Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 34
3 4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982
1981 var
norskum
stjórnmálum
EFTIR JOHN C. AUSLAND í OSLÓ
Ekki er með rökum unnt að halda því fram, að lítið hafi gerst
í Noregi á árinu 1981. í ársbyrjun flutti þáverandi forsætis-
ráðherra, Odvar Nordli, áramótaávarp, sem olli fjaðrafoki hjá
ríkisstjórnum bandalagsþjóða Noregs. Undir árslok var ríkis-
stjórnin undir forsæti Káre Willochs að móta stefnu sína
gagnvart atburðunum í Póllandi.
Þinghúsið í Osló
Sá atburður á alþjóðavettvangi,
sem líklega hafði mest áhrif í Nor-
egi á árinu 1981, var embættistaka
Ronald Reagans í Bandaríkjunum.
Svo virðist sem honum sé einkar
lagið að segja og gera hluti, sem
raska ró Norðmanna. Væri forset-
inn ekki að úthrópa sovéska leið-
toga, þá gæfi hann yfirlýsingar
um nauðsyn þess að hefja fram-
leiðslu á nifteindasprengjunni.
Undir áramótin róaði hann menn
þó dálítið með því að hreyfa
svonefndri „núll-leið“ og leggja
hana fram í samningaviðræðun-
um um takmörkun kjarnorku-
vopna í Evrópu.
A sama tíma og Reagan gerði
Norðmenn taugaveiklaða, minntu
Sovétmenn þá á það, hver ógnar
sjálfstæði þeirra í raun. I júní
flaug flokkur Backfire-sprengju-
þotna suður með strönd Noregs til
að undirstrika hernaðarmátt Sov-
étríkjanna. 1 september sigldi sov-
éskur kafbátur með að minnsta
kosti eina kjarnorkusprengju inn-
an borðs í strand við Karlskrona í
Svíþjóð. I desember bar það svo til
tíðinda í Póllandi, að enn einni lot-
unni milli Samstöðu og stjórn-
valda lauk með valdatöku hersins.
Þótt fjölmiðlar legðu sig fram
um að minna Norðmenn á það, að
þeir lifðu í vályndri veröid, fjöll-
uðu þeir þó mest um stjórnmálin
innan lands. Það var kosið til
Stórþingsins á árinu 1981 og úr-
slitin mörkuðu tímamót. Hægri-
flokkurinn bætti við sig fylgi og
Verkamannaflokkurinn tapaði.
Þetta tap leiddi til valdabaráttu
innan Verkamannaflokksins, sem
var harðvítugri fyrir þá sök, að nú
var kynslóð eftirstríðsáranna að
ná öllum lykilembættum í flokkn-
um á sitt vald.
I upphafi 1981 fóru menn ekki
lengur í grafgötur um það, að rík-
isstjórn Verkamannaflokksins
undir forsæti Nordlis átti við mik-
inn vanda að etja. Það eru ekki
allir á einu máli um ástæðurnar
fyrir þessum vanda, en flestir
telja, að ekki hafi verið mikil sam-
staða innan flokksforystunnar.
Nordli sagði af sér forsætisráð-
herraembættinu snemma í febrú-
ar vegna heilsubrests. Eftir snörp
átök varð Gro Harlem Brundt-
land, varaformaður flokksins, for-
sætisráðherra.
Þótt Gro Harlem Brundtland
sæti aðeins í hinu háa embætti í
átta mánuði, gerðist svo sannar-
lega ýmislegt á þeim tíma. Hún
tók síður en svo við góðu búi, en
henni heppnaðist með hörku að
knýja mál fram og þjappa ríkis-
stjórninni saman. Jafnhliða hóf
hún kosningabaráttu, sem snerist
aðeins í kringum eina manneskju,
hana sjálfa. Verkamannaflokkur-
inn hélt ekki velli í kosningunum
en úrslitin urðu honum þó mun
hagstæðari en búist var við á
tímabili.
Gro Harlem Brundtland stjórn-
aði landinu og tók forystu í kosn-
ingabaráttunni og hún náði
Verkamannaflokknum einnig und-
ir sig. Reiulf Steen formaður
flokksins gaf ekki kost á sér til
endurkjörs, eftir að Gro Harlem
hafði lýst því yfir, að hún vildi
verða flokksformaður. Landsfund-
ur Verkamannaflokksins fór að
vilja hennar að þessu leyti en bauð
henni einnig byrginn með þeim
hætti, sem kann að reynast af-
drifaríkur. Landsfundurinn kaus
ekki frambjóðanda Gro Harlem
sem varaformann heldur Einar
Förde, en hann er andstæðingur
aðildar Noregs að NATO.
