Morgunblaðið - 03.12.1981, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAOUR 3. DESEMBER 1981
t
Faðir okkar, tengdafaöir og afi,
GEORG KARLSSON,
Austurbyggö 12, Akureyri,
lézt 24. nóvember sl. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk
hins látna.
Þökkum auösýnda samúö.
Sverrir Georgsson,
Soffia Georgsdóttir,
Tryggvi Georgsson,
Guömundur Georgsson,
Guórún Georgsdóttir,
tengdabörn og barnabörn.
+ Bróöir okkar og mágur,
SIGURÐUR EIRfKSSON
frá Löngumýri,
Laugalæk 17,
veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju i dag, fimmtudag 3. des-
ember, kl. 13.30.
Ágúst Eiríksson, Emma Guðnadóttir,
Elín Eiríksdóttir, Eiríkur Guónason,
Solveig Hjörvar,
Páll Eiríksson, Svanfríóur Gísladóttir,
Ingigeröur Eiríksdóttir, Jón Ingvarsson,
Baldvin Árnason, Þuríður Bjarnadóttir.
t
Útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
JÓHÖNNU VIGDÍSAR SÆMUNDSDÓTTUR,'
Barónsstíg 21,
veröur gerö frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 4. desember
kl. 3 e.h.
Blóm afþökkuö, en þeir, sem vildu minnast hennar, láti vinsamleg-
ast líknarstofnanir njóta þess.
Sigrióur Th. Erlendsdóttir, Hjalti Geir Kristjónsson,
Guöríöur Ó. Erlendsdóttir, Gísli Guómundsson,
Guörún Erlendsdóttir, Örn Clausen
og barnabörn.
t
Minningarathöfn um
FRÚ HALLDÓRU BJARNADÓTTUR
fer fram í Baöstofu héraöshælisins á Blönduósi föstudaginn 4.
desember kl. 13.00.
Útförin veröur gerö frá Akureyrarkirkju laugardaginn 5. desember
kl. 13.30.
Samkvæmt ósk hinnar látnu eru blóm og kransar afþökkuö, en
þeim sem vildu minnast hennar, er bent á aö láta Halldórustofu á
Heimilisiönaöarsafninu á Blönduósi njóta þess.
Gjöfum er veitt móttaka á Héraöshælinu á Blönduósi og i Prent-
verki Odds Björnssonar, Akureyri.
Vinir og vandamenn.
t
Hjartkær eiginkona mín, móöir okkar og tengdamóðir,
LjLJA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Álfaskeiöi 64, Hafnarfiröi,
sem andaöist 29. nóvember, veröur jarösungin frá Hafnarfjaröar-
kirkju föstudaginn 4. desember kl. 13.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Ágúst Jóhannsson,
Sigurlín Ágústsdóttir, Guómundur A. Guömundsson,
Aöalbjörg Ágústsdóttir, Árni Jónasson,
Bjarni Ágústsson, Sóley Brynjólfsdóttir,
Kristján Ágústsson, Sigrún Guómundsdóttir,
Ingibjörg Jónsdóttir.
t
Hjartkær móöir okkar, tengdamóöir, amma og vinur,
KRISTÍN EYJÓLFSDÓTTIR,
Noröurbraut 23,
Hafnarfirði,
veröur jarösungin frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi föstudaginn 4.
desember kl. 15.00.
Ingveldur Húbertsdóttir, Jóhannes Magnússon,
Sigursteinn Húbertsson, Anna Pálsdóttir,
Ágúst Húbertsson, Hrafnhildur Þórarinsdóttir,
Svavar Þórhallsson, Sígríöur Arnórsdóttir,
Eiríkur Hávarösson og barnabörn.
t
Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar,
tengdamóöur og ömmu,
GUÐRÍÐAR GUNNL AUGSDÓTTUR,
Sunnuhvoli,
Hveragerói.
