Morgunblaðið - 26.01.1982, Page 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
19. tbl. 69. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANIJAR 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Dollar
styrkist
htndon, 25. januar. Al'.
Randaríkjadoilar styrktist í
sessi gagnvart ollum helztu
gjaldmiðlum heims í dag og
gullverð lækkaði og hefur ekki
verið lægra í London í 28 mán-
uði.
Dollárinn hækkaði vegna fregna
frá Washington um að peninga-
magnið í umferð hefði aukizt frá
því í fyrri viku, en búizt hafði ver-
ið við að það mundi minnka. Einn-
ig var búizt við vaxtahækkunum
vestanhafs.
Við lok viðskipta kostaði dollar-
inn 2,3410 mörk, og sterlingspund-
ið kostaði 1,85 dollara. Sterlings-
pundið hefur ekki verið jafn verð-
lítið gagnvart dollar frá því 29.
október sl. Þá var dollarinn verð-
meiri í Japan í dag en síðustu tíu
vikurnar.
Gullúnzan kostaði 372 dollara í
London í kvöld, 367,48 dollara í
París, 375 í Frankfurt og 371,5
dollara í Ziirich. Þá lækkaði silfur
einnig í verði.
Utan brautar
Brak DC-10 þotu World Airways á slysstað við Logan flugvöll í Boston. Þotan rann
fram af braut 33, sem var glerhál en allir þeir 208 sem um borð voru komust af, og
hlaut enginn þeirra tcljandi meiðsli. Flugstjórnarklefinn brotnaði frá skrokknum í brotlendingunni, eins og gert er ráð fyrir við
hönnun IK'-IO, og marar í hálfu kafi. f baksýn lendir Lockheed Tri-Star frá Eastern. Sjá nánar á bls. 19. simaimnd \i>.
Jaruzelski boðar slökun
á herlögum í febrúarlok
Varsjá, 25. janúar. Al*.
JARUZELSKI, forsætisráðherra Pól-
lands, réðist harkalega að Kamstöðu,
Bandaríkjunum og bandamönnum
þeirra og gaf í skyn að herinn myndi
stjórna námum og verksmiðjum um
ófyrirsjáanlega framtíð þótt hægt yrði
að slaka örlítið á herlögum undir lok
febrúar, er hann flutti ræðu í pólska
þinginu í dag, í fyrsta skipti frá því
herlögum var lýst í l’óllandi, 13. des-
ember síðastliðinn.
Jaruzelski sagði að ef „ólögmætar
athafnir" Samstöðu héldu áfram, yrði
ekki ha-gt að létta hömlum á athafna-
frelsi þjóðarinnar. Og þótt þeim yrði
lyft mundi herstjórnin fara áfram með
völd og vinna að endurreisn pólsks
efnahagslífs.
„Við okkur blasti efnahagshrun
og þjóðin rambaði á barmi borgara-
styrjaldar og þá greip ríkisráðið inn
í. Ógnunin var augljós, öfgaöflin í
Samstöðu sáu hilla undir æðsta
takmark sitt, sem var hrun komm-
únistasamfélagsins. Þessi öfl löm-
uðu allt starf stjórnarinnar með
gerðum sínum, þau brutu lög hvað
eftir annað og stefndu öryggi þjóð-
arinnar í hættu," sagði Jaruzelski.
Utvarpið í Varsjá sagði þingsali
og áhorfendastúkur hafa verið
þéttsetin og andrúmsloftið raf-
magnað. Fjórum slnnum hefði
hershöfðinginn þurft að gera hlé á
90 mínútna langri ræðu sinni vegna
fagnaðarláta.
Jaruzelski sagði m.a. í ræðunni að
4.549 Pólverjar hefðu verið fangels-
aðir frá því herlög gengu í gildi og
hefðu 1.768 þeirra verið látnir laus-
ir, en samkvæmt öðrum heimildum
hafa tugþúsundir Pólverja verið
fangelsaðir. Sagði ráðherrann fang-
ana fljótt látna lausa, en „lögbrjót-
um“ yrði hegnt grimmilega.
Þrír félagar í Samstöðu voru
dæmdir í allt að þriggja og hálfs árs
fangelsi í dag fyrir að skipuleggja
verkföll í áburðarverksmiðju í Lubl-
in-héraði 14. —19. desember, og hafa
þá hátt í 200 félagar í Samstöðu
hlotið fangelsisdóma af svipuðu til-
efni.
í dag hófust í Tékkóslóvakíu sam-
eiginlegar æfingar hersveita frá
Sovétríkjunum, Ungverjalandi og
Tékkóslóvakíu, og taka þátt í þeim
um 25 þúsund hermenn úr lofther og
landher viðkomandi ríkja. Æfing-
unum stjórnar Kulikov, yfirmaður
herafla Varsjárbandalagsins, en
þær standa yfir fram að næstu
helgi.
Pólskur embættismaður spáði því
í dag, að draga mundi úr landbúnað-
arframleiðslu á þessu ári vegna
refsiaðgerða Bandaríkjamanna, og
yrði alvarlegur skortur á kornfræi
og kartöfluútsæði með vorinu. Einn-
ig væru fyrirsjáanlegir erfiðleikar í
allri grænmetisræktun og skortur
væri fyrirsjáanlegur á áburði og
skordýraeitri, en allt þetta mundi
gera að verkum að landbúnaðar-
framleiðslan mundi dragast stór-
lega saman.
