Morgunblaðið - 26.01.1982, Síða 45

Morgunblaðið - 26.01.1982, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982 45 verkamenn hafa ekki rétt til að eyðileggja verðmæti fyrir at- vinnurekandanum og um leið fyrir þjóðinni allri — frekar en þeir mega missa af krónu í kjara- rýrnun. Þess vegna ber að semja án verkfalla. Þau voru kannski réttlætanleg þegar fólk gat varla lifað af launum sínum. Það er annað sem reitir af okkur aurana nú en fyrirtækin sem við vinnum hjá. Verkalýðsforingjar og flokks- foringjar, sem mest æsa til verk- falla, gera verkamönnum mestan skaða. Það er Alþýðubandalagið sem er þar fremst í flokki. Nú eru þeir í stjórn og sést nú hvað þeir vilja verkamönnum vel. Kaup- hækkun varð lítil á liðnum mán- uðum. Hvað skeði? Verðhækkanirnar sem dundu yfir á eftir gleyptu þessar kaup- hækkanir á augabragði — og meira en það. Gengisfellingin á þessu ári er sú stórfelldasta sem hefur orðið á einu ári og bráðlega bætast fleiri við, ef trúa skal boðskapnum frá stjórnarherrun- um. Eru þessar gengisfellingar kjarabætur núna? Þær þóttu það ekki hér í eina tíð þegar allt ætl- aði vitlaust að verða við fárra prósenta gengisfellingu. Það er Alþýðubandalagið sem er hér að verki. Þjóðfélagið skal tætt í sundur hvað sem það kost- ar til þess að ná grundvellinum að heimsvaldastefnu kommún- ismans. Það er ekki umhyggja fyrir verkamönnum sem þeir hafa í huga — heldur völdin og þar næst kúgunin. Pólland er dæmi um algjört skipbrot þessarar óheillastefnu. Mesta hneykslið er að aðrir flokkar sem vilja kenna sig við lýðræði skuli hafa samvinnu við þessa niðurrifsstefnu — sem augljós er orðin fyrir löngu. Hér stefnir nú í sama ástandið í efna- hagsmálum og er í Póllandi. Skuldasöfnun er orðin svo gífur- leg utanlands og innan að stefnir í algjört hrun innan tíðar. Hvað er svo til ráða? Hvað eru margar nefndir, ráð og embætti sem vinna svo að þessari niðurrifsstefnu á fullum launum fyrir almannafé? Væri ekki ráð að fækka þessum afæt- um þjóðfélagsins? Væri ekki ráð að minnka skattafarganið? Að fara út í skattakerfið og gera því skil yrði langt mál og ótæmandi. Væri ekki ráð að lækka söluskatt- inn? Það er þó augljóst kjarabót. Við íslendingar erum mikil bílaþjóð og skal ég taka eitt dæmi um skattlagningu á Islandi. Við borgum meira en árslaun okkar bara í skatt, ef við getum keypt nýjan bíl. Þetta er hneyksli. Furðuleg skammsýni er það, að þrengt skuli svo að fyrirtækjun- um sem reyna að halda uppi at- vinnu í landinu, svo að þau eru mörg á barmi gjaldþrots. At- vinnureksturinn gerir okkur kleift að lifa sómasamlegu lífi ef rétt er á málum haldið. Afnema ætti söluskatt af innlendri fram- leiðslu en þjónustustörf ættu að vera í lágmarki. Vinnusvik eru eitt versta vandamál og ætti að fylgjast með þeim eins og skattsvikum. Fram- kvæmdavinnu hjá ríki og bæjum er mjög ábótavant í hagkvæmni og framkvæmd og leggjast þar á okkur skattborgara margar milljónir í auknum sköttum, vegna afglapaháttar og kæru- leysis í vinnubrögðum. Mætti nefna hér nokkur dæmi en ég læt það bíða. Svo ég víki nú að sjómönnum aftur. Ég sé alls ekki eftir því að þeir hafi góð laun — þeir eiga það vissulega skilið eins og allir sem vel vinna — en þeir hafa góð laun og þó nokkur hlunnindi, það verð- ur ekki hrakið. Yfirmenn á skipa- flotanum ættu hins vegar að hafa lægri laun en nú er að mínu mati. Til hvers eru svo þessi háu laun þegar tekinn er aftur þriðjungur tekna þeirra í beina skatta? Þetta lendir allt á útgerðinni að greiða, auk allra annarra skatta sem lagðir eru á hana hlífðar- og linnulaust. Hálaunaskatturinn er ekki notaður til launajöfnunar, en því ættu sjómenn að berjast fyrir í næstu lotu ásamt launþeg- um ef þeir vilja fá bætt laun á næstunni. Nú þykjast þessi svo- kölluðu vinstriöfl alltaf vera að berjast fyrir bættum launum lág- launafólks. Það er ekki hægt að taka öðruvísi en sem tómt blaður og markleysu, og