Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982 17 Fyrsta stjórn KRFÍ, sem jafnframt var bráða- birgðastjórn sú sem samdi drög að lögum félagsins: Briet Bjarnhéðinsdóttir var formaður, en hinar voru Guðrún Pétursdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Sig- ríður H. Jensson og Lauf- ey Vilhjálmsdóttir. báðar skyldu vekja konur til um- hugsunar um þessi mál. Þá héld- um við námskeið í fundarsköpum og ræðumennsku í fyrra. Það sóttu m.a. konur sem aldrei höfðu staðið upp og sagt skoðun sína opinber- lega. I haust var svo framhalds- námskeið fyrir þær í framsögn. Sjaldan hefi ég séð jafn mikla breytingu á fólki. Þær höfðu öðl- ast mikið öryggi. Þetta sýnir okkur að það hlýtur að verða hluti af starfi okkar í Kvenréttindafélag- inu að undirbúa konur undir þátt- töku í félagsstörfum og fleiru slíku. Nú er fyrirhugað að halda aftur slíkt námskeið í mars-apríl. Einnig höfðum við hug á að koma af stað fundaröð og námskeiði, þar sem kynnt verða málefni sveitar- félaga. Skutu rótum frá KRFÍ — Þetta minnir á að Kvenrétt- indafélagið hefur beitt sér víðar en að jafnréttismálum kvenna? — Já, fyrsta málið, sem kven- réttindafélagskonurnar beittu sér fyrir, voru lagaréttindi óskilget- inna barna og mæðra þeirra. Guð- rún Pétursdóttir lagði til á fundi 14. júní 1907, að Kvenréttindafé- lagið tæki það mál að sér og voru 5 konur kosnar í nefnd til að undir- búa frumvarp. Þetta endaði með því að sett var „familíulöggjöf" 1922, þar sem þetta var tekið inn í. Allar götur síðan hafa orðið til mál á landsfundum og fulltrúaráðs- fundum félagsins, svo sem al- mannatryggingamál, launakjör kvenna, skattamál o.fl. Eftir fjöldamörg ár hafa þessi mál, sem þar voru fyrst rædd oft verið kom- in í lög. — Það er athyglisvert hvaða fé- lög og málefni skutu rótum frá Kvenréttindafélaginu, bætir Esth- er við. Þar má nefna Verka- kvennafélagið Framsókn 1914, upphaf barnaleikvallarstarfsemi í borginni með Grettisgötuvellinum 1915, þar sem konurnar unnu fyrst í sjálfboðavinnu, en Reykjavíkur- borg tók svo við. Vinnumiðlunar- stöð kvenna hóf starfsemi 1931 og sameinaðist 1935 Vinnumiðlun- arskrifstofu, sem kostuð var af ríki og bæ. Lestrarfélag kvenna varð til 1911 og Mæðrastyrks- nefndin 1928. Hún starfar enn sjálfstætt, svo og Mæðrafélagið, sem stofnað var 1936. Þá gekkst félagið fyrir stofnun Félags af- greiðslustúlkna í brauð- og mjólk- urbúðum. Menningar- og minn- ingarsjóður var stofnaður til minningar um Brieti Bjarnhéð- insdóttur 1944. Hann er starfandi í tengslum við félagið og úthlutar námsstyrkjum til kvenna. Það er dálítið skemmtilegt að í stofnskrá sjóðsins segir, að komi þeir tímar að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu og sömu aðstæð- ur til menntunar, efnalega, laga- lega og skv. almenningsálitli, þá skulu bæði kynin hafa jafnan rétt til styrkveitinga úr þessum sjóði. Sá tími er ekki kominn ennþá. Þess má geta, að þessi sjóður hef- ur gefið út Æviminningar kvenna, sem hafa að geyma minningu um líf og starf kvenna, og eru þær til sölu. — Þá gefur Kvenréttindafélag- ið út ritið 19. júní árlega. Á und- anförnum árum hafa þar verið teknir fyrir ákveðnir málaflokkar. Síðast var fjallað um menntun kvenna. Þetta rit er gefið út í 3500 eintökum og fer víða. Við gefum líka út fréttabréf 4 sinnum á vetri. Stafshópar eru á vegum félagsins, svo sem fræðsluhópur, fjáröflun- arhópur, samstarfshópur við