Morgunblaðið - 26.01.1982, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 26.01.1982, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982 Iþróttasamband Islands 70 ára 1912—1982 íþróttasamband íslands á 70 ára afmæli um þessar mundir. í tilefni afmælisins veröur efnt til hátíðarsýn- íngar í Þjóöleikhúsinu næstkomandi laugardag kl. 14.00. ÍSI eru nú stærstu félagasamtök í landinu meö 76.599 íþróttaiðkendur. ÍSÍ hefur vaxið og dafnaö með ólíkind- um á síöustu árum og hér má sjá á tölum hversu starfið hefur vaxið frá því sambandiö varð fimmtugt árið 1962. Árið 1962 voru innan ÍSÍ 7 sérsambönd, 26 héraðssam- bönd og 232 félög með 16.211 íþróttaiðkendur. Nú eru innan ÍSÍ 17 sérsambönd, 27 héraðssambönd og 282 félög með 76.599 íþróttaiökendur, þannig að aukning íþróttaiðkenda á þessu tímabili er 377,51%. Hér á eftir verður getíð nokkurra atriöa um upphaf og skipulagningu ÍSÍ. • Framkvæmdastjórn ÍSÍ ásamt framkvæmdastjóra og skrifstofustjóra Frá vinstri: Hermann Guðmundsson framkvæmdastjóri, Jón Ármann Héðinsson medstjórnandi, Hannes Þ. Sigurðs- son varaforseti, Sveinn Björnsson forseti, l*órður Þorkelsson gjaldkeri, Alfreð Þorsteinsson ritari, Björn Vilmundar son skrifstofustjóri. Stofnun íþrótta- samhands Islands Fimmtud. 18. janúar 1912 boðaði Sigurjón l'étursson frá Áiafossi ásamt Axel V. Tulinius f.v. sýslu- manni og Guðmundi Björnssyni landlækni stjórnir allra (9) íþróttafé- laga í Reykjavík til fundar í Báru- búð. Á þeim fundi var kosin undirbún- ingsnefnd til að athuga lagauppkast og tillögur Sigurjóns 1‘éturssonar um stofnun íþróttasambands. Stofnfundur íþróttasambands ís- lands var síðan haldinn í Bárubúð sunnudaginn 28. janúar 1912. Þar mættu fulltrúar frá 7 íþróttafélögum í Reykjavík; Glímufélaginu Ármanni, Iþrótta- félaginu Kára, íþróttafélagi Reykjavíkur, Ungmennafélagi Reykjavíkur, Ungmennafélaginu Iðunni, Knattspyrnufélagi Reykjavíkur og Knattspyrnufélag- inu Fram. P'yrir stofnfundinn lágu tilmæli frá 5 félögum öðrum en þeim sem hér eru áður talin, um stofnaðild að sambandinu en þessi félög voru: Skautafélag Reykjavíkur og Sundfélagið Grettir í Reykjavík og 3 Akureyrarfélög, íþróttafélagið Grettir, Glímufélagið Héðinn og Ungmennafélag Akureyrar. Þann- ig voru stofnaðilar að íþróttasam- bandinu 12 íþróttafélög. Á stofnfundinum voru sam- þykkt bráðabirgðalög fyrir sam- bandið og kosin stjórn. Forseti var kosinn Axel V. Tulinius fyrrver- andi sýslumaður, en aðrir í stjórn voru dr. Björn Bjarnason, Guð- rnundur Björnsson, Björn Jak- obsson og Halldór Hansen. Svo sem áður segir var Axel V. Tulinius fyrsti forseti ISI, var hann það frá 1912—1926. Þá tók við af honum Benedikt G. Wáge 1926—1962, síðan Gísli Halldórs- son 1962—1980 og frá 1980 hefur Sveinn Björnsson skipað sæti for- seta ÍSÍ. Verndarar ÍSÍ í mörgu var reynt að fara að dæmi Íþróttasambandanna á Norðurlöndum, en m.a. var það hefð hjá þeim, að