Morgunblaðið - 26.01.1982, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 26.01.1982, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982 21 Knattspyrnuráð IA hafnar tilboði Kalmar FF Knattspyrnuráð ÍA hefur hafnað tilboði því sem sænska félagið Kalmar FF gerði ráðinu varðandi fé; lagaskipti Áma Sveinssonar. í gærmorgun sendi ÍA út skeyti þar sem þess var farið á leit að Kalmar gerði nýtt og betra tilboð í Árna. Arni Sveinsson sagði við Mbl. í gærdag að hann væri ekki búinn að ganga frá neinum samningi við Kalmar-liðið. Hann biði rólegur til þess að sjá framvindu mála hjá IA og Kalmar. Knattspyrnuráðin yrðu að koma sér fyrst saman um félagaskiptin. — Mér leist mjög vel á mig úti, og geri fastlega ráð fyrir því að skrifa undir samning hjá Kalm- ar-liðinu. Knattspyrnulið ÍA er nú farið að æfa af krafti og um síðustu helgi var þjálfari liðsins Kirby á Akranesi til þess að leggja línurn- ar fyrir leikmenn. Jafnframt sem hann stjórnaði æfingu hjá liðinu. - ÞR. Leif endurráðinn landsliðsþjálfari - Finn ekki fyrir vonbrigðum, segir Jóhann Ingi DANSKA handknattleikssambandið hefur endurráðið Leif Mikkelssen sem þjálfara danska landsliðsins í handknattleik. Gengið var frá endurráðningu hans á löngum fundi hjá sambandinu á laugardag. Eins og skýrt hefur verið frá stóð valið á milli Mikkelssens og Jóhanns Inga Gunnarssonar. í viðtali við Mbl. sagði Jóhann Ingi að þetta mál hefði farið eins og hann hefði búist við. — Ég finn ekki fyrir neinum vonbrigðum, sagði Jóhann. Jóhann þótti vera með nokkuð miklar kröfur varð- andi kaupo.fl. Ákveðið hefur verið að Leif Mikkelssen verði hlutlaus á varamannabekk Dana í lands- leikjum hvað varðar íþróttabún- ing. Hann er á samningi hjá Vinn- ers og hefur klæðst þeim búning. En danska landsliðið er með samning við Hummel og klæðast leikmenn þeim búningi. Leif mun hinsvegar klæðast hvorugum bún- ingnum. — ÞR. Islenskar getraunir: Tveir voru með 12 rétta Kr. 49.535.- fyrir 12 rétta I 20. leikviku Getrauna komu fram 2 seðlar með 12 réttum og var vinningshlutinn kr. 49.535.- en með 11 rétta voru 96 raðir og vinningur fyrir hverja röð kr. 442. Annar „tólf- arinn“ var frá Eyrarbakka en hinn frá Reykjavík. Eftir mánaðarlangar vetrar- hörkur á Bretlandseyjum var nú loks unnt að ljúka leikjunum án truflana, og væntanlega gengur enska knattspyrnan snurðulaust næstu vikurnar. En það eru fleiri getraunafyrirtæki, sem fundið leiki hafa fyrir vetrarhörkunum á Englandi. Dönsku getraunirnar hafa óspart gripið til þess að draga úr hatti úrslitamerki fyrir frestaða leiki, og t.d. laugardaginn | 9. janúar var dregið um merki við 12 af 13 leikjum seðilsins, og þar sem sumum kom samsetning ís- I lenzka getraunaseðilsins sl. laug- i ardag kynduglega fyrir sjónir, skal þess getið, að á danska get- raunaseðlinum voru 11 af þeim 12 leikjum, sem hér var gizkað á. Samskonar erfiðleikar og hér að koma saman nothæfum seðli. Sveinbjörn