Morgunblaðið - 03.12.1981, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981
45
Hitaveita Suðurnesja:
Er vatnið ekki nógu heitt
þegar það fer frá orkuverinu?
Henrik Jóhannesson, Sandgerði,
skrifar:
„Velvakandi.
„Ekki er sopið kálið, þó að í aus-
una sé komið,“ segir gamall
málsháttur og mér datt hann
svona í hug, nú þegar Hitaveita
Suðurnesja hefur brugðist okkur
Suðurnesjamönnum einmitt á
versta og kaldasta tíma ársins.
Dálítið einkennilegt það, því að
maður skyldi halda, að nóg væri
til af orku í Svartsengi, en það
virðist ekki vera.
Þegar ég tók hitaveituna inn i
mitt hús fyrir um fjórum árum, þá
tók ég 2'k. hitaeiningu sem talið
var alveg nóg því að húsið er ekki
það stórt. Enda var hitinn alveg
nægur eða 70 gráður.
Rétt fyrir jólin 1980 bregður svo
við að hitastigið lækkar allt í einu
niður í 60 gráður, svo að í sumum
herbergjum voru ofnarnir ískald-
ir. Ég hringdi strax í hitaveituna
og lét vita. Var mér sagt, að ég
þyrfti bara að bæta við mig, og
það gerði ég. Bætti við mig 'k
hitaeiningu og var ég þá kominn
með 3 einingar, svo að nú var ég
alveg öruggur að mér fannst, enda
hitinn gífurlegur.
En viti menn: í októberbyrjun
er komið í sama horfið aftur, að
hitinn er kominn niður í 60 gráð-
ur, einu sinni enn, rétt fyrir jólin,
og á kaldasta tíma ársins. Ein-
kennilegt er þetta, og nú spyr ég:
Af hverju stafar þessi skyndilega
lækkun á hitastiginu, einmitt á
þessum tíma? Er það af því, að
vatnið er ekki nógu heitt þegar
það fer frá orkuverinu í Svarts-
engi út í leiðslurnar? Eða er þetta
bara „trix“ til þess að auka tekjur
hitaveitunnar, með því að neyða
menn til að bæta við sig? Þannig
er a.m.k. svarið, sem menn fá, þeg-
ar kvartað er.
Nú vita allir, að hitinn lækkar á
leiðinni frá Svartsengi til Kefla-
víkur, í Garð og til Sandgerðis. Ef
vatnshitinn er t.d. 90 gráður við
Svartsengi, þá er hann ekki nema
70 gráður þegar vatnið er komið
til Sandgerðis, og það er einmitt
hitastigið, sem okkur vantar. Og
spurningin er: Hvað er vatnið
heitt þegar það fer frá orkuver-
inu? Og hvað á vatnið að vera
heitt í húsunum?
Ég er hræddur um, að nú hafi
ræst spá vinar míns, Gísla Wium,
frá því að hitaveitan var lögð.
Eins og menn muna urðu þá mikil
blaðaskrif og þras um, hvort nota
ætti mæli, eins og flestir, með
Gísla í fararbroddi, vildu eða
þetta fyrirkomulag sem nú er.
Auðvitað var réttast að nota mæli,
það hefði sparað neytendum mikla
fjármuni og gefið nægan hita. Og
þá hefði þessi staða ekki komið
upp, eins og nú er orðið. Það er
blóðugt að borga 558 kr. á mánuði
og fá svo lítið í staðinn. En svo er
það eitt enn sem vert er að minn-
ast á, að þar sem 3 hitaeiningar
eiga að vera, mælast aðeins 2'Æ.
Og nú viljum við Suðurnesjamenn
fá skýringar og skýlaus svör við
þessu öllu. Það vonum við að við
fáum, svo fremi sem Hitaveita
Suðurnesja vill standa undir
nafni. Virðingarfyllst."
Kveðum ekki upp dóma
J. skrifar:
„í lesendabréfi sem ég las í dag í
Velvakanda og merkt var með
fangamarkinu HÞI voru hugleið-
ingar um hænsni og hænsnabú, er
ekki virðast vera byggðar á þekk-
ingu á málinu. Það er fremur
hvimleitt fyrir fuglabændur að
lesa sumt af því sem þar er birt í
miður vinsamlegum tón. Bréf
þetta er alllangt og verður ekki
tekið fyrir í heild hér, en aðeins
bent á að manninum er ætlað að
bera ábyrgð á sínu búfé og gera
því lífið eins bærilegt og hver og
einn hefir best vit á.
Vegna þess að það kemur fram í
bréfi þessu að fuglar hljóti að
þjást í búrum er ástæða til þess að
skoða þetta nokkru nánar. Þessu
er nefnilega ekki hægt að slá föstu
vegna þess að verpandi búrfuglar
hafa að mörgu leyti betri heilsu en
lausagöngufé, að ekki sé talað um
afurðir búrhænsna sem eru veru-
lega mikiu betri. Þetta atriði eitt
sannar að fugli í búri líður ekki
illa, því að ef svo væri myndi eng-
inn góður bóndi hafa fugl í búri;
það myndi sem sagt alis ekki
borga sig.
Meðferð dýra, ellegar fremur
mætti segja búfjár, verður á
hverjum tíma að haga þannig að
heilsa dýranna haldist góð, og sér-
staklega að afurðir séu góðar.
