Morgunblaðið - 03.12.1981, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981
HM unglinga í handknattleik:
Fyrsti leikurinn á morgun
gegn gestgjöfunum Portúgal
• Páll Olafsson er leikreynda-sti leikmaður íslenska landsliðsins sem skipað
er leikmönnum 21 árs og yngri. Hér sést hann skora eitt af raörkum sínum í
landsleiknum gegn Noregi á sunnudaginn.
Gamla kempan Trevino
enn til alls líkleg
- Island á heiður aö verja -
síðustu HM-keppni unglinga
ÍSLENSKA landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri,
hélt í gærraorgun áleiðis til Portúgals, þar sem það tekur þátt
í lokakeppni HM í handknattleik. Síðast er Island keppti á
móti þessu, í Danmörku fyrir 2 árum, hafnaði liðið í 7. sæti og
þurfti því ekki að leika um sæti sitt í lokakeppninni. 8 efstu
lið hverju sinni eru sjálfkjörin í næstu keppni. ísland á því
heiður að verja að þessu sinni, liðið hafnaði sem fyrr segir í 7.
sætinu í Danmörku og stóð sig stórkostlega vel. Meðal þeirra
sem íslenska liðið sigraði voru lið Vestur og AusturÞýska-
lands.
GOLFKAPPINN kunni, Lee Trev-
ino, sigraði í fyrsta opna ('asio-mót-
inu í golfi, sem haldið var í Japan
um helgina og fram á mánudag.
Ilinn 41 árs gamli Trevino vann
þarna sína aðra meiri háttar keppni
á þessu keppnistímabili.
Trevino, sem vann þarna í
fyrsta skipti golfkeppni á jap-
anskri grund, lék síðustu 18 hol-
urnar á 69 höggum, eða 3 undir
pari. Samtals lék kappinn því hol-
urnar 72 á 275 höggum, eða 9 und-
ir pari. Japanski kylfingurinn
kunni, Isao Aoki, hafði forystu
eftir fyrstu umferðina og var jafn
Trevino að annari umferðinni lok-
inni, varð síðan að gera sér annað
sætið að góðu, en hann lék samtals
á 279 höggum.
Þriðji, á 280 höggum var Japan-
inn Maomichi Ozaki og jafnir í
4—5 sætunum voru Bandaríkja-
maðurinn Ron Hinkle og Tateo
Ozaki á 283 höggum hvor.
En róðurinn verður þungur, ís-
land er að þessu sinni í riðli með
Rússum, Hollendingum og Portú-
gölum. Þessar fjórar þjóðir skipa
C-riðil. í A-riðli eru Júgóslavía,
Austur-Þýskaland, Sviss og Jap-
an, í B-riðli Danmörk, Tékkoslóv-
akía, Spánn og Nígería og í D-riðli
Svíþjóð, Frakkland, Vestur-
Þýskaland og Ítalía.
Tvö efstu lið úr hverjum riðli
komast í framhaldskeppni og er
þá léikið í tveimur riðlum. Liðin
úr A- og B-riðli leika innbyrðis og
liðin úr C- og D-riðli sín á milli.
Færi svo, að Island og Sovétríkin
kæmust áfram úr C-riðli ‘ myndu
úrslit í leik liðanna í fyrri riðla-
keppninni gilda og því yrði að
standa sig þeim mun betur gegn
áá
KR ÞAÐ stefnan í framtíðinni að byggja landsliðið upp í kringum atvinnu-
mennina eða mynda kjarnann hér heima? Guðni svaraði fyrst: „Ég held að
það verði aldrei hægt að byggja landsliðið upp á atvinnumönnunum. Þeir eru
samningsbundnir sínum félagsliðum og mjög oft kemur fyrir að þeir eiga
leik með sínum félagsliðum og þá geta þeir ekki mætt í landsleiki. Kjarnann
af landsliðinu verður að byggja upp hér innanlands en síðan á að bæta inn í
hópinn atvinnumönnum til að styrkja liðið. Helgi sagði: „Það er draumur
okkar hér hjá landsliðsnefnd að við gætum valið 22ja manna landsliðshóp
hér innanlands um t.d. áramót. í þennan hóp væru valdir ungir og efnilegir
leikmenn og reyndir, strax yrði farið að gera eitthvað fyrir þennan hóp.
Stefnt yrði að því að við gætum farið út með þennan hóp í keppnisferð og æft
erlendis. Þegar síðan líða tekur að „alvöru“landsleikjum myndum við grisja
úr hópnum og bæta kannski nokkrum atvinnumönnum við til að styrkja
liðið. Þeir leikmenn sem detta myndu þá út hafa þá fengið dýrmæta reynslu
sem þeir geta síðan nýtt sér síðar í baráttunni um að komast í hópinn“.
Fleiri komu að
sjá landslidið U-21
„Við getum aldrei byggt algjör-
lega upp á atvinnumönnunum
heldur verður kjarninn að vera
leikmenn sem spila hér heima.
