Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 35
Því er ekki að leyna, að í Noregi finnast þeir menn, sem dreymir um, að land þeirra verði aftur hlutlaust. Það kom því ekki bein- línis á óvart, þótt einhverjum dytti í hug að taka ofan úr rykfall- inni hillu tillöguna um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndun- um og kynna hana sem allsherjar- lausn fyrir Norðmenn í kjarnorku- málum. Sá sem tók af skarið í þessu efni var Jens Evenesen, hann hefur nú látið kjarnorku- vopn talsvert til sín taka um nokk- urt skeið. Eftir að Odvar Nordli, forsæt- isráðherra, vék að hugmyndinni um kjarnorkuvopnalaust svæði í ávarpi sínum um áramótin 1981 í því skyni að koma í veg fyrir klofning innan Verkamanna- flokksins, fóru sendiráð NATO- ríkja í Osló að malda í móinn á bak við tjöldin. Alexander Haig, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði síðan skoðun sína afdrátt- arlaust í hörðu samtali við Knut Frydenlund, utanríkisráðherra Noregs, í júlí. Helmut Schmidt, kanslari V-Þýskalands, og Carr- ington lávarður, utanríkisráð- herra Breta, tóku undir sjónarmið Bandaríkjastjórnar, þó með mild- ari orðum væri. Þessi sjónarmið gengu ekki að hugmyndinni dauðri í höndum ríkisstjórnar Verka- mannaflokksins, en hún var var- kárari eftir en áður. Tíðindalaust var í samskiptum Norðmanna og Sovétmanna á ár- inu 1981, þó tóku sovésk blöð sig til öðru hverju og réðust á Norð- menn fyrir að leyfa birgðastöðvar í landi sínu fyrir iiðsauka frá sam- aðilum sínum að NATO. Fyrir Stórþingskosningarnar þótti Sov- étmönnum ástæðulaust að vekja máls á ágreiningnum um marka- línu í Barentshafi. Viðræður hóf- ust um það mál skömmu eftir að ríkisstjórn Willochs settist að völdum, ekkert sýnist miða í þeim. Greinilegt er, að eins og málum er háttað hafa Sovétmenn ekki áhuga á að hreyfa öðru, sem snert- ir samskipti þeirra og Norð- manna. Undir árslok beindist athyglin öll að Póllandi og atburðirnir þar koma til með hafa mikil áhrif á sambúð Norðmanna við sovéska grannan. Norðmönnum blöskruðu aðfarirnar í Póllandi, en þeir fundu til vanmáttar eins og aðrir Evrópubúar. Ýmsum fannst erfitt að gera upp hug sinn til herlag- anna, vissu ekki, hvort þeir ættu að fordæma þau eða afsaka sem betri kostinn af tveimur og höfðu þá sovéska innrás í huga. I arsbyrjun 1982 voru norsk stjórnvöld að velta því fyrir sér, hvernig þau ættu að bregðast við óskum ríkisstjórnar Reagans um að þau gerðu upp hug sinn og sýndu í verki, að þau fyrirlitu það, sem er að gerast í Póllandi. ur, hefur gefið vilyrði fyrir því að annast söguritunina. Nú eru milli 350—360 félagar í KRFÍ, þar af 20 karlmenn. Verið er að vinna að gerð kvik- myndahandrits um upphaf kven- réttindabaráttu á Islandi og vinna við það m.a. Kristín Ástgeirsdóttir og Kristín Pálsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982 35 „Okkar Broadway“ í Borgarfirðinum liorgarfirði í ofanverðum janúar. SEM betur fer er málfátækt dreif- býlismanna ekki á sama stigi og þeirra, sem byggja verzlanir við Eaxaflóann eða annað það sem á að veita fólki fyrirgreiðslu. Margs kon- ar skemmtistaðir eru nefndir erlend- um nöfnum. Og nú sá síðasti sem hefði átt að nefna Breiðvang, gamalt og gott íslenzkt nafn. Það var fyrir rúmu ári, að Gunnar Jónsson bóndi á Breiða- bólstað í Reykholtsdal tók við rekstri verzlunar í Reykholti. Var hún nefnd Breiðvangur. Tók verzl- un þessi við af annarri sem hætti um líkt leyti í Reykholti. Er þessi verzlun rekin af Gunnari sjálfum En olíufélagið Esso byggði hús næðið. Eru þarna allar helztu nauð synjavörur, sem hver og einn þar að hafa afnot af á hverjum deg Og munur að þurfa ekki að fara Borgarnes, sem er næsti verzlun arstaður. Þarna geta menn líka látið skrifa hjá sér i gegnum Kaupfélag Borgfirðinga, sem sér Gunnari fyrir vörum vikulega yfir vetur- inn. Og oftar yfir sumarið. Er þetta því einskonar útibú frá kaupfélaginu, þar sem þarna hlýt- ur maður sömu fyrirgreiðslu, sem í Borgarnesi væri. Er þetta því til mikilla hagsbóta í alla staði fyrir íbúa í Reykholtsdal, Hálsasveit, Hvitársíðu og víðar. Þarna hittast menn einnig og spjalla saman og vita hvernig gengur hjá náunganum. Því má segja að þetta sé óformlegur stað- ur til að hittast á, staður, sem veitir mjög góða þjónustu og með gott íslenzkt nafn. — Fréttaritari TOYOTA DYNA 2 góðir til að treysta á TOYOTA Dieselvél. - -i ■ r ■ - , . Leysir flutningsvandamál UUAo I tn áhagkvæman hátt. Ql'». Hæfilega stór fyrir flesta KU I A minni hópa. Auðvelt að innrétta fyrir allskonar sérþarfir s.s. flutningaá hreyfihömluðum, hljómsveitum, eöa kvikmyndahópum. Liprir í akstri og léttir í viöhaldi. Allur frágangur í sérflokki. VÖRUBIFREIÐ Diesel vél. 31/z tonna burðargeta. Veltihús. Traust og harðgerð vörubifreið með lágan rekstrarkostnað. ?. i i i ■ TOYOTA P. SAMÚELSSON & CO. HF. UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SÍMI 44144 ' UMBOÐIÐ Á AKUREYR1: BLÁFELLS/F ÖSEYRI 5A — SÍMI 96-21090 ttj mii'fsiis—ttt;—;-----*m; T i11 v—tn—- 7? ■ ■.-----»■> >«——->—**—------------i-h-í—,) < 1 t... ^ I ll« i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.