Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982 Sjómt'nn á stóru tofíurunum í Reykjavík og Hafnarfirði: Hafa verið í verk- falli í tæpan mánuð - Aðilar boðaðir á fund með sáttanefnd í dag SÁTTANEFNDIN hefur boðað samninganefnd útgerðarmanna um kjör sjó- manna á stóru (ogurunum til fundar klukkan 13.30 á morgun í húsi sátta- semjara ríkisins. Klukkan 15.30 er si fulltrúa sjómanna á stóru togurunum hafa verið í verkfalli síðan um áramót Mjög hefur verið rætt um, að fækkun í áhöfn stóru togaranna úr 24 í 18 gæti bætt úr launakjör- um sjómanna á þessum skipum til frambúðar. Fjöldi skipverja er þó bundinn í lögum og reglugerðum og er því ólíklegt, að fækkunin komi til nú og leysi yfirstandandi deilu. Viðmælendur blaðsins töldu líklegt, að nefnd yrði sett á lagg- irnar til að ræða þessi mál og myndi hún þá skila af sér innan þriggja mánaða. Helztu kröfur sjómanna eru við- víkjandi fjölgun frídaga og hækk- un launa eftir starfsaldri. Guð- mundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur og samninganefndar sjómanna um kjör á stóru togurunum, sagði í gær, að það væri undrunarefni, að útgerðarmenn skyldu ekki vera til viðræðu um hækkun launa sam- kvæmt starfsaldri. „Flestir aðrir starfshópar í þessu þjóðfélagi hækka í launum eftir ákveðinn tíma í starfi, en hjá iðan boðaður fundur sáltanefndar og frá Reykjavík og Mafnarfirði, en þeir eða í tæpan mánuð. sjómönnum á stóru togurunum er ekki um neitt slíkt að ræða. Mað- ur, sem aldrei hefur migið í saltan sjó, fær sömu laun í sínum fyrsta túr og sjómaður, sem í 10—20 ár hefur verið á slíku skipi og befur aflað sér reynslu og þekkingar. Þetta þætti skrýtið annars staðar og í raun skiljum við ekki óbilgirni útgerðarmanna hvað þessa kröfu okkar varðar,“ sagði Guðmundur Hallvarðsson. Guðmundur Hallvarðsson benti á útreikninga Sjómannasambands Islands um samanburð á launum háseta á stóru togurunum fyrstu átta mánuði síðasta árs, 11.400 krónur á mánuði miðað við 318 klukkustunda vinnu eða 12 klukkustundir á dag í 26‘/í dag. A sama tíma voru laun verkamanna á höfuðborgarsvæðinu 9.950 krón- ur á mánuði fyrir 218,8 klukku- stundir í fiskvinnu og 11.200 krón- ur fyrir 235 vinnustundir í hafnar- vinnu á mánuði. Prófkjör sjálfstæóismanna á Seltjarnarnesi: Sigurgeir Sigurðs- son í efsta sæti SIGURGEIR Sigurðsson bæjarstjóri lenti í fyrsta sæti í prófkjöri full- trúaráós Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi um val frambjóðenda á lista Dokksins við bæjarstjórnar- kosningarnar í maí nk. Alls greiddu 868 atkvæði, gildir seðlar voru 840 og enginn auður. Samkvæmt próf- kjörsreglum er kosningin hindandi í Annars urðu úrslit þessi: sjö efstu sætin þar sem viðkomend- ur fengu meira en 50 prósent at- kvæða. Kosningarétt í prófkjörinu höfðu allir stuðningsmenn D-list- ans á Seltjarnarnesi sem kosn- ingarétt hafa í bænum, svo og flokksbundnir félagsmenn sjálf- stæðisfélaganna 16—19 ára. 1. sx-li falk\. i I. s.Tli) 2. sæii < aik\. í 1.4-2. s.) ■I. sa-li falkv. í I. 1. sæli falkv. í I. .». sæli (alkv. í I. l>. sæii (alkv. i I. 7. sæti faikv. í I. N. sa-ii falkv. í I. O. sæli (alkv. í I. 10. sæii (alkv. í I. s.) -<>. s.) 7. H.) V s.) s.) 10. s.) Siifurjíeir Sijjurósson bæjarsij. Majjnús Krlendsson fulllrúi Júlíus Solnes prófessor (.uömar Majjnú.vson verslunarm. \sj»eir S. Ásjjeirsson kaupm. Jón (•unnlaujjsson læknir \slauj; (.. Ilaróard. húsmódir Krna \k'kra húsmodir Krisiin Krióhjarnardóliir fél.m.fulllr. Jónalan (iuójónsson vélvirkjam. 'l.'Oi alkv. 7U/YÍ, af jjildum alkv. .i.'t.S alkv. af jjildum alkv. •'UN alkv. H4,7% af jjildum alkv. '170 alkv. 72.1% af jjildum alkv. •401 alkv. .}9,:i% af jjildum alkv. .450 atkv. .>N,."/i' af jjildum atkv. 42(> alkv. af jjildum alkv. Í.->0 alkv. 4.7,.'»% af jjildum alkv. .Jöfi atkv. 44,0^ af jjildum atkv. 2N4 atkv. :t.Í,N'i, af jjildum alkv. Á kjörskrá voru 2072. í samtali við Mbl. sagði Gísli Ólafsson, formaður kjörnefndar, að þeir væru ánægðir með þessa þátttöku, en hún var svipuð og 1978 og sagði Gísli, að hann teldi vilja kjósenda hafa komið vel fram í þessum kosningum. Prófkjör framsóknarmanna í Reykjavík: Vantaði 50 atkvæði við nánari athugun Gerður lenti í 2. sæti en Jósteinn í 3. í G/EKDAG þegar öll kjörgögn í prófkjöri Framsóknarflokk.sins í Reykjavík voru yfirfarin áður en þau voru send (il uppsúllingarnefndar, kom í Ijós, að vantaði 50 atkva-ði svo tölur stemmdu í fyrsta og öðru sæti. Við nánari athugun kom í Ijós að um upplestursskekkju var að ra-ða þar sem lesin var upp talan 24 í stað 74. Breytir það röð framhjóðenda þannig að í stað þess að Jósteinn Kristjánsson lendi í öðru sa-ti, eins og sagl hafði verið í fréttum, lendir hann í þriðja sæti en Gerður Sleinþórsdóllir, sem áður var í þriðja sæti, verður í öðru. Sagði Gestur Jónsson, formaður kjörnefndar, að hlutir sem þessir gætu alltaf gerst. Kjörnefnd lauk störfum kl. tvö um nóttina og voru þá kjörseðlarnir settir í kassa og hann innsiglaður. Ekki var nokkur möguleiki á að hindra að úrslitin bærust út, þar sem talið var fyrir opnu húsi, áður en þau voru yfirfar- in daginn eftir. Sagði Gestur, að ekki hefðu borist neinar kærur vegna þessa eða athugasemdir. Úrslit í prófkjöri Framsóknar- flokksins í Reykjavík urðu því þau, að Kristján Benediktsson hlaut 498 atkvæði í fyrsta sæti, en samtais 942. Gerður Steinþórsdóttir fékk í 1. til 2. sæti 387 atkvæði en 700 at- kvæði alls og lenti í öðru sæti en Jósteinn Kristjánsson hlaut 406 at: kvæði í 1. til 3. sæti en 494 alls. í fjórða sæti lenti Sigrún Magnúsdótt- ir með 433 atkvæði í 1. til 4. sæti, fjórða sæti hreppti Sveinn G. Jóns- son með 504 atkvæði í 1. til 5. sæti, í fimmta sæti lenti Auður Þórhalls- dóttir með 557 atkvæði og Valdimar K. Jónsson lenti í sjöunda sæti með 529 atkvæði. Aðrir frambjóðendur hlutu færri atkvæði. Kosningarétt höfðu þeir sem voru 16 ára og eldri og flokksbundnir framsóknarmenn. Menn gátu skráð sig í flokkinn áður en kjörstað var lokað. Ekki er enn vitað hvað margir þeir voru en að sögn Gísla Tómas- sonar er giskað á að þeir hafi verið um 500. Kosning