Morgunblaðið - 26.01.1982, Page 10

Morgunblaðið - 26.01.1982, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982 Sígaunabaróninn: Nýr hljómsveitar- stjóri tekinn við NÝR hljómsveitarstjóri, Kobin Stapleton, hefur tekið við hljómsveitarstjórn á sýningu ís- lenzku óperunnar á Sígaunabar- óninum af Austurríkismanninum Alexander Manchat. Robin Stapleton stundaði tónlistarnám við Royai College of Music og London Opera Centre. Hann hefur starfað við Royal Opera House í Covent Garden frá 1968, og sem fastur hljómsveitarstjóri frá 1971. Þar hefur hann stjórnað óperum eftir Puccini, Verdi og Weber. Hann héfur einnig stjórnað óperusýningum í Japan, Mex- tkó, Suður-Afríku og Þýzka- landi, og hljómsveitum á ein- söngshljómplötum með þeim Placido Domingo og Luciano Pavarotti meðal annarra. Robin Stapleton kom fyrst til íslands í febrúar 1981 og stjórnaði þá hátíðartónleikum Islenzku óperunnar til minn- ingar um Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánsson. Síðan þá hefur hann stjórnað La Traviata fyrir suður-afrísku óperuna í Pretóríu, Tosca í Cov- ent Garden og Rigoletto í Eng- lish National Opera. Hann hef- ur líka stjórnað hljómsveit á Nemendur Valhúsaskóla velja ævistarfið: Blaðamennska og flugið vinsælust Kobin Stapleton plötu þar sem José Carreras syngur spænska söngva. Frá Reykjavík heldur Stapleton rakleiðis til Pretóríu til að stjórna þar sýningum á Norma eftir Bellini með Montserrat Caballé í titilhlutverkinu. í Yalhúsaskóla fór fyrir nokkru fram skoðanakönnun meðal 12 til 15 ára nemenda á hvaða ævistarf þeir gætu hugsað sér. Starfsgreinar voru settar í 10 flokka og tilgreind ýmis störf innan hvers flokks, t.d. há- skólastörf, heilbrigðisstörf, kennsla, fjölmiðlun o.fl. Flestir völdu einhverjar iðn- greinar, alls 92, 59 piltar og 33 stúlkur. Þar var t.d. hárgreiðsla vinsæl meðal stúlkna, en 12 völdu þá grein og tölvufræði var vinsæl- ust hjá 14 piltum. Sjö piltar völdu útvarpsvirkjun og 7 stúlkur snyrt- ingu, 3 stúlkur og 8 piltar völdu matreiðslu, 2 piltar hugðust ger- Borgarijörður: Auð jörð og engar rafmagnsbilanir Hori;arfirrti í ofanvcrAum jan. ’K2. ÞAÐ ERU orðin mörg árin síðan það hefur verið alauð jörð um há- tíðir og áramót hér í Borgarfirði. Enda er þess farið að gæta líka, þar sem vatnsskortur er nú þegar orðinn á sumum bæjum. Er það sérstaklega bagalegt, þar sem stór kúabú eru. Og þarf að flytja vatn í tankbílum langar leiðir sums staðar. Einnig fer frost lengra niður í jörð, þar sem eng- inn er snjórinn til þess að hlífa jörðinni. Og með þessum frost- hörkum, sem verið hafa undan- farið, þá er hætt við því, að jörð verði sein að taka við sér í vor. En fyrir mannfólkið og annað það fólk, sem ferðast um hátíðir og áramót, þá er ekki unnt að hugsa sér betra færi, en nú var um há- tíðir. Alveg eins og um sumardag væri. Og betra en það, þar sem hvörfin eru langt fram á sumar í vegum hér um slóðir. Og jafnvel, þótt sæmilega sé orðið þurrt um, og hvörf horfin úr vegum, þegar kemur fram á sumar, þá þarf ekki nema eina sumarferð Sjálfstæðisflokks eða Alþýðu- bandalags sunnan úr Reykjavík um uppsveitir Borgarfjarðar til þess að hálf ófært verði um vegi á eftir. Er því kærkomið að geta ekið nokkuð áhyggjulaust um vegi án þess að eiga á hættu að lenda í einhverju hvarfinu. Og lenda utan vegar á hvolfi eins og gerðist í Reykholtsdalnum í sumar. ;rílT! Tíðarfar að öðru leyti hefur verið skaplegt. Og óvanalega mikil staðviðri, sem eru betri en umhleypingarnir. Undantekn- ingarlaust hefur orðið meira og minna rafmagnslaust um hátíðir í Borgarfirðinum. En nú brá svo við, sem betur fer, að ekkert varð rafmagnslaust hér. Og má þakka það þessu mikla staðviðri, sem verið hefur undanfarið. En ekki má gera mikinn útsynning til þess, að ekki sé hætta á raf- magnsbilunum, enda línur orðnar gamlar og lélegar. Núna eru tilhleypingar ' að- mestu um garð gengnar. Og þorragleðitíminn tekinn við. Þá hverfa bændur og búandlið á sem flestar gleðir og éta ótæpilega af hangiketi. Hér um slóðir eru menn ekki að leggja eyrun að rugli um hálfeitrað