Morgunblaðið - 23.01.1982, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.01.1982, Qupperneq 1
40SÍÐUR OGLESBÓK 17. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Félag- ar í IRA teknir Kuffalo, 22. janúar. Al\ TVEIR félagar í írska lýð- veldishernum (IRA) voru teknir fastir er þeir reyndu að komast inn í Bandaríkin á fölskum forsendum í morg- un. írarnir eru Owen Carron þingmaður, sem kosinn var á þing í Bretlandi eftir andlát Bobby Sands, hryðjuverka- mannsins sem svelti sig í hel í Maze-fangelsinu, og Danny Morrison. Carron og Morrison voru gripnir hvor á sínum staðnum. Þeir voru á leið til Bandaríkj- anna til að vera viðstaddir árshátíð bandarískra samtaka sem liðsinnt hafa IRA með fjár- gjöfum. Tveir Kanadamenn voru teknir með Carron og Morrison, en þeir óku bifreiðum þeim sem írarnir tveir reyndu að komast á til Bandaríkjanna frá Kan- ada. Ian Paisley, leiðtogi írskra mótmælenda, sagði í dag að handtaka Carrons og Morrisons væri auglýsingabrella af hálfu IRA. íbúar í borginni Krosno í Póllandi fylgjast með þegar losaður er farmur af hjálpargögnum frá Rauða krossinum í Finnlandi. Fjórir finnskir flutn- ingavagnar fluttu sex þúsund matvæiapakka, 12 þúsund pör af stígvélum og lyf sem ætluð voru íbúum á flóðasvæðunum í Plock. sfmanynd-AP. Bretland: Stórminnkað fylgi kosninga- bandalagsins London, 22. janúar. Al\ FYLGI kosningabandalags Jafnaðarmannaflokksins og Frjálslynda flokksins meðal brezkra kjósenda hefur hrapað frá því í desember, samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup- stofnunin framkvæmdi fyrir Daily Telegraph og birt var í dag. Samkvæmt könnuninni nýtur kosningabandalagið nú fylgis 39,5 af hundraði kjósenda, mið- að við 50,5 af hundraði í des- ember. Þá naut Jafnaðarmanna- flokkurinn fylgis 36 af hundraði kjósenda, en Frjálslyndiflokkur- inn 14,5 af hundraði. Nú er fylgi Jafnaðarmannaflokksins 26,5 af hundraði og fylgi Frjálslynda flokksins 13 af hundraði. Miðað við nýju könnunina nýtur Verkamannaflokkurinn fylgis 29,5 af hundraði kjósenda og íhaldsflokkurinn fylgis 27,5 af hundraði. í desember var fylgi Verkamannaflokksins 23,5% og fylgi íhaldsflokksins 23% og hefur það ekki verið minna. Samkvæmt janúarkönn- uninni hefur persónufylgi Mar- grétar Thatcher forsætisráð- herra rokið upp frá því i des- ember, eða úr 25 prósentum í 32 prósent. Talið er að ágreiningur Jafn- aðarmannaflokksins og Frjáls- lynda flokksins um hvernig skipta skuli kjördæmum milli flokkanna sé helzta ástæðan fyrir fylgishruni bandalagsins frá því í desember. Ágreiningur- inn komst upp á yfirborðið í byrjun mánaðarins, en nú vinna leiðtogar flokkanna að því að setja niður þennan ágreining. Félagar í Samstöðu fangelsaðir daglega Yarsjá, Yínarhorg, 22. janúar. Al\ AÐ MINNSTA kosti fjórir félagar í Samstöðu hlutu fangelsisdóma í dag fyrir að skipuleggja verkröll eftir að herlögum var lýst yfir í Póllandi, og líður vart sá dagur að ekki hljóti einn eða fleiri félagar í óháðu verkalýðs- samtökunum dóma af þessj tagi. Dómstóll í Varsjá dæmdi þá Jerzy Kaniewski og Arkadiusz Czerwiski í þriggja og þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að stofna til verkfalla í llrsus- dráttarvélaverksmiðjunni, og félagi þeirra hlaut skilorðsbundinn tveggja ára dóm. Samskonar dóma hlutu Andrzej Sluzalec og Witold Jank- owski-Burczyk í Katowice. Kirkjuleiðtogar í Póllandi hvöttu til þess í dag, að látnar verði lausar þúsundir manna er stungið var í fangelsi eftir að herlöggengu í gildi, og verður það inntakið í boðskap pólskra presta við messur á sunnu- dag. í tilkynningu Josefs Glemp erkibiskups sagði að