að- ildarfélögin úti á landi o.fl. Og við höfum opnað skrifstofu á Hall- veigarstöðum sem við eigum ásamt Bandalagi kvenna í Reykja- vík og Kvenfélagasambandi ís- lands. — Að lokum, hvað ætlið þið að gera á afmælisdaginn? — Hafa afmælismóttöku á Hót- el Borg frá kl. 16—18.30 27. janú- ar. þar kemur Sigríður Ella og syngur, Selma Kaldaóns ætlar að spila á píanó, og fiðluleikari leik- ur. Sunnudaginn 24. janúar erum við með dagskrá í útvarpinu kl. 2. Þær sem hana vinna, munu gefa félaginu laun sín fyrir það. Sú upphæð mun renna í sjóð, svo að hægt verði að hefja heimildasöfn- un og söguritun félagsins. Ákveðið hafði verið að skrifa sögu KRFÍ á sjötugsafmælinu, en vegna fjár- skorts hefur ekki orðið úr. Nú miðum við að því að sú saga komi út á áttræðisafmælinu. E.Pá. Skatta á íbúðarhúsnæði verður að endurskoða Eftir Birgi ísl. Gunnarsson Eftir að fasteignaskattseðlarnir voru bornir út, hafa óvenjumargir við mig rætt og kvartað undan fasteignasköttunum. Það er eðli- legt, enda eru fasteignaskattar orðnir alltof háir. Þeir hvíla eins og mara á mörgu eldra fólki, sem á stöðugt erfiðara með að greiða þessa skatta. Meginorsökin hvílir að sjálf- sögðu á vinstri meirihlutanum hér í Reykjavík sem beitir álagn- ingarreglunum af mun meiri hörku en áður var gert. Eru núgildandi reglur réttlátar? Hitt er rétt að hugleiða einnig, hvort núgildandi reglur um skatta af fasteignum þarfnist ekki endur- skoðunar. Grundvöllur skattlagn- ingar á fasteignir er fasteigna- matið, en það er unnið á vegum Fasteignamats rikisins. Á verð- mæti fasteigna samkvæmt þessu mati eru lagðir fasteignaskattar, sem renna til sveitarfélaga og eignaskattar, sem renna til ríkis- ins. Fasteignaskattar sveitarfé- laga eru 0,5% af íbúðarhúsnæði og 1% af atvinnuhúsnæði, en heimilt er að hækka eða lækka þessa álagningarprósentu um 25%. Eignaskattar ríkisins er 1,2% af þeirri fjárhæð, sem er umfram 150.000,-. Allur almenningur í þessu landi á ekki aðrar fasteignir en þær íbúðir, sem fólkið býr í. Það er óeðlilegt að sveitárfélög og ríki noti þessa skattstofna í svo ríkum mæli, sem raun ber Yitni. Fasteignamatið hækk- ar meira en laun Undanfarin ár hefur það gerst í Reykjavík að fasteignamatið hef- ur að meðaltali hækkað meir en nemur hækkun á launum. I árs- byrjun 1980 hækkaði fasteigna- matið frá árinu áður á lóðum um 55% og á íbúðarhúsnæði um 60%. Á sama tímabili hækkaði vísitala framfærslukostnaðar um 45,5% og kauptaxtar launþega um 44,1%. í ársbyrjun 1981 hækkaði fast- eignamat á lóðum um 50% og á íbúðarhúsnæði um 60%. Á sama tíma hækkaði vísitala fram- færslukostnaðar um 58,5%, en kauptaxtar launþega um 50,8%. í byrjun þessa árs hækkaði fast- eignamat á íbúðarhúsnæði og lóð- um um 55%. Á sama tíma hækk- aði framfærsluvísitala um 50% og kauptaxtar um 48,2%. Þessi þróun á síðustu þremur árum sýnir, að fasteignamat og þar með skattar því tengdir hefur hækkað mun meira en laun í landinu. Bilið breikkar stöðugt. Skattbyrðin verður æ þyngri. „Allt venjulegt fólk lítur ekki á sín hús og íbúðir sem markaðsvöru, heldur sem heimili, þar sem fjölskyldan býr oftast lengstan hluta af sinni ævi. Eldra fólk reynir að búa sem lengst í sínum íbúð- um af tilfinningalegum ástæð- um, þótt færa megi fyrir því rök að íbúðirnar séu of stórar, þegar svo er komið í lífi þeirra eldri. Þessi álagning fast- eignaskatta og eignaskatta eftir markaðsverði er því ósanngjörn og því