið reis af öðru, byggð þéttist, og iðandi mannlíf barna, miðaldra og roskinna skóp hér á hálfum áratug nýlendu, fyrsta eig- inlega úthverfi Reykjavíkur. Efni sín og atorku hafði hver og einn lagt af mörkum til myndunar þessa byggðarlags, en sameiginleg viðfangsefni og vandamál frum- býlinga tengdu þá ósjálfrátt sam- an. Við slíkar aðstæður verður granninn svo mikils virði og sam- félagið því fegurra og betra sem mannkostir hans eru meiri. Slíkt fólk skapar alltaf birtu og frið hvar sem það kemur nærri. Þann svip bar frú Kristín Sölva- dóttir með sér og setti á heimili sitt, umhverfi og félagsstarf frá fyrstu tíð í Vogahverfi. Við veitt- um strax athygli þessari fíngerðu konu, sem alltaf var svo glaðleg á svipinn. Þegar persónulegu kynn- in mynduðust svo við uppbyggingu kirkjulega starfsins í Lang- holtsprestakalli, þá lærðist okkur sem öðrum að virða hana og þykja vænt um hana. Að þeim málefnum vann hún ásamt eiginmanni sín- um meðan kraftar leyfðu af ein- lægni og trú og ætíð í forystusveit. Kristín kvartaði aldrei um tíma- leysi, þegar kvenfélag kirkjunnar þurfti á henni að halda. Þeir voru ófáir basararnir sem hún vann að. Hún var svo vel fallin til að tala við fólk og fá það til liðs við okkur. Hún beitti ekki hávaða heldur sinni fáguðu framkomu og létt- leika. Fáir munu þvi hafa getað neitað henni, er hún kom í þessar fj áröflunarferðir. Kristín var aufúsugestur á öll- um samkomum, þar var hún hrók- ur alls fagnaðar. En bak við gleð- ina var mikil alvara. Henni lét mjög vel að skilja aðra, lifa sig inn í kjör fólks, geta glaðst með því en ekki síður að styðja þá sem bágt áttu eða erfiðleikar steðjuðu að. Það var yndislegt að koma á hið vistlega heimili þeirra hjóna í Karfavogi. Kristínu var svo annt um að öllum gæti liðið vel, heima og heiman. Börn þeirra og barna- börn áttu flest göngu sína í Voga- skóla og þaðan var stutt heim í hlýjuna hjá mömmu og pabba eða afa og ömmu. Fyrir barnahópnum sínum bar Kristín einlæga um- hyggju og ræddi oft um þau með ríkri gleði og þakklátum orðum og huga. Þess bera þau og gott vitni. Frú Kristín Sölvadóttir var ein- læg trúkona. Þess vegna fann hún ætíð hið fagra og góða í lífinu og gat glaðst eins og barn. Við kom- um til hennar á sjúkrabeð skömmu áður en hún lést. Enn var sami hlýjuglampinn i augum og bros hennar fyllti okkur friði og ró. Við fórum að rifja upp gamla daga frá kirkjustarfinu, minnast strits og erfiðleika en eigi síst ein- lægs samstarfs og jafnvel glett- inna atvika. Gleðibros færðist yfir allan svip hennar við slíkar ljúfar endurminningar. Þessi kveðju- stund var fögur. Stillingu og ró hafði hún sýnt í löngum og ógnþrungnum veikindum sínum, en hún gat enn veitt öðrum hlut í gleði sinni eins og alltaf áður. Guðsgjafir hafði hún þegið í rík- um mæli, ávaxtað þær vel og lét ætíð aðra njóta þeirra með sér. Eiginmaður Kristínar, Garðar Þórhallsson, dvaldi einnig við beð hennar þessar síðustu stundir sem við áttum með henni. Herbergið fylltist þeim friði, fegurð og ró sem við munum aldrei