Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982
19
Chirac kosinn
flokksleiðtogi
Toulouse, 25. janúar. AP.
BORGARSTJÓRl Parísar, Jacques Chirac, var kosinn leiðtogi aðalstjórnar
andstöðuflokksins í Frakklandi, RPR, í gær, sunnudag, einni vikur eftir
yfirburdasigur flokksins í aukakosningum.
Chirac hlaut 99,1% greiddra atkvæða á þingi 2.000 nokksfulltrúa í Toulouse
um helgina. Hann var einn í kjöri. Kosningin treystir stöðu hans sem aðal-
mótherja Francois Mitterrand forseta.
Þetta er í þriðja sinn sem Chirac er kjörinn leiðtogi RPR. Hann var einnig
einn í kjöri í fyrri kosningunum.
Chirac sagði af sér sem leiðtogi
RPR í febrúar í fyrra til að einbeita
sér að forsetakosningunum, en fékk
ekki nógu mörg atkvæði til að geta
keppt við Mitterrand og lýsti yfir
dræmum stuðningi við Giscard
d’Estaing. Hann hefur gert harða
hríð að Mitterrand-stjórninni fyrir
stefnu hennar í Póllandsmálinu.
„Sósíalistar hafa gert mikið veð-
Jacques Chirac
ur út af Póllandi, en í rauninni
hafa þeir ekki hreyft legg né lið,“
sagði hann á þingi RPR.
Chirac sagði að stjórnin ætti að
grípa til efnahagslegra refsiað-
gerða gegn Rússum. Hann gagn-
rýndi einnig 25 ára samning, sem
Frakkar gerðu við Rússa á laugar-
daginn um kaup á jarðgasi frá Síb-
eríu. Þetta er fyrsti meiriháttar
samningur vestræns ríkis og Rússa
síðan herlög voru sett í Póllandi.
Chirac sagði einnig á þingi RPR
að hægri öflin yrðu að reyna að ná
til fleiri franskra kjósenda. „Ef við
viljum sigra sósíalista verðum við
að fá verkamennina, unga fólkið og
konur í raðir okkar," sagði hann.
Flokkur Chiracs sigraði í þremur
kjördæmum af fjórum þar sem
aukakosningar fóru fram fyrir
viku, en fjórði sigurvegarinn var úr
flokki Giscard d’Estaings, UDF.
Sigur íhaldsmanna var óvæntur,
þar sem sósíalistar höfðu unnið
þrjú hinna fjögurra þingsæta í
kosningunum í júní í fyrra. Auka-
kosningarnar voru fyrsti próf-
steinninn á vinsældir sósíalista eft-
ir kosningasigur þeirra í fyrra.
Neyðarástand
í kjarnorkuveri
New Vorh, 25. jan. Al’.
NEYÐARÁSTANDI var lýst yfir í dag,
mánudag, í Ginna-kjarnorkuverinu í
Ontario, New York-ríki, eftir að bilun
varð í leiðslu í kælikerfi þess og
geislavirk efni fóru út í andrúmsloftið.
Kjarnorkuverinu var lokað. Það
er 29 km norðvestur af Rochester.
„Almenningur er í engri hættu eins
og stendur," sagði talsmaður Roch-
ester gas- og rafmagnsfyrirtækis-
ins, sem rekur kjarnorkuverið.
Algeru neyðarástandi var ekki
lýst yfir, heldur svokölluðu „neyðar-
ástandi á staðnum", öðrum mesta
viðbúnaði sem gripið er til. Fyrst
var lýst yfir „óvenjulegum atburði“,
síðan „viðbúnaði“ og loks „neyðar-
ástandi á staðnum", einni klukku-
stundu eftir að lekans varð vart.
Slökkvilið á þessum slóðum var
sett í viðbragðsstöðu, en brottflutn-
ingur var ekki fyrirskipaður. Um
45.000 manns búa í innan við 16 km
fjarlægð frá kjarnorkuverinu. Roch-
ester er þriðja fjölmennasta borg
New York-ríkis. Neyðaræfing fór
fram í verinu í síðustu viku.
DC-10 þota World Airways er hafnaði í höfninni í Boston eftir að renna fram af flugbraut 33 á Logan-flugvelli.
Flugstjórnarklefinn hefur brotnað af og marar í kafi, en inn um gatið má sjá fremstu sætaraðir í farþegarými
breiðþotunnar. DC-10 þotur eru þannig gerðar úr garði að trjónan brotnar af í brotlendingu. símamtnd ap.
Flugslysið f Boston:
Enginn alvarleg slys á fólk-
inu, sem öslaði sjáift í land
Koslon, 25. janúar. Al’. , j vi
DC IO-FARÞEGAIKÍT V frá flugfé-
laginu World Airways með 208
manns innanborðs rann út af
brautarenda og lenti í höfninni í
Boston aðfaranótt laugardagsins.
Slysið átti sér stað eftir að flugvél-
in hafði lent á Logan-flugvellinum,
en mikil þoka var og nokkur rign-
ing auk þess sem flugvöllurinn var
ísilagður. Kngin alvarleg slys urðu
á fólki og þykir það mikilli furðu
gegna.
„Flugvélin bara einfaldlega
rann út af brautinni," sagði einn
starfsmanna vallarins, sem varð
vitni að slysinu. „Þegar ég komst
á vettvang voru farþegarnir þeg-
ar teknir að vaða í land.“ Þegar
vélin lenti í sjónum brotnaði
flugstjórnarklefinn af skrokkn-
um og við það lentu flugmenn-
irnir í ísköldu vatninu. Öllum
tókst þeim þó að komast í land
og flestir farþeganna fóru út um
neyðarrennu aftast á vélinni og
ösluðu þaðan upp á þurrt. Aðeins
afturendi vélarinnar stendur
upp úr sjónum.