þjóðhöfðingjar landanna væru verndarar íþrótta- sambandanna. Var því snemma á árum ÍSÍ leitað eftir því að þjóð- höfðingi Íslands, þá Kristján X konungur íslands og Danmerkur gerðist verndari ÍSí og árið 1919 varð hann verndari þess til sam- handsslitanna við Danmörku 1944. Árið 1948 varð Sveinn Björnsson, forséti Íslands, verndari ÍSÍ og var það þar til hann féll frá 1952. Þá varð forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson, verndari ÍSÍ til ársins 1968 en 1969 tók þáverandi forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn að sér að vera verndari ÍSÍ. Núver- andi verndari ÍSÍ er Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands. Heiðursforsetar ÍSÍ Á íþróttaþingi ÍSí 1962 var Benedikt G. Wáge kosinn heið- ursforseti íþróttasambands ís- lands. Hann lést 8. nóv. 1966. Nú- verandi heiðursforseti ÍSÍ er Gísli Halldórsson, var hann kjörinn heiðursforseti á íþróttaþingi ÍSÍ 1980. Erindrekstur Þýðingarmikill þáttur í starfi ISI er og var erindrekstur. Strax á frumbýlisárunum fóru erindrekar ÍSÍ um landið og heimsóttu félög- in og voru fyrstir í þessum hópi Jón Þorsteinsson, íþróttakennari og Sigurður Greipsson, Haukadal. Síðan komu ýmsir þjóðkunnir íþróttaforystumenn. Þá hefur framkvæmdastórn ISI og fram- kvæmdastjóri mætt á ársþingum héraðs- og sérsambanda. Skipuiag ÍSÍ íþróttalögin, sem Alþingi sam- þykkti 1940 ákváðu veigamikla breytingu á hinni frjálsu íþrótt- astarfsemi í landinu. Þar segir m.a. að íþróttasamband íslands sé æðsti aðiii um frjálsa íþrótta- starfsemi áhugamanna í landinu og að öll opinber íþróttakeppni skuli fara fram skv. reglum sem ÍSÍ setur svo og að landinu skuli skipta í íþróttahéruð eftir legu og aðstöðu til samvinnu um íþrótta- iðkanir. Sem afleiðing af íþróttalögun- um gerðist það, að fjöldi íþróttafé- laga og héraðssambanda gekk í ÍSI og verulegar breytingar voru gerðar á lögum ISI árið 1943. Skipulagsmálum þessum var síðan framhaldið með lagabreytingum 1946 og 1949. Síðan hefur lögum ÍSÍ ekki verið breytt í verulegum atriðum. Það er nú fastbundið þannig að ÍSí er samtök allra þeirra félaga og félagasamtaka er iðka íþróttir, landfræðilega skipt niður í héraðssambönd sem eru 27 talsins og eftir íþróttagreinum í sérsambönd sem nú eru 17. Æðsta vald samtakanna er í höndum íþróttaþinga, er koma saman annað hvert ár. Milli íþróttaþinga kemur sam- bandstjórn ÍSÍ saman til fundar en framkvæmdastjórn ÍSÍ, skipuð fimm mönnum fer með fram- kvæmdavaldið. Æðsta dómsvald er í höndum íþróttadómstóls, en í héruðum hjá héraðsdómstólum og sérráðsdómstólum og einnig eru sérstakir dómstólar sem starfa í sérsamböndunum. Fjöldi nefnda starfar einnig innan ÍSÍ og skulu hér nokkrar nefndar. Fræðslunefnd, er annast fræðslumál og útgáfu á reglugerð- um og fræðsluritum, unglinga: nefnd er sér um æskulýðsmál svo og heilbrigðisnefnd er sér um heil- brigðismál og heilsugæslu. Trimmnefnd, er