gleyma. Það var allt endurómur lífs og lið- inna ára frá fyrstu kynnum við þessi samstilltu og elskulegu hjón og börn þeirra í Vogum við Sund. Guð blessi minningu Kristínar Sölvadóttur og veiti eiginmanni hennar, börnum og öðrum ástvin- um styrk við mikinn missi. Við þökkum kynni sem aðeins er Ijúft að minnast. Gunnþóra og Helgi Mig langar til að færa þér, Garðar Þórhallsson og börnum þínum fáein fátækleg þakkarorð á þessum reynslutíma, sem nú fer í hönd, því að ég veit af eigin reynslu, hversu sárt það er að sjá ástvini sína hverfa á brott. Ég sagðist færa þér þakkarorð, sem hljómar nú kannski undar- lega á þessarri stundu, en þá hefi ég í huga alla þá miklu hjálp og styrk, sem þú og fjölskylda þín sýndi mér í minni sorg, — sem verður mér ógleymanlegt. Það var ekki aðeins stundarhjálp, því að ávallt síðan hafa heimili ykkar Kristínar, — og heimili Garðars yngra og Sölvínu staðið mér opin, eins og væri ég einn af ykkar fjöl- skyldu. Slik vinátta er meira en gulls og eðalsteina virði. Nú er það mín einlæg ósk og von, að þið eigið eftir að mæta jafn fölskvalausri vináttu og þið hafið öðrum veitt. Guð styrki ykkur öll. Benjamín Einarsson Þvottavélin ALDA pvær og purrkar vel Þetta er þvottavél sem hentar íslenskum heimilum, hefur innbyggöan þurrkara og tekur inn á sig heitt og kalt vatn. Veröið er mjög hagkvæmt, hringdu í síma32107 og kynntu þér veröiö, við borgum símtalið. Þvottakerfin eru 16 og mjög mismunandi, með þeim er hægt að sjóða, skola og vinda. leggja í bleyti, þvo viðkvæman þvott og blanda mýkingarefni i þvott eða skolun. Þvottavélin tekur 4-5 kg af þurrum þvotti. tromlan snýst fram og til baka og hurðin er með öryggislæsingu. Vinduhraði allt að 800 snúningar ámin. Þurrkaranner hægt aðstilla á mikinn eða litinn hita og kaldur blástur er á siðustu mín. til að minnka krumpur Með einu handtaki er hjólum hleypt undir vélina sem auðveldar allan flutning. _______________________■ >-•* i ÞYNGD 78 kg HÆÐ 85 CM BREIDD60CM DÝPT54 CM ÞVOTTAMAGN 4-5KG ÞURRKMAGN 2-2.5 KG VATNSMAGN 15/18 I OG 19/25 I VINDA 450- 800 SNÚN. MÍN. RAFMAGN 220 VA. C. 13 AMP. MAX/ELEMENT 1350 VÖTT ÞURRKMÓTOR 50 VÖTT ALDA UMBOÐSAÐILAR: REYKJAVlK: VÖRUMARKAÐURINN AKRANES: ÞÓRÐUR HJÁLMSSON BORGARNES: KF BORGFIÐINGA ÞATREKSFJ. JÓNAS ÞÓR, RAFVIRKI ISAFJÖRÐUR: STRAUMUR BOLUNGARVlK: JÓN FR. EINARSSON FLATEYRI: GREIPUR GUÐBJÖRNSSON BLÖNDUÓS: KF. HÚNVETNINGA SAUÐÁRKRÓKUR: KF. SKAGFIRÐINGA AKUREYRI: AKURVlK SIGLUFJÖRÐUR: GESTUR FANNDAL ÓLAFSFJ.: RAFTÆKJAVINNUSTOFAN HUSAVlK: GRlMUR OG ÁRNI ÞÓRSHÖFN:NORÐURRAF VOPNAFJÖRÐUR: KF. VOPNFIRÐINGA EGILSSTAÐIR: KF. HÉRÐASBÚA SEYÐISFJÖRÐUR: STÁLBÚÐIN NESKAUPST.: KRISTJÁN LUNDBERG ESKIFJ.: PÖNTUNARFÉL. ESKFIRÐINGA HÖFN HORNAFIRÐI: K. A. S. K D-302 ÞYKKVIBÆR: FRIÐRIK FRIÐRIKSSON GRINDAVfK: VERZLUNIN BÁRAN KEFLAVlK: STAPAFELL VESTMANNAEYJAR: KJARNI VlK I MYRDAL: KF. SKAFTFELLINGA Hringiö í síma C3j 35408 Blaðburðarfólk óskast AUSTURBÆR VESTURBÆR Laugavegur1—33 Miðbær II Tjarnargata I og II Garðastræti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.