Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982 J IJMFN: iunnar Þorvarðarson Valur Ingimundarson Jónas Jóhanncsson Jrynjar Sigmundsson ngimar Jónsson Sturla Örlygsson lón Vióar Matthíasson lúlíus Valgeirsson Smári Traustason IS Arni Guómundsson 8 Gísli Gíslason 7 Bjarni Gunnar Sveinsson 7 Ingi Stefánsson 5 Guómundur Jóhannsson 5 Jón Oskarsson 6 Lid KR: ón Sigurósson iaróar Jóhannsson 'jríkur Jóhannesson (ristján Kafnsson Stefán Jóhannsson íirgir Mikaelsson ’áll Kolbeinsson Lgúst Líndal (ristján Oddsson Lið Vals: Kíkharður Mrafnkelsson 7 Kristján Ágústsson 5 Torfi Magnússon 7 Jón Steingrímsson 4 Leifur Gústafsson 4 Valdemar Guólaugsson 4 Gylfi Þorkelsson 5 Jð Fram: •orvaldur Geirsson ióar Þorkelsson Símon Olafsson ’órir Kinarsson )mar Kinarsson Lið ÍR: 7 Jón Jörundsson 7 Kristinn Jörundsson 7 Benedikt Ingþórsson 5 Hjörtur Oddsson 6 Ragnar Torfason Báðir sýndu mjög góðan leik. Þá var Stanley góður og hélt Símoni Ólafssyni alveg niðri í sókninni í fyrri hálfleik en gaf eftir í þeim síðari er hann var kominn með fjórar viilur. Hjörtur og Benedikt sýndu og báðir góða takta, efni- legir leikmenn sem eiga framtíð- ina fyrir sér. Í liði Fram lék Brazy mjög vel og var harður við að skora og hirða fráköst. Þá komu þeir Þor- valdur Geirsson og Símon vel frá leiknum. Símon sótti sig mjög er líða tók á leikinn en fór rólega af stað. Þorvaldur lenti í villuvand- ræðum og fór útaf með fimm vill- ur en var þá búinn að skora 17 stig. Viðar Þorláksson barðist vel í liði Fram og var mjög sterkur í vörninni. Stig ÍR: Stanley 25, Kristinn 23, Jón 20, Hjörtur 5 og Benedikt 6. Stig Fram: Brazy 21, Símon 18, Þorvaldur 17, Viðar 13, Ómar 7 og Þórir 2. — ÞR. Minnstu munaði að UMFN tapaði gegn ÍS Úrvalsdeild, UMFN — IS 109:102 (65:43) MINNSTU munaði að Njarðvík- ingar glopruóu sigrinum úr höndum sér á móti ÍS, þar syðra á lostu- dagskvöldið. Það hefói verið saga til næsta bæjar og ánægjulegt fyrir skæðasta keppinaut þeirra, Framar- ana, ef neðsta liðið hefði borið sigur- orð af hinu efsta. Njarðvíkingar léku IS-ingana grátt fyrri hálfleikinn og framan af þeim seinni, með falleg- um leikfléttum og mikilli hittni, rétt eins og um sýningu væri að ræða, sérstaklega hjá hinum þyngdarlausa Danny Shouse, sem bæði sendi og skoraði af sinni alkunnu snilld. Staðan í hálfleik var 65:43 heima- mönnum í vil, sem juku enn forskot- ið strax í þeim seinni, 77:51, en þá missti I)anny jafnvægið í einu upp- stökki og kom illa niður, og þá var eins og UMFN liðið, færi úr andlegu jafnvægi, þótt Danny reyndist ómeiddur, aðcins aumur í fæti, sem háði honum greinilega um sinn. ÍS-ingar, sem höfðu nánast leik- ið hlutverk „statistanna" í leikn- um, tóku að sér aðalhlutverkið, með þá Pat Bock, Arna Guð- mundsson og Gísla G. í farar- broddi. Engu var líkara en að IS- ingar hefðu farið í einkatíma til Danny Shouse og numið hjá hon- um hvernig á að krækja knöttinn af mótherjanum. Hvað eftir annað komust þeir inn í sendingar eða hreint og beint hrifsuðu knöttinn af Njarðvíkingum, hraðaupphlaup og karfa. Veður voru því fljót að skipast í lofti. Njarðvíkingar, sem í hálfleik höfðu varla við annað að keppa en nýtt stigamet, að því er ætla mátti, vissu ekki fyrri til en IS-ingar voru á góðri leið með að jafna, þegar tæpar 4 mínútur voru til loka, 99—96, en þá stillti Njarð- vík upp sínu sterkasta og Danny sá um að leggja knöttinn í körf- una, oftar en ÍS-ingar á loka- sprettinum. Tvö stig Bjarna Gunnars Sveinssonar í lokin nægðu ekki, munurinn varð 7 stig. Dauði kaflinn, sem kom í leik UMFN, sýndi að óvarlegt er að taka lykilmenn liðsins, Gunnar Þorvarðarson, Jónas og Val Ingi- mundarson út af alla í einu, sér- staklega Gunnar, sem stjórnar mjög leik liðsins og lætur ekki deigan síga þótt móti á blási. Pat Bock, stóri og stæðilegi Bandaríkjamaðurinn í liði IS, lagði sig allan fram í leiknum, enda berjast hann og félagar hans, harðri baráttu fyrir áframhald- andi veru í Úrvalsdeildinni. Pat átti mjög góðan varnarleik og skoraði oft úr ólíklegustu færum — áðþrengdur