Hulda Ragnarsdóttir, Stefán S. Sigurjónsson,
Engílbert Eggertsson, Þórunn Böövarsdóttir,
Guðrún B. Eggertsdóttir, Tryggvi Kristjánsson,
Jón H. Eggertsson, Inga Dóra Jóhannesdóttir
og barnabörn.
Minning:
Álfhildur Runólfs-
dóttir frá Kornsá
Fædd 21. maí 1915
Dáin 21.nóvember 1981
Þegar ég fékk þá sorgarfregn aö
vinkona mín Álfhildur Runólfs-
dóttir væri dáin, fékk þaö mikið á
mig. Hún andaðist á heimili sínu
laugardaginn 21. nóvember. Álf-
hildur var ættuð frá Kornsá í
Vatnsdal, einu mesta myndar- og
menningarheimili í Austur-
Húnavatnssýslu, dóttir merkis-
hjónanna Runólfs Björnssonar og
Ölmu Jóhannsdóttur Möller. Þar
ólst hún upp í stórum systkinahóp.
Ég heyrði mikið talað um glæsi-
leik þessara systkina, og aldrei
gleymdi ég þegar ég sá Alfhildi í
fyrsta sinn. Þá vorum við báðar
ungar, það geislaði af henni æsku-
fegurðin, persónuleikinn og glæsi-
leg var hún, satt var það. Þá
myndaðist að ég held vináttuþráð-
ur á milli okkar, sem alltaf varð
sterkari eftir því sem árin liðu.
Álfhildur var mjög vel gefin,
dugleg og allt lék í höndum henn-
ar, sérstaklega matreiðsla. Hún
hafði yndi af að gefa og gleðja vini
og var mikill veitandi. Aðal at-
vinna hennar var matargerð með-
an heilsan leyfði. Ég held að eng-
inn gleymi þeim mat, sem hún bjó
til, hann var svo góður og smekk-
legur, ég held hún hafi haft sitt
sérstaka bragð, sem ég hefi aldrei
fundið betra hjá neinum öðrum,
og ekki má gleyma kökunum, sér-
staklega smákökunum svo falleg-
um og góðum. Álfhildur var í
mörg ár ráðskona hjá fyrrverandi
forsetahjónum okkar, Ásgeiri
Ásgeirssyni og frú Dóru. Veit ég
frá fyrstu hendi að þeim líkaði
sérstaklega vel við hana og þótti
vænt um hana. Til marks um það
traust, sem þau merkishjón höfðu
á Áifhildi, þá veit ég að hún Dóra
tók hana með sér þegar þau voru
boðin til útlanda. Þá var Álfhildur
hennar aðstoðarstúlka, skautaði
frúnni og hjálpaði henni með ann-
an búnað. Éinnig man ég að eftir
að Álfhildur hætti á Bessastöðum,
vegna lasleika, þá kom Friðrik
Danakonungur í heimsókn. Bað þá
forsetinn Álfhildi, sem þá var
stödd á Seyðisfirði, að koma og sjá
um veisluhöld á Bessastöðum.
Það má næstum segja að Álf-
hildur blessuð hafi átt við heilsu-
leysi að stríða frá því hún var ung
stúlka, en þó sérstaklega síðustu
árin. Alltaf fór hún samt til vinnu
ef hún aðeins gat komist á fætur.
Dugnaðurinn og harkan við sjálfa
sig var takmarkalaus. Oft þegar
ég sagði við hana að nú gæti hún
alls ekki farið í vinnuna, hún væri
svo lasin, þá var alltaf sama svar-
ið: „Jú, jú, ætli ég reyni ekki að
fara, ég vil reyna að vinna meðan
ég lifi,“ og það fékk hún líka.
2. nóv. 1957 giftist Álfhildur
Páli Einarssyni. Því miður stóð
það hjónaband stutt. Hann varð
bráðkvaddur á nýársdag 1958. Páll
var maðurinn í lífi Álfhildar og ég
held að hún hafi aldrei fullkom-
lega komist yfir þá miklu sorg að
þurfa að sjá á bak honum. Álfhild-
ur var trygglynd og vinaföst og
bar ekki erfiðleika sína á torg,
bætti heldur á sig annarra
áhyggjum.