Pólska kirkjan hvatti til þess um
helgina að herlögum yrði aflétt og
haldið áfram þjóðfélagsumbótum
þeim sem hófust með stofnurr Sam-
stöðu síðla sumars 1980. Jóhannes
Páll páfi lagði kirkjunni lið í þess-
um efnum. Þá lýstu fastafulltrúar
Atlantshafsbandalagsríkjanna í
Brussel því yfir að ástandið í Pól-
landi hefði versnað til muna, og að
búast mætti við nýjum refsiaögerð-
um gagnvart Rússum á næstunni.
Flýði undir
kúlnaregni
Mum hen, 25. janúar. Al*.
TVÍTUGUR austurþýzkur
landamæravörður flýði yfir
til VesturÞýzkalands árla í
dag við landamærastöð
norður af Wiirzburg, og
slapp hann ósærður, þótt
aðrir landamæraverðir
skytu ákaft að honum af
vélbyssum.
Að sögn lögreglu hjálpaði
það landamæraverðinum að
enn hafði ekki birt af degi.
Aðrir a-þýzkir landamæra-
verðir urðu flótta hans fljótt
varir. Flóttamaðurinn var í
einkennisklæðum er hann
flýði, en skildi eftir vopn þau
er hann jafnan bar við
skyldustörf.
Gromyko neitar að ræða
um ástandið í Póllandi
(ienf, 25. janúar. Al*.
ANDREI tíromyko, utanríkisráðherra
Sovétríkjanna, sagði við komuna til
Genfar í dag, að hann mundi neita að
ræða ástandið í Póllandi og valdatöku
hersins þar á fundi með Alexander
llaig, utanríkisráðherra Itandaríkj-
anna, en þegar Haig heyrði þessi um
madi í dag, spáði hann stuttum fundi.
„Ég mun nota tækifærið til að
skýra Gromyko milliliðalaust frá
þeim viðbjóði sem vestræn ríki hafa
á ofbeldisverkum herstjórnarinnar
í Póllandi,“ sagði Haig. Hann hjóst
við því að viðræður þeirra Gromyk-
os myndu snúast að verulegu leyti
Kjörmenn kjósa Koivisto forseta
llelsinki, 25. janúar. Al*.
MAUNO Koivisto sneri til Ilels-
inki í dag úr skíðaleyfi í Lapplandi,
en á morgun, þriðjudag, koma
kjörmenn saman og útnefna hann
næsta forseta Finnlands, hinn
fyrsta scm kemur úr röðum
finnskra jafnaðarmanna.
Ilrho Kekkonen er of þjakaður
til að vera viðstaddur kjörmanna-
samkunduna og einnig athöfnina á
miðvikudag, þegar Johannes Vir
olainen þingforseti tekur af Koiv-
isto embættiseiða, að sögn formæl-
anda forsetaembættisins.
Heilsu Kekkonens hefur hrak-
að verulega síðustu vikurnar,
æðakölkunin hefur aukist og
jafnframt þjáist hann af út-
brotaveiki.
Jafnaðarmenn unnu 145 kjör-
menn af 301 í kosningum um
fyrri helgi, og ljóst var að Koiv-
isto yrði næsti forseti Finnlands
þegar 21 kjörmaður úr hófsam-
ari helmingi finnska kommún-
istaflokksins lýsti stuðningi við
hann og einn kjörmaður Lands-
byggðarf lokksi ns.
I dag mættu kjörmennirnir
allir til sérstakrar skráningar,
en í þeim hópi eru bæði eigin-
kona Koivistos og dóttir hans,
Assi, 21 árs nemi í hagfræði við
Uppsalaháskóla. Enginn kjör-
maður hefur hlotið jafnmörg at-
kvæði í kjörmannakjöri og kona
Koivistos, og dóttir þeirra hjóna
var einnig mjög atkvæðamikil.
um ástandið í Póllandi.
Haig og Gromyko ræðast við á
tveimur tveggja klukkustunda
fundum á þriðjudag og fara viðræð-
urnar fram innan veggja sendiráða
ríkianna í Genf
Haig sagðist einnig numdn drepa
á málefni Afganistan. þar sem
Sovétríkin heldu áfram hernaði sín-
um, „og ég er viss um að Gromyko
hefur eitthvað í pokahorninu, sem
hann vill koma að,“ bætti hann við.
Dean Fischer, talsmaður banda-
ríska utanríkisráðuneytisins til-
kynnti formlega í dag, að Haig færi
9. febrúar næstkomandi til Madríd,
þar sem hann mundi fara þess á leit
við ríkin er undirrituðu Helsinki-
sáttmálann, að þau fordæmdu Sov-
étríkin og lýstu þau ábyrg fyrir að
herlögum var lýst yfir í Póllandi.
Bæði Haig og Reagan forseti hafa
sagt herlögin og aðför herstjórnar-
innar að Samstöðu vera brot á
mannréttindakafla sáttmálans.