rétt að finna aðrar leiðir við álagn- ingu þessara skatta." Markaðsverð Þessi hækkun fasteignamats umfram hækkun launa á rætur að rekja til þessa lagaákvæðis, að mat á fasteignum skuli miða við það gangverð, sem líklegt sé að þær myndu hafa í kaupum og söl- um. Þetta ákvæði og framkvæmd þess hefur og aðrar afleiðingar í för með sér. Fasteignamat og þar með skattar, sem af því leiða er mjög misjafnt á landinu og jafn- vel innan sömu sveitarfélaga eftir hverfum. í fréttablaði Fasteignamats ríkisins eru tilgreind nokkur dæmi um mat á einstökum fast- eignum. Þar kemur m.a. eftirfar- andi fram: Einlyft einbýlishús í Fossvogi, 226 m2, er metið á 1.008 þús. kr., eða 4.460 kr. á fermetra. Stórt, steinsteypt einbýlishús, 334 m2, í grónu hverfi í Reykjavík er metið á 900 þús. kr., eða 2.694 kr. á fermetra. Steinsteypt einbýlishús í Keflavík, 125 m2, er metið á 480 þús. kr., eða 3.840 kr. á fermetra. Steinsteypt einbýlishús á Akra- nesi, 133 mz, er metið á 474 þús. kr., eða 3.563 kr. á fermetra. Steinsteypt einbýlishús á Isafirði, 141 m2, er metið á 532 þús. kr., eða 3.773 kr. á fermetra. Steinsteypt einbýlishús á Akureyri, 251 m2, er metið á 891 þús. kr., eða 3.549 kr. á fermetra. Þetta eru aðeins örfá dæmi, sem sýna mismunandi mat. Lóðirnar Lóðamat er og mismunandi eft- ir hverfum, en leigulóðir eru skattlagðar sem eign í þessu sam- bandi. Ef miðað er við fermetra á einbýlishúsalóð, má nefna dæmi: Fossvogur 5.969 kr., Hlíðahverfi 4.121, Kópavogur 3.997, Hafnar- fjörður 4.917, Keflavík 4.176, Akranes 3.774, ísafjörður 3.915, Akureyri 3.789. Þetta eru dæmi um einstakar lóðir, en lóðaverð getur verið mismunandi innan einstakra kaupstaða. Osanngjarnar skattreglur Nú vaknar sú spurning, hvort það sé sanngjarnt og eðlilegt, að markaðsverð húsa og lóða eigi að ráða skattlagningu, ekki síst þeg- ar skattstiginn er orðinn jafn hár og raun ber vitni. Allt venjulegt fólk lítur ekki á sín hús og íbúðir sem markaðs- vöru, heldur sem heimili, þar sem fjölskyldan býr oftast lengstan hluta af sinni ævi. Eldra fólk reynir að búa sem lengst í sínum íbúðum af tilfinningalegum ástæðum, þótt færa megi fyrir því rök að íbúðirnar séu of stórar, þegar svo er komið í lífi þeirra eldri. Þessi álagning fasteigna- skatta og eignaskatta eftir mark- aðsverði er því ósanngjörn og því rétt að finna aðrar leiðir við álagningu þessara skatta. Þetta er mál, sem rétt er að Al- þingi fjalli um. Flugleiðir: Ný innrétting í 727-100 ÁKVEÐIÐ hefur verið hjá Flugleiðum að setja nýja inn- réttingu í Boeing 727-100-vél félagsins sem sinnir nú m.a. Norðurlandaflugi. Verða sett ný sæti í vélina fyrir sumarið, en þau eldri voru orðin allslitin. Boeing 727-200 og 100 verða báðar í Norðurlandafluginu í sumar, en hugmyndir eru um að þriðja vélin verði sett í það flug. Nýtt rafiðn- aðarfyrirtæki UM SL. áramót hóf starfsemi sína í Reykjavík nýtt fyrirtæki í rafiðnaði, Rafviðgerðir hf., Höfðabakka 9. Með stofnun Rafviðgerða hf., sameinuðust fyrirtækin Ásbjörn R. Jóhannesson, rafverktaki og Raf- tækjaverkstæði Þorsteins sf. Fyrir- tækið mun veita alhliða þjónustu í rafiðnaði hvar á landinu sem er, einnig munu Rafviðgerðir hf., ann- ast viðgerðir og viðhald á ýmsum heimilistækjum. Talið frá vinstri: Eigendur Rafvið- gerða hf., Höfðabakka 9, Reykjavík. Þorsteinn Aðalsteinsson, Ásbjörn R. Jóhannesson og Finnur Egilsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.