í kosningunum 14. september
staðfestu kjósendur niðurstöður
skoðanakannana. Stærstu borg-
araflokkarnir, Hægriflokkurinn,
Kristilegi þjóðarflokkurinn og
Miðflokkurinn unnu hreinan
meirihluta í Stórþinginu. Sá galli
var á gjöf Njarðar, að flokkarnir
þrír gátu ekki myndað samsteypu-
stjórn. Helsta ágreiningsefnið var
afstaðan til fóstureyðinga, en
fleira kom og til. Því fór svo, að 14.
október myndaði Káre Willoch,
leiðtogi Hægriflokksins, minni-
hlutastjórn og varð sjálfur forsæt-
isráðherra. Hinir tveir borgara-
flokkarnir féllust á þessa ráðstöf-
un og hétu því að veita stjórninni
lið í Stórþinginu — svo framar-
lega sem þeir gætu af og til hlaup-
ist undan merkjum í vinsælum
málum hjá kjósendum án þess þó
að stofna lífi stjórnarinnar í
hættu.
Fram að jólaleyfi Stórþingsins
gekk þetta samstarf snurðulaust.
Samstaða myndaðist um fjárlög,
sem enginn var fyllilega ánægður
með, en borgaraflokkarnir töldu
samrýmast meginstefnu þeirra í
kosningunum. Undir árslok boðaði
ríkisstjórnin, að efnahags-
starfsemi myndi eiga undir högg
að sækja á árinu 1982. í Noregi
finna menn nú talsvert fyrir nin-
um alþjóðlega efnahagssamdrætti
og norskar framleiðslugreinar
standa halloka í samkeppni við
erlenda keppinauta. Olía hækkar
hægt í verði og lækkar jafnvel,
sem hefur í för með sér minni
tekjur norska ríkissjóðsins en við
hafði verið búist. Það er því mun
erfiðara en áður að halda atvinnu-
leysi í skefjum með niðurgreiðsl-
um til þeirra atvinnugreina, sem
bera sig ekki. A hinn bóginn reyna
Norðmenn í lengstu lög að halda
starfsemi óarðbærra fyrirtækja
áfram ekki síst vegna þess, hve
tregir þeir eru til að flytja búferl-
um.
Olíuvinnslan í Norðursjó
minnkaði síður en svo á árinu
1981, þrátt fyrir lækkun á olíu-
verði. I júni samþykkti Stórþingið
tillögu ríkisstjórnarinnar um að
gas frá Statfjord-svæðinu (út af
Björgvin) skyldi tekið á land í
Noregi. I norskum stöðvum verður
gasið skilið og síðan verður
„þurri“ hluti þess sendur út á Eko-
fisk-svæðið í Norðursjó og þaðan
til Þýskalands. Með þessari tilhög-
un lauk miklum vangaveltum um
það, hvort selja ætti gasið til
Bretlands eða meginlandsins.
Statoil, norska ríkisolíufyrirtæk-
ið, færði sér ágreining um með-
ferðina á gasinu í nyt til hins ítr-
asta og hækkaði verðið. Niður-
staðan varð fyrirtækinu í vil —
gasið er selt til meginlandsins,.
eftir að það hefur farið um norsk-
ar hendur.
Akvarðanir Norðmanna í olíu-
málum mótast eðlilega mjög af
aðstæðum í Noregi, ekki síst bar-
áttunni gegn atvinnuleysi, en at-
burðir utan Noregs vega þó einatt
þyngra. Það kom til dæmis í ljós,
þegar ríkisstjórn Reagans hvatti
Norðmenn til að auka gasvinnslu
sína til að draga úr þörf íbúa á
meginlandi Evrópu fyrir gas frá
Sovétríkjunum. Evrópumenn
lögðu Bandaríkjamönnum þó ekk-
ert lið í þessari baráttu, þeir segj-
ast vilja bæði norskt og sóveskt
gas. Hafi þrýstingur Bandaríkja-
stjórnar haft einhver áhrif á
Norðmenn, blöstu þau ekki við öll-
um.
Varnarmál voru meira til um-
ræðu í norskum stjórnmálum á
árinu 1981 en oft áður. Má rekja
umræðurnar til þess, að Norð-
menn mundu aftur eftir kjarn-
orkuvopnum eins og aðrir Evrópu-
búar. Fyrir tuttugu árum ákváðu
Norðmenn, að ekki skyldu vera
kjarnorkuvopn í Noregi á friðar-
tímum. Síðan hafa flestir Norð-
menn látið sér líða vel undir
svonefndri „kjarnorkuregnhlíf" og
hugað að öðru. Upp á síðkastið
hafa Norðmenn tekið til við að at-
huga úr hverju „regnhlífin" væri.