var ekki bindandi í neinu tilvika þar sem enginn fram- bjóðenda hlaut yfir 50% atkvæða. — Sjá viðtöl á bls. 46. Mjög auóvelt er að fara inn í slönguna, það er bara að taka af sér skóna, halda þeim yfir höfðinu og láta sig síga niður. Kjó.smynd Mbl. ÓI.K.M. Björgunarbúnaðurinn í notkun. Menn síga 17 metra niður frá þakbrún í slöngunni með eins til tveggja metra hraða á sekúndu. Einn er nýkominn niður og annar er ofarlega í slöngunni. I.josmvnd Mbl. OI.K.M. „Alíka bylting og þegar gúmmíbjörg- unarbátarnir voru teknir í notkun“ - Samvinnutryggingar taka nýjan brunabjörgunarbúnað í notkun „ÞETTA NÝJA björgunartæki veldur að mínu mati álíka mikilli byltingu og þegar gúmmíbjörgunarbátarnir voru teknir í notkun af íslenzka flotan- um. Það getur flutt fólk ofan af hæstu húsum á augnabliki á algjörlega hættulausan hátt,“ sagði Héðinn Emilsson hjá Samvinnutryggingum í samtali við Morgunhlaðið í tilefni þess að Samvinnutryggingar hafa tekið í notkun nýtt björgunartæki vegna hugsanlegra eldsvoða. Sagði Héðinn að í kjölfar endurbóta á húsi Samvinnu- trygginga við Ármúla 3, hefði þessi björgunarbúnaður verið settur upp. Hann væri kallaður „Rauði haninn" og upprunninn frá Japan. Þetta væri fyrsti búnaður sinnar tegundar hér á landi, erf nú væru í notkun um 62.000 slíkir víða um heim og framleiðendur teldu sig hafa fuilvissu fyrir því að þegar hefði um 400 manns verið bjargað með þessum björgunarbúnaði. Þessi búnaður væri eins konar fiber- hólkur eða slanga, sem næði frá . þakbrún hússins og niður á jörð. Sérstakur búnaður væri á þak- brúninni, sem gerði það alveg hættulaust fyrir fólk að fara inn í slönguna og það sígi síðan niður á jörð með um það bil 1 til 2 metra hraða á sekúndu. Slang- an væri það þröng að hún drægi úr fallhraðanum, menn færu úr skóm og héldu þeim yfir höfði sér og gætu þá stjórnað hraðan- um með því að spenna handlegg- ina út i slönguna. Niðri væri svo eins konar dýna, sem fólk kæmi niður á. Þessi búnaður þyldi einnig 1.200 gráðu hita í 20 mín- útur og væri það nægur timi til að koma fjölda fólks niður, því hægt væri að fara viðstöðulaust í slönguna. Því væri ekki um það að ræða að fara þyrfti niður stiga, kaðla eða stökkva niður í útbreitt segl. Þá væri hægur vandi að koma ungbörnum, löm- uðum og fötluðum niður í slöng- unni og því væru kostir þessa útbúnaðar augljósir og ætti hann að vera í hverju háhýsi. Þá tæki ekki nema um 20 sekúndur að setja búnaðinn upp, hann væri einfaldur, auðveldur í notk- un og ódýr, kostaði aðeins um 40.000 krónur. Miklar breytingar í rekstri matsölustaða í Reykjavík TALSVERDAR sviptingar hafa átt sér stað í rekstri matsölustaða í höfuð- borginni að undanfömu, eða munu eiga sér stað á næstunni. Snerta þessar breytingar matsölustaðina Hlíðarenda, Tommahamborgara, Borgarann, Vesturslóð, Matstofu Austurbæjar og rekstur Asks í Reykjavík. Eigendaskipti hafa orðið á veit- ingahúsinu Hlíðarenda. Þeir Haukur Hermannsson og Ólafur Reynisson hafa selt fyrirtækið þeim Úlfari Eysteinssyni, mat- reiðslumanni í