Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982
39
Gyða Bergþórsdótt-
ir - Minningarorð
hann yrði kallaður svo fljótt burt
sem nú er orðið.
Áður hafði skarð verið hogg'ð í
þennan 14 manna hóp, er Magnús
Sigurðsson félagi okkar lést í
bílslysi haustið 1977 á þessum
sama ægilega vegi. Það er því
skarð fyrir skildi i þessum litla
hóp er við sjáum nú annan félaga
okkar kallaðan svo sviplega burt,
úr blóma lífsins.
Ég hitti Jón Óla nú rétt fyrir
jólin á Hressingarskálanum í
Reykjavík. Jón var bæði kátur og
glaður eins og vant var, við feng-
um okkur kaffibolla saman ásamt
unnustu hans sem hann kynnti
mig fyrir, hún heitir Sigurbjörg
Björnsdóttir. Við sátum og spjöll-
uðum um liðna daga, félagana,
fiskinn og náttúrulega framtíðina.
Ég sá það vel þá að þarna hafði
Jón fundið ástina og hamingjuna
þar sem þessi unga og fallega
stúlka var, þau höfðu nýlega
stofnað heimili að Kirkjuvegi 28 í
Keflavík og ég sá og heyrði að þau
horfðu bæði björtum augum til
framtíðarinnar. Ég samgladdist
þeim á þessari stundu. Ég tók síð-
an í hendina á þeim og kvaddi og
Jón lét einn laufléttan brandara
fjúka að skilnaði. Þannig var
hann, alltaf kátur og hress.
Eftir að Jón Óli útskrifaðist úr
Fiskvinnsluskólanum vorið 1978
eins og áður sagði, hóf hann þegar
störf í fiskiðnaðinum ,fyrst sem
fiskimatsmaður og svo einnig sem
verkstjóri. Nú síðast starfaði hann
við saltfiskmat og verkstjórn í
heimabyggð sinni, Keflavík.
Starfstími hans var ekki langur,
en vafalaust hafa störf hans samt
sem áður skilað heilmiklum verð-
mætum til þjóðarheildarinnar, því
fá störf eru míkilvægari í bióðfé-
laginu í dag en einmitt störf að
íslenskum sjávarútvegi. Störf sín
held ég að Jón Óli hafi ávallt unn-
ið af samviskusemi og dugnaði og
vinsæll var hann meðal sinna
samstarfsmanna. Ekki er að efa
að hans hefði beðið björt framtíð í
starfi, hefði honum enst aldur til.
Það er mikil sorg sem nú hefur
svo harkalega barið á dyr hjá
ástvinum þeirra bræðra. Éin fá-
tækleg minningargrein bætir þar
engu um. Hún er aðeins smá virð-
ingarvottur við látinn félaga og
bróður.
Að lokum viljum við biðja góðan
Guð að styrkja og hjálpa foreldr-
um þeirra bræðra, systkinum,
unnustu Jóns Óla svo og öðrum
ástvinum þeirra sem nú eiga um
svo sárt að binda. En þó sárin séu
djúp og grói seint er það nokkur
huggun harmi gegn, að áfram
mun lifa meðal okkar minningin
um góðan dreng.
Gunnlaugur Ingvarsson
í dag verður til moldar borin
Gyða Bergþórsdóttir frænka mín.
Hún andaðist í Reykjavík 16.
janúar eftir langvarandi veikindi.
Gyða fæddist í Reykjavík 11.
september 1913. Foreldrar hennar
voru hjónin Valgerður Árnadóttir
og Bergþór skipstjóri Eyjólfsson,
föðurbróðir minn. Valgerður móð-
ir Gyðu var dóttir Árna verzlun-
armanns í Reykjavík Þórðarsonar
frá Leirubakka á Landi, Jónssonar
og var hún af hinni þekktu Vík-
ingslækjarætt. Móðir Valgerðar
var Guðrún Þórðarson af rang-
æskum ættum.
