Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982 15 þetta þegar við stofnun allsherjar ríkis á landi hér. Lög þjóðveldis- aldar veiti þeirri skoðun eigi stoð eða önnur gögn frá því réttarsögu- tímabili. Síðan sagði, að gögn fyrir því, að ríkið hafi eignarrétt á þessu landsvæði fyrir eignarhefð, séu eigi haldbær. Þá er þess getið, að skráðar réttarreglur um eign- arréttarlegar stöðu afrétta séu af skornum skammti og hið almenna eignartilkall í skilningi einkarétt- ar sem ríkið hafi uppi í þessu máli styðjist eigi við slíkar reglur. Ein- stök lagaákvæði, sem fjármála- ráðherra f.h. ríkisins ber fyrir sig í málinu, svo sem námulög, vatna- lög og eldri lög um nýbýli, veiti eigi slíkri almennri reglu stoð. í niðurlagi forsendna meirihlut- ans segir: „Hins vegar verður að telja handhafa ríkisvalds, sem til þess eru bærir, geti í skjóli valdheimilda sinna sett reglur um meðferð og nýtingu land- svæðis þess, sem hér er um að ræða, en líta ber til þess, að fyrirsvarsmenn ríkisins hafa viðurkennt „rétt byggðamanna til upprekstrar og annarra af- nota, sem lög eða venjur eru fyrir." Um það efni verður þó eigi fjallað hér eins og mál þetta horfir við.“ (Leturbreyting mín, G.Cl.) Niðurstaðan er nánast sú, að enginn eigi beinan eignarrétt að afréttinum. Eignarrétti heima- manna er alfarið synjað og meiri- hlutinn telur ríkið ekki hafa sann- að sinn rétt nægjanlega. Niðurlag forsendnanna er hins vegar at- hyglisvert. Það er ijóst, að Alþingi getur ákvarðað eignarrétt ríkisins með lögum, og slík löggjöf yrði ekki metin sem eignarnám, að minnsta kosti ekki gagnvart þeim, sem voru aðilar þessa máls. Gunnlaugur Claessen Gangstéttarbrúnin Leiklist Ólafur M. Jóhannesson GANGSTÉTTARBRÚNIN Höf. Gunnar Gunnarsson og fl. Tónlist: Karólína Eiríksdóttir. Leikstjóri: Sigmundur Örn Arngrímsson. Þjóóleikhúsió; Farandsýning ætluð til flutnings á vinnustöð- um og í skólum. Hinn hálftíma langi leik- þáttur „Uppgjörið" er saminn í samvinnu af Gunnari Gunn- arssyni blaðamanni og rithöf- undi, Eddu Þórarinsdóttur og Guðmundi Magnússyni út* skrifuðum leikurum og Sig- mundi Erni Arngrímssyni, sem hér situr í leikstjórastól. Undirritaður hefir ætíð haft nokkra andstyggð á texta sömdum í hópvinnu. Fundist úrkoman oftastnær næsta ruglingsleg og hugsunin í móðu, eins og eðlilegan lífs- anda vanti í slík verk. Ég veit ekki hvort það var texti „Upp- gjörsins" sem hreif mig frem- ur en aðrir þættir sýningar- innar nema hún snart mig líkt og lítið fallegt ljóð. Óður um þá ósýnilegu strengi sem flétta saman tvær mannverur. Verð ég að játa að þrýstingur mynd- aðist í tárapokunum er Guð- mundur Magnússon renndi hjólastólnum fremst á sviðið í lok sýningarinnar og í stað þess að standa upp og taka á móti innilegu þakklæti leik- hússgesta þá lyfti hann sér ofurlítið í stólnum. Ég hafði nefnilega gleymt að þessi karlmannlegi maður gat ekki staðið í fæturna og hneigt sig. Slíkir voru sum sé töfrar þessa litla ljóðs að það fékk mann til að gleyma þeim múr ótta og tortryggni sem reistur er milli þess sem situr í hjólastól og hins sem getur labbað um ver- öldina. Ég hygg að markmið þessa leikstykkis sé einmitt að fella þessa ósýnilegu múra. Þess vegna á það ekki aðeins erindi inní skólastofu til þeirra sem senn erfa landið. Sýningin á erindi jafnt á Bessastaði sem á Bíldudal, sem er reyndar á dagskrá að sögn Sveins Ein- arssonar Þjóðleikhússtjóra Eins og ég sagði var mér ekki fyllilega ljóst í hverju fögnuður minn lá að lokinni þessari litlu sýningu. Textinn var ekki snilldarverk þótt hann væri góður miðað við fyrrgreindar forsendur. Sömu- leiðis var búnaður sviðsins stílhreinn og litasamsetningar sérlega notalegar. Um músik Karólínu Eiríksdóttur treysti ég mér ekki að dæma en virtist hún lífga uppá. Ég hef áður minnst á hve áhrifamikið var að horfa á hinn unga glæsilega leikara bundinn við hjólastól. Guðmundur Magnússon var að vísu örlítið kaldhæðinn í túlk- un sinni á Bárði en glettni og skýr framsetning hugmynda textans gaf áhorfendum í skyn hvað að baki bjó. Ekkert af þessu hefði samt nægt eitt sér til að lyfta sýningunni í þær hæðir sem klapp leikhússgesta innsiglaði. Edda Þórarinsdótt- ir var sú litla þúfa sem velti Guðmundur Magnússon og Edda Þórarinsdóttir í hlutverk- um sínum. hinu þunga hlassi. Mjúklát og hlýleg túlkun hennar á véla- verkfræðistúdentnum Hall- gerði var slík að ég þori að fullyrða að fáar leikkonur hérlendar megni að gera betur. Edda hikaði að vísu á einum stað í texta en slíkt fyrirgefst á frumsýningu. Nú þá er bara eftir að þakka fyrir sig. Kæra þökk Gunnar, Karólína, Sigmundur Örn, Sveinn, Guðmundur og Edda fyrir ykkar framlag í þágu þeirra sem skynja gangstétt- arbrún sem ókleifan vegg. Ver- um minnug þess að hæstu veggirnir eru ósýnilegir. Að á sviði húsfötlunar bíða leik- hússins, verðug verkefni. Tilhleypingar Borgarfirdi í ofanverdum janúar. UM JÓL þá hefst mikill dýrð- artími fyrir hrúta alla saman. Þá er þeim hleypt til kindanna. Sumir bændur halda fjár- skýrslur og færa inn hjá sér, hvenær hvaða kind var blæsma. Hvaða hrútur lembdi hana. Og hvenær hún á að bera þar af leiðandi að vori. Krefst þetta mikils tíma. og þolin- mæði, þegar margar eru blæsma á dag. Þá verður hrút- urinn dauðuppgefinn sem vænta má. Og þarf þá að klappa honum og koma til, svo kindin verði lembd. Annars þarf að bíða í þrjár vikur eftir því að hún verði blæsma aftur. Og ekki er sama, hvaða hrútur fer á hvaða kind sem er. Ekki má þetta verða of skyldleika- ræktað. Og það er betra að vita undan hvaða hrúti hver kind er. Og það þekkja glöggir fjár- bændur mæta vel. Én með betri ræktun og umhyggju, þá má fá vænni dilka að hausti. Og eins gott að hafa vakandi auga fyrir þessu öllu saman. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.