Það er rétt að margir hafa gagn-
rýnt það að lítið vit sé í því að
kalla leikmenn heim sem komi
kannski daginn áður en leikurinn
fer fram og spili síðan langt undir
getu. En það er eitt sem verður að
athuga að aðgangseyrir að lands-
leikjum er eina stóra tekjulind
KSI en alls ekki örugg tekjulind.
Við spiluðum gegn Rússum hér
heima með aðeins einn atvinnu-
mann, Örn Óskarsson. Við spiluð-
um mjög vel og Rússarnir rétt
náðu að vinna okkur 2—1. Á þenn-
an leik mættu u.þ.b. 4000 áhorf-
endur. Nokkru áður spilaði lands-
liðið U-21 hér heima og þar spil-
uðu bæði Arnór Guðjohnsen og
Pétur Pétursson með. Á þennan
leik mættu yfir 6000 áhorfendur!
Eg er ekki með þessu að segja að
það eigi að velja atvinnumennina
af því að þeir trekkja að áhorfend-
ur en bara benda á það að það er
svo margt sem spilar inní þetta
val.
„Mistúlkun“
Nú gagnrýndi Janus Guðlaugs-
son störf landsliðsnefndar í viðtali
við Morgunblaðið og sagði að mik-
ill doði og ládeyða hefði verið í
störfum nefndarinnar. Hverju
viljið þið svara þessari gagnrýni?
„Á þessu stigi málsins vil ég ekki
tjá mig um þetta mál. Ég hef ekki
séð neinar rökstuddar fullyrð-
ingar á þessum ásökunum Janusar
neins staðar og hef því ekki að-
stöðu til að svara þeirn," sagði
Helgi Daníelsson. „En ég skal vera
fyrsti maðurinn til að viðurkenna
að alltaf er hægt að gera betur í
störfum landsliðsnefndar oggagn-
rýni er nauðsynleg en verður líka
að vera rökstudd."
„Ég hef raett töluvert við Janus
Guðlaugsson um þessi mál og ég
held að þetta sé dálítil mistúlkun
á skoðunum Janusar í þessu máli,“
sagði Guðni Kjartansson.
„Ég held að Janus sé með þess-
ari skoðun sinni að gagnrýna
skipulag KSÍ almennt en ekki
bara landsliðsnefnd."
Er skipulag
KSÍ staðnað?
Guðni hélt áfram: „Ég veit að
forystumenn KSI eru allir af vilja
gerðir að inna sitt hlutverk vel af
hendi en ég er hræddur um að
stjórnkerfi KSI sé orðið staðnað.
Landsliðið hefur verið á mikilli
uppleið á síðustu 6—8 árum en
ýmis skipulagsatriði í kringum
það hafa ekki batnað. Þeir leik-
menn sem spila hér heima eru
vanir þessu og eru ekki að gera
veður út af því en þeir leikmenn
sem fara og gerast atvinnumenn
kynnast allt annarri og betri
skipulagningu. Þeir venjast á að
hlutirnir séu gerðir fullkomlega
og að þeir og þjálfarinn þurfi ekki
að hafa áhyggjur af því að komast
ekki inn í búningsklefa, fá ekki
völl eða að komast ekki í sturtu
eftir æfingu. Þetta veldur
óánægju hjá mönnum eins og t.d.
Janusi. Það er öruggt að ekkert
landslið í svipuðum klassa og við,
myndi láta sér nægja svipaðar að-
stæður og við þurftum að sætta
okkur við síðasta haust.
„Vid getum og eigum
að gera kröfur til
landsliðsins“
Hver er framtíð íslenska lands-
liðsins og getur það staðið undir
þeim miklu kröfum sem nú eru
gerðar til þess eftir þennan góða
árangur?
Guðni sagði: „Við getum og eig-
um að gera kröfur til landsliðs
okkar því að íslenska landsliðið
hefur sýnt það og sannað að það er
fullkomlega frambærilegt á al-
þjóðlegum vettvangi. En það verð-
ur að skapa landsliðinu aðstöðu og
tíma hér heima til að það geti
staðið undir þessum kröfum. Mér
finnst það alltof ríkjandi hjá for-
ráðamönnum margra félaga hér,
að þeir líta á landsliðið sem ein-
hvern fjarskyldan hlut sem komi
þeim ekkert við, sérstaklega ef
viðkomandi félag á ekki leikmann
í tandsliðinu. Það kom fyrir í
haust að við leituðum eftir æf-
ingaaðstöðu hjá nokkrum félögum
en okkur var tjáð að búið væri að
loka völlunum. Þegar við keyrðum
þar fram hjá nokkru síðar voru
æfingar á völlunum. Landsliðið er
auðvitað ekkert annað en sameig-
keppinautunum úr D-riðli til þess
að komast í undanúrslitin.
Fyrsti leikur íslenska liðsins er
á dagskrá 4. desember, eða á
morgun og verður þá leikið við
gestgjafana Portúgali. Verður það
erfiður leikur þar sem mótherj-
arnir leika á heimavelli, en þó ætti
að vinnast sigur. Næsti leikur ís-
lands er síðan 5. desember og
mætir liðið þá Hollandi. 6. des-
ember verður mótherjinn svo
rússneski björninn. Leikirnir í síð-
ari riðlakeppninni fara fram dag-
ana 8. til 10. desember og leikir
varö í 7. sæti í
um sæti dagana 12. og 13. desem-
ber. Efstu liðin í hvorum riðli í
síðari riðlakeppninni leika til úr-
slita, þau sem urðu í 2. sæti um
3.-4. sætin og þannig koll af kolli.
