Morgunblaðið - 03.12.1981, Síða 48

Morgunblaðið - 03.12.1981, Síða 48
TUDOR rafgeymar „já þessir með 9 líf” SKORRIHF Laugavegi 180, sími 84160 Síminn á afgreiðslunni er 83033 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981 21 dagur til jóla Loðnuveidar bann- aðar frá og með næsta sunnudegi Bátar sem ekki eru búnir með 50% kvótans fá að veiða áfram Ljósm. MbL: KAX Stcini;rímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra kemur til fundarins |>ar sem hann tilkynnti stöðvun loðnu- veiðanna. Dr. Jakob Magnússon fiskifræðingur: anna. LOÐNUVEIÐAR hafa verið bannað- ar frá og með hádegi 6. desember nk., en þó fá bátar þeir, sem ekki hafa fengið 50% af afla þeim, sem þeim var úthlutað fyrir upphaf loðnuvertíðar sl. sumar, að halda áfram veiðum uns þeir hafa fengið 50% af úthlutuðu aflamagni, en þó ekki lengur en til hádegis 20. des- ember nk. Steingrímur Hermanns- son skýrði frá þessari ákvörðun í gærmorgun á fundi með hagsmuna- aðilum loðnuveiða og -vinnslu, en hann tók þessa ákvörðun, þar sem niðurstöður skýrslu leiðangurs- manna á Rjarna Sæmundssyni sýndu, að ekki eru nema 225 þús. tonn eftir til veiða. Jafnframt banninu, hefur sjáv- arútvegsráðuneytið, að tillögu Hafrannsóknastofnunar, bannað loðnuveiðar austan 14 gráðu v. milli 66 gr. og 67 gr. n. vegna smá- loðnu, sem heldur sig á þessu svæði út af Langanesi. Þá er ákveðið að stærð loðnustofnsins verði aftur mæld í byrjun janúar og út frá þeim mælingum verður tekin ákvörðun um framhald veið- „Dregið verði verulega úr karfaveiðum á næsta ári" Fasteignagjöld hækka um 55% Vinnulaun hafa á sama tíma hækkað um 41,6% FASTEIGNAGJÖLD í Reykjavík munu, miðað við sömu álagningu og á þessu ári, hækka að meðaltali um 55% á næsta ári í kjölfar sömu hækk- unar fasteignamats. Því má reikna með því að fasteignagjöld á meðal- íbúðir hækki um 1.000 til 2.000 krón- ur á næsta ári. Á sama tíma hafa vinnulaun starfsfólks í fiskvinnslu hækkað um 41,6% og byggingarkostn- aður um 50,5%. Samkvæmt áðurnefndum for- sendum má því reikna með að fast- eignagjöld á 90 fermetra íbúð í Breiðholti hækki úr 2.414 krónum í 3.742 eða um rúmar 1.300 krór.ur; gjöld á íbúð sömu stærðar í Foss- vogi hækki úr 2.439 krónum í 3.780; gjöld á 107 fermetra íbúð við Mím- isveg hækki úr 2.297 krónum í 3.560 og gjöld á 184 fermetra timburhúsi við Njálsgötu hækki úr 2.671 krónu í 4.140 krónur eða um 1.469 krónur. „ÞAÐ ER Ijóst að Alþjóðahafrannsóknaráðið mun leggja til að verulega verði dregið úr karfaveiðum við ísland, A-Grænland og Færeyjar á næsta ári, frá því sem ráðið lagði til að á þessum svæðum yrðu veiddar 85 þúsund lestir á þessu ári, en mér þykir Ijóst að veiðin fari í 125 þúsund lestir og aðeins við ísland er búið að veiða um 85 þús. lestir. Svona lagað gengur ekki til langframa, en ég er þó ekki að hrella menn með einhverju hruni karfastofnsins. Það tekur tölu- verðan tíma að murrka lífið úr þessum stofni, en það tekur líka langan tíma að byggja hann upp,“ sagði Jakob Magnússon fiskifræðingur í samtali við Morg- unblaðið, en hann flutti erindi um karfastofninn á 30. þingi Farmanna- og fiskimannasamhandsins. Jakob sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að á síðustu árum hefði karfaaflinn á svæðinu A-Grænland, Island og Færeyjar farið langt fram yfir þau mörk, sem Alþjóöahafrannsóknaráðið hefði lagt til. „Eg