Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982 13 Félagar úr Kammersveit Reykjavíkur, er þátt tóku í listahátíðinni NorVest ’81 í Niðarósi. Frá vinstri: Rut Ingólfsdóttir, fidluleikari, Gunnar Egilson, klarinettuleikari, Rut Magnússon, söngkona, Bernard Wilkinson, flautu- leikari, Anna Málfríður Sigurðardóttir, píanóleikari, og Carmel Russill, scllóleikari. Norðmenn, sem eru því yfir- leitt vanastir að hugsa sér ís- land sem sögulandið, urðu greinilega furðu lostnir yfir ís- lenzkri myndlist. Þessu olli ein- kum nýlistin, sem hafði verið send austur um hafið til Noregs og Nor-Vest í Niðarósi. íslenzku myndlistarsýningarnar voru tvær, önnur var sýning á verk- um fimm grafíklistamanna, sem allir eru konur, hin var kölluð „íslenzk concept-list“. Það var sú síðarnefnda, sem vakti mestan áhuga, bæði meðal áhorfenda og í blaðaummælum (og í norska sjónvarpinu). Hvort Hannes Lárusson, Halldór Ás- geirsson, Ólafur Lárusson, Niels Hafstein og Rúri bæru fram hið bezta frá listrænu sjónarsviði, er ekki þar með sagt. Norsk blöð gátu að minnsta kosti fullyrt, að „ísland er á undan" á þeim svið- um þar sem þessir listamenn vinna — í svonefndri „concept- list“ og „performance" (sem er vandkvæðum háð að finna ná- kvæm nöfn á, bæði á norsku og íslenzku): „Án efa hafa menn numið miklu meira í nýlist og blandaðri tækni — að vissu leyti á skömmum tíma — á Islandi en í Noregi.“ Menn urðu ekki eins furðu lostnir við að kynnast konunum fimm, sem sýndu grafíkmynd- irnar, vegna þess að þær vinna innan þeirra tjáningarmarka sem eru þekktari og hafa hlotið viðurkenningu. Konurnar upp- skáru þó engu að síður ágæta gagnrýni. Almennt kemur fram (i Adresseavisen) að sýningin „virðist vera mjög góður fulltrúi fyrir hið háa stig sem íslenzk grafík stendur á nú í dag“. Um Ragnheiði Jónsdóttur hefur ver- ið sagt, að „hún hafi valið „bók“ sem þema fyrir verk sín og breytir hún þessu mótífi sem borið er upp af firnadugnaði og aðdáunarverðu, en um leið ög- uðu ímyndunarafli, á svart- hvítum blöðum". — „Björg Þor- steinsdóttir á eitthvað af sama strangleika í sínum stóru mynd- um,“ skrifaði gagnrýnandinn, og „þar kemur fram örugg og með- vituð uppistaða af samsettum hnöttóttum hlutum sem minna á fjörusteina, oft til þess gerðir að leysa áhorfandann undan- óraunsæjum upplifunum. Frjórri, furðulegri, full af ævin- týralegri frásagnargleði er Jó- hanna Bogadóttir með sínar auðugu og listrænu óraunsæju myndir... Hún er samnefnarinn í þessum góða íslenzka kvenna- hópi.“ Gagnrýnandinn sagði um þær Valgerði Bergsdóttur og Eddu Jónsdóttur, að „Valgerður hefur valið “dag“ að þema mynda sinna — svo vandlega er unnið, að við fyrstu yfirsýn get- ur það beinlínis verið erfitt að komast að raun um hvort hér er um línóleum eða tréskurð að ræða. Og ef til vill kemur Edda Jónsdóttir mest á óvart sem til viðbótar svart-hvíta fletinum fyllir líka myndina litlausum relief-áhrifum með einskonar „nonfíguratífri" smáblómadrífu. Maður situr í raun eftir við áhrif skrautritaðrar myndar í blindletri." Einar Bragi var fulltrúi ís- lenzkrar ljóðlistar. Einar Bragi er vel kunnur í Noregi fyrir það að kvæði hans hafa verið gefin út í sérstakri bók á norsku fyrir allmörgum árum. Hann las upp kvæði sín á ljóðakvöldum ásamt færeyska skáldinu Karsten Hoydal og norsku skáldunum Rolf Jacobsen og Knut Ödegárd. Kvæði hans voru lesin bæði á íslenzku og í norskri þýðingu, en sums staðar úti í eyjunum í vestri, kom það greinilega í ljós, að áheyrendur gátu skilið þó nokkuð í islenzku vegna sinnar gömlu mállýzku. Fallegar nátt- úrustemmningar og ástarkvæði Einars Braga, sem skrifuð eru í hófsömu og nýtízku formi og við góð tök á orðavali og mynda- samsetningu, höfðu djúp áhrif á áheyrendur í Niðarósi og úti á landsbyggðinni. Hvort Nor-Vest á sér fram- hald í nýjum listahátíðum þar sem gamlar frændþjóðir finnast á djúpsviði listarinnar — er ekki enn ákveðið. En listahátíðin síð- astliðið haust hefur að minnsta kosti án efa skilið eftir sig spor. Sennilega er hún víðtækasta kynning á íslenzkri list sem nokkru sinni hefur átt sér stað í Noregi. Háttur sá, sem hafður var á um hana, að tengja sam- tíðina í menningarsögulegt sam- hengi, var