sér um undirbún- ing að áróðri og skipulagi til auk- ningar íþrótta fyrir alla svo og kvennanefnd er vinnur að auknu starfi kvenna í íþróttum og félags- málum. Þá er starfandi afreks- mannasjóður ÍSÍ og gerir stjórn hans tillögur til framkvæmda- stjórnar um styrki til sérsam- banda vegna afreksíþrótta. Fjármálin Frá öndverðu hefur fjárskortur staðið auknu íþróttastarfi í land- inu fyrir þrifum. Hefur því eitt af meginverkefnum ÍSÍ verið að bæta fjárhag sambandsins og sambandsaðila. Nokkuð hefur þó raknað úr þessu á síðustu árum, bæði vegna aukinna fjárframlaga frá ríkisvaldinu og eigin fjáröflun- arleiða íþróttasambandsins. Fyrst með landshappdrætti og síðan með starfi Getrauna. Þrátt fyrir það er fjarri því að nóg sé að gert, því enn er fjárskortur stærsti þröskuldurinn á vegi íþróttahreyf- ingarinnar til eðlilegs vaxtar og starfs. íþróttamiðstöðvar ÍSÍ Árið 1964 var tekin í notkun íþróttamiðstöðin í Laugardal í Reykjavík, sem ISI hafði, í sam- vinnu við ÍBR, látið byggja og síð- an stækkuð í samvinnu við ÍBR og KSÍ 1973. í þessum húsakynnum hefur ÍSÍ nú aðsetur sitt ásamt flestum sér- samböndunum og ÍBR. Skrifstofa ÍSÍ annast mikil og margvísleg þjónustustörf fyrir sérsamböndin og aðra sambandsaðila ÍSÍ. Nú er áformað að stækka veru- lega íþróttamiðstöðina með 3ja hæða byggingu er rúmi gijtiað- stöðu og aðstöðu til smærri fund- arhalda, kennslu o.fl. 1967 eignaðist ÍSÍ 'A hluta í heimavistarálmu íþróttakennara- skólans að Laugarvatni og rétt til afnota af eignarhluta íþrótta- kennaraskólans og íþróttamann- virkjum hans þann árstíma er skólinn starfar ekki. 10. júlí 1969 var þar hafinn rekstur sumar- íþróttamiðstöðvar ISI, sem síðan hefur verið rekin á hverju sumri með góðum árangri, þangað sem íþróttafélög, héraðssambönd ásamt sérsamböndum hafa sent flokka til þjálfunar og sumarbúða. Þá má geta þess í þessu sambandi, að ÍSÍ hefur ávallt styrkt með fjárframlögum sumarbúðarekstur félaga og héraðssambanda víðs- vegar um landið. Íþróttahátíð ÍSÍ Á íþróttaþingi 1966 var sam- þykkt að ÍSI skyldi efna til alls- herjarmóts eða íþróttahátíðar á 10 ára fresti og þá fyrst 1970. Sú íþróttahátíð fór fram og var langstærsta íþróttamót, sem hald- ið hafði verið til þess tíma á ís- landi. Var það vetraríþróttahátíð á Akureyri og sumaríþróttahátíð í Reykjavík, með samanlagt 5.000 þátttakendum. 1980 var svo íþróttahátíð ÍSÍ, önnur í röðinni haldin á Akureyri fyrir vetraríþróttir og í Reykjavík fyrir sumaríþróttir. Þessi íþróttahátíð tókst enn bet- ur en sú fyrri og tóku um 20.000 manns þátt í henni, beint og óbeint. Megin tilgangurinn með íþróttahátíðunum tveimur var að vekja, og auka áhuga þjóðarinnar á íþróttum og sýna hvers íþrótta- hreyfingin væri megnug og hvaða afl stæði að baki henni og verður að álykta að hvortveggja hafi tek- ist. íþróttir fyrir alla — „Trimm“ Árið 1%8 hóf íþróttasambandið mikla áróðursherferð fyrir íþrótt- um