Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982 Nor-Vest í Noregi: íslenzkir listamenn í gamla erkibiskups- setrinu Eftir Knut Ödegárd í október síðastliðnum fór fram listahátíð í Niðarósi, sem kennd var við Nor-Vest með vísan til þess að þar komu fram listamenn frá Færeyjum, Islandi og Noregi. Frumkvöðuli að því, að til hátíðarinnar var efnt, var norska skáldið Knut Odegárd. Morgunblaðið fór þess á leit við hann, að hann gerði lesendum blaðsins stutta grein fyrir hátíðinni með sérstöku tilliti til aðildar Islendinga að henni. Fer grein hans hér á eftir. íslenski fiðlarinn við hjarta Niðarósdómkirkju. Við setningu NorVest ’81 í byrjun október sl. Frá vinstri: Olaf T. Ranum, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, Endre Fröysa, formaður hátíðarnefndarinnar, Halvdan Skard, framkvæmdastjóri Norræna menningarsjóðsins, Þorgerður Ingólfsdóttir, kórstjóri, Knut Ödegárd, skáld, og Ola B. Johannessen, leikhússtjóri, sem las Lilju eftir Eystein munk Ásgrímsson í þýðingu Knut Ödegárds við setningu listahátíðarinnar. Skáhallt yfir háaltarinu í Nið- arósdómkirkju, fegurstu bygg- ingu frá miðöldum Norðurlanda, er höggmynd af manni einbeitt- um á svip með strengjahljóðfæri í höndum. Við nána athugun má sjá að hann er að leika á ís- lenzka fiðlu. Sjö aldir eru liðnar síðan óþekktur myndlistarmaður hjó íslenzka fiðlarann í stein og kom honum fyrir við hjarta dóm- kirkjunnar, sem var erkibisk- upssetur Norðmanna og Islend- inga. Fiðlarinn í Niðarósdóm- kirkju er mynd, sem minnir á náið menningarsamband Noregs og íslands til forna, sem því miður var rofið þegar löndin bæði komust undir danska stjórn. Hugmyndin að baki Nor-Vest- listahátíðarinnar, sem hleypt var af stokkunum í Niðarósi á liðnu hausti, hvíldi öðru fremur á því að endurnýja tengslin milli þeirra þjóða og landa, sem eiga sameiginlegar menningarrætur. Hér er átt við ísland, Noreg og Færeyjar. Staðurinn fyrir hátíð- ina var ekki valinn af handa- hófi. Niðarós — með erkibisk- upssetri og dómkirkju — var miðstöð blómlegs lista- og menningarlífs á hámiðöldum. Þangað komu íslenzkir lær- dómsmenn, þangað komu skáld eins og Einar Skúlason og Ey- steinn Ásgrímsson og þangað komu íslendingar jafnvel til þess að læra orgelsmíði á þeim dögum, er fiðlarinn varð til. í listinni tjáir sérhver þjóð sig og á okkar dögum — með sí- auknum áhrifum flatneskjulegs og forheimskandi alþjóðlegs skemmtanaiðnaðar — er nauð- synlegra en nokkru sinni fyrr að gæta menningariegra sérkenna sinna. Hér er um það að ræða að lifa sem menningarþjóð, og þar með umfram allt að standa sig sem frjáls þjóð. Af norskri hálfu var eftirvæntingin mikil hvað varðaði íslenzka list, sem setti sterkastan svip á listahátíðina. „Nor-Vest“ var hugsað sem mót ágætra fulltrúa á sviði ís- lenzkrar, færeyskrar og norskr- ar nútímalistar. Fyrir Islands hönd komu fram: Tónlist (Kammersveit Reykjavíkur, Hörður Áskelsson organisti, flautuleikarinn Manuela Wies- ler, semballeikarinn Helga Ing- ólfsdóttir), söngur (Þorgerður Ingólfsdóttir og Rut Magnús- son), myndlist (Edda Jónsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Björg Þorsteinsdóttir, Jóhanna Boga- dóttir, Valgerður Bergsdóttir, Hannes Lárusson, Halldór Ás- geirsson, Ólafur Lárusson, Niels Hafstein og Rúri), bókmenntir (Einar Bragi) og kvikmynd („Land og synir"). Frá Færeyjum kom dans- flokkur og sýndi sína sérstæðu dansa. Ennfremur kom kamm- ertónlistarflokkur og skáldið Karsten Hoydal. Fyrir Noregs hönd komu fram: Tónlist (t.d. Arve Tellef- sen, Eva Knardahl, Björn Káre Moe og Sinfóníuhljómsveit Þrándheims), myndlist og list- iðnaður (m.a. Ragnar Hrauga- rud, Benni Motzfeldt og Lise Skják Bræk), bókmenntir (Rolf Jacobsen og Knut Ödegárd), kvikmynd, leikhús. Af listsýn- ingunum vakti sýning á listiðn- aði Suður-Sama sérstaka at- hygli. Þetta er