Margt kom þeim til þess, meðal
annars forsetafyrirmæli Carters
númer 59 (PD 59) um skotmörk
bandarískra kjarnorkuvopna. í
öðru lagi má nefna ákvörðun
utanríkisráðherra NATO-ríkj-
anna í desember 1979 um að
endurnýja kjarnorkuherafla
Bandaríkjanna í Vestur-Evrópu. í
þriðja lagi má minna á ákvörðun
Reagans, að hafin skuli fram-
leiðsla á nifteindasprengjunni. Og
loks vakti það Norðmenn af vær-
um blundi, þegar Reagan sagði
ekki óhugsandi, að háð yrði tak-
mörkuð kjarnorkustyrjöld í Evr-
ópu.
Kvenréttindafélag íslands
Þær sem unnið hafa að undirbúningi 75 ára afmælis KKFÍ frá vinstri: Ásdís
Kafnar, Ester Guðmundsdóttir, Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir og Sigrún Sig-
urðardóttir.
Kvenréttindafélag íslands verður
75 ára 27. jan. nk. Á afmælisdaginn
verður móttaka á llótel Borg kl.
16.00 til 18.30 fyrir félagsmenn og
aðra velunnara félagsins. Boðið
verður upp á kaffi og kökur, formað-
ur félagsins, Kster Guðmundsdóttir,
flylur ávarp en auk þess mun Nigríð-
ur Klla Magnúsdóttir syngja nokkur
lög, Selma Kaldalóns spilar á píanó
og Sigrún Kdvaldsdóttir leikur á
fiðlu ásamt Nínu Margréti Gríms-
dóttur sem leikur á píanó.
Fyrsti formaður KRFÍ var Bríet
Bjarnhéðinsdóttir en það var hún
sem 27. jan. 1907 boðaði 15 konur
til fundar á heimili sínu, Þing-
holtsstræti 18, til að ræða stofnun
félags er hefði réttindamál kvenna
á stefnuskrá sinni og var þar
ákveðið að stofna slíkt félag. Hét
það í fyrstu Hið íslenska kvenrétt-
indafélag en var síðar breytt í það
nafn sem það nú hefur.
í fvrstu lögum félagsins sagði
m.a. að markmið þess væri að
starfa að því að íslenskar konur
fengju fullt stjórnmálalegt jafn-
rétti við karlmenn: kosningarétt
og kjörgengi, einnig rétt til emb-
ætta og atvinnu með sömu skil-
yrðum og þeir. Það kom fram á
fundi, sem stjórn KRFI hélt með
blaðamönnum til að kynna 75 ára
afmælið, að þó kvenmenn væru
búnir að fá lagalegan rétt til emb-
ætta og atvinnu með sömu skil-
yrðum og karlmenn, þá væri slíkt
ekki í reynd. Því væru konur enn
að berjast fyrir sömu málum og
fyrir 75 árum.
Á landsfundi félagsins 1980 var
í fyrsta skipti í sögu þess sam-
þykkt stefnuskrá, en í upphafi
hennar segir: „Markmið Kvenrétt-
indafélags íslands hefur frá upp-
hafi verið að vinna að jafnrétti og
jafnri stöðu karla og kvenna á öll-
um sviðum þjóðlífs. Með setningu
laga nr. 78/1976 Um jafnrétti
karla og kvenna voru mörg af
stefnumálum félagsins lögfest.
Raunverulegt jafnrétti hefur hins
vegar ekki náðst og leggur félagið
megináherslu á, að konur og karl-
ar fái sömu aðstöðu og tækifæri til
að njóta hæfileika sinna."
Á þeim landsfundi var einnig
75 ára
samþykkt að á næstu fjórum árum
ynni félagið sérstaklega að því að
auka hlut kvenna við ákvarðana-
töku í samfélaginu. Aðaláhersla
verði lögð á að auka hlut kvenna í
stjórnmálastarfi og fjölga konum
í sveitarstjórnum og á Alþingi.
í tilefni 75 ára afmælis félags-
ins verður útvarpsþáttur nk.
sunnudag 24. janúar kl. 14.00, til-
einkaður félaginu. Þær konur, sem
unnið hafa að dagskrárgerðinni,
hafa ákveðið að gefa félaginu þau
laun, sem þær kunna að fá fyrir
útvarpsþáttinn. Þessar konur eru:
Elfa Björk Gunnarsdóttir, Guðrún
Gísladóttir, Sigrún Valbergsdóttir
og Sólveig Olafsdóttir. Stjórn
Kvenréttindafélagsins ákvað því á
fundi 18. janúar sl., að upphæð sú
er félagið kann að fá, skuli renna
óskipt í sjóð — söguritunarsjóð —
svo hægt verði að hefja fram-
kvæmdir við heimildasöfnun. Sig-
ríður Erlendsdóttir, sagnfræðing-