Faðir Gyðu var Bergþór skip-
stjóri, frægur aflamaður og skip-
stjórnarmaður í Reykjavik,
Eyjólfssonar bónda í Straumsfirði
á Mýrum vestra og síðar stein-
smiðs í Reykjavík Þorvaldssonar,
Eyjólfssonar, Eyjólfssonar, Jóns-
sonar frá Lambastöðum á Mýrum
Þorvaldssonar í Þverárholtum í
Mýrasýslu, og var hann kominn í
beinan karllegg af Halldóri ábóta
á Helgafelli Ormssyni. Móðir
Bergþórs var Guðrún Bergþórs-
dóttir frá Langárfossi á Mýrum.
Valgerður og Bergþór giftust 30.
okt. 1908 og bjuggu á Laugavegi
53, en þar byggðu þau myndarlegt
og nútímalegt íbúðarhús. Var
heimili þeirra sérstaklega mynd-
arlegt og mikil reisn yfir því á all-
an hátt. Þeim varð þriggja barna
auðið, en þau voru auk Gyðu, tví-
burasystirin Esther Jóhanna (d.
1971) og Árni Hafsteinn, mesti
efnismaður, er lést fyrir aldur
fram, 1933, 24 ára.
Bergþór, faðir Gyðu, andaðist á
besta aldri 1914, og stóð þá ekkjan
uppi með þrjú börn, en dugnaður
hennar og fyrirhyggja yfirvann
allar þrautir og kom hún börnum
sínum til manns og vann sér
fastan sess í samfélaginu.
Mínar fyrstu bernskuminningar
eru tengdar við heimilið á Lauga-
vegi 53. Þar var ánægjulegt að
koma og dveljast, njóta góðgerða
og umhyggju. Ég minnist þess,
þegar ég var meðal barna og ungl-
inga á Laugaveginum við leiki, þá
var holl hönd og umhyggjusöm at-
hygli frænku minnar alltaf eins og
verndarandi yfir okkur. Þá var
þar kyrrlátt, lítil umferð og þys,
öfugt við það sem nú er. Heimili
Valgerðar og barna hennar stóð
okkur börnunum ætíð opið, voru
þau ótalin sporin sem við áttum
þangað, en þar var alltaf gest-
kvæmt og öllum vel tekið. Sérstak-
lega minnist ég heimilisvina Vai-
gerðar, sérstæðra manna eins og
Kjarvals og bræðra hans. En þeir
höfðu verið í skipsrúmi hjá Berg-
þóri, frænda mínum á Kútter
Bergþóru, sem gerð var út frá
Reykjavík, þekkt aflaskip. Ég
minnist ummæla Kjarvals síðar,
er hann sagði, að Bergþór hefði
gefið sér fyrstu litina og léreftið,
sem hann eignaðist til að mála á.
Hann hafði tekið eftir því.að
Kjarval var sífellt að teikna, þeg-
ar tækifæri gafst til tómstunda.
Stella, eins og við frændsystkin-
in nefndum hana, var glaðlynd og
góð stúlka og sífelld heiðríkja yfir
henni. Ung að árum giftist hún
(1935) Sveini Helgasyni, stórkaup-
manni í Reykjavík, mesta merkis-
og myndarmanni. Hann var sonur
Helga Sveinssonar bankastjóra á
ísafirði og konu hans, Kristjönu
Jónsdóttur, Sigurðssonar alþing-
ismanns frá Gautlöndum. Þau
eignuðust einn son, Árna stór-
kaupmann í Reykjavík. Það var
mjög náið samband milli þeirra
mæðginanna og annaðist hann
móður sína af mikilli umhyggu og
ástúð, jafnt meðan hún hafði fulla
heilsu og eftir að veikindi steðjuðu
að henni.
Mikil vinátta var með þeim
systrum, Esther og Stellu og börn-
um þeirra og mikill samgangur
milli heimilanna. Síðustu árin átti
Stella við mikið heilsuleysi að
stríða, en það var bót í raun, að
ástúð og umhyggja sonar hennar
og frændsystkina var frábær.
Veikindi sín bar hún með mesta
æðruleysi og þolinmæði og tók því
sem koma átti með festu og æðru-
leysi. Hún var trúkona og gat í
samræmi við það sagt: Dauði, ég
óttast eigi afl þitt né valdið gilt.
Hún sagði sjálf: Ég hefi lokið
starfi hér í heimi. Kom sæll þegar
þú vilt.