stærsta sýningin á verkum Suður-Sama, sem sýnd hefur verið á Norðurlönd- um. Auk þess sem finnskir, sænskir og danskir listamenn mættu á hátíðina, voru þar og enskir listamenn. Mikla athygli vakti enski söngflokkurinn „The Scholars" og söngkonan Dor- othy Irving. „Nor-Vest“ hófst 3. október. Nýskipaður framkvæmdastjóri Norræna menningarsjóðsins, Halvdan Skard, setti hátíðina. Hún stóð yfir allan októbermán- uð. Fyrsta daginn var íslenzka helgikvæðið „Lilja" flutt. Norska dagblaðið „Ádresseavis- en“ sagði m.a.: „Miðaldakvæðið „Lilja", endurort af Knut Öde- gárd, lesið af Ola B. Johannes- sen leikhússtjóra með millisöng Þorgerðar Ingólfsdóttur vakti mikla athygli og verður senni- lega lengi munað eftir að lista- hátíðin verður gleymd að öðru leyti." Kammersveit Reykjavíkur hélt þrenna tónleika og flutti ís- lenzk tónverk eftir Sveinbjörn •Sveinbjörnsson, Jón Þórarins- son, Atla Heimi Sveinsson og Hjálmar R. Ragnarsson. Þar að auki var á efnisskránni „Pierrot Lunaire" eftir Schönberg, sem gerir miklar kröfur. Rut Magn- ússon, sem var í hiutverki Pier- rots, töfraði áheyrendur með heitri innlifun og styrkum per- sónuleika í flutningi sínum. Kammersveitin bar líka mikið lof úr býtum í norskum blöðum fyrir tónlistina. Hörður Áskelsson, nýi organ- istinn í Hallgrímskirkju, varð fyrstur íslenzkra organista til að halda hljómleika í Niðarós- dómkirkju, og kom þar fram næst á eftir hinum heimsfrægu organistum Christopher Dearn- ley við St. Pálskirkjuna í Lund- únum og Walker Cunningham frá Bandaríkjunum. Þeir léku báðir í kirkjunni á liðnu hausti. Dagskráin var að öllu leyti ís- lenzk. Tónverkin voru eftir Jón Leifs, Gunnar Reyni Sveinsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Tvö af þessum verkum voru frum- flutt; annað eftir Gunnar Reyni, „Jesús, mín morgunstjarna" („Hugleiðing fyrir orgel um barnasálm aumra til Jesúm"), hitt eftir Þorkel, „Auf meinen lieben Gott“. Það var óvenju- margt fólk saman komið til þess að heyra þessi íslenzku orgel- verk sem í stílhreinni túlkun á stærsta orgel Norðurlanda var einn hátoppur listahátíðar- innar. íslenzka tónlist bar hátt í Nor-Vest í Niðarósi, ekki sízt fyrir það að þær Manuela Wies- ler og Helga Ingólfsdóttir komu og héldu hljómleika. Manuela og Helga héldu flautu- og sembal- hljómleika í Listiðnaðarsafninu í Niðarósi, þar sem þær m.a. fluttu verk eftir Jón Þórarins- son og Pál P. Pálsson. Eins og til að undirstrika hugmyndina sem lá að baki Nor-Vest, frumfluttu þær á þessum tónleikum nýtt verk eftir ungan Norðmann, Lasse Thoresen, sem var við- staddur. Norskir áheyrendur hrifust af samleik þessara ágætu lista- manna. Engu minni áhrif hafði einleikur Manuelu með Sinfón- íuhljómsveitinni í Þrándheimi, þar sem leikið var verk fyrir flautu eftir Þorkel Sigurbjörns- son: „Euridike fyrir Manuelu og hljómsveit". Á öðrum tónleikum flutti Sinfóníuhljómsveitin verk eftir Jón Nordal, og á efnis- skránni var auk þess fiðlukon- sert eftir Sibelius með Igor Oistrakh sem einleikara. Um verk Jóns, „Epitafion", stóð skrifað í norsku dagblaði m.a. að það væri „svipmikið tónverk sem „fritonalt" dregur upp höf- uðatriði úr ólíkum nýjum stefn- um... Jiri Starek (hljómsveitar- stjórinn) og hljómsveitin fluttu verkið af næmum smekk... Epi- tafium Nordals fól í sér nokkurn trúarlegan tón.“ Á tónlistarsviðinu bar stjórn- andi Hamrahlíðarkórsins, Þor- gerður Ingólfsdóttir, öðrum fremur hita og þunga dagsins: Meðan á Nor-Vest-hátíðahöld- unum stóð, hélt hún þrjátíu tónleika í skólum og kirkjum í Syðri-Þrændalögum. Þar flutti hún íslenzk þjóðlög og söngva með og án undirleiks, en undir- leikinn annaðist dómorganist- inn í Niðarósi, Björn Káre Moe, sem ýmist lék á orgel eða píanó. Þorgerður veitti líka fræðslu um íslenzka tónlist víðs vegar um landið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.