Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982 fltofgtiitÞlftfeito Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar * Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alsiræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 6 kr. eintakiö. Stefán Baldursson, Halldór Laxness og Þorsteinn Gunnarsson á fundi með fréttamönnum í Iðnó í tilefni frumsýningar Sölku Völku. (Ljósm. Kristján). Leikfélag Reykjavíkur: Salka Valka frum- sýnd á fímmtudag SALKA VALKA eftir Halldór Laxness verður frumsýnd hjá Leik- félagi Reykjavíkur á fimmtu- dagskvöld í leikgerð Stefáns Bald- urssonar og Þorsteins Gunnars- sonar. Sem kunnugt er var þessi skáldsaga Halldórs kvikmynduð af sa nskum aðilum á sínum tíma og einnig hefur hún verið flutt á sviði í Finnlandi bæði sem leikrit og ballett, en þetta er í fyrsta sinn að íslensk leikgerð er unnin úr þessu verki. Á fréttamannafundi sem hald- inn var í tilefni frumsýningar- innar kom fram að verkið er tek- ið til sýningar nú öðrum þræði í tilefni af áttræðisafmæli Hall- dórs Laxness í apríl nk. og 85 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur sem var 11. janúar sl. Það er Stefán Baldursson sem er leikstjóri, lýsingu annast Daníel Williamsson, en um tón- listarhliðina sér Áskell Másson. Leikmynd og búningar eru eftir Þórunni Sigríði Þorgrímsdóttur. Það er Guðrún Gísladóttir sem fer með hlutverk Sölku Völku og er þetta í fyrsta sinn sem hún leikur á sviðinu í Iðnó, en hún hefur leikið í mörgum sýningum í Alþýðuleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Jóhann Sigurð- arson leikur Arnald Björnsson, en hann fer nú með titilhlut- verkið í „Jóa“. Margrét Helga Jóhannsdóttir leikur Sigurlínu, móður Sölku og Þorsteinn Gunn- arsson leikur Steinþór Steins- son. Jón Sigurbjörnsson leikur Jóhann Bogesen og Steindór Hjörleifsson fer með hlutverk Guðmundar kadetts. Alls koma átján leikarar fram í sýning- unni, en hlutverkin eru alls 27 talsins. Auk fyrrnefndra leikara koma eftirtaldir fram: Soffía Jakobsdóttir, Valgerður Dan, Gísli Rúnar Jónsson, Sigurður Karlsson, Karl Guðmundsson, Sigríður Hagalín, Karl Ágúst Úlfsson, Jón Hjartarson, Jón Júlíusson, Hanna María Karls- dóttir, Anton Helgi Jónsson og Hannes Ólafsson. J anúarnó vember 1981: Kaþólska kirkjan rís til varnar /■ Iútvarpsmessu á sunnudaginn var Josep Glemp, erkibiskup í Póllandi, skorinorður um nauðsyn þess, að herstjórnin í landinu létti tökin á þjóðinni. Þennan sama dag var jafnframt lesið hirðisbréf Glemps í öllum kirkjum Póllands, og hafði það að geyma svipaðan boðskap. í Róm minntist Jóhannes Páll páfi II ættjarðar sinnar í hlessunarorðum. Kaþ- ólska kirkjan fer meðal annars fram á það í óskum sínum og bænarorð- um, að pólska þjóðin sé ekki látin þola sálarkvalir í fáfræði vegna skipulagðrar þagnar stjórnvalda um það, hvað raunverulega fyrir þeim vaki. Teknar verði upp einhvers konar viðræður milli stjórnvalda og þeirra, sem sviptir hafa verið frelsi. í hirðisbréfi Glemps er komist þannig að orði, að nauðsynlegt sé að bægja frá Pólverjum þeirri vá, sem rekja má til vaxandi haturs- og hefndarbylgju í landinu. Þær aðgerðir, sem miði að því að traðka á mannlegri virðingu og svipta menn sjálfsögðum réttindum, komi í veg fyrir þjóðareiningu. Af hálfu pólskra stjórnvalda er jafnan látið að því liggja, að ástandið í landinu sé „komið í eðlilegt horf“, hjól atvinnulífsins séu farin að snúast og kraftar sósíalismans muni að lokum bjarga Pólverjum út úr þeirri neyð, sem starfsemi frjálsra verkalýðsfélaga