hef lengi varað við þessu, því það gengur á stofninn og þá einkanlega gotstofninn. Ef áfram verður haldið að ganga á gotstofn- inn verður það til vandræða við veiðarnar, þar sem hér er um mjög hægvaxta fisk að ræða, en karfinn verður kynþroska 16—18 ára. Ef stofninn fer illa, þá tekur langan tíma að byggja hann upp,“ sagði dr. Jakob. Hann sagði ennfremur, að á um- ræddum svæðum veiddust tvær tegundir karfa. Önnur tegundin djúpkarfinn, væri mjög illa farinn vegna ofveiði, og væri sá stofn nú 13—15% af heildarkarfaveiði landsmanna. Gotstofn þessarar karfategundar væri alltaf á niður- leið og sama mætti reyndar segja um gotstofn þess karfa sem héldi sig ofar í sjónum. „í mínu erindi reyndi ég fyrst og fremst að benda á það, að það er ekki alltaf hægt að auka sókn í karfann, þegar þorskveiðar eru takmarkaðar," sagði dr. Jakob Magnússon. Innréttingar og húsgögn: 35% innborgunar- gjald á innflutning í BÍGERÐ er að setja 35% innborgunargjald á allan inn- flutning innréttinga og hús- gagna á næstunni til stuðn- Flugstöðvarbygging á Keflavíkurflugvelli: Enginn ráðherra né þingmaður Alþýðubandalagsins viðstaddur Knginn þingmaður og enginn ráðherra Alþýðubandalags var viðstaddur framsögu né umræðu frumvarps til laga um flugstöðvar- byggingu á Keflavíkurflugvelli, ef undan eru skyldir Hjörleifur Gutt- ormsson og Garðar Sigurðsson, sem stönzuðu í þingdeildinni fáeinar mínútur. Flutningsmenn frumvarpsins eru Benedikt Gröndal og Geir Hallgrímsson. Ólafur Jóhannes- son, utanríkisráðherra, og Jóhann Einvarðsson, þingmaður Reyknes- inga, töldu hér hreyft stóru og mikilvægu máli, en lögðu áherzlu á nauðsyn þess að ná pólitískri samstöðu um framkvæmdina. Bentu þeir á hvort tveggja: 1) að nú væri í fyrsta sinni fjárlagatil- laga um framlag til undirbúnings framkvæmda og 2) að ríkisstjórn- in hefði skipað þriggja manna nefnd stjórnarliða til að finna póiitíska lausn á málinu. Stuðningsmenn frumvarpsins lögðu áherzlu á nauðsyn fram- kvæmda til að tryggja öryggi far- þega og starfsfólks flugstöðvar- innar, en þar gæti gerzt stórslys hvenær sem væri vegna eldhættu. Framkvæmdin væri og nauðsyn- leg til að skilja að varnarliðsstörf og farþegaflug í þessu anddyri ís- lands að umheiminum. Kostnað- arþátttaka varnarliðsins væri tryggð nú — en enganveginn til frambúðar, ef framkvæmdum væri enn slegið á frest. Það væri hvorki þingræðislegt né lýðræðis- legt, að minnihlutaflokkur, með tæpan fimmtung kjörfylgis, gæti sett meirihluta þings og þjóðar stólinn fyrir dyrnar í þessu efni í skjóli „umsamins neitunarvalds" stjórnarflokkanna. (Sjá nánar á þingsíðu Mbl. í dag.) ings innlendri framleiðslu, sem átt hefur í vök ad verj- ast. Hugmyndin er, að þetta inn- borgunargjald verði í svipuðum dúr og það innborgunargjald, sem var við lýði á árunum 1979 og 1980, en þá var innflytjend- um gert að greiða 35% innborg- unargjald, sem bundið var í þrjá mánuði. Gjaldið árin 1979 og 1980 var í gildi í átján mánuði, en að þessu sinni er hugmyndin, að það gildi í eitt ár, ef það verður samþykkt af EBE, Efnahagsbandalagi Evrópu, og EFTA, Fríverzlun- arsamtökum Evrópu, en málið verður væntanlega tekið fyrir á báðum stöðunum á næstunni- Þegar endanleg viðbrögð ráðamanna hjá EBE og EFTA liggja fyrir, mun ríkisstjórnin taka endanlega ákvörðun í mál- inu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.