Ég votta systkinum og vinum
einlæga samúð mína. Skarðið eftir
hana verður vandfyllt.
„Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi. Hafðu þökk fyrir allt og
allt.“
Árdís Pálsdóttir
Á föátudagskvöld þann 21. nóv.
sl., átti ég langt og ánægjulegt
samtal við Öllu systur mína. Alla
var hún alltaf kölluð af þeim, sem
þekktu hana. Hún var glöð og létt
í lund og horfði björtum augum til
framtíðarinnar.
Á mánudaginn var svo helfregn-
in flutt. Alla var dáin.
Alla var elst af okkur systkin-
unum frá Kornsá í A-Húnavatns-
sýslu. Við vorum 7 talsins alsyst-
kinin og auk þess tvær hálfsystur,
en nú erum við aðeins 3 á lífi. For-
eldrar okkar voru hjónin Runólfur
Björnsson og Alma Jóhannsdóttir
Möller.
Alla var 9 ára þegar ég fæddist
og það var hennar hlutskipti að
annast um mig. Milli okkar urðu
alla tíð óvenjulega traust systra-
bönd. Eiginlega var Alla mér á
margan hátt bæði móðir og systir,
og oft fann ég það hve mjög hún
bar minn hag fyrir brjósti á allan
hátt.
Margs konar mótlæti mætti
Aila á sinni ævileið. Árið 1947 fór
hún til Kaupmannahafnar til að
læra þar matreiðslu. Þar veiktist
hún af berklum en tókst eftir
langvinnt stríð að yfirstíga þá.
Eftir að hún kom heim gerðist
hún ráðskona á Bessastöðum hjá
Ásgeiri Ásgeirssyni þáverandi
forseta. Þar starfaði hún við góð-
an orðstír um árabil.
Þegar Alla var 45 ára giftist
hún Páli Einarssyni starfsmanni
hjá Rafveitunni. Þá virtist fram-
tíðin björt og fögur. En eftir að-
eins tveggja mánaða hjónaband
varð Páll bráðkvaddur. Því áfalli
tók Alla af þeim sálarstyrk og
þeim hetjuskap, sem einkenndi
hana alla tíð.
Og nú er hún sjálf horfin sjón-
um okkar, svo skjótt og óvænt, að
við höfum naumast gert okkur
þess fulla grein, sem orðið er. En á
skilnaðarstundinni er mér þakk-
lætið efst í huga, þakklætið til
minnar elskuðu systur, sem ávallt
vildi vera mér bæði móðir og syst-
ir.
Guð blessi hana og leiði hana
inn í eilífan jólafögnuð og jóla-
dýrð.
Gerða
Ég man það eins og það hefði
gerst i gær. Það var vor, ég var
tvítug og var að koma í fyrsta sinn
+
Litti drengurinn okkar,
ÞÓROUR DAVÍÐ KRISTJÁNSSON,
til heimilis aö
Súluhólum 6, Reykjavík,
sem lést föstudaginn 27. nóvember, verður jarðsunginn frá Garöa-
kirkju föstudaginn 4. desember kl. 1.30.
Anna Lydia Hallgrímsdóttir, Kristján Þóróarson.
Útför móður okkar,
ÞÓRUNNAR BENEDIKTSDÓTTUR,
sem lézt 29. nóvember, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag,
fimmtudaginn 3. desember, kl. 10.30.