„Guð hefur vissulega verið
með okkur,“ sagði einn farþeg-
anna, kona, sem hélt á litlu
barni sínu í fanginu. A.m.k. 33
farþeganna voru fluttir í sjúkra-
hús til rannsóknar, einkum
vegna eymsla í baki, en allir
fengu þeir að fara þaðan fljót-
lega.
HRÓÐUG — Gleðin skín úr and-
liti Kathryn Floriea er hún faðmar
dóttur sína Devon að sér skömmu
eftir að þær björguðust úr flaki
DC-10 þotu World Airways sem
rann fram af flugbraut á Logan-
fiugvelli í Boston á laugardag og
hafnaði Út í sjó. Símamynd AP.
Dr. Kissinger varar
NATO >ið upplausn
\Va.shington,
25. janúar. Al*.
I)R. HENRY KISSINGER, fyrrum utanríkisráðherra, gaf
í skyn í gær að Atlantshafsbandalagið gæti smám saman
leyst upp, nema því aðeins að það gæti sýnt meiri einingu
í meðhöndlun hættumála í heiminum.
Dr. Kissinger sagði að það mótaði ekki einu sinni fyrir
samkomulagi innan bandalagsins um sambúð austurs og
vesturs, Mið-Ameríku, Afríku og Miðausturlanda.
„Hve lengi getur þetta haldið áfram?“ spurði Kissing-
er. „Við látum reka á reiðanum, höldum reglulega fundi,
ítrekum einingu fyrir siðasakir, breiðum yfir ágreining og
býst við að þannig geti þetta haldið áfram í mörg ár, en
Hann sagði þetta á fundi „Nefnd-
ar hins frjálsa heirns", samtaka
sem beita sér fyrir íhaldssamri
utanríkisstefnu.
Dr. Kissinger sagði að megin-
málið, sem bandalagið stæði
frammi fyrir, væri „hve mikla ein-
ingu við viljum og hve mikið sund-
urlyndi við þolum. Einhver tak-
mörk hljóta að vera fyrir einhliða
ákvörðunum þátttakendanna á
kostnað nauðsynjar sameiginlegra
aðgerða".
„Ef þessi takmörk verða til þess,
sem ég hef kallað samstöðu hinna
óttaslegnu, ef þau leiða til lömunar
og aðgerðarleysis, þá mun bandar
l4íið"lcysast npp, að'-þafr mun
ég
ekki að eilífu.
ekki skipta máli í flestum þeim
málum sem upp koma.“
Kissinger taldi einn hugsanlegan
kost að Bandaríkjastjórn gerði til-
lögu um úttekt á bandalaginu með
það fyrir augum að endurskil-
greina markmið þess.
Dr. Kissinger gagnrýndi ekki
Reagan-stjórnina, þótt hann ylli
uppnámi í síðustu viku með birt-
ingu tveggja greina, þar sem hann
átaldi viðbrögð bandaríkjastjórnar
við setningu herlaga í Póllandi.
Aðspurður hvort Bandaríkin
ættu í vændum langt hnignunar-
skeið sagði hann: „Eg held að ef
einhver kæmi til þessa heims frá
annarri reikistjörnu og athugaði
keppinautanna dytti þeim ekki í
hug að spyrja þyrfti slíkrar spurn-
ingar.
I Sovétríkjunum horfum við upp
á heimsveldi, sem er greinilega í
hnignun. Ef við getum staðið sam-
an í 10 til 15 ár er ég i engum vafa
um að Sovétríkin verða þá orðin
hinn sjúki maður Evrópu og að á
21. öld muni koma upp allt öðru
vísi árekstrar og deilumál."
Kissinger ítrekaði einnig and-
stöðu sína við lagningu jarðgas-
leiðslunnar frá Spvétríkjunum til
Vestur-Evrópu. „Ég held að gas-
leiðslan muni gera Vesturveldin
háðari pólitískum þrýstingi en þau
eru nú,“ sagði hann. „Atburðirnir í
auðtíhdti' o&’ fYan’itíðáfhórftih PðnaftðrhafS SfaðféSf þáð.'
Kóm, 25. janúar. Al*.
BLADI í Róm barst í dag, mánudag,
fréttatilkynning frá Rauðu herdeild-
unum um ránið á bandaríska hers-
höfðingjanum James L. Dozier og
með fylgdi Ijósmynd af horshöfðingj-
anum, skeggjuðum.
Þetta var fimmta fréttatilkynn-
ingin frá Rauðu herdeildunum síð-
an hershöfðingjanum var rænt í
Verona 17. desember.
Einn ritstjóra Rómarblaðsins
„II Giornale d’Italia” sagði að
blaðamaður hefði fundið tilkynn-
inguna í ruslakörfu þegar maður
nokkur, sem hringdi í blaðið án
þess að láta nafns síns getið, hafði
sagt hvar fréttatilkynninguna
Tilkynning
um Dozier
væri að finna. Lögreglan kom
strax á vettvang og tók fréttatil-
kynninguna og ljósmyndina í sína
vörzlu.
Ritstjórinn sagði að í skjalinu
væru hvorki settar fram kröfur né
ééitfáV * úþþlýsíngá? ' 'um ‘ áfdrif
Doziers. í því voru aðeins hug-
sjónafræðileg slagorð, sagði hann.
En fulltrúi lögreglunnar sagði
að ljósmyndin, sem hann kvað
sýna Dozier með „sítt og þykkt“
skegg, benti til þess að hershöfð-
"ingfnn væ'rí'enn’á 1 ffÍ. ’