hafi leitt til. Hirð- isbréf Josep Glemps, ræða hans í útvarpsmessunni og bænarorð páfa gefa svo sannarlega til kynna, að ástandið í Póllandi sé annað og verra en herstjórnin þar og bestu stuðningsmenn hennar í Kreml vilja vera láta. I ræðu þeirri, sem Leonid Brezhnev flutti við setningu 26. þings Kommúnistaflokks Sovétríkjanna fyrir tæpu ári lagði hann höfuð- áherslu á þá stefnu stjórnar sinnar, að skapaður skuli „nýr maður“, hinn vísindalegi sósíalismi muni leiða til þess, að upp vaxi „nýir menn“. í ár eru 65 ár síðan tilraunin til að skapa „nýjan mann“ hófst í Sovétríkjun- um. Sú tilraun hefur með öllu mistekist, hún hefur aðeins stuðlað að mannlegri niðurlægingu. Kaþólska kirkjan gengur nú fram fyrir skjöldu í Póllandi í von um, að herstjórarnir þar hopi fyrir kristnu ákalli um virðingu fyrir manninum. — Eru líkur á því, að þessu ákalli verði sinnt? Því miður eru þær haria litlar, í kröfu Kremlverja um „hinn nýja mann" er hvorki gert ráð fyrir, að maðurinn njóti virðingar né þeirra réttinda, sem við teljum sjálfsögð hér á landi. „Markmið sósíalismans er að breyta umhverfi og tilveruskilyrðum mannsins í það horf að þau leyfi alhliða þroska mannlegra hæfileika, eða eins og það er orðað í sígildri skilgreiningu þeirra Marx og Engels: Sósíalisminn er þjóðfélag þar sem frjáls þróun einstaklingsins er skil- yrði fyrir frjálsri þróun heildarinnar." Ymsir halda vafalaust, að hin tilvitnuðu orð séu úr ræðu Brezhnevs á 26. flokksþinginu. Stíllinn og tilvísunin til sjónarmiða þeirra Marx og Engels bendir til þess, að orðin séu flutt af þeim, sem telja sig hafa vald til að skapa „hinn nýja mann“ í nafni sósíalismans. Þessar setningar eru þó ekki úr ritum Kremlverja, heldur stefnuskrá Alþýðubandalagsins, sem upphaflega var útgefin í nóvember 1974 og endurprentuð óbreytt á síðasta ári, 1981. Um leið og við beinum huganum til Póllands, könnum baráttumál kaþólsku kirkjunnar þar í landi og veitum því athygli, að kirkjunnar menn telja bylgju haturs og hefnda fara um landið vegna þess að traðkað hefur verið á mannlegri virðingu, skulum við líta í eigin barm. Staðreynd er, að Alþýðubandalagið hefur í engu horfið frá grundvall- arstefnu sinni, sem er að eðli hin sama og alþýða Póllands og kaþólska kirkjan hefur risið gegn. Það dugar alls ekki fyrir Alþýðubandalags- menn að hallmæla herstjórunum í Póllandi og stuðningi Kremlverja við þá, en breyta ekki hugmyndafræðilegum forsendum sínum. Geysir farinn að gjósa Auðvelt er að höfða til umhyggju íslendinga fyrir landi sínu með því að gera það grunsamlegt, hvernig staðið var að verki við Geysi á liðnu sumri. Vafalaust er hún ekki til neinnar umhverfisprýði raufin, sem gerð var í kerskál Geysis til að minnka vatnsmagnið í hvernum og láta hann fara að gjósa að nýju. Um hitt getur enginn neitt fullyrt, hvort Geysi sé það til góðs eða ills, að hann skuli að nýju geta þeytt vatni í átt til himins. Umhverfisspjöllin af raufinni eru ekki óbætanleg, og líklega er unnt að búa þannig um hnútana, að raufinni verði lokað annað hvort varanlega eða með þeim hætti, að hleypa megi vatni um rör úr Geysi til að kalla fram gos. Menntamálaráðuneytið, sem fer með málefni Geysis, ber þá þyngstu sökum, er hleyptu af honum vatni í sumar. Hefur rannsóknarlögregla ríkisins verið kvödd á vettvang. Fyrir þessu verki stóðu þó þeir, sem næstir Geysi búa og ættu að bera fyrir honum mesta umhyggju. Um það hefur verið spurt, hvers vegna menntamálaráðuneytið, sem einnig fer með náttúruverndarmál, hafi