Ása Björgúlfsdóttir,
Þórunn Björgúlfsdóttir,
Egill Björgúlfsson,
Ólafur Björgúlfsson.
að Kornsá í Vatnsdal. Ég ætlaði
að vera þar kaupakona um sumar-
ið. Faðir minn Runólfur Björnsson
bjó þar, en ég var fædd og uppalin
á Suðurlandi. Systir mín Ásgerður
sótti mig út í Hóla — Vatnsdals-
hóla. Hún var 12 ára og kom ak-
andi í léttivagni, og hestur spennt-
ur fyrir, en sætið var úr svörtu
leðri. Veðrið var yndislegt. Við
ókum fram Vatnsdalinn. Móðir
mín hafði lýst honum rétt. Hún
kom þangað um vor, seint um
kvöld. Hafði riðið um daginn frá
Hvítárvöllum í Borgarfirði. Þar
hafði hún verið um veturinn á
mjólkurskólanum og var nú ráðin
rjómabústýra að rjómabúinu við
Kornsá. Hún var þreytt þegar kom
á áfangastað og sofnaði strax. Um
morguninn kom hún út, leit í
kringum sig og fannst hún vera
komin í einn af þessum útilegu-
raanna- eða huldufólksdölum, sem
sagt er frá í þjóðsögum og ævin-
týrum.
Ég kom að Kornsá og Alma,
kona föður mins, tók á móti mér
eins og dóttur sinni. Hún bauð
mér í bæinn. Ung stúlka kom að
utan. Hún var í bláum kjól og með
fangið fullt af hvítum þvotti og
það var eins og sólin skini á hárið
á henni. „Ég heiti Álfhildur og ég
er systir þín,“ sagði hún. Ég horfði
á hana og sá að hún gat ekki heitið
annað en Álfhildur.
Sumarið sem ég átti á Kornsá
var yndislegt. Fegurð Vatnsdals-
ins heillaði mig. Við Álfhildur
vorum mjög jafnaldra og urðum
fljótt mjög handgengnar hvor
annarri. Fljótt fann ég, að Álf-
hildur var forsjá sinna systkina,
enda elst. Til hennar var alltaf
hægt að leita. Mér fannst hún
bera ábyrgð á okkur öllum. Ekki
gat hún alltaf farið með okkur
þegar við fórum á böll fram á Mó-
hellu, eða út að Gilsstöðum, því
ýmsu þurfti að ljúka heima. En
þegar leið á kvöldið kom hún allt-
af, því nóg var af ungum sveinum,
sem ekki töldu eftir sér að skreppa
heim að Kornsá og sækja Álfhildi,
enda minnast margir þess, hvað
hún var björt og glæsileg í dansin-
um.
Eftir réttir var kaupavinnunni
lokið og ég bjóst til heimferðar.
Álfhildur hafði ákveðið að fara
suður um haustið en hún hafði
aldrei komið til Reykjavíkur. Einn
dag sagði faðir okkar við Álfhildi:
„Farðu með Huldu systur þinni
hérna um dalinn að kveðja. Þið
takið bestu hestana." Þessum degi
gleymum við aldrei. Ég man hvað
Álfhildi var innilega fagnað af öll-
um, hvar sem við komum. Það var
auðfundið, að enginn vildi missa
hana úr dalnum og hlýjar kveðjur
fylgdu henni frá hverjum bæ.
Þannig leið þessi bjarti haustdag-
ur, grös voru sölnuð, og Álfhildur
kvaddi dalinn sinn fagra.
Árin liðu. Skin og skúrir skipt-
ust á. Tengsl og vinátta okkar
systra urðu styrkari með hverju
ári sem leið. Vegferð Álfhildar var
orðin ströng, en ekkert virtist geta
bugað þrek hennar og kjark. Þó
virtist okkur vinum hennar og
systkinum hún óttast, nú í seinni
tíð, að þrekið til starfa yrði brátt
frá sér tekið. Við því var henni
hlíft.
Og nú er komin kveðjustund. Ég
gekk inn í stofuna til hennar um
daginn. Hún hvíldi á sófanum eins
og hún svæfi. En yfir andliti henn-
ar var íölvi og friður dauðans.
Inni var allt bjart og hlýtt, allt
var búið undir hátíð, enda fór að-
venta í hönd. Við hlið Álfhildar lá
mynd, sem hún hafði verið að
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hliðst-
ætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendi-
bréfsformi. Þess skal einnig get-
ið, af marggefnu tilefni, að frum-
ort Ijóð um hinn látna eru ekki
birt á rainningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa
að vera vélrituð og með góðu
línubili.