Morgunblaðið - 26.01.1982, Side 41

Morgunblaðið - 26.01.1982, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982 41 fclk í fréttum o Jt . + Þessar myndir voru teknar eftir flugslysið mikla í Bandaríkjunum í síð- ustu viku, þar sem fór- ust 78 manns, þegar Boing-þota Air Florida flugfélagsins rakst á brú yfir Potomac-ánni í Washington. Aðeins fimm komust af úr þessu hörmulega slysi og sýnir þessi myndar- öð björgun einnar konu upp úr ískaldri ánni. Frá blaðamannafundi Leiklistarráðs: Pétur Finarsson formaður, Helga Hjörvar og Örnólfur Árnason. Ljósm.: Kmíiía lijórnsdóitir. Um 240 þús. Islendingar fara í leikhús árlega Um 240 þúsund manns sækja leikhús hér á landi árlega, sam- kvæmt upplýsingum er fram komu á fundi er Leiklistarráð gekkst fyrir með blaðamönnum fyrr í vikunni. Þessi fjöldi skiptist þannig, að ár lega koma milli 80 og 90 þúsund leikhúsgestir í Þjóðleikhúsið, um 60 þúsund sækja sýningar Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó, áhorfendur að verkum Alþýðuleikhússins eru um 30 þúsund, leiksýningar Leikfélags Akureyrar sækja um 10 þúsund manns árlega, og sýningar hinna ýmsu áhugamannaleikhúsa víðs veg- ar um landið sjá árlega um 50 þús- und manns, eða samtals 230 til 240 þúsund manns. Pétur Einarsson, formaður leiklistarráðs, sagði á blaða- mannafundinum, að þetta væri gífurleg aðsókn, og óvenjulegt að mannfjöldi, er gerði meira en að samsvara ibúafjölda þjóðar, sækti leikhús árlega. Tölurnar sagði hann vera meðaltalstölur, byggðar á upplýsingum um aðsókn nokk- urra undanfarinna ára. A fundinum kom fram sú skoð- un Leiklistarráðs, að þessi mikla aðsókn gerði það vissulega að verkum að leiklistarlíf í landinu verðskuldaði meiri stuðning hins opinbera en nú er. „Markaðinn" fyrir leiklist töldu þau alls ekki mettaðan, enda virtist svo, að í hvert skipti er nýtt leikhús kæmi fram, ykist aðsóknin, og ný leik- félög tækju ekki frá þeim er fyrir væru. Meðal annars af þessum sökum, og til að nýta fjölda lærðra og ólærðra leikara til starfa, væri æskilegt ef áhugaleikhús gætu starfað og þróast í Reykjavík, líkt og svo víða úti á landi. Leiklistarráð er stofnað með leiklistarlögum frá 12. maí 1977, en ráðið kom fyrst saman til fund- ar 13. október 1979. Frú Vigdís Finnbogadóttir var kjörin fyrsti formaður ráðsins og gegndi for- mannsstörfum þar til hún tók við embætti forseta íslands. Aðild að ráðinu eiga 27 fulltrúar félaga og stofnana, sem fjalla um leiklistarmál. Ráðið kemur saman til fundar a.m.k. einu sinni á ári, en fram- kvæmdastjórn þriggja manna fer með málefni Leiklistarráðs milli funda. Núverandi framkvæmda- stjórn skipa Pétur Einarsson, for- maður ráðsins, Helga Hjörvar og Örnólfur Árnason. Hlutverk leiklistarráðs er: I. Að vera vettvangur umræðna um leiklistarmál og stuðla að því að leiklistarstarfi séu búin þroskavænleg skilyrði. II. Að vera ráðgefandi aðili fyrir ráðuneyti, sveitarfélög og leiklistarstofnanir. III. Að stuðla að ritun og útgáfu leikrita. IV. Að sinna öðrum verkefnum í þágu leiklistar í samráði við menntamálaráðuneytið. Átta prestaköll nú auglýst laus Biskup íslands hefur auglýst átta prestaköll laus til umsóknar. í all- mörgum þeirra þjóna nú settir prest- ar, önnur eru laus vegna skipunar sóknarprests í annað prestsembætti og nokkrir prestar hafa fengið lausn frá störfum vegna aldurs eða heilsu- brests, segir í frétt Biskupsstofu. Prestaköllin eru þgssi og er um- sóknarfrestur til 28. febrúar: Ásar í Skaftafellsprófastsdæmi. Þar hefur sr. Hanna María Pét- ursdóttir þjónað sem settur prest- ur síðan í september 1981. Bíldudalur í Barðastrandarpró- fastsdæmi. Sr. Dalla Þórðardóttir er sett til þjónustu þar og hefur verið síðan í júní sl. Borg, Borgarfjarðarprófasts- dæmi. Sr. Leó Júlíusson prófastur sem þar hefur þjónað síðan 1946 hefur nú fengið lausn frá embætti. Melstaður, Húnavatnsprófasts- dæmi. Sr. Pálmi Matthíasson, sem þar hefur þjónað, hefur verið skipaður sóknarprestur hins nýja Glerárprestakalls á Akureyri. Þetta prestakall veitist frá 1. júlí. Mosfell í Grímsnesi, Árnespró- fastsdæmi. Sr. Ingólfur Ástmars- son sóknarprestur þar hefur nú fengið lausn frá embætti vegna aldurs. Prestakallið er veitt frá 1. júlí. Ólafsfjörður, Eyjafjarðarpró- fastsdæmi. Þar þjónar nú sr. Hannes Örn Blandon sem settur sóknarprestur. Árnes, Húnavatnsprófasts- dæmi. Þar hefur ekki starfað prestur um árabil, hvorki settur né skipaður til embættisins. Prestakallið nýtur aukaþjónustu frá nágrannaprestinum, sr. Andrési Ólafssyni á Hólmavík. Sauðlauksdalur, Barðastranda- prófastsdæmi. Sama gildir um þetta prestakall sem Arnes, þar hefur verið prestslaust um nokk- urt skeið. Sr. Þórarinn Þór pró- fastur á Patreksfirði annast þar aukaþjónustu. Þá kemur fram í frétt sr. Bern- harðs Guðmundssonar, frétta- fulltrúa kirkjunnar, að enn sé nokkrum prestaköllum þjónað af settum prestum, sem auglýst verði síðar laus til umsóknar. Á síðasta ári voru vígðir 12 nýir prestar og margir þeirra voru settir til starfa í prestaköllum, sem ekki hafa ver- ið setin um skeið, en aðrir sóttu um prestaköll er auglýst voru, hlutu kosningu og síðar skipun til embættis. Venjan er að þau prestaköll, sem ekki er þjónað af skipuðum sóknarpresti, séu aug- lýst laus til umsóknar einu sinni á ári. Er það með samkomulagi hins setta sóknarprests og biskups hvenær það er gert. Árnes og Sauölauksdalur eru þau prestaköll sem ekki njóta fullrar þjónustu og sést það iðulega er auglýst eru laus prestaköll. Þá segir í frétt biskupsstofu að nær tugur manna muni ljúka guðfræðiprófi frá Há- skólanum næsta vor og vart sé útlit fyrir prestaskort í ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.