Guð blessi minningu Stellu.
Reynir Ármannsson.
í dag verður kvödd í Dómkirkj-
unni Gyða Bergþórsdóttir og borin
til moldar við hlið manns síns,
Sveins Helgasonar, sem við kvödd-
um árið 1967. Leiðir okkar Gyðu
hafa legið saman alla mína tíð,
þar sem hún var gift föðurbróður
mínum. En náið kynntist ég henni
ekki fyrr en árið 1958. Þá var, eins
og nú, mjög erfitt fyrir námsfólk
að finna ódýrt leiguhúsnæði og
bauð Sveinn frændi okkur hjónum
að leigja kjallara í húsi sínu, sem
við þáðum með þökkum. Þarna
hófum við okkar búskap og áttum
þrjú indæl ár í húsi Gyðu og
Sveins. Aldrei urðu neinir árekstr-
ar milli heimilanna þessi ár, enda
var það fjarri Gyðu að blanda sér
nokkuð í búskaparlag mitt. Það
var þá helzt eftir að við höfðum
eignast okkar fyrsta barn, að hún
hafði mikla ánægju af að fá að
fylgjast með honum, enda var hún
sérstaklega hænd að börnum.
Árni Bergþór, einkasonur Gyðu og
Sveins, átti sitt herbergi þarna í
kjallaranum og gerðist fljótlega
heimagangur hjá okkur og rifjum
við Árni oft upp skemmtilegar
stundir frá þessum löngu liðnu
dögum.
Gyða bjó yfir óvenju mikilli
gleði og alltaf var stutt í brosið.
Ég minnist lítils atviks frá fyrstu
mánuðum okkar á Snorrabraut.
Kvöld eitt höfðum við, sem bjugg-
um í kjallaranum, mikið boð inni
og teygðist það óhóflega langt
fram eftir bjartri sumarnóttinni.
Góður gítarleikari var í hópnum
og var mikið sungið. Ég var því
heldur feimin og full sektarkennd-
ar þegar ég fór upp á loft næsta
dag til að afsaka hávaðann, en
móttökunum gleymi ég aldrei.
Gyða tók á móti mér og spurði ég
hvort þau væru ekki alveg svefn-
laus. Hún svaraði: „Hann frændi
þinn svaf í gegnum þetta allt,“ en
bætti svo við með sínu fallega
brosi. „Mikið var gaman að öllum
þessum fallegu lögum, sem þið
kunnið.“ Hún hafði þá ekkert sof-
ið, en datt ekki í hug að kvarta.
Reyndar held ég að hún hafi aldrei
kvartað yfir neinu. Mér finnst
koma svo vel fram í þessari litlu
sögu hvað Gyða átti létta lund og
mikla þolinmæði og góðvild. Hún
var sannarlega lánsöm að hafa
hlotið slíkar vöggugjafir, því að
oft reyndi mikið á hana á seinni
árum. Það sleppa víst fáar fjöl-
skyldur við einhver áföll og heilsu-
ieysi og Gyða fór sannarlega ekki
varhluta af slíku. En hún æðraðist
aldrei á hverju sem gekk. Sveinn
missti heilsuna á besta aldri og
Árni Bergþór átti líka lengi við
heilsubrest að stríða og studdi hún
þá báða eftir mætti. En svo kom
að henni sjálfri, sem hafði reynd-
ar aldrei verið líkamlega sterk, og
hefur líf hennar verið að smá
fjara út í nokkur ár. Mikið hefur
reynt á Árna, sem hefur verið
hennar stoð og stytta siðan Sveinn
féll frá. Ferðuðust þau mæðgin
saman, bæði innanlands og utan,
landsteinanna og voru á allan hátt
mjög samstillt. Eftir eitt áfallið,
sem Gyða varð fyrir, missti hún
næstum máttinn í hægri hendi.