Hákonarson leikur á ný með ÍA SKAGAMENN hrósa happi, en nú er Ijóst, að Sveinbjörn Hákonarson kemur heim á ný, en hann hefur leikið í Svíþjóð síðustu tvö árin eða svo. Hann var áður fastamaður í liði ÍA og mun hann leika með liðinu í sumar. Er þar stórgóður liðsauki á ferðinni, því Sveinbjörn var orðinn býsna sterkur leikmaður er hann hvarf af landi brott, áræðinn, leikinn og markheppinn miðvallarleikmað- ur. Hann var einn af markhæstu leikmönnum 1. deildarinnar síðasta sumarið sem hann lék hér á landi. Þá er Ijóst að Guðbjörn Tryggva- son mun leika með ÍA næsta keppn- istímabil. — ÞR. • Pétur Pétursson í leik með Anderlecht. Hann lék ekki með um helgina. Sjá viðtal við Pétur á bls. 25. Anderlecht er efst í Belgíu ANDERLECHT vann stóran sigur á Tongeren í Belgíu um síðustu helgi, 4—0. Pétur Pétursson hefur lítið fengið að leika með liðinu í vetur og var ekki með í þessum leik. Á bls. 25 er viðtal við Pétur, sem telur það vera fyrir klíkuskap að hann fái ekki tækifæri með liðinu. Lokeren og Standard gerðu jafntefli, 2—2. Arn- ór átti mjög góðan leik með liði Lokeren. Érslit leikja í Belgíu um helgina urðu þessi: anderlecht — Tongeren 4—0 Warengem — FC Liege 1—0 Bevern. rrr Molenbeek 1—2 Standard — Lokeren 2—2 Wabsrschei — Courtai , 0—1 CS Brngge - Lierse ,lA<n 2-2 Antvverpen — Beringen „in, 2—0 Mechelen — FC Brugge 0—3 Gent — Winterslag Staðan er nú þannig: 0- -0 Anderlecht 18 12 3 3 35:18 27 Gent 19 10 6 3 28:14 26 Standard 19 10 6 3 29:18 26 Courtrai 19 11 2 6 27:24 24 Antwerpen 18 10 4 4 28:13 24 Lierse 19 9 5 5 28:25 23 Molenbeek 19 9 2 8 27:26 20 Lokeren 18 7 6 5 23:19 20 Warengem 18 7 5 6 22:18 19 Beveren 18 6 7 5 20:16 19 Beringen 18 6 4 8 19:25 16 Waterschei 18 5 5 8 20:31 15 Tangeren 19 5 5 9 22:35 15 CS Brugge 18 4 5 9 29:33 14 FC Liege 19 5 4 10 21:29 14 FC Brugge 18 4 3 11 24:31 11 Winterslag 17 3 5 9 11:26 11 Mechelen 19 2 4 13 16:30 8 Dregið í ensku bikarkeppninni BUID er að draga í 5. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, en fjórða umferðin fór fram um helgina síðustu. Segja má, að sigurstrangleg- ustu liðin hafi fengið heldur erfiða leiki, eins og sjá má er við rennum yfir leiki umferðarinnar. Tottenham — Aston Villa Shrewsbury — Ipswich Blackpool eða QPR — Grimsby Coventry — Oxford Leicester — Watford Chelsea eða Wrexham — Liverpool WBA — Norwich Cr. Palace — Huddersf. eðaOrient Tottenham, bikarhafinn, fékk þriðja heimaleik sinn í röð og er sigurstranglegra liðið. Þá verða mótherjar Liverpool og Ipswich að teljast erfiðir, þar sem þeir leika á heimavöllum sínum. Portland sigraði Boston Celtics PORTLAND Trailblazers, Pétur Guðmundsson og félagar, sigraði hið fræga lið Boston (’eltics, 123—119, í bandarísku deildarkeppninni í körfuknattleik og rauf þar með þriggja leikja tapgöngu. Stigahæstur hjá Portland var Bill Ray með 26 stig. Fréttaskeyti AP gátu þess eigi, hvort Pétur hafi komist á blað eða hvort hann