fyrir alla, svonefnt „Trimm", og hefur sú herferð staðið síðan og skilað umtalsverðum árangri í aukinni iðkun íþrótta, einkum sundi og skíðaiðkunum. Ákveðið var að á afmælisárinu 1982 yrði gert sérstakt átak til framgangs íþrótta fyrir alla — Trimm —. Dagskrá Hátíðarsýningar í Þjóðleikhúsinu 30. janúar 1982 kl. 14.00. í tilefni 70 ára afmælis ÍSÍ. 1. Upphaf: Stúlkur frá Fim- leikafél. Björk, Hafnarfirði. Stjórnandi: Inga ívarsdóttir. Ræða: Forseti ÍSÍ, Sveinn Björnsson. 2. Bændaglíman: Kvæði Gríms Thomsen. Glímumenn í Glímufél. Ár- manni, Knattspyrnufél. Reykjavíkur og Umf. Vík- verja glíma. Þulur: Rúrik Haraldsson. Þorsteinn Einarsson æfði og bjó til flutnings. 3. Aðdragandi að stofnun ÍSÍ: Gils Guðmundsson f.v. al- þingismaður og rithöfundur. 4. Nemendur íþróttakennara- skóla íslands: Stúlkur sýna leikfimiæfingar, sem Björn Jakobsson lét stúlknaflokk Umf. Iðunnar, Reykjavík, sýna á Melavelii í Reykjavik 1911. Stjórnandi Mínerva Jónsdóttir. 5. Ræða: Dr. Gunnar Thor- oddsen, forsætisráðherra. 6. Fimleikafél. Björk, Hafnar- firði: „Fonsur" — yngsti flokkur — leikfimi. Stjórn- andi: Anna Kristín Jóhanns- dóttir. Knattspyrnufél. Reykjavíkur: leikfimi — 2 stúlkur. Stjórnandi: Sigríður Jakobsdóttir. Konur úr Garðabæ: „Grikkjalaust gaman". Stjórnandi: Ijovísa Einarsdóttir. íþróttafél. Fylkir, Reykjavík: „Jass“- leikfimi. Stjórnandi: Jónina Karlsdóttir. íþróttafél. Gerpla, Kópavogi og Fim- leikafél. Björk, Hafnarf: 3 stúlkur, jafnvægisæfingar á slá. 7. Þjóðdansafélag Reykjavíkur: íslenskir þjóðdansar. Stjórn- andi: Kolfinna Sigurvinsdótt- ir. 8. Karlakór Reykjavíkur: Stjórnandi: Páll Panpichler Pálsson. 9. Upplestur: Óskar Halldórs- son, lektor. 10. íþróttafél. Gerpla, Kópavogi: Dýnustökk. Stjórnandi: Ás- laug Dis Ásgeirsdóttir. Leik- fimi við hljómlist. Frjálsar gólfæfingar. Stjórnandi: Kristín Gísladóttir. 11. Judó: Félagar úr Júdósam- bandi ísl. sýna, stjórnandi: Eysteinn Þorvaldsson. 12. Glímufél. Ármann, Reykja- vík: Drengir, staðæfingar og stökk. Stjórnandi: Guðni Sig- fússon. Leikfimi við hljóm- list. Stjórnendur: Björk Ólafsdóttir og Vilborg Niels- en. Frjálsar gólfæfingar, Davíð Ingason. 13. Gamanmál: Ómar Ragnars- son, fréttamaður. 14. Skólanemendur Garðabæjar: „Árstíðirnar". Stjórnendur. Elín Birna Guðmundsdóttir qg Oddgerður Oddgeirsdóttir. íþróttafélag Reykjavíkur: Yngsti fl. stúlkna, lejkfimi við hljómlist. Stjórnandi: Gunnhildur Úlfarsd. Fim- leikafél. Björk, Hafnarf.: Dýnustökk, stúlkur. Stjórn- endur: Sigurður T. Sigurðs- son og Karóiína Valtýsdóttir. 15. Lokaatriði: íþróttafél. Gerpla, leikfimiæfingar við hljómlist. Stjórnandi Berg- lind Pétursdóttir. 16..Ávarp: Hannes Þ. Sigurðs- son, varaforseti ÍSÍ. Kvatt — Uppröðun íþrótta- fólks. Áöur en hátíðarsýningin hefst, í hléi og við lok sýningar leikur Lúðrasveit Reykjavíkur. Stjórnandi: Björn R. Einarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.