Þegar ég sá Árna skera matinn á
diskinn hennar af mikilli nær-
gætni, skildi ég, að nú hefðu hlut-
verkin snúist við og nú yrði hann
að hugsa um hana það sem eftir
væri. Hann stóð sig stórkostlega í
þessu nýja hlutverki og hugsaði
um hana heima eins og lengi og
þess var nokkur kostur. Jafnvel
eftir að hún varð að leggjast á
sjúkrahús reyndi hann að fá að
hafa hana heima um helgar og
vissi ég að hún hafði mikla
ánægju af þeirri tilbreytingu og
hléum frá sjúkrahúsinu. Nú er
sjúkdómsstríðið hennar á enda og
samhryggist ég Árna Bergþóri
innilega. Hann getur þó kvatt
móður sína í dag fullviss um, að
hann gerði allt, sem í hans valdi
stóð, til að létta henni stríðið og að
því gleymir enginn, sem til þekkti.
Blessuð sé minning þessarar
mætu konu.
Nanna Þorláksdóttir
Legsteinn er
varanlegt
mlnnismerki
Framleiöum ótai
tegundir iegsteina.
Allskonar stærðir og
gerðir. Veitum fúsiega
upplýsingar og ráðgjöf
um gerð og val
legsteina.
S.HELGASONHF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 SlMI 76677
Prestsbústaðurinn í Reykholti.
Læknisbústaðurinn á Kleppjárnsreykjum, aðsetur læknis og hjúkrunarkonu er til hægri á myndinni.
Borgarfjörður:
Prestur á hrakhólum
Itorgarfirði í ufanverðum janúar.
NUNA fara fram gagngerar
endurbætur á prestsbústaðnum í
Reykholti. Var reyndar búið að
dæma hann óíbúðarhæfan fyrir þó
nokkru. En horfið var frá því að
rífa þennan bústað og byggja nýj-
an, þar sem núna er búið að finna
upp eitthvert ofsa gott efni til að
þétta hálf ónýt hús með, að sögn
manna.
Þótt húsið hafi verið hálf ónýtt,
hefur sóknarpresturinn, Geir
Waage, mátt dvelja þar með fjöl-
skyldu sína í samfélagi við hin
ýmsustu skorkvikindi.
Eftir mikið arg við ráðuneyti
o.fl., þá fékkst loforð fyrir viðgerð.
Er sú viðgerð stopp, þar sem fjár
er vant eins og fyrri daginn. Og
þar sem þetta er ekki nein smávið-
gerð, þá þurfti prestur að flytjast í
burtu og gerast tómthúsmaður á
Kleppjárnsreykjum.
Þar fékk hann inni í læknabú-
stað, sem hefur verið auður lengi,
enda enginn iæknirinn fengist til
þess að vera þar. Þar hins vegar er
ekki slorlegt að líta inn. Parket á
gólfum og teppi síðan ofan á. Enda
ólíkt betur gert við lækna heldur
en presta. E.t.v. vegna þess, að
menn emja hærra, ef þeim líður
illa líkamlega en andlega.
í öðrum enda læknisbústaðarins
er aðsetur læknis, sem kemur í
viku hverri úr Borgarnesi frá
heilsugæzlustöðinni þar. Hjúkrun-
arkona er þar einnig með ung-
barnaeftirlit og meðalasölu. Það
er því ágætt að hafa prest þarna
líka, því andleg heilsugæzla er
ekki síður mikilvæg heldur en lík-
amleg. Og ef eitthvert slíkt tilvik
kemur inn til læknisins, þá eru
hæg heimatökin við að senda þann
hinn sama inn til prestsins.
Eitt er það sem borið er i lækn-
isbústaðinn umfram alla venju-
lega ríkisbústaði, að ekki sé talað
um prestsbústaði. En það er arinn
einn mikill sem er inni í stofu. A
löngum vetrarkvöldum þá er ef-
laust gott að sitja við arininn og
semja predikanir. Hver veit nema
að upplifunin við að sjá birkið
brenna hægt og rólega verði til
þess að prestar yrðu ötulli í fram-
tíðinni við að lýsa kvölum þeirra
sem forherða sig gegn fagnaðarer-
indinu. Og hafa kallað þannig yfir
sig dóm, sem eigi verður áfrýjað á
efsta degi. Því allendis er hætt að
lýsa kvöldum Helvítis í predikun
presta nú á dögum, allt frá því
Hallgrímur Pétursson og Jón
Vídalín liðu undir lok.
— Fréttaritari