Einnig og ekki síður verður að
sníða umhverfi heimilsdýra á
þann hátt að það henti og störf
vísindamanna miða tvímælalaust
að því að finna lausn á þeim
vanda. Mælikvarðinn hlýtur að
vera hegðan, heilsufar og afurðir
dýranna, í þessu tilfelli fuglanna.
Ef þetta er í góðu lagi gefur það
nokkuð örugga vísbendingu um að
sama gildi um líðan þeirra. Annað
samband geta góðir hirðar og til-
raunamenn ekki haft við málleys-
ingjann.
Ekki var ætlun mín að hefja
neins konar umræður um þessi
mál, enda nokkuð víðtækt, en allt
búfé og húsdýr manna eru hrifin
úr upphaflegu náttúruumhverfi og
lengi má deila um hvenær þeim
líður vel eða illa, vegna þess að
dýrið getur ekki tjáð sig með öðru
móti en hegðan sinni. Við leik-
menn eigum þess vegna ekki að
kveða upp dóma nema að vel at-
huguðu máli. Maðurinn hefir
sjálfur einnig mjög mismunandi
kröfur til ýmiss konar lífsins gæða
og aðbúnaðar, en þar er vaninn
alls ráðandi. Og þannig er það
einnig með dýrin. Látum þess
vegna vera að kveða upp dóma um
svona mál sem við vitum ekki
nægjanlega mikið um og sérstak-
lega ef það getur skaðað blásak-
laust fólk, sem gerir sitt besta.“
Þessir hringdu . . .
Erfitt að ná í
lyf um helgar
Olöf Óskarsdóttir hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: —
Dóttir mín varð veik um helgina
og þurfti á lyfjum að halda. Ég
bý vestast í vesturbænum, en
þegar ég fór að gá hvar helgar-
vakt apótekanna væri, kom í ljós
að hún var í Breiðholtinu. Þetta
var ekki á þeim tíma sem stræt-
isvagnar ganga, og þar sem kom-
ið var undir mánaðamót, var ég
orðin svo peningalítil, að ég
hafði ekki efni á að taka leigubíl.
Það er sárt að vera settur svona
upp við vegg, og ég verð því mið-
ur að segja að þetta er í annað
skipti, sem ég lendi í svipaðri að-
stöðu. Slíkt fyrirkomulag á helg-
arvöktum apóteka getur ekki
gengið eftir að borgin hefur þan-
ist út eins og raun ber vitni. Ég
býst nefnilega við að það hendi
fleiri en mig, að hafa ekki nema
takmörkuð fjárráð þegar líða
tekur á mánuðinn, og það er
óþolandi ástand, þegar fólk þarf
að útvega nauðsynleg lyf handa
sínum nánustu, að standa ráð-
þrota frammi fyrir því að nálg-
ast þau. Eða er næsta skrefið að
fólk fái að deyja drottni sínum
vegna einhverra óbilgjamra
sparnaðarsjónarmiða?
Tvœr
spennu
sogur
Eftir Peter Benchley í íslenskri þýöingu Egils Jónassonar Star-
dals. Benchley hefur stundum veriö kallaður meistari spennu-
sagnanna, enda viröist honum í lófa lagiö aö halda lesendum
sínum í ógnarspennu allt frá upphafi bókar til enda. Margir telja
DJÚPID bestu bók Benchleys og víst er aö hún er jafnvel enn
meira spennandi en Ókindin og Eyjan. Sagan fjallar um brúö-
hjón, sem bæöi eru áhugafólk um froskköfun, sem flækjast
óviljand inn i uggvænlega atburöarás, sem þau geta ekki
stjórnaö sjálf. Meglarar sem einskis svifast hafa þau í hendi sér
og þaö veröur kapphlaup upp á líf og dauða. Engin miskunn er
sýnd og endalok ófyrirsóö. Þetta er saga sem heldur lesandan-
um í járngreipum fram á síöustu blaösíöu.
LÍF í LJÓMA FRÆGÐAR
Eftir Rosemary Rodgers í íslenskri þýöingu Dags Þorleifssonar.
Fáir höfundar hafa fariö meö öörum eins leifturhraöa upp á
stjörnuhimininn og hin bandaríska Rosemary Rodgers. Bækur
hennar hafa nú verið gefnar út í fjölmörgum löndum og víöast
oröiö metsölubækur. Bók hennar: UF í LJÓMA FRÆGÐAR er
nú komin út á íslensku í tveimur bindum og eru þær í fallegum
gjafakassa. Fyrra bindiö nefnist Skin og skuggar stjörnulífs-
ins og seinna bindiö í hringiðu frægðarinnar. I þessari sögu
segir Rosemary Rodgers frá því sem gerist bak viö tjöldin í
kvikmyndaheiminum á sinn magnaöa og djarfa hátt. Líf stjarn-
anna er ekki alltaf dans á rósum og oft önnur hliö á lífi þeirra en
snýr aö áhorfandanum á kvikmyndatjaldinu. Valdabarátta,
nautnafýkn og spenna setja mark sitt á fólk, og þaö er jafnvel
einsks svifist til aö ná settu marki. LÍF í LJÓMA FRÆGOAR er
mögnuö saga, bæöi spennandi og „dramatisk".
ÖRIM&ÖRLYGUR
SíðumúlaTi, simi 84866