ekki látið friðlýsa Geysi og veita honum þar með hina bestu vernd? Ástæðulaust er að kalla á lögreglu til að fá svar við þessari spurningu. Raunar á ekki að þurfa að fá rannsóknar- lögregluna í lið með sér í þessu máli. Á hinn bóginn þarf að fá álit hinna bestu vísindamanna á því, hvernig við skuli brugðist, þegar Geysir er fariiint^ ti* uhií w t« wv'ikti'it m«í'«4 iihím 11. iiuunitiUAiiu u n u'b u uii ntu «t i»tíIi uukui^ i t« Um 25% útflutnings fór til Portúgal og Nígeríu VIÐSKIPTI íslendinga við Portúgali hafa aukizt verulega á sl. árum. Verð- mæti útflutningsins fyrstu ellefu mán- uði ársins 1981 var liðlega 651 milljón króna, sem er um 11,51% heildarút- flutnings landsmanna. Á sama tíma árið 1980 var útflutningur til Portúgal að verðmæti liðlega 194 milljónir króna, sem er um 5,10% heildarút- flutnings og þá var verðmæti útflutn- ings til Portúgal á árinu 1979 liðlega 88,4 milljónir króna, sem er um 3,66% heildarútflutningsins. Höfuðástæðan fyrir þessum stór- aukna útflutningi tslendinga til Portúgal á síðustu árum, er hin mikla aukning, sem orðið hefur á útflutningi saltfisks. Við athugun útflutningstalna kemur í ljós, að mikil umskipti hafa orðið í viðskiptum við fleiri þjóðir. Má þar nefna, að útflutningur landsmanna til Nígeríu fyrstu ell- efu mánuðina á sl. ári var að verð- mæti um 743,7 milljónir króna, sem er um 13,15% heildarútflutnings, en verðmætið á sama tíma árið 1980 Samdráttur í sölu á smjöri, en aukning í ostasölu innanlands VERULEGUR samdráttur varð í sölu á smjöri og smörva fyrstu 11 mánuði síðasta árs miðað við sömu mánuði árið 1980.1. desemb- er sl. voru smjörbirgðir í landinu 434 tonn, en mánaðarsala af smjöri og smjörva nemur að með- altali 97 tonnum. Taka ber fram, að árið 1980 var óeðlilega mikil sala vegna smjörútsölunnar, en þá seldust um 600 tonn á fáeinum Framleiðsla á ostum minnkaði um 23% á árinu 1981 miðað við 11 fyrstu mánuðina 1980, en hins vegar varð 9,1% aukning í sölu á ostum innanlands á sama tíma- bili. Útflutningur á ostum minnk- aði um 35,4% og voru samtals flutt út þessa 11 mánuði 1.117 tonn. Birgðir af ostum 1. desember voru 917 tonn, en mánaðarsala hefur verið um 125 tonn að meðal- var liðlega 274,5 milljónir króna, sem er um 7,20% heildarútflutn- ings. Þá má geta þess að útflutning- urinn til Nígeríu fystu ellefu mán- uði ársins 1979 var ekki að verð- mæti nema liðlega 22,7 milljónir króna, sem er um 0,94% heildar- útflutnings. Uppistaðan í útflutn- ingi landsmanna til Nígeríu er skreið, en þeir markaðir hafa verið mjög góðir að undanförnu. Helzta viðskiptaland íslendinga í útflutningi undanfarin ár er Bandaríkin, en verðmæti útflutn- ings til Bandaríkjanna fyrstu ellefu mánuðina á sl. ári var tæplega 1,22 milljarðar króna, sem er um 21,51% heildarútflutnings landsmanna. Verðmætið á sama tíma árið 1980 var liðlega 842,6 milljónir króna, sem er um 22,10% heildarútflutn- ings og á árinu 1979 var verðmætið iiðlega 657,7 milljónir króna, sem er um 27,22% heildarútflutnings. Þá má geta þess, að viðskiptin við Vestur-Þýzkaland hafa gengið nokkuð í bylgjum síðustu ár. Út- flutningurinn þangað á síðasta ári var sem hlutfall af heildarútflutn- ingi um 6,83%. Hlutfallið var hins vegar um 10% á árinu 1980 og um 8,7% á árinu 1979. Þá má geta þess, að útflutningur til Bretlands hefur jafnt og þétt dregizt saman á síð- ustu árum. Hlutfall útflutningsins á sl. ári í heild var um 13,3%, en var árið á undan um 16,36% og um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.