þessar aðgerðir herstjórnarinnar hefðu einvörðungu orðið til þess að ala á hatri og hefndarhug þjóðarinnar. Hermt er, að stöðugt meiri reiði geri vart við sig vegna fangelsunarinnar og gefið hefur verið í skyn að þegar hafi komið til mótmæla vegna fyrirhug- aðra verðhækkana á nauðsynjavör- um 1. febrúar næstkomandi, þeim mestu í sögu Póllands. Aðstoðarinnanríkisráðherra Pól- lands sagði í dag, að af um 5.500 Pólverjum, sem hnepptir hefðu ver- ið í varðhald eftir 13. desember, sætu 4.900 enn í haldi. Yfirvöld við- urkenndu aðeins að hafa fangelsað rúmlega fimm þúsund manns, en aðrar heimildir hermdu að tugir þúsunda Pólverja hefðu verið fang- elsaðir. Ráðherrann sagði að rúmlega 13 þúsund manns hefðu verið kallaðir til yfirheyrslna og var á orðum hans að skilja, að yfirvöld hefðu áhyggjur af hugsanlegri mótspyrnu og starf- semi Samstöðu, sem nú er skipulögð neðanjarðar. Félagar í Samstöðu segja yfirvöld hafa gert upptækar prentsmiðjur sem notaðar voru til að prenta neð- anjarðarblöð og flugrit, en samt sé gefið út neðanjarðarfréttablað í nokkrum stórum verksmiðjum. Ellefu félagar í Samstöðu báðu um hæli sem pólitiskir flóttamenn í Bandaríkjunum í dag og var þeim veitt atvinnuleyfi þegar í stað. Jaruzelski hershöfðingi heldur ræðu í pólska þinginu á mánudag, í fyrsta sinn frá því herlög gengu í gildi. Talsmaður hans sagði þingið væntanlega staðfesta herlögin, þau gætu ekki gert á þeim breytingar eða numið þau úr gildi, það gæti ríkisráðið eitt gert. Á fundi miðstjórnar pólska kommúnistaflokksins var hvatt til hreinsunar í röðum pólskra kvik- myndagerðarmanna, nauðsynlegt væri að yfirbuga andstæðinga kommúnismans í þeirra röðum. Þegar hefur verið gerð aðför að Andrzej Wajda, einum fremsta kvikmyndastjórnanda landsins, og búist við að fleiri fylgi i kjölfarið. „Erum á leið í jörðina“ U ashinglon, 22. janúar. Al\ ADEINS er ófundið lík eins barns er fórst med Boeing 737-þotu Air Florida í Wash- ington í síAustu viku, og hefur tekist að bera kennsl á lík þeirra er fundist hafa, en alls fórust 74 með þotunni og fjórir vegfarendur á brúnni á Pot- omac-ánni, sem þotan skall á. Þotan skall á brúna á 14. stræti og hafnaði í Potomac- ánni 13 sekúndum eftir flug- tak frá National-flugvelli. Björgunarmenn fundu svörtu kassana með hljóðritunum og tæknilegum upplýsingum um flug þotunnar á þriðjudag, en neitað hefur verið að skýra frá hvað komið hefur í ljós við rannsókn á þeim. Blaðið Orlando Sentinel í Florida hafði þó í dag eftir heimildarmanni sínum að það síðasta sem heyrðist á segul- bandsupptöku af samræðum flugmanna, var að annar þeirra hrópaði upp yfir sig: „Lækkaðu nef flugvélarinnar ... Við erum á leið í jörðina." Svíþjóð: Friðarsinni fær sex mánuði fyrir niósnir Stokkhólmi, 22. janúar. Al\ Nýsjálondingurinn Owen Wilkes sem starfaði fyrir friðarrannsókn- arstofnun í Stokkhólmi (SIPRI), hef- ur verið dæmdur í sex mánaða fang- elsi fyrir njósnastarfsemi. Að sögn embættismanna verður Wilkes gert að hypja sig úr landi þegar hann hefur afplánað refs- ingu sína. Talsmaður Wilkes sagði að dómnum yrði áfrýjað. Wilkes hlaut samsvarandi dóm í Osló í fyrra fyrir njósnastarfsemi í Noregi. Áfrýjaði hann úrskurðin- um til hæstaréttar en tekur mál hans fyrir í febrúar. Wilkes var fundinn sekur um að hafa viðað að sér upplýsingum um leynileg hernaðarmannvirki á austurströnd í Svíþjóðar. Stofnun- in, sem hann starfaði hjá, SIPRI, nýtur framlags sænsku ríkis- stjórnarinnar og sendir frá sér rit um vígbúnað og skyld málefni. Owen Wilkes — Sex mánaða fang- elsi fyrir njósnastarfsemi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.