af mótherjum. Árni Guðmundsson, Gísli Gísla- son og Bjarni Gunnar Sveinsson sýndu hvers IS-ingar eru megnug- ir, þegar liðið smellur saman, ásamt Jóni Óskarssyni, sem var geymdur utan vallar of lengi, en átti góðan leik þann stutta kafla sem hann spilaði undir lokin. Dómarar voru þeir Gunnar B. Guðmundsson og Kristján Rafns- son og skiluðu hlutverkum sínum vel, í prúðmannlegum og fjörugum leik, bæði til orðs og æðis. emm UMFN: Danny Shouse 48 Gunnar Þorvarðarson 15 Valur Ingimundarson 14 Sturla Örlygsson 10 Jónas Jóhannesson 6 Brynjar Sigmundsson 4 Smári Traustason 4 Júlíus Valgeirsson 4 Jón Viðar Matthíasson 2 Ingimar Jónsson 2 ÍS: Pat Bock 30 Árni Guðmundsson 24 Bjarni Gunnar Sveinsson 18 Gísli Gíslason 14 Guðmundur Jóhannesson 7 Jón Óskarsson 6 Ingi Stefánsson 3 STAÐAN STAÐAN í úrvalsdeildinni nú er þessi, er miðað við að ÍK hafi sigrað Fram, 78—77: UMFN 13 II 2 1139- -1025 22 Fram 13 9 4 1094- -991 18 Valur 13 7 6 1056- -1023 14 KK 13 7 6 1014- -1081 14 ÍK 13 4 9 1001- -1103 8 ÍS 13 1 12 1043- -1174 2 KfinuKnatlieiiiur v ............-... SÖGULKGUM leik Fram og ÍR í úrvalsdeildinni í körfuknattleik lauk með jafntefli, 78—78, á laugardag í Hagaskóla. Liðin gengu af velli og gerðu sig líkleg til þess að leika framlenginguna. Kn þegar dómarar leiksins fóru að athuga leikskýrsl- una kom í Ijós að hún var ekki í samræmi við tölurnar á klukkunni. Samkvæmt leikskýrslu hafði ÍK unnið sigur, 78—77. Minsvegar bar þeira íþróttafréttariturum, sem á staðnum voru, saman um að staðan væri rétt 78—78, eins og veggklukk- an sýndi og réttilega hafði verið fært inn á hana. Kn dómurum leiksins varð ekki haggað, þeir fóru eftir lcikskýrslu og dæmdu ÍK-ingum sig- urinn í leiknum, þrátt fyrir mikil mótmæli Framara. Þegar skýrslan var athuguð mátti þó sjá á hcnni að hún orkaði verulega tvímælis í því eina atriði sem um var deilt. Fram kærði leikinn og verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr kærumálinu. Góður ieikur Leikur Fram og IR var allgóður og mjög oft sáust verulega góð til- þrif hjá leikmönnum beggja liða. Lið IR lék vel, sérstaklega í vörn- inni og mjög góð barátta var allan leikinn í liðinu. Þessi mikli kraft- ur kom leikmönnum Fram veru- lega á óvart og gekk liðinu mjög illa að komast í gang í leiknum. ÍR hafði frumkvæðið allan fyrri hálf- leikinn. Það var ekki fyrr en á 19. mínútu fyrri hálfleiksins að Fram náði loks forystu, 39—35, en hún var skammvinn. IR náði að jafna metin og staðan í hálfleik var 39—39. Gífurleg barátta var svo allan síðari hálfleikinn. Lengi vel var jafnt á öllum tölum. Hittni leik- manna var góð, sérstaklega er líða tók á leikinn. Þegar 11 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik leit út fyrir að Fram ætlaði að taka leikinn í sínar hendur en ÍR-ingar voru ekki á þeim buxunum og héldu fast í við þá. • Kristinn Jörundsson sýndi mjög góðan leik gegn Fram á laugardag. Skoraði mikið og var duglegur í varnarleiknum. Æsispennandi lokamínútur Þegar aðeins 1 mínúta var eftir af leiknum upphófst mikill darr- aðardans á gólfinu. Staðan var jöfn, 74—74, ÍR-ingar náðu að skora 76—74, þegar 41 sek. er eft- ir. Hinn frábæri leikmaður Fram, Val Brazy, jafnaði metin af snilld. Staðan 76—76, þegar aðeins 330 sek eru eftir. IR sótti og gamla kempan Kristinn Jörundsson, sem fór á kostum í leiknum og sýndi afbragðs leik, skoraði fallega körfu með skoti af löngu færi, 78—76 fyrir ÍR. Sigur þeirra virt- ist vera í höfn. En Val Brazy fékk boltann þegar 11 sek. voru eftir, brunaði fram í gegn um vörn ÍR sem var illa á verði. Brazy stökk upp og skaut af þó nokkru færi þegar aðeins ein sekúnda var til leiksloka. Og boltinn hafnaði beint ofan í körfunni. Staðan því jöfn, 78—78. Æsispennandi lokamínút- ur í góðum leik. En svo fór sem áður sagði og leikurinn var ekki framlengdur. Liðin: Bestu menn ÍR voru þeir bræður Kristinn og Jón Jörundssynir. Einkunnagjöfln Sögulegum leik ÍR og Fram lauk með jafntefli 78—78 - en ÍR-ingum var dæmdur sigurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.