Laugarási, Sigurði Sumarliðasyni matreiðslumanni hjá Flugleiðum í Keflavík, og Tómasi Tómassyni, sem á Tomma- hamborgara. Tómas sagði í sam- tali við blaðamann Morgunblaðs Spurt og svarað um skattamál MORGI NBI.ADID mun veita lesendum sínum þá þjónustu í sambandi við skattaframtöl að þessu sinni að leita eftir svörum og upplýsingum við spurningum lesenda um skattamál. Hefst þessi þjónusta mánudaginn 25. janúar nk. Eru lesendur hvattir til að notfæra sér þessa þjónustu og hringja í síma 10100 kl. 13-15 virka daga þar til framtals- frestur er útrunninn. Verða spurningar teknar niður og svara síðan aflað við þeim. Nauðsynlegt er að nafn og heimilisfang fyrirspyrjanda fylgi með. ins í gærkvöldi, að hann væri þó aðeins mjög lítill hluthafi á móti þeim Úlfari og Sigurði, sem væru aðaleigendur. Ekki sagði hann ákveðið hvað staðurinn myndi heita, en fyrri eigendur halda Hlíðarendanafninu. Tómas sagði ákveðið að staðurinn opnaði á ný eftir breytingar um miðjan mars, og þá sem salatbar án vínveitinga, þar sem salat og súpa fylgdu öll- um réttum, en slíkir staðir eru al- gengir í Bandaríkjunum og víðar. Þá hafa Tómas og Ásgeir Hann- es Eiríksson, sem rekur pylsu- vagninn í Austurstræti, nýlega keypt Borgarann við Lækjartorg. Þar verður í byrjun febrúar opnaður hamborgarastaður undir nafninu Tommahamborgarar, mjög svipaður matsölustaðnum við Grensásveg, að sögn Tómasar í gærkveldi. Af öðrum breytingum má nefna að Birgir Viðar Halídórsson, sem rekur heilsuræktarstöðina Apollo, hefur keypt bæði Matstofu Aust- urbæjar og veitingahúsið Vestur- slóð. Enn má nefna að þær breyt- ingar hafa nú orðið á Aski, að Haukur Hjaltason hefur selt hlut sinn í fyrirtækinu, en Pétur Sveinbjarnarson verður einn aðal- eigandi fyrirtækisins. Loks má svo minna á að veitingahúsið og skemmtistaðurinn Broadway sel- ur gestum einnig mat, og þar rúm- ast fleiri matargestir en á nokkr- um hinna eiginlegu matsölustaða. Ólafur Reynisson, annar þeirra er nýlega seldi Hlíðarenda, sagði í samtali við Mbl. í gær, að markað- urinn sé yfirfullur, og enn eigi þar eftir að þrengjast. Frá því staður- inn hafi opnað hafi sex matsölu- staðir bæst við í Reykjavík, auk Broadway, sem taki jafnmarga í mat um helgar eins og fimm til sex aðrir staðir til samans. Á sama tíma og stöðum hafi fjölgað, hafi kaupgeta fólks minnkað, og eigi trúlega enn eftir að minnka. Að öllu þessu athuguðu hafi verið ákveðið að hætta, en rekstur Hlíð- arenda verður óbreyttur út febrú- armánuð. Sjálfstæðisflokkurinn: Enginn fundur í þingflokki á fimmtudag „ÉG GET staðfest það, að það var ekki haldinn fundur í þingflokki sjálfstæðismanna á fimmtudag- inn,“ sagði Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæð- ismanna, í samtali við Mbl. í gær, vegna fréttar í Alþýðublaðinu á laugardaginn. „Albert Guð- mundsson verður ekki krafinn sagna um gjörðir sínar í borgar- málum, eða framboðsmál sín á þingflokksfundum, og það hefur ekki verið gert,“ bætti Ólafur G. Einarsson við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.