var með í leiknum. Reynir fær iiðsauka REYNIR í Sangerði hefur fengið góðan liðsauka fyrir komandi knattspyrnuvertíð, en unglinga- landsliðsmaðurinn Freyr Sverrisson hefur ákveðið að skipta um félag. Freyr hefur til þessa leikið með IBK. Bikarkeppni HSÍ: Yfirburðasigur FH-inga TVEIR leikir fóru fram í bikar Fl keppni HSÍ í gærkvöldi í íþróttahús- m< inu í Hafnarfirði. FH sigraði lið að Fylkis í meistaraflokki karla með 40 6. mörkum gegn 21. FH hafði mikla yfirburði í leiknum þrátt fyrir að landsliðsmenn liðsins væru mikið á Fl bekknum. Staðan í hálfleik var le 17-10 fyrir FH. Markahæstir í liði 1S bc 1 voru þeir Hans og Guðmundur ■ð 8 mörk hvor. í liði Fylkis skor i Einar Einarsson flest mörk eða I meistaraflokki kvenna léku U og Valur. Eftir æsispennandi ik lauk leiknum með sigri FH 1-12. Valsstúlkurnar voru með >ltann síðustu sekúndur leiksins en tókst ekki að skora. Staðan í hálfleik var 8-5 fyrir FH. FH náði strax yfirburðum í leiknum, komst í 6-0, en Valsstúlkurnar sigu jafnt og þétt á og litlu munaði í lok leiksins. Markahæstar í liði FH voru þær Margrét með sex mörk og Kristjana með fimm. Erna skoraði flest mörk Vals eða fjögur. -ÞR. mmí0. W liiii 1 VTI 2 1] liýtt íslandsmet lijá Guðrúnu IJÐRÚN Ingólfsdóttir, KR, setti á jafnaði svo Jón Oddsson íslands- jnnudag nýtt íslandsmet í kúlu- metið í langstökki, stökk 7,20 metra upi innanhúss. Kastaði kúlunni á innanfélagsmóti hjá KR í Bald- 1,61 metra. Gamla metið átti hún urshaga. álf, var það 14,57 m. í gærkvöldi Phil Mahre nær öruggur um _ ■ _ * ■. . ■ ■ ■■ ■ ■ ■ sigur i nei PIIIL MAHRE gekk svo frá hnút- unum um helgina, að það er hrein- lega formsatriði að Ijúka heims- bikarkeppninni á skíðum, Mahre sigraði Stenmark í svigkeppninni í Wengen og hefur slíka forystu í stigakeppninni að Stenmark á litla möguleika á því að ná honum. Það blés þó byrlega fyrir Stenmark framan af, hann var með besta tímann eftir fyrri ferðina og þegar hann var langt kominn með þá síð- ari hafði hann náð 1,5 sekúndna : forystu. En þá gerðist það óvenju- 1 imsniKari ega, hann missti jafnvægið og féll. lann var þó fljótur upp aftur og auk ferðinni með næst besta tím- inn þrátt fyrir allt. Samanlagður ími Mahre var 1:33,48 mínúta, en ími Stenmarks var 0,29 úr sek- indu lakari, eða 1:33,77. Þriðji var ’aul Frommelt frá Lichtenstein á 1:33,90. Fjórði var Steve Mahre, víburabróðir Phils á 1:33,95. Staðan í stigakeppninni er nú iú, að Phil Mahre hefur 262 stig, ingimar Stenmark hefur 179 stig neppmnm og Andreas Wenzel frá Licht- enstein hefur 95 stig. Steve Pod- broski frá Kanada kemur næst- ur með 94 stig, en Harti Weir- either frá Austurríki hefur 78 stig. Það var einnig keppt í bruni í Wengen og þar sigraði Harti Weireither á 2:04,43 mínútum. Aústurríkismenn skipuðu sér í fjögur efstu sætin, Erwin Resch varð annar, Peter Wirnsberger þriðji og Franz Klammer fjórði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.