mjög áhrifaríkur með því að hægt var að draga línur aftur í tímann og fram um leið, en það gefur bendingu um menningarsvip framtíðarinnar. Ef til vill ætti listahátíðin að eiga framhald í Reykjavík? S.G. þýddi Aukinn áhugi á íslandsferðum f Bretlandi: Tvöfalt fleiri fyrirspurnir en í fyrra Rætt við Jóhann Sigurðsson umdæmisstjóra Flugleiða „ÞETTA er það sem hægt er að kalla að hitta í mark, því síðan þessi auglýsing fór að birtast í lok desembermánaðar að við höfum fengið tvöfalt fleiri fyrirspurnir um ferðir til íslands í sumar en í fyrra. Mánudaginn ellefta janúar sl. höfðum við alls fengið um 7000 fyrirspurnir en á sama tíma í fyrra, u.þ.b. 3400,“ sagði Jóhann Sig- urðsson umdæmisstjóri Flugleiða fyrir Brctland og frland, er Mbl. ræddi við hann er hann var hér á ferð fyrir skömmu. „Við gáfum út bækling í fyrra um Islandsferðir í samvinnu við fleiri aðila og það gaf góða raun. Á tímabilinu frá apríl til október í fyrra varð 30% aukning á fjölda ferða breskra ferðamanna til Islands og hafa aldrei komið jafnmargir breskir ferðamenn til landsins, eða 8000 manns. Hinsvegar var aukningin ekki eins mikil og vonast hafði verið til um haustið, því þá hækkuðu ferðirnar í verði og auk þess minnkaði kaupmáttur launa í Bretlandi verulega. En nú erum við búnir að gefa út nýjan litprentaðan bækling í samvinnu við Ferðamálaráð, Reykjavíkurborg, Kynnisferðir, Akureyrarbæ, stærstu hótelin í Reykjavík og Bílaleigu Loftleiða, og hefur honum verið dreift um Bretland og Skandinavíu. Það er sérlega áríðandi nú að allir aðilar í ferðamannaiðnaðin- um á Islandi geri sem mest til að kynna haust og vetrarferðir, því sumarferðirnar standa mjög vel. Eins þyrfti að auglýsa ísland meira sem kjörið takmark fyrir ráðstefnuferðir og verðlauna- ferðir fyrirtækja og fleira þess háttar. Það mun vera til um- ræðu hjá Flugleiðum og Ferða- málaráði að gera bækling um slíkar ferðir svipaðan þeim sem Unspoiled, unpolluted, untamed And we could add unique. Because Iceland is all these things and more. Truly a wonderland of natural splendour. Majestic mountains, hot springs, waterfallsand glaciers. Seals and seabirds, puffins and ponies, and colourful flora. AII come together in nature's meeting place, making Iceland one of the seven wonders of the natural world. You'll love, our traditional restaurants where you can feast on Icelandic specialities of fish and lamb. VVhen you're off the Beaten track, you're never far from a warm welcome. So why not share in the wonders óf Iceland this vear. tion Bureau. 1 m vviv unn ® To: lceland Ti>uii>t Information 73Crosvenor Street, London WlXöDD. Please send me an lceland Travel Kit. vour literature package on lceland and how ti> get there. N KME____________________________ ADDRESS________ L ICELANDAIR JÁlLAdJ) | ASNA nm/NTÍNVÍV s, j Jóhann Sigurðsson nú hefur verið gerður um sumar- ferðirnar." Selurinn „Sally“ „Það er óhætt að segja að nýj- asta auglýsing okkar hefur hitt í mark. Sú auglýsing er með mynd af sel, selnum Sally, eins og hann hefur verið nefndur í Bretlandi. Þessi auglýsing hefur vakið mikla athygli og sem sagt aukið fyrirspurnr til okkar í miklum mæli. Við höfum leitast við að höfða sérstaklega til nátt- úruunnenda í auglýsingum okkar og það virðist hafa gefið mjög góða raun, svo ekki sé meira sagt. Nú er ekki ástæða til að ætla annað en að ástæða sé til bjart- sýni hvað varðar íslandsferðir Breta á þessu ári, þrátt fyrir það, að tvö dökk ský séu á himn- inum í þessu efni, annars vegar verðhækkanir hér heima og hins vegar kaupmáttarrýrnun í Bret- landi. En það hefur sýnt sig að fólkið sem hefur hvað mestan áhuga á Islandsferðum, er gjarnan fólk sem hefur sæmileg auraráð og hættir því ekki við ferðirnar þrátt fyrir einhverjar verðhækk- anir. Það verður ugglaust mikil auglýsing þegar Vigdís Finn- bogadóttir forseti heimsækir Bretland í næsta mánuði. Sú heimsókn verður áreiðanlega mikil landkynning og góð. Ég held því, að við getum nú horft fram á bjarta framtíð eftir mjög gott ár.“ Icetand82 Auglýsingin sem sló í gegn. Selur inn „Sally“. Forsíða hins nýja litprentaða bækl- ings um íslandsferðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.