hrein svik við láglaunafólk. Sjálfstæðismenn hafa gefið yf- irlýsingar um launajöfnun. Þeim hefur ekki tekist að fá það fram. Launamismunur er alltaf að auk- ast og það virðist sjálfsögð stefna hjá núverandi stjórn. Við þurfum að útrýma komm- únismanum og það er hægt með réttlátum stjórnarháttum. Við getum lifað góðu lífi á íslandi, ef við stöndum saman að sjálfstæði okkar og lýðræði og hugsum um hag okkar lands, jafnframt okkar eigin. Þorleifur Kr. Guðlaugsson. Fáránlegt að halda því fram að holtið sé útivistarsvæði Herdís Jónsdóttir hringdi: „Mig langar til að gera smá at- hugasemd út af öllu fjaðrafokinu sem fólk er að gera í Morgunblað- inu út af fyrirhuguðum bygg- ingarframkvæmdum hér í holtinu við Vesturbrún," sagði hún. „Þar er því haldið fram að holtið sé einskonar útivistarsvæði, m.a. fyrir gamla fólkið á Hrafnistu. Ég á heima uppi á 10. hæð og sé vel yfir holtið — það er ekki oft að maður sér fólk þar á gangi og al- veg af og frá að fólk stundi þar útivist. Svo er algjör firra að halda því fram að það nýtist gamla fólkinu sem útivistarsvæði — það er svo óslétt og grýtt að gamalt fólk kemst þar alls ekki um. Það er furðulegt að ef ein- hversstaðar á að byggja núorðið, þá rísa allir upp og hrópa: „Ekki skyggja á mig — ekki skyggja á mig!“ Það mætti benda á í þessu sam- bandi að mjög stutt er héðan niður á útivistarsvæðið í Laugardal sem er mjög lítið notað — ég fer þang- að oft þegar gott er veður og þar er yfirleitt ekki margt um mann- inn. Það mætti auðvitað gera þetta holt að útivistarsvæði með því að gera eitthvað fyrir það — en í núverandi ástandi er það ekki mikils virði sem slíkt." Hversvegna er listaverkabók Kjarvals aðeins til á ensku? Kldri kona hringdi og gerði lista- verkabók Kjarvals, sem gefin var út fyrir síðustu jól, að umtalsefni. Sagði hún að sér þætti aumt að ekki væri hægt að fá bókina nema á ensku. „Kjarval var mikill Is- lendingur og sama er að segja um list hans — hún er rammíslenzk," sagði hún. „Það er því mikill ókostur að þessi bók skuli ekki fást nema með enskum texta, ekki sízt vegna þess að bókin er mjög vönduð í alla staði. Það er margt eldra fólk á lífi ennþá sem man Kjarval og þetta fólk kann fæst staf í enskú,“ sagði hún. ■ i Málmar kaupi ailan brotamálm svo sem: Al Blý Brons Gadmium Eir Element (allskonar) Gull Hvítagull (platína) Króm Monel Króm/Nikkel (18/8) Nikkel Kopar Koparspæni Kvikasilfur Messeng Menmseng Mangan Rafgeyma Rafgeymaplötur Silfur (silfurplett) Stanley Tin Vatnskassa Langhæsta verð. Staðgreiðsla. „MálmarM skrásett einkafyrirtæki Export-lnport Stofnað 1966. Sími 7-53-03. Kvöld- og helgarsími 7-53-03. Gama of d-1 enn i5lbtSinn með fámabotn. Mæft að flytja með lffta 'ai Kæli/1 rystip«-5mur umbypður sem kyrrstæður t'rys-* í klei'i . iljolinn l'.jíirl r.j’ð. K«Tli/frystipámur kl.Tddur p.-5mar()mmum (2o'kubus) tlí notkunar sem skfpn- pámur. Frysti- og kæligámar Útvegum meö stuttum fyrirvara, frysti- og kæligáma. Gámarnir eru endurbyggðir, með nýrri frystipressu og að öðru leyti endurnýjaðir allir slitfletir. Gámarnir eru nýsprautaöir innbrenndu lakki i krem- gulum lit. Gámana má nota hvort sem er til frystingar eöa kælingar, hægt er að stilla þá frá +10° til -1-18° miöað við 38° útihita. Mjög hentug lausn á hvers konar frysti- eða kælivandamálum. Sendum upplýsingabækling ef óskaö er. Allar nánari upplýsingar veittar i síma 94-8240 og 94-8235, einnig í síma 91-85231 á kvöldin. H. Tausen h/f. » Ný og betri ryksuga Gefiö frúnni nýja og betri ryksugu. Viö bjóöurr mjög skemmtilega og vandaða 1000 watta ryk sugu meö mörgum sogstillingum, sjálfvirkun snúruinndragara og 6 metra snúru. Mikiö af fylgihlutum. Komiö og skoðið og berif saman verö. Kr. 2.899.- Póstsendum samdægurs sími 45300 Verslunin opin i kl. 12—18. wnr rTr?7r^r;i Wí'ii' nj' +mm \i L Auöbrekku 44-46 Kópavogi. Sími 45300

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.