hangiket, sem malbiksbörnin fluttu þjóðinni á haustmánuðum. Menn halda áfram að éta hangiket, þar til þeir verða hallir úr heimi héðan. Slíkt góðgæti, sem hangiketið er, gerði vist okkar alla mun leiðin- legri og umfram allt bragðlaus- ari, ef þess nyti ekki við. Því hlakkar borgfirska bændur og aðra, sem unna landi og þjóð, að komast á þorragleðir og éta sem mest af hangiketi. — Fréttaritari. ast bændur, en enginn vildi fara í húsasmíði. Ails vildu 27 fara í störf að flugmálum, 9 stúlkur og 18 piltar. Fimm stúlkur og 14 piltar völdu flugið, 4 piltar flugumsjón og 4 stúlkur flugfreyjustörf. Að fjöl- miðlun vildu 19 starfa, 3 piltar og 16 stúlkur. Blaðamennsku völdu 13 stúlkur og 2 piltar, 3 stúlkur og einn piltur fréttamennsku, en eng- inn vildi leggja fyrir sig blaðaút- gáfu. Alls vildu 50 fara í heilbrigð- isstörf, 40 stúlkur, en aðeins 10 af piltunum. Níu stúlkur vildu gerast. dýralæknar og 7 piltar, 10 stúlkur í lækningar og 7 stúlkur hjúkrun, en engir piltar litu við þeim störf- um. Tveir þeirra vildu hins vegar gerast tannlæknar. Þá völdu 9 stúlkur þroskaþjálfun, 2 lyfja- fræði, 2 ljósmóðurstörf og ein tannsmíði. Ýmis háskólastörf völdu 9 stúlkur og 14 piltar, 6 stúlkur og 9 piltar völdu æðra tækninám, alls 31 kennslustörf og ráðgjöf, sjó- mennsku 1 stúlka og 10 piltar og alls 35 ýmis þjónustustörf. Formaður FBM var sjálfkjörinn ADEINS barst uppástunga um eitt lormannsefni, Magnús E. Sigurðsson, í Félagi bókagerðarmanna, en frestur til að skila uppástungum um formann rann út 15. janúar síðastliðinn. Telst Magnús því sjálfkjörinn formaður til næstu tveggja ára. í apríl verður kosið til stjórnar FBM, en þá eiga þrír stjórnarmenn að víkja úr 7 manna stjórn félagsins. Ekki er um listakosningu að ræða, heldur er kosið á milli manna, þó tryggja kosningareglur FBM jafn- ræði milli þeirra þriggja iðnsviða, sem stóðu að stofnun félagsins. Legið fyrir lágf ótu í júnílok lögdu nokkrir vaskir kappar upp frá Fossi, innsta bænum í Svartárdal, upp með vatnasvæði Blöndu að aust- an til að liggja á grenjum undir forystu refaskyttanna Sigurjóns Stefánssonar á Steiná og Sigurjóns Gíuðmunds- sonar á Fossi. Að auki voru í ferðinni Oskar Olafsson á Steiná og Jóhann Ounnar Kristinsson, sem tók myndirnar og rakti atburði ferðarinnar. A svæðinu, sem þessar skytt- ur leita, eru um 60 greni, sem athuguð eru á hverju ári, en ekki eru alltaf dýr í þeim öllum. Að þessu sinni var lagzt á 7 greni og fundust dýr í tveimur, 6 hvolpar og 1 dýr á öðru og 3 hvolpar og 1 dýr á hinu. Fyrra grenið, sem komið var að, var Hólagreni, á því var legið í tvo sólarhringa og þar náðist strax eitt dýr og 5 hvolpar, sem náðust í boga. Var þá boginn settur inn í grenismunnann og lokað fyrir munnann. Tófan kom að munnanum og reyndi að kalla þá út og er þeir hlupu að gren- ismunnanum lentu þeir í bog- anum. Svona bogar eru ekki það sterkir að dýrin brotni eða verði fyrir meiðslum, en nógu sterkir til að halda þeim föst- um. Þá var þessu greni lokað aftur og farið lengra inn á af- réttinn að Skollhóli og fyrstu nóttina var strax skotið 1 dýr og 3 hvolpar náðust í boga. Þegar komið var að Hóla- greni aftur var tófan búin að grafa sundur hólinn, gera ný göng og mikið jarðrask og þá var einn hvolpur fastur þar í boga. Þá var ákveðið að reyna að ná læðunni og voru tveir hvolpar tjóðraðir við grenið og kom hún nálægt eftir aðeins 10 mínútur en ekki tókst að ná henni. Refaskytturnar þekktu hana frá öðru greni og sögðu hana erfiða og líklega næðist hún aldrei, til þess væri hún búin að læra of mikið um að- ferðirnar. Eftir þetta voru 5 önnur greni leituð en þau voru öll tóm. ur á skolla. Yrðlingurinn heldur ámátlegur í höndum refabanans. Ekki er vaninn að drepa alla yrðlingana strax, þar sem þeir geta komið að notum ef lokka þarf lágfótu að greni sínu. Því hafa þessir fengið skamm- tímavist í strigapoka og er ekki annað að sjá en að vel fari um þá. Sigurjón Guðmundsson á Fossi losar einn yrðlinganna úr bogan- Um. I.jó.smyndir Jóhann (iunnar Kristinsaon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.