Islenska liðið er skipað eftir-
töldum leikmönnum: Markverðir
eru Sverrir Kristinsson FH, Gísli
Felix Bjarnason KR og Sigmar
Þröstur Óskarsson Þór Vest-
mannaeyjum, aðrir leikmenn eru
Þorgils Óttar Mathiesen FH,
Brynjar Harðarson Val, Valgarð-
ur Valgarðsson FH, Guðmundur
Guðmundsson Víkingi, Gunnar
Gunnarsson Þrótti, Gunnar Gísla-
son KR, Dagur Jónasson Fram,
Brynjar Stefánsson ÍR, Páll
Ólafsson Þrótti, Ragnar Her-
mannsson KR, Kristján Arason
FH, Erlendur Davíðsson Þór Vest-
mannaeyjum og loks Heimir
Karlsson Víkingi.
Leikreyndastur er Páll Ólafs-
son, sem leikið hefur 1 drengja-
landsleik, 9 unglingalandsleiki og
16 A-landsleiki. Þjálfari liðsins er
Hilmar Björnsson.
~ gg-
„Hræddur um að stjórnkerfi
KSÍ sé orðið staðnað
- segir Guðni Kjartansson landsliðsþjálfari
Janus Guðlaugsson, sem hér á í höggi við Dieter Höness
inlegt lið allra félaganna hér á
landi en með svona „smákónga"-
hugsunarhætti náum við aldrei
langt með þetta lið.“
Ellert gefur kost á sér
Við snerum okkur nú til Ellerts
B. Schram formanns KSI og
spurðum hann fyrst hvort hann
ætlaði að gefa kost á sér áfram í
formannsembættið?
„Ég veit að ég hef verið nokkuð
lengi í þessu embætti (síðan 1973)
og eftir svona langan tíma getur
verið gott að fá nýtt blóð í hreyf-
inguna en eftir langa umhugsun
hef ég ákveðið að gefa kost á mér
áfram í eitt ár ef hreyfingin vill
njóta krafta minna i þann tíma.
Ég tel að ég geti gert gagn í eitt ár
í viðbót og vegna þess gef ég kost á
mér áfram."
Nú hefur þú gagnrýnt, í viðtali
við íþróttablaðið, leikmenn fyrir
að hafa ekki nægjanlegan metnað
í sér til að leika með íslenska
landsliðinu. Á hverju byggir þú
þessa gagnrýni? „Jú, J)að er rétt að
ég hafi sagt þetta. Áður fyrr var
það æðsta markmið hvers leik-
manns að spila landsleik en nú er
það algengt að menn taki eigin fé-
lagslið fram yfir landsliðið.
Að vísu hafa allar aðstæður
breyst. Við spilum nú miklu fleiri
landsleiki en áður tíðkaðist þann-
ig að hver landsleikur er ekki sami
áfangi á ferli knattspyrnumanns
eins og hann var.
Ahuginn skiptir öllu
Nú er gífurlegt álag á leik-
mönnum 1. deildar meðan á
keppnistímabilinu stendur. Held-
ur þú að þetta geti gengið svona
lengi? „Svo lengi sem menn hafa
áhuga getur þetta gengið. En
þetta er að breytast hjá flestum
félögum þannig að leikmenn fái
eitthvað greitt ef þeir verða fyrir
beinu vinnutapi eða þá að félögin
greiði einhverskonar bónus ef vel
gengur. Þetta er líklegast framtíð-
in en það verður líklegast aldrei
hægt að bæta leikmönnum upp að
fullu þann tíma sem þeir eyða í
knattspyrnuna. Það gerir fólks-
fæðin og smæð landsins."
Ellert, hver er framtíðin?
„Ég vona að íslenska landsliðið
geti haldið áfram að vinna glæsi-
lega sigra, bæði hér heima og úti,
íslensku þjóðinni til sóma. En því
miður finnst mér vanta skilning
hjá opinberum aðilum á auglýs-
ingagildi landsleikja í öllum
íþróttum. Besta landkynning sem
ísland fær er þegar íþróttamenn
okkar standa sig vel í keppni er-
lendis. Knattspyrnulandsleikir
fara að vísu fram í nafni KSÍ en
eru í þágu allrar íþróttahreyf-
ingarinnar og raunverulega allrar
þjóðarinnar.
I framtíðinni verður einhvern
veginn að tryggja fjárhag KSÍ
betur. Okkar eina stóra tekjulind
er aðgangseyrir að landsleikjum
en það er mjög óörugg tekjulind
því að oftast mæta fáir á völlinn
og þá verðum við að bera tapið.
Það kostar líka drjúgan skilding
að fara til Moskvu og Istanbúl að
keppa, þannig að þetta eru stöðug
hlaup hjá okkur að reyna að ná
endum saman. En það þýðir ekki
að gefast upp og ég er bjartsýnn á
framtíðina."